Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 6
thorgrimur@frettabladid.is
Kósovó Mikil spenna ríkir nú við
landamæri Kósovó og Serbíu, þar
sem serbneski herinn hefur verið
settur í viðbragðsstöðu. Öryggis-
sveitarliðum hefur verið fjölgað upp
í um 5.000 og Aleksandar Vučić, for-
seti Serbíu, segist ætla að „gera allar
ráðstafanir til þess að vernda þjóð-
ina okkar og varðveita Serbíu“.
Kósovó, sem er aðallega byggt
fólki af albönsku þjóðerni, klauf sig
frá Serbíu á tíunda áratugnum og
lýsti yfir sjálfstæði árið 2008. Serbía
og serbneski þjóðernisminnihlutinn
í Kósovó viðurkenna ekki sjálfstæði
landsins og hafa átt í stormasömu
sambandi við kósovósk stjórnvöld.
Hjörtur Bragi Sverrisson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri mann-
réttindadeildar ÖSE í Kósovó, segir
deiluna sem hefur valdið þessum
heræsingi snúast um númeraplötur
á bílum. „Þetta er gömul deila sem
kemur alltaf upp öðru hverju. Þegar
albanski þjóðernismeirihlutinn tók
yfir Kósovó skiptu þeir um núm-
eraplötur og tóku upp sínar eigin
plötur sem virkuðu þá hvergi nema
í Kósovó. Serbneski minnihlutinn í
Kósovó neitaði að skipta um númera-
plötur og hefur yfirleitt viljað nota
skráningarnúmer sem eru gefin út
annaðhvort af serbneskum yfirvöld-
um eða staðaryfirvöldum sem eru
hliðholl Serbíu í borginni Mitrovica.“
Hjörtur segir að stjórn Kósovó hafi
öðru hverju reynt að banna notkun
serbnesku bílnúmeranna. Nú hafi
hins vegar verið gengið lengra en
áður og lögreglumönnum gert að
sekta Serba fyrir að hafa þau. „Þótt
þetta hljómi sakleysislegt tengist
þetta sjálfstæðisbaráttu Kósovó
gagnvart Serbíu og vilja Serbanna til
að vera óháðir yfirvöldum Kósovó,“
segir Hjörtur. „Þetta er táknrænt
fyrir þessa baráttu.“
Hjörtur segir að hernaðarupp-
bygging við landamærin hafi áður
átt sér stað en hann muni ekki til
þess að Serbar hafi áður haft svo
marga hermenn til reiðu. „Þetta
tengist auðvitað árásinni í Úkra-
ínu, sem hefur skapað tómarúm í
öryggismálum þar sem allir eru með
hugann við Úkraínu. Serbar halda
kannski að þeir geti ógnað Kósovó
aftur og að Vesturlönd eigi erfiðara
með að styðja við Kósovóalbana.“
Þrátt fyrir hernaðaruppbygg-
inguna segist Hjörtur ekki búast
við neinni allsherjarinnrás Serba í
Kósovó. „Mér finnst ekkert ólíklegt
að þeir sendi inn einhverjar öryggis-
sveitir til að styðja við þessa lögreglu-
menn eða sérstjórnir sem Kósovó-
serbar eru með. Það hafa þeir gert
áður. Ég hef sjálfur séð lögregluþjóna
í serbneskum einkennisbúningum
í þorpum í Kósovó. Ég held ekki að
þeir geri heila árás því það væru
endalokin fyrir Serba ef þeir vilja
ganga í ESB eða eiga samstarf við Evr-
ópu. Það eru líka NATO-hermenn í
Kósovó og þeir myndu allavega verja
sjálfa sig, ef ekki Kósovóalbana.“ n
Stríðsæsingur út af númeraplötum
Ítalskir hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins í norðurhluta Kósovó.
Fréttablaðið/Getty
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 100.000 kr.
216
1696
4203
4588
5069
7173
8022
9177
9564
12532
13828
13968
15631
18899
19010
21597
25523
26143
28505
32299
33550
34269
34481
34872
35218
38826
38838
41005
41343
41652
43948
44169
45202
45609
47212
47284
47399
48246
52022
52322
54770
56222
56421
57123
57413
59202
60657
61578
61981
66283
71230
73990
74074
74119
76621
76743
81032
82218
84922
85401
86282
86946
86984
87094
87337
87466
89850
90436
91483
92581
92686
95507
96233
99170
99902
100260
102776
103010
103684
104221
105173
105221
105226
106097
106477
106683
107040
107937
109593
109855
110758
110960
112549
113269
115013
115045
115669
121139
122577
124852
125616
128616
128865
129437
129518
131775
133724
133742
134463
135084
135369
135446
136526
138432
138926
139469
139476
141444
142061
143322
144538
145047
148727
149252
151725
151813
155342
156342
156825
157637
157740
158046
158650
158691
159892
B
irt
á
n
áb
yr
gð
ar
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 200.000 kr.
5152
5394
7322
7617
8120
10162
10670
13287
13717
18012
18133
18527
19230
20211
21026
22730
24637
25824
26113
26522
28445
28510
29176
31009
33977
35201
37095
38210
41396
41723
42185
43285
44862
45145
46341
50691
53864
54086
56643
56881
56917
57108
59488
60134
61223
63550
65534
66796
67434
68556
69946
71021
72649
73166
73194
75533
75540
76450
77344
77711
80028
81982
85022
87394
89594
90469
96474
97460
97779
98321
99743
102594
102701
105903
108489
108946
111803
112214
112385
114033
114536
117444
117522
119574
120258
120321
121144
122403
124618
126664
128098
128549
132836
137983
138331
138895
140061
145246
147619
148081
148626
149351
150186
150484
151244
152183
152853
153440
156474
158536
Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning.
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að
Skógarhlíð 8, sími 540 1900. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 10. janúar nk.
Aiways U5 Premium, 100% rafmagnaður – 5.990.000 kr.
80392
Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr.
33438 51576 53632
krabb.is
TREK rafhjól Allant+ 7, 2022 – 529.990 kr.
23588
29333
45177
55096
57275
68899
75782
80992
95850
104398
108771
111634
121349
127547
131021
136264
138489
139000
150112
150161
Vinningar
Jóla
happ
drætti
ÚTDRÁTTUR 24. DESEMBER 2022
gar@frettabladid.is
taívan Ótti við vaxandi ógn frá
Kína er sögð ástæða þess að stjórn-
völd í Taívan hafa þrefaldað lengd
herskyldu fyrir karla í landinu, úr
fjórum mánuðum í eitt ár. Gert er
ráð fyrir að þessi breyting taki gildi
í ársbyrjun 2024.
Kínverjar líta á Taívan sem hluta
af Kína og beita refsiaðgerðum gegn
löndum sem eiga í stjórnmálasam-
bandi við eyjuna. Flest lönd viður-
kenna Taívan ekki sem sjálfstætt ríki
og Kínverjar segjast munu beita valdi
svo Taívan verði ekki sjálfstætt. n
Taívanar lengja
herskylduna
gar@frettabladid.is
danmörK Metfjöldi þorskseiða
mælist nú í Eystrasalti að sögn
Kaupmannahafnarháskóla.
Hefur danska ríkisútvarpið eftir
sérfræðingi að magn þorskseiða
milli fjögurra og tólf sentímetra að
stærð sé nú tífalt meira en á sama
tíma í fyrra.
Þá hafi mælingarnar þess utan
sýnt óvenju mikið magn af seiðum.
Þetta sé öldungis frábær þróun í
ljósi þess hversu þorskstofninn í
Eystrasalti var í slæmu ásigkomu-
lagi. n
Góðar fréttir af
dönskum þorski
Tsai Ing-wen, forseti Taívan. Þorskur kominn á land.
Utanríkisráðherra Lettlands
segir hertar refsiaðgerðir gegn
Rússum eitt mikilvægasta
tækið til að takmarka getu
þeirra í stríðinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
helenaros@frettabladid.is
úKraína Edgars Rinkevics, utan-
ríkisráðherra Lettlands, sagði í
árlegu ávarpi sínu að efnahags-
þvinganir á Rússa yrðu að vera til
staðar eftir að hernumin svæði í
Úkraínu verða frelsuð. Einnig að
þau ríki sem standa með Úkraínu
verði að vera meira samstíga í
þvingunum.
Rinkevics segir hertar refsiað-
gerðir gegn Rússum vera eitt mikil-
vægasta tækið til að takmarka getu
þeirra til að fjármagna og heyja
stríðið þar sem þær aðgerðir auki
pólitískan og efnahagslegan kostn-
að við stríðið.
Evrópusambandið er með efna-
hagsþvinganir gegn Rússum, sem
og Bandaríkin, Kanada, Bretland,
Noregur, Ísland og f leiri ríki, en
misharðar þó. Þessar þvinganir
beinast meðal annars gegn orku-,
f lug- og hátækniiðnaði og er ætlað
að veikja mátt Rússlands til þess að
herja á Úkraínu.
Einnig er þvingunum beitt gegn
1.836 rússneskum einstaklingum
og 171 fyrirtæki. Þar á meðal eru
æðstu embættismenn Rússlands,
þingmenn, meðlimir þjóðarörygg-
isráðsins og aðrir einstaklingar sem
standa nálægt Pútín líkt og olígark-
ar og áróðursmeistarar.
Au k opinber ra þv ing u na r-
aðgerða hafa fjölmörg fyrirtæki
hætt viðskiptum við Rússland
og hefur landinu verið vísað úr
íþrótta- og menningarstarfsemi,
svo sem knattspyrnumótum og
Eurovision.
Rinkevics sagði að ekki væri
nóg að hafa þvinganirnar í gangi
meðan stríðið sjálft geisaði. Eftir
að Úkraínumenn frelsa allt sitt
landsvæði undan hernámi þarf að
viðhalda þvingunaraðgerðunum
þar til Rússar viðurkenna fullveldi
Úkraínu og alþjóðlega viðurkennd
landamæri, en innan þeirra eru
bæði Donbass og Krím. Einnig þarf
Rússland að greiða skaðabætur til
þess að byggja Úkraínu upp að
nýju eftir gríðarlega eyðileggingu
í stríðinu.
Tilkynnti Rinkevics að Lettland
myndi styðja nýja áætlun Evrópu-
sambandsins um að nota frystar
eignir Rússa til að greiða fyrir upp-
byggingu í Úkraínu. Að sögn Rinke-
vics er nauðsynlegt að kalla einnig
aðila sem hafa hjálpað Rússum að
forðast refsiaðgerðir til ábyrgðar.
Vladímír Pútín Rússlandsfor-
seti undirritaði í gær tilskipun sem
bannar útflutning á rússneskri olíu
og olíuafurðum til ríkja sem hafa
komið sér saman um verðþak á olíu
frá Rússlandi. Bannið tekur í gildi
1. febrúar næstkomandi og gildir í
fimm mánuði. G7-ríkin ásamt Evr-
ópusambandinu og Ástralíu settu
60 dollara verðþak á hverja inn-
flutta tunnu af rússneskri hráolíu
sem flutt er sjóleiðis, fyrr í desem-
ber. n
Þvinganir á Rússa skulu
gilda eftir frelsun Úkraínu
Edgars Rinkevics segir hertar refsiaðgerðir mikilvægar. Fréttablaðið/ePa
Evrópusambandið
hyggst nota frystar
rússneskar eignir til að
greiða fyrir uppbygg-
ingu í Úkraínu.
6 Fréttir 28. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið