Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 98

Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 98
Flutningurinn var yfirleitt mjög góður. Píanóleikurinn var frábær, gríðarlega kröftugur og glitrandi. Fiðluleikurinn var líka fínn. TónlisT Jón Sigurðsson Verk eftir skrjabín norræna húsinu Miðvikudaginn 14. október TónlisT La Boheme eftir Puccini í útsetningu fyrir fiðlu og píanó Flytjendur: Mathieu van Bellen og Mathias Halvorsen salurinn í Kópavogi þriðjudagur 13. desember Jónas Sen Sagt hefur verið að La Boheme eftir Puccini hljóti að vera grínópera, því ein aðalsögupersónan þjáist af tæringu en syngur samt fullum hálsi fram í andlátið. Vissulega kemur margt skondið fyrir í óper- unni, enda er bakgrunnur hennar bóhemlíf listamanna í Latínuhverf- inu í París. Þetta er þó fyrst og fremst harm- leikur sem fjallar um ástir skálds og dauðvona stúlku, og er ein vin- sælasta ópera allra tíma. Enda er tónlistin meistaraleg, og eru sum atriðanna með því fegursta sem heyrist. La Boheme hefur verið f lutt nokkrum sinnum hér á landi og ég man eftir tveimur uppfærslum Íslensku óperunnar sem báðar hafa verið frábærar. En á þriðjudagsk völdið var óper- an f lutt í mynd sem hlýtur að vera nýlunda. Hún var leikin af fiðlu- leikara og píanóleikara án söngs, leiks, sviðsmyndar eða búninga. Í staðinn var skjátextum varpað upp þar sem hægt var að fylgjast með framvindu sögunnar. Litríkar útsetningar Flytjendur voru Mathieu van Bellen fiðluleikari og Mathias Halvorsen píanóleikari. Þeir útsettu jafnframt óperuna fyrir hljóðfærin sín og segjast verður eins og er að útsetn- ingarnar voru snilldarlegar. Ekkert smáræði er að umrita einsöng, kór og sinfóníuhljómsveit fyrir aðeins tvö hljóðfæri, en hér var verulega vel að verki staðið. Útsetningarnar voru fjölbreyttar og litríkar. Til dæmis var kaflinn þar sem hermenn birt- ast með tilheyrandi trumbuslætti og alls konar látum virkilega flottur. Trommuslátturinn var yfirfærður á bassanótur píanósins og var það afar sannfærandi. Flutningurinn var yfirleitt mjög góður. Píanóleikurinn var frábær, gríðarlega kröftugur og glitrandi. Fiðluleikurinn var líka fínn, þótt hann hafi verið örlítið óhreinn á viðkvæmum stöðum. Fimmund- irnar í upphafi þriðja þáttar voru til dæmis ekki nægilega nákvæmar. En heilt yfir gneistaði af fiðluleiknum og margt í honum var sérdeilis glæsilegt. Öfug stígandi Gallinn við tónleikana var óperan sjálf. Hún byrjar með miklum til- þrifum þegar hún lýsir iðandi lista- mannalífinu í París, en er sorgin nær yfirhöndinni verður tónlistin mun innhverfari. Þetta virkaði ekki almennilega í umgjörðinni hér. Það var enginn hástemmdur söngur um vonlausa ást og brostnar vonir, og engin hljómsveit til að magna upp tilfinningarnar. Í staðinn var eins og verið væri að horfa á óperuna í síma, án heyrnartóla. Nístandi sorgin í lokin var ekki hvellur heldur kjökur, svo enskt orðatiltæki sé þýtt á íslensku: „Ended not with a bang but a whimper.“ Fiðlan og píanóið bara náðu ekki treganum í lok óperunnar. Þvert á móti voru sorglegu kaflarnir litlaus- ir og allt fjörið í byrjun, sem lofaði svo góðu, varð ekki að neinu – bara tómum leiðindum. Á eftir spurði maður sjálfan sig um tónleikana: Til hvers? n niðursTaða: Flottar útsetn- ingar en tónleikarnir misstu engu að síður marks. Endaði ekki með hvelli heldur kjökri Þeir Mathieu van Bellen og Mathias Halvorsen fluttu óperuna La Boheme eftir Giacomo Puccini í nýrri útsetningu fyrir fiðlu og píanó í Salnum í Kópavogi síðastliðinn þriðjudag. Mynd/Aðsend 62 Menning 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.