Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.12.2022, Blaðsíða 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Guðný Guðjónsdóttir tekur daginn snemma og byrjar hvern dag á því að fara út á svalir til að teygja úr sér, gá til veðurs og gefa fuglunum í garði sínum á Sel­ tjarnarnesi. „Ég hef frá barnsaldri verið mikill vinur fugla og dýra. Ég bjó lengi í Afríku og Asíu þar sem faðir minn vann hjá Sameinuðu þjóðunum og kenndi þjóðum fiskveiðar. Þar varð ég vitni að mikilli fátækt en líka illri meðferð á dýrum, eins og þegar sjóðandi vatni var skvett á hunda þegar þeir fóru í taugarnar á fólki. Það var hræðileg sjón og því var ég alltaf að reyna að hjálpa dýrunum, passaði að henda aldrei mataraf­ göngum og heimilið var orðið eins og dýragarður,“ segir Guðný, þar sem hún gefur fuglunum í garð­ inum epli og brauð vætt í olíu. „Ég gef fuglunum árið um kring því í garðinum hefur verið fjöldi skógarþrasta, svartþrasta, auðnu­ tittlinga og stara í þrjátíu ár. Fuglar segja frá og vita hvað þeir þurfa. Þeir vilja engin epli á sumrin en ég kaupi alltaf kúlur með fræjum og fitu til að hengja upp í tré og svo er gott að setja smjörlíki á vissa staði fyrir auðnutittlingana því þeir eru hrifnir af því,“ greinir Guðný frá. Fæðumst til að sýna kærleika Guðný var tveggja ára þegar hún flutti til Indlands en þaðan flutti fjölskyldan til Srí Lanka og Pak­ istan í Asíu, og seinna til Úganda og Kenía í Afríku. „Ég sótti skóla á Íslandi í átta ára og tíu ára bekk, og tók 2. bekk í Flensborg. Að öðru leyti fór skóla­ gangan fram í kristnum og kaþ­ ólskum skólum úti,“ segir Guðný sem er mikil trúkona, fer í kirkju á hverjum sunnudegi og alltaf í aftansöng á aðfangadagskvöld. „Ég hef þá trú að við fæðumst hér á jörð til að gefa af okkur og sýna fólki, dýrum og umhverfinu kærleika. Það mættu fleiri sýna kærleika í verki, því hvort sem fólk er kristið, íslamstrúar eð annarrar trúar er kærleikurinn kenndur í öllum trúarritningum. Það er hins vegar mannskepnan sem stjórnar sem er grimm og það hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Það skrifast því miður á öfgahugsun og mannfólkið sem er misgott að upplagi,“ segir Guðný. Vildi ekki heimshornaflakkið Fyrsta vinna Guðnýjar var í humri þegar hún var átta ára. Seinna, orðin nítján ára, réð hún sig sem flugfreyju hjá bresku flugfélagi og starfaði eftir það lungann úr starfsævinni sem flugfreyja hjá Loftleiðum, eða þar til hún tók við starfi framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar sem hún stýrði í fimmtán ár. „Í f luginu vildi ég sjá meira af heiminum, ekki síst Evrópu þar sem ég hafði dvalið langdvölum í öðrum heimsálfum. Ég ráðgerði að fara í lögfræði eða kennaranám við háskólann í Kampala, höfuðborg Úganda, en þá komst einræðisherr­ ann Idi Amin til valda og eyðilagði sitt fagra land. Ef ég byggi ekki á Íslandi vildi ég vera í Úganda. Landið er undurfallegt og fullt af tækifærum til að gera það að einu ríkasta landi Afríku, en okkur var ekki vært að vera lengur í Úganda þegar Idi Amin tók að eyðileggja fyrir þjóð sinni, með styrjöld og mannáti,“ segir Guðný. Hún hefur alltaf kunnað best við sig á Íslandi. „Sem barn og unglingur vildi ég aldrei vera á þessu heimshorna­ flakki því þar þurfti ég að vera með þjóna og bílstjóra sem gættu mín. Ég vildi fara einsömul í strætó til að fara í sundlaugina en það mátti ekki því undir niðri lá ótti um að mér yrði rænt. Þess vegna er svo gott að vera barn á Íslandi, þar sem maður má fara einn í strætó í sund og frelsi er í hávegum haft. Frelsið er dýrmætt og ákaflega þrúgandi að hafa alltaf einhvern til að passa upp á mann.“ Feel Iceland kollagen undraefni Guðný verður sjötug á nýárinu. Hún er í frábæru formi og þakkar kollageninu frá Feel Iceland góða heilsu sína og hraustlegt yfirbragð. „Ég byrjaði að taka inn Feel Iceland kollagen fyrir tveimur árum og finnst líkami minn orðinn allt annar í dag. Ég er öll mýkri í liðum, sterkari og öflugri og mér líður einstaklega vel í öllum líkamanum. Ég finn að endurheimtin er f ljótari eftir göngur og heilsurækt og kolla­ genið hefur gert mig að öllu leyti frískari. Ég vakna hress og þetta er bara algjört undra bætiefni sem ég að óreyndu hefði ekki trúað að mér gæti liði svona vel af,“ segir Guðný, himinlifandi yfir áhrifum kollagensins frá Feel Iceland. „Það er stórkostlegt að frum­ kvöðlarnir hjá Feel Iceland nýti fiskroð sem annars væri hent í slíka afbragðs afurð sem kolla­ genið er. Mér finnst kostur að kollagenið sé unnið úr íslenskum fiski, sem er bestur í heimi, sem og íslenska vatninu, en ég held að fólk gleymi því hvað við höfum það gott hér á landi, og að við séum ofdekruð. Þetta er langbestasta landið, eins og Dorrit sagði, og það er skrýtin þróun hversu margir Íslendingar fara til Spánar á sama tíma og Evrópuþjóðir koma til Íslands því það er svo gott að vera hér,“ segir Guðný hugsi. Betra bridge-spil með kollageni Guðný hefur alltaf verið dugleg að hugsa um heilsuna. „Ég hef í árafjöld stundað göngur mér til heilsubótar en líka golf, tennis, skíði og sund. Ég var meira að segja sunddrottning í skólanum mínum í Srí Lanka. Síðastliðin tvö ár höfum við fjórar vinkonur farið saman í klukkustundarlanga göngu á hverjum morgni, sama hvernig viðrar. Þegar ég kem heim úr göngunni fæ ég mér alltaf bolla af heitu Swiss Miss­súkkulaði og set út í það væna skeið af Feel Iceland kollageni,“ segir Guðný og hrærir í bollanum, en vinkonur hennar hafa einnig heillast af kollageninu góða. „Ég hef alla tíð verið með þunnt hár en nú er það allt annað, við­ ráðanlegra og ræktarlegra. Þá hefur húðin fengið á sig ung­ legra yfirbragð, hrukkurnar hafa minnkað og húðin er vel nærð og ljómar af heilbrigði. Ég hef líka alltaf haft þunnar neglur en þær hafa einnig lagast. Ég þakka því kollageninu fyrir gott útlit. Þetta er sannkallað yngingarmeðal og maður verður líka léttur á sálinni. Skammdegið hefur aldrei farið illa í mig en ég veit að margir þola það ekki. Því væri fróðlegt að rannsaka hvort kollagen frá Feel Iceland gerði fólki gott og því liði betur af því að taka það inn,“ segir Guðný. Hún starfar fimm tíma á dag í apóteki og vonast til að geta unnið sem lengst. „Mér hefur alltaf þótt voða gaman að vinna og held að það geri manni gott ef heilsan er í lagi. Í apótekinu hef ég selt mikið af Feel Iceland kollageni enda mæli ég eindregið með því. Ég spila líka mikið bridge, sem sagt er besta hugaríþrótt sem hægt er að stunda, og er ekki frá því að heilinn njóti góðs af kollageninu líka, því spila­ mennskan hefur stórbatnað síðan ég fór að taka það inn. Kollagenið frá Feel Iceland er einfaldlega allra meina bót.“ n Feel Iceland vörurnar fást meðal annars í Lyfju, Heilsuhúsinu, Lyfj- um og heilsu, Hagkaup, Fjarðar- kaupum, Apótekaranum, Fríhöfn- inni og Nettó. Einnig í vefverslun Feel Iceland, feeliceland. com. Nánari upplýsingar um Feel Icel- and kollagenið á feeliceland. com Guðný er mikill dýravinur og gefur fuglunum í garðinum árið um kring. Hér er hún með tíkina sína, Dísu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Guðný setur Feel Iceland kollagen í bolla af heitu kókói eftur morgungönguna. Ég þakka Feel Iceland kollageni fyrir gott útlit. Hrukk- urnar hafa minnkað og húðin er vel nærð og ljómar af heilbrigði. Þetta er sannkallað yngingarmeðal og maður verður líka léttur á sálinni. Guðný Guðjónsdóttir 2 kynningarblað A L LT 16. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.