Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 49
DÆGRADVÖL 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
MEÐ SJÁLFBÆRNI
AÐ LEIÐARLJÓSI
„ÞETTA VAR FÍNT – EN EKKI JAFNGOTT
OG LIFANDI TÓNLIST.“ „SÖMULEIÐIS!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... kristaltær.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SLEIKI SLEIKI
SLEIKI SLEIKI
ÉG ELSKA AÐ SNYRTA MIG SÉRSTAKLEGA EFTIR
GRAMS Í GÁMUM!
SLÆMU FRÉTTIRNAR… KÆRASTINN
MIN N ER AFBRÝÐISAMUR!
GÓÐU FRÉTTIRNAR… HANN
ER LÍKA LÆKNIR!
HEPPINN
ÉG!
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs er Sigrún Jak-
obsdóttir Richter, f. 29.6. 1948, fv.
þjónustufulltrúi hjá Halldóri Jóns-
syni hf. „Við Sigrún giftum okkur í
Skálholtskirkju 1969 og byrjuðum
búskap í kjallara á Fornhaga meðan
ég var í háskólanum. Við héldum
tryggð við Vesturbæinn í 40 ár þar
til við keyptum okkur hús í Grafar-
vogi.“ Foreldrar Sigrúnar voru
hjónin Gytha Richter, f. 26.1. 1908,
d. 30.11. 1989, húsmóðir, og Jakob
H. Richter, f. 17.9. 1906, d. 21.11.
1999, skipasmiður í Slippfélaginu í
Reykjavík. Þau bjuggu á Ásvalla-
götu.
Börn Ólafs og Sigrúnar eru 1)
Haraldur Örn, f. 8.11. 1971, lögfræð-
ingur og rekur Fjallafélagið; 2) Örv-
ar Þór, f. 13.1. 1975, viðskiptafræð-
ingur, rekur Fjallafélagið með
Haraldi. Eiginkona: Guðrún Árdís
Össurardóttir, fatahönnuður og
kennari við FB; 3) Haukur Steinn, f.
19.1. 1983, kerfisstjóri hjá Sensa.
Eiginkona: Ásta María Sigmars-
dóttir, vefhönnuður hjá Bláa lóninu.
Þau búa öll í Garðabæ nema Har-
aldur Örn sem býr í Fossvogi. Ólaf-
ur og Sigrún hafa eignast níu barna-
börn. Eitt þeirra er látið.
Systkini Ólafs: Jóhanna Vilborg,
f. 9.7. 1946, sálfræðingur, búsett í
Garðabæ; Þrúður Guðrún, f. 14.12.
1950, íslenskufræðingur og fv. fram-
kvæmdastjóri, búsett í Garðabæ, og
Matthías Björn Haraldsson, f. 24.4.
1949, d. 9.3. 1981, var búsettur í
Reykjavík
Foreldrar Ólafs voru hjónin
Kristín Sigríður Ólafsdóttir, f. 16.4.
1912, d. 29.12. 1999, húsfreyja og
kennari á Laugarvatni, og dr. Har-
aldur Matthíasson, f. 16.3. 1908, d.
23.12. 1999, menntaskólakennari og
rithöfundur á Laugarvatni.
Ólafur Örn
Haraldsson
Jón Jónsson
bóndi í Skarði
SteinunnMatthíasdóttir
húsfreyja í Skarði
Matthías Jónsson
bóndi í Skarði og á Fossi
Jóhanna Bjarnadóttir
húsfreyja í Skarði í Gnúpverjahreppi
og á Fossi í Hrunamannahreppi
Dr. Haraldur Matthíasson
menntaskólakennari á
Laugarvatni og rithöfundur
Bjarni Jónsson
bóndi í Glóru
Guðlaug Loftsdóttir
húsfreyja í Glóru í Gnúpverjahreppi
Magnús Sigurðsson
bóndi á Láganúpi
Þórdís Jónsdóttir
húsfreyja á Láganúpi
í Rauðasandshreppi
Ólafur Magnússon
kaupmaður, stofnandi
Fálkans hf., Reykjavík
Þrúður Guðrún Jón
húsfreyja í Reykjavík
Jón Gíslason Borgfjörð
húsasmiður í Halifax
sdóttir
Oddrún Samúelsdóttir
húsfreyja í Halifax, Kanada
Ætt Ólafs Arnar Haraldssonar
Kristín Sigríður Ólafsdóttir
húsmóðir og kennari á Laugarvatni
Árni Sigurðsson skrifar á Boðn-
armjöð: „Afar góð vinátta var
með þeim Jóni Ingvari og sr. Hjálm-
ari Jónssyni, fyrrv. dómkirkju-
presti, og ortu þeir mikið hvor til
annars. Líkt og margir muna þá
fékk Hjálmar hastarlega fyrir
hjartað fyrir nokkrum árum. Jón
Ingvar sendi honum þessa hjarta-
styrkjandi vísu:
Hjálmar má þola hremmingu stranga
og heilsufarsbresti.
Drottinn minn láttu nú dæluna ganga
Í Dómkirkjupresti.
En nokkru seinna fékk Hjálmar
svo blóðtappa. Jón vitjaði vinar í
stað:
Hjálmar er traustur og heiðurskarl
mesti
og hefur það sannað.
Drottinn minn taktu nú tappann úr
presti
og trodd’ onum annað.“
Þetta var góður texti og góð upp-
rifjun.
Hjálmar orti á leið til útlanda og
að vanda var bréfsefnið það nær-
tækasta:
Þegar búið er lestum að loka
og láta af stressi og hroka
er mín uppáhaldsiðja,
fyrir utan að biðja,
að yrkja á ælupoka.
Hjálmar var á norðurleið og orti
þegar hann sá norður af:
Á Holtavörðuheiði syng
og hef ei neins að sakna.
Horfi ég yfir Húnaþing
og hendingarnar vakna.
Hjálmar segist muna eftir því
þegar fjölmiðlamarkaðurinn var
sem fjölskrúðugastur að dögum oft-
ar birtust nýjar skoðanakannanir á
fylgi flokkanna. Einhvern tíma á
óróatíð fyrir kosningar:
Könnun eða beinskeytt boðun
bítur og særir auma kviku.
Margir hafa skipt um skoðun
og skipta aftur í næstu viku.
Ingólfur Ómar Ármannsson horf-
ir bjartsýnn til annars heims:
Af syndum mínum segir fátt
síst mér neitað getur.
Hliðið eflaust upp á gátt
opnar Lykla-Pétur.
Magnús Halldórsson er ráðagóð-
ur:
Gakktu hratt um Gullna-hlið,
gleði fasi brýndur.
En láttu finna lásasmið,
ef lykillinn er týndur.
Tryggvi Jónsson heldur áfram:
Trúin þín er traust og fín
ég trúi að Lykla-Pétur
ef að birtist ævi þín
opn’ann hliðið betur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Um blóðtappa og gullna hliðið