Fréttablaðið - 16.12.2022, Page 16

Fréttablaðið - 16.12.2022, Page 16
Páll Sævar Guðjónsson, íþróttalýsandi Hápunktur pílukasttíma­ bilsins ár hvert á heimsvísu hófst í gærkvöldi með upp­ hafi heimsmeistaramótsins í Alexandra Palace í Bretlandi. Páll Sævar Guðjónsson lýsir mótinu, sem hefur vakið mikla lukku hjá Íslendingum í gegnum árin, á Viaplay og lofar frábærri skemmtun. aron@frettabladid.is PÍLA „Þetta er eitt stærsta mót sem fram hefur farið í pílukasti,“ segir Páll Sævar við Fréttablaðið. „Þarna mæta til leiks þeir allra bestu í pílu­ heiminum og auk þess hafa móts­ haldarar nú verið að leggja mikla vinnu í endurbætta sviðsmynd. Hún hefur verið gerð litríkari svo hún sé sjónvarpsvænni. Við getum alveg bókað það að um er að ræða eitt stærsta heimsmeistaramót sem hefur farið fram í pílunni.“ Stórstjörnur pílukastsins mæta til leiks og sem fyrr eru margir sem gera tilkall til heimsmeistaratitils­ ins. „Við sjáum alltaf þessa stóru hákarla í íþróttinni vera nefnda þarna til sögunnar. Persónulega þykir mér Hollendingurinn Mich­ ael van Gerwen einna líklegastur til afreka á mótinu. Hingað til á árinu hefur hann unnið fjögur risamót, Van Gerwen mætir því til leiks á heimsmeistaramótið í fantaformi eftir það sem mætti kalla erfitt síð­ asta ár, 2021, fyrir hann. Að sama skapi er Peter Wright núna í sömu stöðu og Michael van Gerwen var í fyrra, erfiðri stöðu. Kona Peters hefur verið mjög veik og hann þurfti meðal annars að draga sig úr leik á einu móti um daginn. Peter kemur því inn í heims­ meistaramótið í ekki eins mikilli leikhæfingu og Van Gerwen.“ Svo megi ekki, að mati Páls Sæv­ ars, sofa á pílukösturum á borð við Michael Smith, ungstirninu Josh Rock sem keppir nú á sínu fyrsta heimsmeistaramóti sem og reynsluboltanum Gerwyn Price. Sprenging í áhuga Íslendinga Heimsmeistaramótið í pílu hefur vakið mikla lukku meðal íslensku þjóð­ arinnar og á meðan mótið stendur yfir má oftar en ekki sjá líf legar umræður á samfélagsmiðlu m í tengslum við það. Það mætti segja að áhugi Íslendinga á pílukasti hafi tekið stökk upp á við þegar byrjað var að sýna frá mót­ inu á sínum tíma. „Það varð bara sprenging í íslensku pílukasti við það. Ég lýsti fyrsta mótinu sem sýnt var hér á landi fyrir þremur árum síðan og þá mátti sjá að allar píluvörur seldust upp á augabragði. Þegar verslanir á borð við Hagkaup voru farnar að selja pílu­ vörur, þá staðfesti það fyrir okkur hversu mikill áhuginn á pílukasti var orðinn mikill hér á landi.“ Þá hafi tilkoma pílukastsstaða hér á landi ýtt undir vinsældir íþróttar­ innar. Nú sé að finna pílukastfélög víðs vegar um landið og nefnir Páll Sævar sem dæmi félög sem eru starfrækt á Hvammstanga, Norð­ firði og Grenivík. „Þessi félög hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Aðsóknin og áhuginn er orðinn gígantískur.“ Sjálfur hefur Páll Sævar verið í Hringja inn jólin með HM í pílukasti kringum pílukast hér á landi síðan árið 1989. „Það var þá sem Píluvinafélag KR var stofnað til þess að veita stuðning við deildir félagsins. Ég er formaður þess félags í dag og hef verið gutlari í pílukastinu í allan þennan tíma. Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á pílukasti frá því að ég hóf vegferð mína þarna árið 1989.“ Talið berst aftur að heimsmeist­ aramótinu en Páll Sævar er þaul­ reyndur lýsandi er kemur að pílu­ kasti og vinnur hann mikla og góða undirbúningsvinnu fyrir hvert mót. „Ég er mikill grúskari og maður getur fundið ógrynni af upplýsing­ um um pílukast og keppendur á net­ inu. Ég fylgist með mótum allt árið um kring, þetta er svo skemmtilegt og það liggur við að maður sé ein­ hverfur þegar kemur að pílukasti. Þegar maður er síðan mættur í hljóðverið, kominn í stellingar og situr með allar þessar upplýsingar og lýsir herlegheitunum fyrir áhorf­ endum er eins og eitthvað sérstakt gerist. Stemningin verður svo skemmtileg.“ Áhorfendur setja svip sinn á mótið Það er ávallt mikið fjör í Alexandra Palace í Bretlandi þegar Heimsmeist­ aramótið í pílukasti fer þar fram og áhorfendur setja skemmtilegan svip á mótið og stemninguna í höllinni. „Fólk mætir þarna í alls konar búningum og stemningin þarna í höllinni er hreint út sagt ótrúleg. Þá er svo magnað að segja frá því að um 30 prósent af áhorfendum á hverjum einasta keppnisdegi eru Hollendingar. Þeir fylgja sínum kösturum eftir og eiga svo ótrúlega góða pílukastara, þetta setur góðan svip á mótið.“ Fullkomin tímasetning Segja má að Heimsmeistaramótið í pílukasti komi á fullkomnum tíma­ punkti fyrir íþróttaþyrsta áhorf­ endur. HM í knattspyrnu er á loka­ metrunum, pílukastið tekur við og í janúar hefst síðan HM í handbolta. „Þetta er allt útpælt hjá Pílusam­ tökunum, að hafa mótið á þessum tíma, því það eru engir aðrir stór­ viðburðir í íþróttaheiminum að eiga sér stað á sama tíma. Athyglin er öll á Heimsmeistaramótinu í pílukasti.“ Jólin koma sama hvað Mótið stendur yfir alveg fram í janúar á næsta ári og Páll Sævar er því meira og minna fastur í hljóð­ veri að lýsa mótinu fram að og eftir jól. Hann hefur því gert ráðstafanir í jólaundirbúningnum. „Ég er búinn að gera það. Jólin verða bara afskaplega þægileg og góð hjá mér. Börnin mín verða erlendis með móður sinni og það er yndislegt að vita af þeim þar. Það hentar mér því ágætlega að taka þetta mót og lýsa því af kostgæfni. Ég er fullur tilhlökkunar því þetta mót verður eitthvað annað. Það er allt klárt fyrir jólin og jólin koma alveg sama hvað maður gerir.“ n TILVALIN JÓLAGJÖF FYRIR ÁHUGAFÓLK UM ÞJÓÐMÁL „Örugglega besta bók sem ég hef lesið um íslensk stjórnmál.“ – Frosti Sigurjónsson „Sá sem ætlar að standa undir sæmdarheitinu jafn aðar maður, sósíalisti, kemst einfaldlega ekki hjá því að hugsa og helst af öllu þarf hann að hugsa skýrt. Það er gert í þessari bók.“ – Ólafur Þ. Jónsson „Skyldulesning fyrir allt áhugafólk um stjórnmál.“ – Þorsteinn Siglaugsson „Afar vönduð og vel skrifuð bók; minn ­ ingarnar, mann lýsingarnar, málefnin, hugsjónirnar.“ – Karl Sigurbjörnsson „Frábær bók . . . einlæg og Ögmundur trúr sér að venju.“ – Níels Árni Lund 14 Íþróttir 16. desember 2022 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.