Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 öll velk omin! vísindavaka rannís 2022 ka í 2i davaka s 2022 Laugardalshöll laugardagur 1. október kl. 13.00 - 18.00 29. september 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 144.46 Sterlingspund 156.08 Kanadadalur 105.58 Dönsk króna 18.732 Norsk króna 13.467 Sænsk króna 12.834 Svissn. franki 146.56 Japanskt jen 1.0 SDR 183.84 Evra 139.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.6615 DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Húsnæðismarkaðurinn hér á landi hefur snöggkólnað á síðustu vikum. Þetta staðfestir nýjasta verðbólgu- mæling Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% milli mánaða og húsnæðisliður mæling- arinnar stendur því sem næst í stað. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, er gestur Dagmála. Hann segir að nýlegar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun hafi valdið því að bankinn hafi þá þegar lækkað verðbólguspá sína. Hins vegar hafi fleiri þættir þrýst á móti verðbólgunni að þessu sinni. Einn þeirra sé mikil lækkun flugfargjalda en einnig lækkun elds- neytisverðs. Gæti sveiflast upp á við „Sumpart er þar ekki á vísan að róa, eins og með flugfargjöldin. Það er markaður sem er enn að læra á verðlagninguna upp á nýtt eftir far- aldurinn,“ segir Jón Bjarki. Hann segir hins vegar að góð tíðindi felist í þessum breytta takti verðbólg- unnar. Bankinn spái því nú að verð- bólgan verði komin undir 9% um áramótin. „Ef við berum saman við spá Seðlabankans, sem hann birti í ágústlok, var þar gert ráð fyrir nærri 11% verðbólgu undir lok árs. Það er mikil breyting til batnaðar. Það veldur stemningsbreytingu. Verðbólgan er enn há [...] en ég held að ef við erum komin yfir þessa brekku, að því gefnu að 12 mánaða takturinn haldi áfram að þokast nið- ur á við, að það muni strax stappa stálinu í heimili og fyrirtæki um að það verði léttbærari vetur en marg- ir voru farnir að hafa áhyggjur af.“ Ásamt Jóni Bjarka er Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, gestur Dagmála. Hann bendir á að Seðlabankinn búi nú við breyttar aðstæður frá fyrri tíð. Nú sé stór hluti landsmanna með lánaskuldbindingar í óverð- tryggðum lánum og að vaxtatæki bankans bíti því fastar og fyrr á fólki en þegar verðbætur jöfnuðu höggið yfir langan tíma. „Til lengri tíma litið er þetta heil- brigðara hagkerfi og heilbrigðara heimilisbókhald ef út í það er farið.“ Segir hann að Seðlabankinn sé nú í betra talsambandi við þjóðina en oft áður. Þá hafi fólk vakandi áhuga á þeim greiningum sem t.d. bankarnir senda frá sér með reglulegu milli- bili. Jón Bjarki bendir á að verðbólgu- væntingar og verðbólguálag sé enn hátt á markaði. Því sé ljóst að Seðlabankinn sé enn mjög áhyggju- fullur yfir stöðu mála. Því gerir hann ráð fyrir, þrátt fyrir nýjustu verðbólgumælingu, að stýrivextir eigi enn eftir að þokast eitthvað upp á við á komandi mánuðum. „Hvort sem það verður við 5,5%, 6% eða rúmlega 6% þá virðist tækið farið að bíta það vel að tveggja stafa tala í stýrivöxtum er mjög ólíklega að fara að gerast,“ segir Jón Bjarki. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku. Megin- vextir bankans standa nú í 5,5% en fóru lægst í 0,75% í miðjum stormi kórónuveirufaraldursins. Horfur á minni verðbólgu í lok árs Dagmál Gísli Freyr Valdórsson og Jón Bjarki Bentsson eru gestir dagsins. - Verðbólga minni en vænst var - Húsnæðismarkaðurinn hefur snöggkólnað - Hlutabréfamarkaður gefur hressilega eftir - Staða bankanna sterk í þessum aðstæðum - Óvæntar sviptingar ekki útilokaðar Stöðugleiki og ekki » Fjármálastöðugleikaráð kynnti skýrslu sína í gær. » Staða bankanna sterk en lausafé þeirra hefur minnkað og fjármögnun þeirra hefur orðið þyngri á síðustu mán- uðum. » Heimilin standa sterkt og vanskil í sögulegu lágmarki. Lánahlutföll heimila og fyrir- tækja með lægsta móti. » Seðlabankinn segir húsnæð- isverð hátt, á alla mælikvarða. Tekjur Köru Connect námu í fyrra 107 milljónum króna og jukust um tæpar 36 milljónir króna á milli ára. Rekstrargjöld félagsins námu þó rúmum 125 milljónum króna og jukust um tæpar 48 milljónir króna á milli ára. Rekstrartap fé- lagsins nam um 18,6 milljónum króna en heildartap eftir fjár- magnsliði nam um þremur millj- ónum króna. Eigið fé félagsins var í árslok um 240 milljónir króna. Tekjur fé- lagsins hafa nú aukist fjögur ár í röð. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er stærsti eigandi félagsins og fer með rúmlega 40% hlut í gegnum eigin félög. Þá hafa Crowberry og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins einnig fjárfest í félaginu og eiga samanlagt um 30% hlut. Minna tap hjá Köru Alls sóttu 50 manns um starf fram- kvæmdastjóra nýs dótturfélags Landsnets, sem hefur ekki fengið endanlegt nafn, en félagið hefur það hlutverk að setja á fót og reka heild- sölumarkað raforku hér á landi. Tilkynnt var í síðustu viku að Katrín Olga Jóhannesdóttir hefði verið ráðin í stöðuna. Katrín Olga hefur setið í stjórn Landsnets, sem er opinbert félag, frá 2020. Í svari til Morgunblaðsins, þar sem spurt er um núverandi stöðu hennar, kemur fram að hún hafi tilkynnt um úrsögn sína úr stjórn 11. september sl. og vikið úr stjórn degi síðar. „Stofnun undir- búningsfélags var rædd og ákvörð- un tekin á stjórnarfundi í maí 2022. Raforkumarkaður hefur oft komið fyrir á stjórnarfundum með almenn- ari hætti,“ segir í svari Landsnets þegar spurt er um það hversu oft hafi verið rætt um stofnun nýs fé- lags í stjórn. Þá kemur fram að stjórn Landsnets, Katrín Olga þar meðtalin, hafi ekki komið að ráðn- ingarferlinu heldur hafi það verið í höndum Guðmundar I. Ásmunds- sonar, forstjóra Landsnets og stjórn- arformanns hins nýja dótturfélags. Staðan var auglýst og ráðninga- stofan Intellecta veitti ráðgjöf og sá um ferlið. gislifreyr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Raforka Katrín Olga Jóhannes- dóttir stýrir dótturfélagi Landsnets. Sat í stjórn en kom ekki að sinni eigin ráðningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.