Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 6
kristinnpall@frettabladid.is MÚLAÞING Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti fyrirliggjandi drög að samningi um samræmda móttöku f lóttafólks á nýjasta fundi sínum með það að skilyrði að aðeins væri um að ræða flóttafólk frá Úkraínu. Einn bæjarfulltrúi lagði fram bókun þess efnis að samkomulagið væri eingöngu hugsað fyrir f lótta- menn frá Úkraínu og þess vegna veitti hann samþykki sitt. Þetta kom fram á fundi sveitar- stjórnarinnar í vikunni þegar talið barst að samningi um samræmda móttöku flóttafólks á milli sveitar- félagsins og félags- og vinnumark- aðsráðuneytisins. Á fundinum var sveitarstjóra falið að undirrita samn- inginn út frá þessum forsendum. n Taki aðeins við Úkraínumönnum kristinnpall@frettabladid.is KÓPAVOGUR Bæjarráð Kópavogs- bæjar vakti á nýjasta fundi sínum athygli á því að fyrirhugaðar áætl- anir Vinnumálastofnunar um að koma 50 umsækjendum um alþjóðlega vernd í húsnæði í Kópa- vogi væri í bága við rekstrarleyfi staðarins. Ríkið segist vera langt á veg komið með viðræður um leigu á húsnæðinu Hjallabrekku 1 í Kópa- vogi fyrir 50 einstaklinga. „Bent er á að sá fjöldi sem VMST hyggst koma fyrir í húsnæðinu sem hér um ræðir er töluvert yfir þeim fjölda sem rekstrarleyfi húsnæðis- ins heimilar,“ kemur fram í bókun bæjarráðs. Vinnumálastofnun lét Kópa- vogsbæ vita af fyrirhuguðu sam- komulagi til að kanna áhuga á þjónustusamningi sem snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í bókun bæjarráðs er því lýst yfir að viðræður standi yfir um þátttöku að samræmdri móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd. n Leiguhúsnæði brjóti á reglum Kostnaður skattborgarans við utanlandsferðir ráðherra er mjög mishár. Heilt yfir hefur ferðakostnaðurinn hækkað mikið á þessu ári. kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Kostnaður við utan- ferðir ráðherra hefur rokið upp á þessu ári og er nú 275.713 krónur á hverja ferð, sem er hækkun um næstum 38 þúsund frá fyrra ári. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobs- dóttur var sett saman, árið 2017, hafa ráðherrar farið 315 sinnum utan og heildarkostnaðurinn er 72.472.816 krónur. Þetta kemur fram í svörum ráðu- neytanna við fyrirspurnum Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Að meðaltali hefur hver utanferð ráðherra kostað 230.072 krónur, í dagpeninga, hótelgistingu, fargjöld og annan kostnað. Svörin eru fyrir árin 2018 til 2022, eða það sem búið er af árinu. En eðli málsins samkvæmt fækkaði ferðum mikið árin 2020 og 2021, sökum far- aldursins. Aðeins fóru ráðherrar 17 og 18 ferðir þau árin og sumir ráð- herrar fóru ekki utan. Áberandi dýrustu ferðirnar hefur Jón Gunnarsson farið í, en hann tók við sem dómsmálaráðherra fyrir ári síðan. Að meðaltali hafa þær kostað ríkissjóð rúmlega 443 þúsund krón- ur. Meira en 120 þúsund krónum dýrari en ferðir þess sem er í öðru sæti, Kristjáns Þórs Júlíussonar sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra á fyrra kjörtímabilinu. Í þriðja sæti er síðan Willum Þór Þórsson heil- brigðisráðherra, sem líkt og Jón tók við embætti fyrir ári síðan, en hann hefur aðeins farið í þrjár ferðir. Mesti heildarkostnaðurinn er hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, 12.674.945 krónur, sem skýrist af því að hann gegndi stöðu utanríkisráðherra á fyrra kjörtímabilinu. Þar á eftir Jón dýrastur en Sigurður ódýrastur Ráðherrar í ríkis­ stjórn Katrínar Jakobsdóttur eru misgjarnir á utanlandsferðir og misdýrir ríkissjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Vinnumálastofnun. Jón Gunnarsson Kristján Þór Júlíusson Willum Þór Þórsson Lilja D. Alfreðsdóttir Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Sigríður Á. Andersen n Ásmundur Einar Daðason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir n Guðlaugur Þór Þórðarson Þórdís Kolbrún Gylfadóttir n Guðmundur I. Guðbrandsson Svandís Svavarsdóttir Sigurður Ingi Jóh. 443.007 krónur 321.746 320.430 319.796 312.278 261.748 249.378 247.861 212.474 173.629 170.609 170.496 165.421 114.826 Meðalkostnaður við hverja utanferð n Aðeins 2018 n Aðeins 2020–2022 n Aðeins 2022 kemur Lilja Alfreðsdóttir, menn- ingar- og viðskiptaráðherra og fyrrverandi mennta- og menningar- ráðherra. En hennar ferðir eru þær dýrustu af þeim ráðherrum sem setið hafa allan tímann, tæplega 320 þúsund krónur hver. Áberandi ódýrustu ferðirnar eru á skrá hjá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, aðeins 114.826. Hafa 28 ferðir Sigurðar kostað ríkis- sjóð minna en 8 ferðir Jóns Gunn- arssonar. Flestar ferðir Sigurðar Inga hafa verið á vegum samstarfsráðu- neytis Norðurlandanna, sem Guð- mundur Ingi Guðbrandsson situr nú í ásamt félagsmálaráðuneytinu. Sá ráðherra sem hefur ferðast langminnst miðað við tíma í starfi er Svandís Svavarsdóttir, mat- vælaráðherra og fyrrverandi heil- brigðisráðherra. Aðeins 8 ferðir á tæpum 5 árum og hver um sig hefur aðeins kostað rúmlega 165 þúsund krónur.n ggunnars@frettabladid.is VIÐSKIPTI Lyfja var valin markaðs- fyrirtæki ársins á markaðsverð- launum ÍMARK sam fram fóru í Hörpu í gær. Þetta er í 31. sinn sem ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, veitir markaðsverðlaunin en þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í sínu markaðsstarfi á árinu. Auk Ly f ju voru Atlantsolía, 66°Norður, Krónan og Blush til- nefnd til verðlaunanna í ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyf ju, segir verðlaunin mikla viðurkenningu á vinnu starfsfólksins. „Hjá Lyfju starfar samhentur hópur sem leggur metnað sinn í að bæta heilsu og lífsgæði fólks. Við höfum lagt okkur fram við að bæta fræðslu og forvörnum inn í okkar markaðsstarf og tekið það hlutverk alvarlega.“ Aðspurð segir Sigríður það hafa komið sér á óvart að vinna til verðlaunanna. „Þetta eru allt alveg framúrskar- andi fyrirtæki sem voru tilnefnd í ár, þannig að já, þetta kom verulega á óvart. En svo þegar maður hugsar um alla vinnuna sem liggur að baki hjá starfsfólkinu þá getur maður ekki verið annað en stoltur,“ segir Sigríður Margrét. n Lyfja valin markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK Starfsfólk Lyfju við verðlauna­ afhendinguna í gær. 4 Fréttir 16. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.