Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is MEÐ SJÁLFBÆRNI AÐ LEIÐARLJÓSI „ÞETTA VAR FÍNT – EN EKKI JAFNGOTT OG LIFANDI TÓNLIST.“ „SÖMULEIÐIS!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... kristaltær. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SLEIKI SLEIKI SLEIKI SLEIKI ÉG ELSKA AÐ SNYRTA MIG SÉRSTAKLEGA EFTIR GRAMS Í GÁMUM! SLÆMU FRÉTTIRNAR… KÆRASTINN MIN N ER AFBRÝÐISAMUR! GÓÐU FRÉTTIRNAR… HANN ER LÍKA LÆKNIR! HEPPINN ÉG! Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Sigrún Jak- obsdóttir Richter, f. 29.6. 1948, fv. þjónustufulltrúi hjá Halldóri Jóns- syni hf. „Við Sigrún giftum okkur í Skálholtskirkju 1969 og byrjuðum búskap í kjallara á Fornhaga meðan ég var í háskólanum. Við héldum tryggð við Vesturbæinn í 40 ár þar til við keyptum okkur hús í Grafar- vogi.“ Foreldrar Sigrúnar voru hjónin Gytha Richter, f. 26.1. 1908, d. 30.11. 1989, húsmóðir, og Jakob H. Richter, f. 17.9. 1906, d. 21.11. 1999, skipasmiður í Slippfélaginu í Reykjavík. Þau bjuggu á Ásvalla- götu. Börn Ólafs og Sigrúnar eru 1) Haraldur Örn, f. 8.11. 1971, lögfræð- ingur og rekur Fjallafélagið; 2) Örv- ar Þór, f. 13.1. 1975, viðskiptafræð- ingur, rekur Fjallafélagið með Haraldi. Eiginkona: Guðrún Árdís Össurardóttir, fatahönnuður og kennari við FB; 3) Haukur Steinn, f. 19.1. 1983, kerfisstjóri hjá Sensa. Eiginkona: Ásta María Sigmars- dóttir, vefhönnuður hjá Bláa lóninu. Þau búa öll í Garðabæ nema Har- aldur Örn sem býr í Fossvogi. Ólaf- ur og Sigrún hafa eignast níu barna- börn. Eitt þeirra er látið. Systkini Ólafs: Jóhanna Vilborg, f. 9.7. 1946, sálfræðingur, búsett í Garðabæ; Þrúður Guðrún, f. 14.12. 1950, íslenskufræðingur og fv. fram- kvæmdastjóri, búsett í Garðabæ, og Matthías Björn Haraldsson, f. 24.4. 1949, d. 9.3. 1981, var búsettur í Reykjavík Foreldrar Ólafs voru hjónin Kristín Sigríður Ólafsdóttir, f. 16.4. 1912, d. 29.12. 1999, húsfreyja og kennari á Laugarvatni, og dr. Har- aldur Matthíasson, f. 16.3. 1908, d. 23.12. 1999, menntaskólakennari og rithöfundur á Laugarvatni. Ólafur Örn Haraldsson Jón Jónsson bóndi í Skarði SteinunnMatthíasdóttir húsfreyja í Skarði Matthías Jónsson bóndi í Skarði og á Fossi Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja í Skarði í Gnúpverjahreppi og á Fossi í Hrunamannahreppi Dr. Haraldur Matthíasson menntaskólakennari á Laugarvatni og rithöfundur Bjarni Jónsson bóndi í Glóru Guðlaug Loftsdóttir húsfreyja í Glóru í Gnúpverjahreppi Magnús Sigurðsson bóndi á Láganúpi Þórdís Jónsdóttir húsfreyja á Láganúpi í Rauðasandshreppi Ólafur Magnússon kaupmaður, stofnandi Fálkans hf., Reykjavík Þrúður Guðrún Jón húsfreyja í Reykjavík Jón Gíslason Borgfjörð húsasmiður í Halifax sdóttir Oddrún Samúelsdóttir húsfreyja í Halifax, Kanada Ætt Ólafs Arnar Haraldssonar Kristín Sigríður Ólafsdóttir húsmóðir og kennari á Laugarvatni Árni Sigurðsson skrifar á Boðn- armjöð: „Afar góð vinátta var með þeim Jóni Ingvari og sr. Hjálm- ari Jónssyni, fyrrv. dómkirkju- presti, og ortu þeir mikið hvor til annars. Líkt og margir muna þá fékk Hjálmar hastarlega fyrir hjartað fyrir nokkrum árum. Jón Ingvar sendi honum þessa hjarta- styrkjandi vísu: Hjálmar má þola hremmingu stranga og heilsufarsbresti. Drottinn minn láttu nú dæluna ganga Í Dómkirkjupresti. En nokkru seinna fékk Hjálmar svo blóðtappa. Jón vitjaði vinar í stað: Hjálmar er traustur og heiðurskarl mesti og hefur það sannað. Drottinn minn taktu nú tappann úr presti og trodd’ onum annað.“ Þetta var góður texti og góð upp- rifjun. Hjálmar orti á leið til útlanda og að vanda var bréfsefnið það nær- tækasta: Þegar búið er lestum að loka og láta af stressi og hroka er mín uppáhaldsiðja, fyrir utan að biðja, að yrkja á ælupoka. Hjálmar var á norðurleið og orti þegar hann sá norður af: Á Holtavörðuheiði syng og hef ei neins að sakna. Horfi ég yfir Húnaþing og hendingarnar vakna. Hjálmar segist muna eftir því þegar fjölmiðlamarkaðurinn var sem fjölskrúðugastur að dögum oft- ar birtust nýjar skoðanakannanir á fylgi flokkanna. Einhvern tíma á óróatíð fyrir kosningar: Könnun eða beinskeytt boðun bítur og særir auma kviku. Margir hafa skipt um skoðun og skipta aftur í næstu viku. Ingólfur Ómar Ármannsson horf- ir bjartsýnn til annars heims: Af syndum mínum segir fátt síst mér neitað getur. Hliðið eflaust upp á gátt opnar Lykla-Pétur. Magnús Halldórsson er ráðagóð- ur: Gakktu hratt um Gullna-hlið, gleði fasi brýndur. En láttu finna lásasmið, ef lykillinn er týndur. Tryggvi Jónsson heldur áfram: Trúin þín er traust og fín ég trúi að Lykla-Pétur ef að birtist ævi þín opn’ann hliðið betur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um blóðtappa og gullna hliðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.