Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 6. september árið 2013 varð ákveðinn viðsnúningur hjá ís- lenska karlalandsliðinu í knatt- spyrnu í Bern í Sviss. Ég man ágætlega eftir þessum degi, eða meira leiknum sem fór fram það kvöld. Sviss og Ísland áttust við í undankeppni HM 2014. Ísland komst yfir í leiknum með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni strax á 3. mínútu en Svissararnir voru fljótir að jafna metin og eft- ir 54 mínútna leik var staðan orðin 4:1 fyrir Sviss. Íslenska liðið minnkaði mun- inn í 2:4, 3:4 og loks 4:4 þegar Jóhann Berg jafnaði metin í upp- bótartíma en títtnefndur Jóhann Berg skoraði þrennu í leiknum. Fram að leiknum gegn Sviss hafði liðið hálfpartinn unnið og tapað til skiptis en eftir jafnteflið í Bern virtist koma ákveðinn stöðugleiki í íslenska liðið. Jöfn- unarmark Mikaels Andersonar á þriðjudaginn gegn Albaníu í Tir- ana minnti mig aðeins á jöfnun- armark Jóhanns Berg. Það er orðið ansi langt síðan maður sá leikmenn íslenska karlalandsliðsins fagna marki jafn innilega og þeir gerðu á þriðjudaginn. Hvort þetta mark verði jafn sögulegt og markið hans Jóhanns Berg var, þarf svo bara að koma í ljós en karla- landsliðið er allavega ósigrað í síðustu sex leikjum sínum sem er ágætis afrek. „Arnar Þór Við- arsson er að smíða vél“ sagði einhver eftir leikinn í Tirana. Það hefur verið ákveðinn mótvindur hjá íslenska liðinu síð- an Arnar Þór tók við en núna virðist loksins vera smá með- vindur. Það voru allavega klár batamerki á spilamennsku liðs- ins gegn Albaníu og maður gerir sér vonir um það, þegar liðið verður „fullmannað“ á nýjan leik, að hagstæð úrslit gætu farið að detta í hús. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Harðarmenn frá Ísafirði, sem leika í fyrsta sinn í úrvalsdeild karla í handknattleik í vetur, hafa fengið til liðs við sig tvo brasilíska leikmenn til viðbótar. Þeir sömdu fyrr í vikunni við Jonathan Dos Santos og í dag tilkynntu Ísfirð- ingar komu tveggja landa hans til félagsins. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Guilherme De Andrade, 21 árs rétthent skytta, sem kemur frá Nacional Handebol í Brasilíu en hann hefur verið fastamaður í U21-árs landsliði þjóðarinnar. Þá hefur hann einnig spilað með U23- ára landsliðinu. Jose Esteves Lo- pes Neto er svo örvhentur leik- maður sem kemur frá Corinthians Guarulhos og leikur með U23-ára landsliði Brasilíu. Lið þeirra mætt- ust á dögunum í úrslitaleikjum um brasilíska meistaratitilinn þar sem Guilherme og félagar í Nacional höfðu betur. Hörður hefur leikið tvo leiki í deildinni og tapað báðum, gegn Val og KA, og mætir ÍR í nýliða- slag í Breiðholtinu annað kvöld. Meiri liðsauki á Ísafjörð HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hlíðarendi: Valur – KA............................. 18 Selfoss: Selfoss – ÍBV .......................... 18.45 Kaplakriki: FH – Fram........................ 19.30 Varmá: Afturelding – Grótta............... 19.30 Skógarsel: ÍR – Hörður ....................... 19.40 Í KVÖLD! Þrjú Íslendingalið tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark Juventus strax á 11. mínútu þegar liðið vann 2:0-sigur gegn Köge á Ítalíu í síðari leik liðanna í 2. umferð keppninnar. Sara Björk fór af velli á 78. mínútu en Juventus vann einvíg- ið samanlagt 3:1. Guðrún Arnar- dóttir og liðsfélagar hennar í Rosen- gård slógu Svövu Rós Guðmunds- dóttur og liðsfélaga hennar í Brann úr leik með 3:1-sigri í Svíþjóð. Bæði Guðrún og Svava Rós léku allan leik- inn með sínum liðum en Rosengård vann einvígið 4:2. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á varamannabekk París SG þegar lið- ið vann 2:0-sigur gegn Häcken í Sví- þjóð en París SG vann einvígið sam- anlagt 4:1. Þá lék Selma Sól Magnús- dóttir fyrstu 62 mínúturnar með Rosenborg þegar liðið tapaði 1:2 gegn Real Madrid á Spáni en Real Madrid vann einvígið 5:1. Juventus, Rosengård og París SG verða því í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppnina í höfuð- stöðvum UEFA í Sviss 3. október. Þrjú Íslendingalið tryggðu sér sæti í riðlakeppninni Ljósmynd/@JuventusFCWomen Mark Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttunni í leik Juventus og Köge í Tór- ínó í gær en Sara Björk kom Juventus yfir með skallamarki á 11. mínútu. ekki svo langt frá því. Við vorum ein- um leik frá því að fara í umspil þann- ig að það þarf klárlega ekki mikið. Ég get ekki komið með eitt full- komið svar við því hvað það er sem vantar en að sama skapi þarf bara hársbreidd hér og þar. Það þarf kannski smá heppni líka, það verður eitthvað að falla fyrir liðin eða hvern- ig sem það er, eins og gerðist kannski með Stjörnuna fyrir nokkrum árum. Maður þarf kannski líka eitthvað svoleiðis. Að sama skapi er hægt að byggja á þessum árangri og nýta hann sem eldsneyti fyrir næsta ár,“ sagði Júlíus. Gátum alltaf mannað hópinn Fyrir tímabilið styrkti Víkingur liðið með því að fá til sín sex leik- menn og ekki var vanþörf á því þar sem sex leikmenn höfðu horfið á braut. Um mitt sumar var Kristall Máni Ingason svo seldur til Rosen- borg og Danijel Dejan Djuric var fenginn í staðinn. Júlíus sagði það mikilvægt að vera með sem breiðastan hóp þegar leikið er í mörgum keppnum. „Ég held að það hafi alveg skilað sér í sumar að vera með stóran hóp og að það sé bara lífsnauðsynlegt fyrir svona fé- lög sem eru að spila á mörgum víg- stöðvum.“ Fyrir um 5-6 vikum var hins vegar farið að þynnast nokkuð í hópnum vegna meiðsla. „Svona getur gerst en við vorum kannski fullóheppnir með meiðsli og höfum verið það síðustu vikur, eins og þegar tveir bakverðir meiddust í sama leiknum og gátu ekki spilað næsta leik,“ bætti hann við. „Það er náttúrlega ekki beint venjuleg staða en þetta getur alltaf gerst þegar maður er með svona marga leiki. Það þarf bara að undir- búa sig fyrir tímabilið eins og við gerðum. Við lentum aldrei í því að geta ekki mannað hópinn, við vorum alltaf með ferska menn á bekknum. En auðvitað fer það eftir þessu leikjaálagi hvernig liðið síðan stend- ur eftir það. Ég held að við höfum gert vel í því að rótera liðinu og ná mönnum, sem fengu kannski ekki sénsinn fyrst en fengu svo að sýna sig, í takt við liðið og það hefur skinið í gegn. Þeir hafa sprungið út á síð- ustu vikum og nýtt tækifærin,“ sagði Júlíus einnig. Gott að fá smá andrými Þó að Víkingar vilji spila sem flesta leiki sagði hann það vissulega kærkomið að hafa fengið smá hlé í landsleikjaglugganum sem lauk í vik- unni. „Ég held að í svona fríum frá leikj- um fáirðu alltaf fínt súrefni. Upp á næstu vikur er það bara fínt þannig séð, að ná endurheimt og geta æft af góðum krafti. Að geta núllstillt sig úr deildinni yfir í bikarinn og síðan aftur yfir í deildina. Það er bara mjög gott að fá smá andrými.“ Júlíus minntist á bikarinn, en Vík- ingur er á leið í sinn þriðja bikarúr- slitaleik í röð þegar liðið mætir FH í úrslitum Mjólkurbikarsins á Laugar- dalsvelli á laugardag. Að honum loknum taka við fimm leikir í efri hluta Bestu deildarinnar, þar sem sex efstu lið hennar mætast inn- byrðis í októbermánuði. „Það er bara tilhlökkun held ég. Eftir að hafa spilað svona marga leiki í röð fær maður kannski smá and- rými á milli leikja núna og getur svo- lítið stillt sig af fyrir hvern leik fyrir sig. Það er mikil tilhlökkun í hópnum fyrir síðustu leikina sem eftir eru,“ sagði hann um leikina sex sem eru eftir á löngu tímabili. Verður algjör aumingjavæðing Í deildinni eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings í öðru sæti sem stendur, átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Spurður hvern- ig hann mæti möguleika Víkinga á að skáka Blikum sagði Júlíus að lokum: „Við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu og setja vonandi ein- hverja pressu á þá vegna þess að það er ekki auðvelt að vera að elta allt sumarið og mega ekki misstíga sig. Við verðum bara að leggja allt í sölurnar, gefa allt í þetta. Við megum ekki sýna nein veikleikamerki, það má enginn gefast upp því þetta verð- ur algjör aumingjavæðing ef svo fer. Það þarf að stilla sig af fyrir hvern einasta leik sem eftir er.“ Allir ánægðir með að spila svona marga leiki - Víkingur leikur 41 leik á tímabilinu - Evrópuævintýri jók álagið til muna Morgunblaðið/Eggert Fyrirliðinn Júlíus Magnússon hefur þegar leikið 34 af 35 leikjum Víkings á tímabilinu og stefnir á sex til viðbótar áður en því lýkur 29. október. APRÍL (4): Meistarakeppnin og þrír leikir í Bestu deildinni. MAÍ (7): Sex leikir í Bestu deildinni og einn í Mjólkurbikarnum. JÚNÍ (4): Tveir Evrópuleikir, einn leikur í Bestu deildinni og einn í Mjólk- urbikarnum. JÚLÍ (8): Fjórir leikir í Bestu deildinni og fjórir Evrópuleikir. ÁGÚST (8): Fjórir leikir í Bestu deildinni, tveir Evrópuleikir og tveir í Mjólkurbikarnum. SEPTEMBER (4): Fjórir leikir í Bestu deildinni. OKTÓBER (6): Bikarúrslitaleikurinn og fimm leikir í Bestu deildinni. Samtals 41 leikur á 202 dögum frá 10. apríl til 29. október. Tímabilið 2022 hjá Víkingum FÓTBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Yfirstandandi tímabil hjá karlaliði Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu hefur verið einstakt hvað leikjafjölda á einu tímabili varðar. Óhætt er að fullyrða að ekkert íslenskt lið muni hafa leikið jafn marga keppnisleiki á einu tímabili, en þegar tímabilinu lýkur verður Víkingur búinn að spila alls 41 leik í öllum keppnum frá 10. apríl til loka október. „Þetta hefur bara verið mjög skemmtilegt heilt yfir. Ég held að all- ir séu svolítið ánægðir, að það sé eng- inn ósáttur við að hafa fleiri leiki. Ég held að það sé bara því fleiri leikir, því betra. Þetta tímabil hefur verið forréttindi, að fá að taka þátt í Evr- ópukeppni og á öllum vígstöðvum,“ sagði Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, í samtali við Morgunblaðið. Sjálfur hefur hann leikið alla leiki liðsins á tímabilinu nema einn til þessa, alls 34 leiki af 35, og þeim leik í Bestu deildinni missti Júlíus af vegna leikbanns sem hann var úrskurðaður í eftir að hafa fengið fjórar áminn- ingar. Vegna þessa mikla leikjaálags segir Júlíus að endurheimt hafi gjarna verið í fyrirrúmi á æfingum hjá Víkingum. „Það hefur svolítið verið sú upp- skrift í sumar. Maður hefur verið að spila og síðan hefur verið endurheimt næstum því fram að næsta leik. Það hefur ekki verið oft sem við höfum verið að æfa af fullum krafti eins og við viljum. En að sama skapi förum við af fullum krafti í leikina og lærum af reynslunni, það er bara skemmti- legra upp á það að gera,“ útskýrði hann. Vantar ekki mikið upp á Stór hluti af því aukna leikjaálagi sem Víkingur stóð frammi fyrir á tímabilinu kom til vegna Evrópu- ævintýris, þar sem liðið lék alls átta leiki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, þá undankeppni hennar og loks undankeppni Sambandsdeildar UEFA. Árangurinn var afar góður þar sem liðið vann fjóra leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikj- um. Þar á meðal var grátlegt tap í framlengdum leik gegn Lech Poznan í Póllandi þar sem Víkingur var ná- lægt því að komast í umspil fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hvað vantar upp á til þess að ís- lensk lið nái loks að taka það skref að komast í riðlakeppni í Evrópu- keppni? „Ég held að það hafi sýnt sig í ár að það vantar ekki mikið upp á. Ég ætla ekki að segja að við og Breiða- blik höfum verið hársbreidd frá því að komast í riðlakeppni en við vorum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.