Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 20
Jólaskautar „Það er alltaf mikið að gera í aðdraganda jólanna á skauta- svellinu,“ segir Silja Úlfarsdóttir hjá Skautasvellinu í Laugardal. „Fólk kemst í jólaskap á skauta- svellinu, jólalög eru spiluð og það er gaman að skauta í kringum jólatréð.“ Margir mæta uppáklæddir og með jólasveinahúfur á svellið. „Við mælum með að skella sér í jóla- peysuna og gera sér glaðan dag með fjölskyldunni á skauta- svellinu, svo er aðeins hlýrra inni í Skautahöllinni en úti,” bætir Silja við. Hún segir að börnin hafi mjög gaman af því að skauta í kringum jólatréð. „Þetta er alveg ný jólaupplifun, sjáumst á skautum.“ Fyrir þau sem vilja kíkja yfir hátíðarnar verður opið milli jóla og nýárs, já, og meira að segja opið annan í jólum og á gamlársdag. Opnunartímarnir eru: 21. og 22. des. kl. 13.00–18.00 23. des. kl. 12.00-16.00 24. og 25. des. lokað 26.–30. des. kl. 13.00–18.00 31. des. kl. 11.00–15.00 1. jan. lokað 2. og 3. jan. kl. 13.00–18.00 Krakkarnir þekkja tröllin og þau eru forvitin en varkár í kringum Tufta. Tufti er vinalegur þó hann sé stór og mikill. Tufti kíkir í miðborg Reykjavíkur n Nú er lag Banana- og súkkulaðibollakökur í jólabúningi n Uppskriftin 16. des 17. des 18. des Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hvað er að gerast um helgina? n Síðdegistónar, Steingrímur Teague og Silva Þórðardóttir kl. 18.00 Hafnarborg Flutt verður efni af djassplötunni More Than You Know í bland við ýmsa jólastandarda, svo sem hið melankólíska lag What Are You Doing New Year’s Eve?, sem Stein- grímur og Silva gáfu út nýlega. Ásamt þeim koma fram Andri Ólafssoni bassaleikari og Andrés Þór gítarleikari. n Jólaball Sveiflustöðvarinnar kl. 20.00 Iðnó Arctic Swing Quartet Hauks Grön- dal og Sveifluband Braga Árna- sonar leika fyrir dansi. n Jólabingó með Siggu Kling kl. 21.00 Lux, Reykjanesbæ Það eru engar reglur í Disco Bingóinu hennar Siggu – hún stjórnar fjörinu og henni innan handar verður líkt og áður Kefla- víkurmærin Jórunn Steinsson, öðru nafni Jójó Bling. n Reykjavík JÓLAkabarett kl. 22.00 Þjóðleikhúskjallarinn Gillagaur sýnir sexí sirkusatriði, Bobbie Michelle rænir jólasvein- inum, Gógó Starr treður í sig konfektmolum og sitthvað fleira. Bannað börnum. n Jólamatarmarkaður Íslands kl. 11–17 Hörpu Matarhandverk frá matarhetjum landsins. Bændur, sjómenn og smáframleiðendur. n Hannaðu þína eigin jólapeysu kl. 12–16 Gerðuberg Allur efniviður til að skreyta peys- urnar verður á staðnum. Gestir eru einnig hvattir til að grípa með sér það sem þeir telja að geti nýst vel í föndrið. n Jólatónleikar Barbara – Jól í LA kl. 17.00 Fríkirkjan í Reykjavík Meginefni tónleikanna er banda- rískir jólaslagarar, margir hverjir upprunnir í Hollywood. n Martröð á jólanótt, jólapartí­ sýning kl. 19.45 Bíó Paradís Konungur hrekkjavökunnar upp- götvar Jólabæ í hinni stórkostlegu jólamynd Tim Burton. Jólapartí- sýning sem bragð er að. n Sigga Eyrún ásamt jóla­ tríói Kalla Olgeirs kl. 20.00 Þjóðleikhús­ kjallarinn Lögin eru í útsetning- um Karls Olgeirssonar sem er alls enginn Leppalúði þegar kemur að því að skapa fallega jólastemningu. Huggu- legir, persónulegir og skemmtilegir jólatón- leikar. n Jólaball með Á móti sól og Pöpum kl. 23.00 Hlégarði, Mosfellsbæ Jólaball Mosfell- inga verður gríðar- legt partí í ár. n Jólamatarmarkaður Íslands kl. 11­17 Hörpu Matarhandverk frá matarhetjum landsins. Bændur, sjómenn og smáframleiðendur. n Aðventukransarnir snúa jóla­ plötum kl. 17.00 Lucky Records Þeir félagarnir Andri Freyr og Guðni Rúnar kafa djúpt í jólavínil- safnið og lofa að spila bara hress og dansvæn jólalög. n Diddú og drengirnir kl. 20.00 Hallgrímskirkja í Saurbæ Diddú og drengirnir koma aftur í Hallgrímskirkju í Saurbæ með glæsilega aðventutónleika. Sig- rún Hjálmtýsdóttir og sex manna blásarasveit flytur jólatónlist sem heillar alla. Sérstakir gestir þeirra eru Margrét Bóasdóttir sópran og Kór Saurbæjarprestakalls, stjórn- andi Zsuzsanna Budai. n Pönk Jól kl. 20.00 Gaukurinn Tuð, Leiksvið Fáránleikans og Æð munu spila, hressa, kæta og hrein- lega dæla jólaskapinu í fólk. n Fimm mínútur í jól kl. 20.30 Grindavíkurkirkja Valdimar Guðmundsson syngur hugljúf jólalög í nýjum útsetn- ingum með hljómsveit sinni, Lón. Sérstakur gestur: Rakel. friminutur@frettabladid.is sjofn @frettabladid.is Fátt er dásamlegra en að fá sér eitthvað ljúffengt með aðventu- kaffinu. Hér er ein skotheld uppskrift að banana- og súkku- laðibollakökum með jólaívafi sem bráðna í munni. Tilvalið er að fá sér heimalagað heitt súkku- laði með þessum ómótstæðilega ljúffengu bollakökum. Upplagt er að velja jólaleg bollakökuform og leggja á borð með jólalegri umgjörð. Banana- og súkkulaði- bollakökur með jólaívafi 2 egg 110 g brætt smjör 2 þroskaðir bananar (stappaðir) 1 tsk. vanilludropar 230 g hveiti 180 g sykur 1 tsk. lyftiduft ¼ tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 1 ½ tsk. kanill 100 g suðusúkkulaði eða súkku- laði að eigin vali saxað Byrjið á því að hita ofninn 200°C. Blandið öllum þurrefnunum saman og setjið til hliðar í skál. Hrærið eggin, brædda smjörinu og stöppuðum banönum saman ásamt vanilludropum vel saman. Bætið þurrefnunum smátt og smátt saman við þar til vel blandað. Þegar blandan er tilbúin bætið við saxaða súkkulaðinu með sleif. Skiptið niður í um 12 bollaköku- form og bakið í um það bil 15–20 mínútur í 200°C heitum ofni. n Tröllið Tufti hefur verið á ferli á aðventunni í miðbæ Reykjavíkur. Tröllið er verkefni Pilkington Props og kom fyrst fram á 17. júní. „Það er svo gaman að glæða ævintýraheim tröllanna lífi,“ segir Daníel Adam Pilkington, trölla- smiður og sá sem oftast er að baki framkomunni. Tröllið var smíðað og mótað í stofunni hjá honum og Björgu Einarsdóttur kærustunni hans. „Risastórt tröll búið til í pínulítilli stofu!“ „Krakkarnir þekkja tröllin og þau eru forvitin en varkár í kringum Tufta. Tufti er vinalegur þó hann sé stór og mikill.“ Ef til vill sjá einhverjir líkindi með Tufta og tröllum Brians Pilkington, en Daníel er sonur hans. „Jújú, það er dásamlegt að halda áfram trölla- stúdíunni hans pabba. Íslenski jólaheimurinn er enn í mótun og það er gaman að taka þátt í því, nú eru jólasveinarnir til dæmis farnir að baða sig og jólakötturinn farinn að sætta sig við notaðan jólakjól.“ Jólapottur Miðborgarinnar styrkir bæjarferðir Tufta í ár. „Við erum búin að vera í bænum alla sunnu- daga á aðventunni og Turfi viðrar sig í síðasta sinn á Óðinstorgi á sunnudag milli 14 og 15.“ Frímínútur mæla sterklega með að fylgja ævintýrafólkinu í Pilking- ton Props á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að sjá hvar þau koma fram, smíðinni og hægt er að panta þau í partí. Kokteilboð með trölli? Hvers vegna ekki? n 4 kynningarblað A L LT 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.