Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 23
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2022
Matarklúbburinn er bæði æfingahópur og vinskapur. Meðlimir eru á breiðu aldursbili og flest hafa tekið þátt í hálfum Járnkarli. Myndir/aðsendar
Ekki bara einhver matarklúbbur
Matarklúbburinn er hópur af hressum einstaklingum úr ýmsum áttum sem hafa hreyft sig
saman allt frá árinu 2017. Hópurinn nærir sig síður á mat, mun fremur á líkama og sál.
jme@frettabladid.is
„Við borðum nefnilega ekki
saman, það er það fyndna við
þetta. Upphaflega var þetta hópur
stelpna sem tók sig til og fór saman
í maraþon árið 2016. Upp úr því fór
hluti af þeim að æfa saman og síðar
hleypa strákunum inn í hópinn,“
segir Arna Torfadóttir, einn af upp-
runalegum meðlimum hópsins.
Hittast ekki til að borða
Hópurinn sem Matarklúbburinn
samanstendur af í dag, tók á sig
mynd árið 2017 þegar meðlimir
fóru að æfa saman í hjólaþjálfun.
Upp frá því hafa svo hægt og
rólega tínst inn nýir meðlimir í
hópinn, aðallega makar, vinir og
vinnufélagar. „Í kjölfarið fórum
við f lestöll saman í fyrsta hálfa
Járnkarlinn okkar árið 2019 í
Austurríki,“ segir Arna.
„Við erum núna um tólf með-
limir og hópurinn sem fór út
var í kringum tólf líka. Þegar
við komum heim úr keppninni
tókum við eftir því að það eina
sem við deildum inni á Facebook-
síðu hópsins voru myndir af
matnum sem við vorum að borða.
Það var eins og enginn væri að æfa
neitt og allir voru bara að senda
matarmyndir. Þá segir einhver
þessa f leygu setningu: „Hvað, er
þetta bara einhver matarklúbbur
hérna?“
Síðan þá hefur nafnið fest við
okkur. Við hittumst eiginlega
aldrei til að borða, heldur er þetta
æfingahópur.“
Við erum bara vinir
„Það gerist ósjálfrátt þegar maður
er farinn að hitta æfingafélagana
meira en vinina að þetta verður
að vinskap. Við erum því farin að
gera mun meira en bara að æfa
saman.
Í einni hjólaferðinni uppi á
hálendi, í kringum 2021, sem
Kjartan Long, einn meðlimur
hópsins, skipulagði, sitjum við
einhvers staðar að borða nestið
okkar og erum að ræða hvað við
séum, hvort við værum æfinga-
Japanskt „city pop“ verður alls-
ráðandi á Prikinu í kvöld.
starri@frettabladid.is
Íslensk-japanska félagið og Asahi
standa fyrir Japanese City Pop
Night í kvöld, miðvikudagskvöld,
á Prikinu í Reykjavík. Þar mun
plötusnúðurinn Árni Kristjáns
spila japanskt „city pop“ sem
er tónlistarstefna sem hefur
margar birtingarmyndir, svo sem
japanskt enka, fönk, soul, rokk og
diskó.
Tónlistarstefnan spratt fram
í Japan í lok áttunda áratugar
síðustu aldar og var vinsælust
þar á níunda áratugnum. „Þessi
tónlist er mjög fjölbreytt og getur
verið allt frá laufléttum ballöðum
yfir í pumpandi diskó,“ segir Árni.
„Svo eru útsetningarnar yfirleitt
fallegar en vinsælustu plöturnar
í þessari stefnu deildu bestu laga-
höfundum, hljóðfæraleikurum
og útsetjurum landsins á þessum
tíma. Fókusinn á lífið utan vinnu,
ferðir á ströndina og stórborgar-
lífið heilla líka, en öll umgjörðin í
kringum plöturnar er hjúpuð ljúf-
fengri 9. áratugar nostalgíu.“
Árni bjó í Japan í tæp tíu ár og
safnaði þá plötum til að spila sem
plötusnúður. „Á sama tíma var
ég einnig að skrifa greinar fyrir
dagblaðið Japan Times um tónlist
og ég fékk tækifæri til að skrifa
um uppruna þessarar stefnu fyrir
blaðið sem dýpkaði áhugann.“
Boðið verður upp á japanskan
bjór fyrir þá fyrstu þyrstu sem
mæta svo gott er að vera tíman-
lega á ferðinni.
Ókeypis er inn á viðburðinn. n
Japönsk stemning
við völd á Prikinu
Hjálpræðisherinn
á Íslandi sendir
landsmönnum
öllum óskir um
gleðileg jól og
farsæld á
komandi ári