Fréttablaðið - 28.12.2022, Síða 46

Fréttablaðið - 28.12.2022, Síða 46
Mér fannst fyndið að veita verðlaun fyrir eitthvað eins og handaband ársins. Guðmundur Haukur Guð- mundsson, lögfræðingur AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Íslenskur lögfræðingur gerir upp árslista „ársins“ á Twitter í síðasta sinn, en hann hefur haldið úti árslistum í sex ár þar sem veitt eru „verðlaun“ í óvenjulegri flokkum á borð við smitleið, veðurfrétta- mann og bílaauglýsingu ársins, svo fátt eitt sé nefnt. ninarichter@frettabladid.is „Þetta er hattur sem ég set á mig um áramótin,“ segir lögfræðingurinn og Twitter-notandinn Guðmundur Haukur Guðmundsson, höfundur #ársins-árslistans sem nýtur mikilla vinsælda á fuglaforritinu um hver áramót. Guðmundur, sem hefur verið skráður á Twitter frá árinu 2013 undir notandanafninu @gudmund- urhg, segist ekki virkur á miðlinum þess á milli. „Ég er ekki sjálfur að leggja mikið í púkkið, nei.“ Að sögn Guðmundar hefur and- rúmsloftið á svokallaða „íslenska Twitter“, það er samfélagi íslenskra notenda miðilsins, breyst mikið síðan hann skráði sig þar fyrst. „Í dag er þetta svolítið gírað. Ég held að það sé besta lýsingin. Þetta er búið að breytast rosalega mikið síðustu ár. Það eru fleiri byrjaðir að nota þetta. Fyrir mig var þetta aðal- lega fótbolti og fréttir í upphafi, en í dag er þjóðfélagsumræðan svolítið tekin þarna. Það versta er að þetta er tekið í 240 stafabilum, sem getur verið galli.“ Árið 2016 hóf Guðmundur að taka saman árslistana undir myllu- merkinu #ársins. „Þá fannst mér svo fyndið að fara að veita einhver verðlaun sem eru ekki veitt venju- lega. Það eru alltaf veitt þessi hefð- bundnu: viðskiptamaður ársins og allt þetta. Mér fannst fyndið að veita verðlaun fyrir eitthvað eins og handaband ársins eða húsvörður ársins. Þannig fór þetta af stað,“ segir hann. Fljótlega varð #ársins-fyrirbærið vinsælt, og lækin hófu að hrannast inn. „Hægt og rólega sprakk þetta út, sem var ekkert planið. En að öllum líkindum er þetta í síðasta skipti sem „ársins“ verður,“ segir Guðmundur. Hvað varðar ástæðurnar, svarar hann blátt áfram. „Þetta er tíma- frekt og ekki borgað.“ Að sögn Guðmundar liggur nokk- ur vinna að baki árslistanum. „Til þess að gera efnið almennilegt þarf að safna upplýsingum yfir árið, yfir það sem er fyndið og skemmtilegt,“ útskýrir hann. „Þetta er stemn- ingsannáll. Þetta er eitthvað sem þú myndir ekki sjá í hinum hefð- bundna fréttaannál. Þetta er önnur útfærsla.“ Hann segir Twitter vera nokkuð formfastan miðil. „Þú getur ekki gert allt sem þú vilt. Miðillinn sem slíkur er með reglur. En að öllum líkindum er þetta í síðasta skipti,“ segir Guðmundur og vafalaust eru þeir ófáir notendur miðilsins sem syrgja árslistann góða, enda fáir staðir á netinu sem bjóða upp á yfirlit yfir kennslustund ársins, hópmynd ársins og svindlara ársins. Margir flokkar hafa dúkkað upp í gegnum tíðina, og raðast flokkarnir eftir tilefni hverju sinni. Aðspurður hvort Guðmundur eigi sér eftirlætis flokk, svarar hann: „Þessi verðlaun eru mismunandi á milli ára. Ég held að uppáhalds molinn minn sé nákvæmni ársins, hjá rithöfundi sem er hjá Agli Helga- syni, sem er að telja upp hvað hann er búinn að gefa út margar bækur. Ég held að það sé minn uppáhalds moli,“ svarar hann. Á aðfangadag kláraðist #ársins fyrir þetta ár. „Svo ætla ég að rifja upp uppáhalds molana mína til áramóta og síðan slaufa þessu,“ segir Guðmundur og nýtir tæki- færið til að þakka lesendum #ársins samfylgdina og einnig aðsent efni. „Takk fyrir aðstoðina. Þessir stuðn- ingsmenn leynast víða og það er gaman og hlýjar manni,“ segir lög- fræðingurinn Guðmundur, höf- undur #ársins. n Stemningsannállinn #ársins leggur upp laupana ninarichter@frettabladid.is Vilhelm Neto er í hópi íslenskra leikara sem bregður fyrir í stutt- ser íunni The Witcher: Blood Origin sem frumsýnd var á Netflix- streymisveitunni á jóladag. Íslensk náttúra er í forgrunni í þáttunum og fjöldi tökustaða er á hálendi Íslands auk tökustaða á Suður- landsundirlendinu. Vilhelm Neto, Villi, leikur durgs- legan álf sem á í samskiptum við eina af aðalpersónum þáttanna, Fjall, sem leikinn er af Íranum Laurence O'Fuarain. Þá eru f leiri íslenskir leikarar í þáttunum, má þar nefna Eyrúnu Björk Jakobs- dóttur sem þekkt er fyrir leik í kvikmyndinni Lof mér að falla, í eftirminnilegu aukahlutverki. Þættirnir segja forsögu eldri Witcher-þátta sem sýndir hafa verið á streymisveitunni síðustu ár. The Witcher Blood Origin er þannig sjálfstæð þáttaröð, en þegar eru til tvær eldri þáttaraðir af The Witcher með Henry Cavill í aðal- hlutverki, sem segja sögu sem gerist 1.200 árum síðar. n Ísland áberandi í Witcher-þáttum Hinn geðþekki Vilhelm Neto gleður íslenska áhorfendur. ninarichter@frettabladid.is Í tilkynningu á vefsíðu sinni dagana 22. til 24. desember tilkynnti enski söngvarinn Morrissey að hann hefði slitið samstarfi við útgáfufyrirtækið Capitol Records, merkilegt nokk, skömmu áður en það hafði tækifæri til að gefa út nýjustu plötu söngvar- ans. Þá bætti hann við að bandaríska söngkonan Miley Cyrus hefði beðið um að allt efni frá henni yrði fjarlægt af plötunni. Lagið sem Miley söng inn á heitir I am Veronica og segir Morrissey við sama tækifæri að hún hafi boðist til að syngja bakraddir í laginu fyrir rúmum tveimur árum síðan. Morrissey, sem er fyrrverandi forsöngvari breska bandsins The Smiths, hefur stuðað marga fyrrver- andi aðdáendur sína og samstarfs- menn á undanförnum árum með því að halla sér til hægri með pólitískum yfirlýsingum og hafa ummæli hans verið túlkuð sem rasísk. n Miley vill burt af plötu Morrissey www.betrabak.is ÚTSALAN ER HAFIN ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR 60% AF DIMMA SÆNGURFÖTUM 20% AFSLÁTTUR AF MAGNEFIQUE 25% AFSLÁTTUR AF TIMEOUT 30% AFSLÁTTUR AF YL INNISKÓM FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. 18 Lífið 28. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.