Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 16. desember 2022 HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS Landsmenn syntu 10,2 hringi í kringum Ísland í átakinu. gummih@frettabladid.is Góð þátttaka var í landsátakinu Syndum, sem Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands og Sundsamband Íslands stóðu fyrir allan nóvem- ber mánuð. Á tímabilinu skráðu 1.157 einstaklingar sundmetra sína á heimasíðu átaksins en jafn- framt voru 726 manns sem skráðu sundmetra sína á þar til gerð skráningarblöð. Það voru því sam- tals 1.883 sem skráðu ferðir sínar meðan á átakinu stóð og syntu samtals 13.515 kílómetra sem gerir 10,2 hringi í kringum landið. Sporna við auknu hreyfingarleysi Syndum er heilsu-og hvatningar- átak sem höfðar til allra lands- manna, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Þetta átak var viðburður undir Íþróttaviku Evrópu sem tókst vel í ár. Mark- mið hennar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Markmiðið með átakinu Syndum var að hvetja almenning til að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Til þess að taka þátt skráðu þátttakendur sig á syndum.is og skráðu metrana sem þeir syntu. Á vef Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands kemur fram að almenn ánægja hafi verið meðal þátttakenda með átakið og virðast margir hafa nýtt sér það sem hvatningu til að synda oftar og lengra en einnig til að bæta sund- tækni sína. n Landsmenn duglegir í sundinu  Guðný Guðjónsdóttir segist vera öll önnur eftir að hún fór að taka inn kollagen frá Feel Iceland, hvort sem það er á líkama eða sál. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kollagenið er allra meina bót  Guðný Guðjónsdóttir er víðförul heimskona sem hefur lifað tímana tvenna. Hún setur heilsuna í fyrsta sæti og þakkar Feel Iceland kollageni hreysti sína og unglegt útlit. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.