Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
ingarnar verði textaðar á pólsku, en
það sé sviðslistahópanna sjálfra að
ákveða á hvaða tungumáli þeir velji
að sýna. „Polishing Iceland er að
stórum hluta leikin á pólsku, óperan
Ekkert er sorglegra en manneskjan
verður sungin á íslensku en Club
Romantica verður leikin á ensku,
enda hafa þeir gert það áður,“ segir
Guðmundur Ingi.
Ekki sjálfgefið að komast út
„Við sóttum um og fengum styrk
fyrir hátíðinni úr EES-sjóði á vegum
Íslands, Noregs og Lichtenstein,“
segir Guðmundur Ingi og tekur fram
að menningarmálaráðuneyti Pól-
lands, Sviðslistamiðstöð Íslands,
Íslandsbanki og Jónar transport
styrki einnig hátíðina svo hún geti
orðið að veruleika. „Ástæða þess að
þessi hátíð er stórviðburður í
íslenskri sviðslistasögu er ekki síst
sú að það er alls ekki sjálfgefið að
komast með íslenskar sýningar út
fyrir landsteinana sökum þess
hversu dýrt það er og fyrir vikið
óyfirstíganlegt í hugum margra,“
segir Guðmundur Ingi. Hann bendir
sem dæmi á að það kosti um tvær
milljónir að senda gám með leik-
myndum hópanna til Póllands.
„Flutningurinn á gáminum átti
upphaflega að kosta 1.200 þúsund
krónur en hefur hækkað upp í tvær
milljónir út af stríðinu í Úkraínu,“
segir Guðmundur Ingi og segir að
skipuleggjendur hátíðarinnar hafi
unnið hörðum höndum að því að leita
viðbótarfjármagns til að brúa bilið,
enda hafi ekki komið til greina að
mæta kostnaðinum með því að fækka
sýningum. „Sem betur fer hafðist
þetta allt og við getum haft hátíðina
sem glæsilegasta,“ segir Guðmundur
Ingi og tekur fram að hátíðin ásamt
sýningunni Rupture eða Rofi, sem
Vinnslan vinnur að í samstarfi við
Shakespeare-leikhúsið í Gdansk,
kosti um 30 milljónir íslenskra
króna.
Skoða þjóðflutninga í Rofi
Íslenska sviðslistahátíðin í Gdansk
er, að sögn Guðmundar Inga, hluti af
röð sviðslistahátíða sem stjórnendur
Shakespeare-leikhússins hafa haldið
þar sem sjónum er beint að ólíkum
löndum. „Þá bjóða þau erlendum
samstarfsaðilum að koma og taka
yfir sviðið í leikhúsinu í samstarfi við
þau,“ segir Guðmundur Ingi og
bendir á að í Shakespeare-leikhúsinu
í Gdansk hafi t.d. verið haldin grísk
sviðslistahátíð, ítölsk sviðslistahátíð
og maltnesk sviðslistahátíð svo
nokkrar séu nefndar. „Þau langaði
að hafa íslenska hátíð, ekki síst
vegna þeirra miklu tengsla sem eru
milli Íslands og Póllands,“ segir Guð-
mundur Ingi og bendir á að sýning
Vinnslunnar, Rof, vinni einmitt með
þau sterku tengsl.
„Rof fjallar á opinn og listrænan
hátt um þjóðflutninga og innflytj-
endur, sem er fyrirbæri sem hefur
fylgt mannskepnunni frá örófi alda
þar sem fólk hefur ferðast um heim-
inn í leit að betra lífi,“ segir Guð-
mundur Ingi. Hann bendir á að Pól-
verjar leiti til Íslands í leit að betra
lífi og að sama skapi hafi Íslendingar
í gegnum tíðina leitað bæði austur og
vestur um haf í kjölfar þrenginga
hérlendis. „Hugmyndin að baki
verkefninu fékk nýja merkingu þeg-
ar stríðið í Úkraínu braust út,“ segir
Guðmundur Ingi og minnir á að Pól-
verjar hafi tekið við stórum hópi
Úkraínumanna eftir að Rússar réð-
ust inn Úkraínu.
„Aðalleikarar uppfærslunnar eru
Árni Pétur Guðjónsson og Olga
Boladz, sem fór með aðalhlutverkið í
kvikmyndinni Wolka eftir Árna Ólaf
Ásgeirsson heitinn. Þau leiða verk-
efnið sem leikarar auk þess sem við
erum með unga leikara úr leiklistar-
skólanum í Gdynia,“ segir Guð-
mundur Ingi og tekur fram að nú
þegar hafi verið haldnar tvær vinnu-
stofur, önnur í Póllandi og hin á
Íslandi. „En lokasprettur vinnunnar
fer fram á næsta ári í Shakespeare-
leikhúsinu þar sem við frumsýnum í
mars 2023,“ segir Guðmundur Ingi
og tekur fram að Shakespeare-
leikhúsið í Gdansk sé flottasta leik-
hús sem hann hafi komið inn í.
Algjör konfektkassi að komast í
„Leikhúsið var reist fyrir til-
stuðlan Jerzys Limon sem var ótrú-
legur fræðimaður. Hann var prófess-
or við háskólann í Gdansk og fyrsti
leikhússtjóri hússins, en lést því mið-
ur úr Covid fyrir tveimur árum.
Leikhúsið er byggt á grunni 17. ald-
ar leikhúss sem gekk undir nafninu
Skylmingaskólinn þar sem enskir
endurreisnarleikarar komu iðulega
fram. Rannsóknir Limons benda til
þess að leikhúsið hafi verið byggt að
fyrirmynd Fortune-leikhússins í
London, sem rekið var á sama tíma
og Globe-leikhús Shakespeares,“
segir Guðmundur Ingi, en Shake-
speare-leikhúsið í Gdansk, sem
ítalski arkitektinn Renato Rizzi
hannaði, var vígt árið 2014.
„Þetta er ótrúlega falleg og merki-
leg bygging, bæði að innan og utan.
Tæknibúnaðurinn allur er til fyrir-
myndar. Þannig þarf bara að ýta á
einn takka til að þakið fari af húsinu
og líki þannig eftir leikhúsunum á
tímum Shakespeares. Sviðið og allt
áhorfendasvæðið er á pöllum þannig
að það er hægt að móta sýningar-
rýmið algjörlega eftir þörfum hverr-
ar sýningar,“ segir Guðmundur Ingi
og bendir á að aðalsalurinn, þar sem
Íslenska sviðslistahátíðin verður
haldin í október og Rof sýnt í mars,
rúmi um 700 áhorfendur í sæti.
„Þetta er á allan hátt magnað hús og
algjör konfektkassi fyrir okkur lista-
fólkið að komast í,“ segir Guð-
mundur Ingi og tekur fram að
stjórnendur Shakespeare-leikhúss-
ins í Gdansk langi í enn frekara sam-
starf undir merkjum verkefnis sem
nefnist Inside Out.
Spennandi Evrópuverkefni
„Verkefnið hefur það að leiðarljósi
að varpa ljósi á það sem er falið í vel-
megunarlöndum Evrópu,“ segir
Guðmundur Ingi og tekur fram að í
nóvember skýrist hvort verkefnið
hljóti styrk frá Evrópusambandinu.
„Ef við fáum Evrópustyrkinn myndi
það standa undir 60% af verkefninu,
en við þurfum að afla 40% fjárins
sjálf. Við í Vinnslunni erum um þess-
ar mundir að búa til handrit og
styrkumsókn til Sviðslistasjóðs
vegna þeirrar sýningar sem yrði
framlag okkar í þessu Evrópuverk-
efni,“ segir Guðmundur Ingi. Hann
segir að ef öll fjármögnun gangi eftir
yrði um þriggja ára verkefni að ræða
sem unnið væri á Íslandi, Póllandi,
Svíþjóð, Austurríki, Tékklandi og
Írlandi.
„Sviðsverkið sem við í Vinnslunni
sækjum um styrk fyrir nefnist
Vernd. Verkið byggist meðal annars
á sögu samkynhneigðs manns sem
ólst upp í litlu samfélagi á Íslandi og
kom aldrei út úr skápnum. Á efri
árum dettur hann heima hjá sér og
mjaðmargrindarbrotnar. Hann ligg-
ur hjálparlaus í þrjá mánuði áður en
hann finnst. Hann myndaði aldrei
alvörutengsl við neinn á lífsleiðinni af
skömm yfir kynhneigð sinni. Hins
vegar byggist verkið á sögu flótta-
manns sem hefur verið vísað úr landi
og bíður þess að löggan komi og nái í
hann. Hann hefur tvo valkosti, að
fara aftur á götuna í Aþenu eða láta
sig hverfa,“ segir Guðmundur Ingi
og tekur fram að Árni Kristjánsson
leikskáld og leikstjóri, sem skrifar
verkið, byggi það á sönnum sögum.
„Hvort sem við fáum styrkina eða
ekki þá erum við búin að vinna að
verkefninu Inside Out síðasta árið.
Ég vona innilega að við fáum styrki,
því þetta er afar spennandi verkefni
sem býður upp á samstarf milli
ólíkra landa,“ segir Guðmundur Ingi
og tekur fram að samstarf hans við
stjórnendur Shakespeare-leikhúss-
ins á síðustu árum hafi verið bæði
gefandi og lærdómsríkt.
„Stórviðburður í íslenskri sviðslistasögu“
- Íslensk sviðslistahátíð haldin í Shakespeare-leikhúsinu í Gdansk í Póllandi dagana 4.-16. október
- Hátíðin getur nýst sem stökkpallur út í heim fyrir íslenskar leiksýningar segir einn skipuleggjenda
Strandaglópar Sviðslistahópurinn Marmarabörn sýnir myndræna sviðsverkið Eyður á hátíðinni í Gdansk.
Dalurinn Rósa Ómarsdóttir og Inga Huld Hákonardóttir í The Valley.
Hópur Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Vala Ómarsdóttir, Harpa Fönn Sig-
urjónsdóttir, María Kjartans og Biggi Hilmars starfa saman í Vinnslunni.
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er stórviðburður í íslenskri
sviðslistasögu. Þetta er meiriháttar
tækifæri fyrir sjálfstæðu sviðslista-
senuna á Íslandi til að koma sér á
framfæri erlendis og fyrir áhorf-
endur erlendis til að sjá íslenskar
sviðslistir,“ segir Guðmundur Ingi
Þorvaldsson, verkefnastjóri og sviðs-
listamaður, um íslenska sviðslista-
hátíð sem haldin verður í Shake-
speare-leikhúsinu í Gdansk í
Póllandi dagana 4.-16. október.
Á hátíðinni sýnir sviðslistahópur-
inn Marmarabörn verkið Eyður en
flytjendur eru Katrín Gunnarsdóttir,
Kristinn Guðmundsson, Sigurður
Arent Jónsson, Saga Sigurðardóttir
og Védís Kjartansdóttir; sviðslista-
hópurinn Abendshow sýnir Club
Romantica eftir Friðgeir Einarsson í
leikstjórn Péturs Ármannssonar;
sýnd verður óperan Ekkert er sorg-
legra en manneskjan eftir Friðrik
Margrétar-Guðmundsson við texta
Adolfs Smára Unnarssonar sem
jafnframt leikstýrir; dansararnir og
danshöfundarnir Rósa Ómarsdóttir
og Inga Huld Hákonardóttir sýna
The Valley og alþjóðlegi sviðslista-
hópurinn Reykjavík Ensemble sýnir
Polishing Iceland eftir Ewu
Marcinek í leikstjórn Pálínu Jóns-
dóttur sem jafnframt gerði leikgerð-
ina. Þess utan verður Dj Ívar Pétur
með sérstakt Baby Rave og loka-
viðburður hátíðarinnar eru tónleikar
með Hatara. „Sem er auðvitað nokk-
urs konar sviðslistagjörningur í leið-
inni, eins og þeim einum er lagið,“
segir Guðmundur Ingi.
Tók auknu samstarfi fagnandi
„Þessi íslenska sviðslistahátíð er
annað af þremur verkefnum sem ég
er að vinna að með Shakespeare-
leikhúsinu í Gdansk,“ segir Guð-
mundur Ingi. Hann rifjar upp að árið
2017 hafi fulltrúar frá Shakespeare-
leikhúsinu komið til Íslands að leita
að íslenskum samstarfsaðila og var
þeim þá bent á leikhópinn RaTaTam
sem var þá nýbúinn að frumsýna
Suss! „Í framhaldinu varð Suss! hluti
af evrópsku samstarfsverkefni sem
nefnist Shaking the Walls og snerist
um að nota list til að brjóta niður
múra í samfélaginu,“ segir Guð-
mundur Ingi og rifjar upp að til hafi
staðið að sýna Suss! bæði í Ostrava í
Tékklandi og Gdansk í Póllandi í júní
2020, en heimsfaraldurinn kom í veg
fyrir það. „Í staðinn sýndi ég upp-
töku af sýningunni erlendis og sat
fyrir svörum,“ segir Guðmundur
Ingi og rifjar upp að hann hafi tekið
því fagnandi þegar stjórnendur
Shakespeare-leikhússins í Gdansk
hafi óskað eftir samstarfi við hann
um íslenska sviðslistahátíð við leik-
húsið.
Framúrstefna og fjölbreytni
„Ég fór inn í það verkefni með
sviðslistahópnum Vinnslunni,“ segir
Guðmundur Ingi. Með honum í
Vinnslunni eru Biggi Hilmars, María
Kjartans, Vala Ómarsdóttir og
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir. Spurð-
ur, hvernig sýningar hátíðarinnar
hafi verið valdar, segir Guðmundur
Ingi að þau í Vinnslunni hafi horft til
þess hvað hafi verið skemmtilegt og
spennandi á fjölunum í sjálfstæðu
senunni hér á landi síðustu tvö árin.
„Okkur langaði að fanga ákveðinn
fjölbreytileika og leggja áherslu á
verk með framúrstefnulegri og
áhugaverðri nálgun. Okkur langaði
líka að bjóða hópum að sýna sem við
höfðum trú á að hefðu áhuga á og
drifkraft til að nýta það tækifæri,
sem þessi hátíð er, sem stökkpall út í
heim og sýna víðar í framhaldinu,“
segir Guðmundur Ingi og bendir á að
búast megi við útsendurum annarra
sviðslistahátíða á hátíðina í Gdansk.
Aðspurður segir hann að allar sýn-