Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 Þín útivist - þín ánægja Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is HENLEY strigaskór Kr. 18.990.- VOR Hlý húfa Kr. 3.590. REYKJANES ullarúlpa Kr. 33.990.- REYKJAVÍK ullarúlpa Kr. 47.990.- GRÍMSEY hanska Kr. 2.990.- r HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- FUNI unisex dúnúlpa Kr. 33.990.- GEYSIR ullarjakki Kr. 28.990.- VALUR jogging buxur Kr. 8.990.- REYKJANES barna ullarúlpa Kr. 18.990.- - Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er mjög spenntur fyrir þessari breytingu og finnst hún afar áhuga- verð. Þessi breyting gerir glæpasög- unni hærra undir höfði, sem er góð hvatning fyrir bæði höfunda og útgefendur,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút), en félagið hyggst í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag stofna til nýrra bók- menntaverðlauna samhliða Íslensku bókmenntaverðlaununum, sem nefn- ast Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropinn. „Þetta mun lyfta glæpasögunni á hærri stall, skapa meiri umræðu um um hana, auk þess sem milljón króna verðlaunafé er upphæð sem enginn glæpón slær hendinni við,“ segir Æv- ar Örn Jósepsson, foringi Hins íslenska glæpafélags. Tillaga stjórn- ar félagsins um breytt fyrirkomulag Blóðdropans var samþykkt á félagsfundi fyrr í vikunni og sam- þykktum félagsins breytt í samræmi við það. Ævar nefnir sem dæmi að í stað þess að allar glæpasögur séu sjálfkrafa gjaldgengar til verð- launanna þurfi útgefendur að leggja bækur formlega fram og greiða með hverri bók. Svar við ákveðinni gagnrýni Að sögn þeirra Heiðars og Ævars á breytingin sér langan aðdraganda. Fara þeir ekki dult með það að hún sé ákveðið svar við þeirri gagnrýni að glæpasögur hafi í gegnum tíðina átt erfitt uppdráttar í flokki skáldverka. „Aðeins tvær glæpasögur hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í gegnum tíðina og engin unnið. Ég leyfi mér að stórefa að þetta gefi rétta mynd af gæðum íslenskra glæpasagna,“ segir Ævar. Breytingin á verðlaununum felur í sér að Fíbút mun bera ábyrgð á framkvæmd, fyrirkomulagi og skipu- lagi verðlaunanna með sama hætti og varðandi Íslensku bókmenntaverð- launin. Tilnefndar verða fimm bækur í þessum nýju verðlaunum, sem kynntar eru með sama hætti og á sama tíma og Íslensku bókmennta- verðlaunin eða með athöfn á Kjar- valsstöðum 1. desember og forseti Íslands veitir svo verðlaunin á Bessa- stöðum í lok janúar. „Með þessari breytingu ættu glæpasögur líka að fá meiri athygli lesenda í aðdraganda jólabókaflóðsins, sem er jákvætt,“ segir Heiðar og tekur fram að vinn- ingshafi nýju verðlaunanna muni fá eina milljón króna í verðlaunafé. „Sem er sama upphæð og í hverjum flokki Íslensku bókmenntaverð- launanna,“ segir Heiðar og tekur fram að verðlaunin séu kostuð af Fíbút, en tilnefningargjald er tekið fyrir hverja framlagða bók. „Í gegnum tíðina hefur bókin sem unnið hefur Blóðdropann verið fram- lag Íslands til Glerlykilsins, en fram- vegis mun bókin sem vinnur þessi nýju verðlaun verða framlag Íslands þar,“ segir Ævar, en Glerlykillinn eru samnorræn glæpasagnaverð- laun. Þeir Heiðar eru sammála um mikilvægi þess að halda sterkum tengslum við samnorrænu verðlaunin sem Hið íslenska glæpafélag á í gegnum systursamtök sín á Norður- löndum. Auglýst eftir fólki í dómnefnd Í samkomulagi Félags íslenskra bókaútgefanda og Hins íslenska glæpafélags er gert ráð fyrir að þriggja manna dómnefnd tilnefni bækur til Íslensku glæpasagnaverð- launanna Blóðdropans. Fíbút auglýs- ir þegar í stað eftir áhugasömu fólki á ólíkum aldri með fjölbreyttan bak- grunn og menntun auk mikils tíma til lesturs til að taka tvö sæti af þremur, en þriðja sætið er skipað fulltrúa sem valinn er af Hinu íslenska glæpa- félagi sem jafnframt verður einn þriggja fulltrúa Íslands í sam- norrænni dómnefnd sem velur þá bók sem vinnur Glerlykillinn á hverju ári. „Enda mikilvægt fyrir okkar fé- lag að hafa aðkomu að hvorum tveggja verðlaunum,“ segir Ævar. Að sögn Heiðars er ráðgert að for- maður dómnefndar Íslensku glæpa- sagnaverðlaunanna Blóðdropans verði jafnframt fulltrúi í sameigin- legri lokadómnefnd sem velur vinn- ingsbókina í þessum verðlaunum ásamt formönnum þeirra þriggja flokka sem nú eru innan Íslensku bókmenntaverðlaunanna, þ.e.a.s í flokki skáldverka, flokki fræðibóka og rita almenns efni og í flokki barna- og ungmennabóka. „Lokadómnefnd- in verður þá skipuð þessum fjórum formönnum ásamt fimmta fulltrúan- um sem forseti Íslands tilnefnir, en hann er jafnframt formaður,“ segir Heiðar. Þau sem hefðu áhuga á að taka sæti í dómnefnd Íslensku glæpa- sagnaverðlaunanna Blóðdropans geta fyllt út umsóknareyðublað sem má finna á vefnum fibut.is. Greitt er fyrir nefndarsetuna auk þess sem nefndarmeðlimir fá allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar. Umsóknarfrestur er til og með 9. október og starfstímabilið frá 15. október til 1. desember 2022. Fíbút horfir til 2. kafla, 3. gr. stjórnsýslu- laga varðandi hæfi dómnefndarfólks sem tengist höfundum eða útgef- endum framlagðra verka. Morgunblaðið/Ómar Ferna Fern bókmenntaverðlaun verða veitt á Bessastöðum á nýju ári. Spenntir fyrir breytingunni - Blóðdropinn verði veittur samhliða Íslensku bókmenntaverðlaununum Ævar Örn Jósepsson Heiðar Ingi Svansson Listin í smiðju Héðins er heiti sýn- ingar sem verður opnuð í Vélsmiðj- unni Héðni á Gjáhellu 4 í Hafnarfirði kl. 13 á laugardag. Verður sýningin einungis opin þann eina dag, til kl. 17. Um er að ræða samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Héðins í tilefni af hundrað ára afmælis fyrirtækisins. Sýnd eru verk úr merkri listaverka- gjöf fjölskyldu Markúsar Ívarssonar, sem stofnaði Héðin ásamt Bjarna Þorsteinssyni árið 1922. Markús var fæddur 1884. Hann var járnsmiður og ástríðufullur safn- ari verka eftir marga helstu mynd- listarmenn síns tíma. Studdi hann þannig meðvitað með kaupum á verk- um við ýmist listafólk sem bjó við kröpp kjör við upphaf ferils síns en átti síðar eftir að njóta hylli. Markús féll frá árið 1943, aðeins 59 ára gamall. Hann skildi eftir sig mjög umfangsmikið safn, um 200 mynd- verk, olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar og höggmyndir. Árið 1951 færðu ekkja Markúsar, Kristín Andr- ésdóttir, og dætur þeirra Listaverka- safni ríkisins 56 verk úr þessu stóra safni. Tilkynnt var um gjöfina 27. ágúst, sama dag og Listasafn Íslands var formlega opnað í nýjum húsakynnum við Suðurgötu á efstu hæð bygging- arinnar þar sem Þjóðminjasafnið er nú á öllum hæðum. Fjölskylda Markúsar lét ekki þar við sitja. Árið 1966 færði hún safninu að auki eitt verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Sjá roðann á hnjúkunum háu, frá 1930, árið 1997 gaf hún safn- inu verkið Dettifoss eftir Svein Þór- arinsson í tilefni af 75 ára afmæli Vél- smiðjunnar Héðins, og árið 2007 bættist frá fjölskyldunni í safneign Listasafns Íslands málverk af Mark- úsi Ívarssyni eftir Jón Stefánsson, málað 1934. Mörk lykilverk listasögunnar Í frétt frá Listasafni Íslands segir að Markús hafi byrjað markvissa söfnun á mikilvægum tímapunkti þegar nýjar kynslóðir listamanna voru að koma fram á sjónarsviðið á fjórða áratugnum en áttu erfitt upp- dráttar á kreppuárunum, og þá skipti stuðningur hans oft sköpum. Þá segir að almennt feli safn Markúsar í sér mjög gott úrval íslenskrar myndlistar frá fyrri hluta síðustu aldar. Þar séu lykilverk ýmissa mikilvægustu lista- manna þjóðarinnar. Efnistökin og viðfangsefnin eru fjölbreytt í verkunum á sýningunni í Héðni, til að mynda mannamyndir, fallegar sveitalífsmyndir, drama- tískar myndir af öræfalandslagi, hafnar- og bæjarlífsmyndir. Verkin eru meðal annars eftir Mugg, Ásgrím Jónsson, Finn Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jóhann Briem, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þor- leifsson, Karen Agnete Þórarinsson, Snorra Arinbjarnar, Svavar Guðna- son, Þorvald Skúlason og Þórarin B. Þorláksson. Sýning í Héðni í einn dag - Einstakt safn verka úr Lista- safni Íslands sýnt Listasafn Íslands Safnarinn Markús Ívarsson vél- smiður í portretti eftir Jón Stef- ánsson frá árinu 1934. Kim Thúy, kan- adískur rithöf- undur af víet- nömskum uppruna, kemur fram á höfundar- kvöldi Alliance Française í Tryggvagötu 8 klukkan 20.30 í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Kim Thúy hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir skáldsögu sína Ru sem kom út árið 2010 og hef- ur nú verið þýdd á íslensku af Arn- dísi Lóu Magnúsdóttur. Rithöfund- urinn Auður Ava Ólafsdóttir ræðir við kanadíska höfundinn um verk hennar. Samtalið verður á ensku og jafnframt verða lesnir kaflar úr Ru. Rætt við Kim Thúy Kim Thúy Þóra Björk Schram opnar sýningu á myndverkum sínum í Gallerí Göngum við Háteigskirkju í dag, fimmtudag, kl. 19. Sýninguna kall- ar hún Andartak. Þóra Björk útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskólanum árið 1992 en stundaði einnig nám í Nor- egi og Bandaríkjunum. Í tilkynn- ingu segir að hún hafi alltaf verið undir sterkum áhrifum frá íslenskri náttúru og íslensku veðráttunni í verkum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Björk sýnir í Gallerí Göngum en hún hefur oft sýnt verk sín, hér á landi og erlendis. Um sýninguna segir Þóra Björk að á henni sé eitt andartak af sínu lífi í myndmáli og að verkin séu „unnin með gleði á Ítalíu og þakk- læti á Íslandi. Ég hef tæklað mörg verkefni í gegnum árin og nú hófst enn eitt nýtt verkefni í byrjun árs sem ég hef unnið mig í gegnum með minni listsköpun og gleði.“ Verkin eru gerð með blandaðri tækni. Andartak Þóru Bjarkar í Gallerí Göngum Sköpun Frá myndsköpun listakon- unnar Þóru Bjarkar Schram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.