Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
öll
velk
omin!
Stefnumót við vísindafólk!
u ót við vísindafólk!
fn m t við vísindafólk!vísindavakaka
i dav ka
Laugardalshöll
laugardagur 1. október
kl. 13.00 - 18.00
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar við að um-
breyta nágrenni Hlemmtorgs.
Laugavegi hefur verið lokað fyrir
bílaumferð á kaflanum frá Hlemmi að
Snorrabraut og verður sú lokun til
frambúðar. Fólksbílar munu því ekki
framar aka framhjá Hlemmtorgi,
sem í eina tíð var helsta bílatorg
Reykjavíkur.
Hjáleið verður um Rauðarárstíg,
Grettisgötu og
Snorrabraut,
fyrir ökumenn
sem koma niður
Laugaveg og
vilja halda akstri
áfram niður
Laugaveginn í
átt að mið-
bænum.
Á bílabloggi.is,
sem er afar öfl-
ugur vefur um
bíla, hefur Jóhannes Reykdal blaða-
maður rifjað upp sögu Hlemms. Hér
skulu nokkur atriði nefnd úr sögu
Hlemms, með góðfúslegu leyfi Jó-
hannesar.
Hlemmur var á árum áður áning-
arstaður í hestaferðum til og frá
Reykjavík. Þar var byggð vatnsþró
árið 1912. „Þarfasti þjónninn fékk
lífsnauðsynlega brynningu í vatns-
þrónni á Hlemmi, á sama tíma var
arftaki hestsins að taka sér bólfestu
við Hlemmtorg sem á skömmum tíma
varð miðpunktur bílvæðingar þjóð-
arinnar með stórfyrirtækin Egil Vil-
hjálmsson við suðurhlið og Svein Eg-
ilsson við vesturhlið Hlemmtorgs,“
segir Jóhannes.
Árið 1919 kom til bæjarins Vestur-
Íslendingur, Reykvíkingur sem hafði
flutt til Bandaríkjanna árið 1910.
Hann hét fullu nafni Sigursveinn Eg-
ilsson og var 29 ára gamall. Sigur-
sveinn gekk undir nafninu Sveinn
vestra og ætlaði ekki að dveljast lengi
á Íslandi í heimsókn sinni. Hann var
útskrifaður vélfræðingur frá Chicago
og kom brátt í ljós að mikil eftirspurn
var að myndast í bænum eftir tækni-
þekkingu hans. Sveinn afréð að fara
ekki aftur utan heldur setjast að í
Reykjavík. Fyrirtæki hans varð um-
svifamikið í innflutngi bíla og á sviði
bílaviðgerða. Það hafði m.a. umboð
fyrir Ford-bílana bandarísku.
Bróðir Sveins var Jón Egilsson,
aðalbókari og gjaldkeri gasstöðv-
arinnar við Hlemm. Strax um haustið
1919 sótti Jón, bróðir Sveins, um lóð
fyrir steinsteypt einlyft hús. Þetta
hús, sem nú heitir Laugavegur 105,
var byggt upp í áföngum. Það var
fullbyggt 1947, glæsilegt stórhýsi
vestan Hlemms, og setur mikinn svip
á torgið. Þarna er nú veitinga-
starfsemi á 1. hæð og til stendur að
innrétta íbúðir á efri hæðum.
Tvö öflug bifreiðaumboð
Við suðurhlið Hlemmtorgs fór af
stað árið 1932 sambærileg starfsemi
og við vesturhlið torgsins. Egill Vil-
hjálmsson, sem lært hafði bíla-
viðgerðir í Bandaríkjunum, hóf bygg-
ingu fyrsta hluta byggingasamstæðu
árið 1932 sem að lokum myndaði
samfellda heild frá Rauðarárstíg að
Snorrabraut. Árið 1953 lauk fyrir-
tækið byggingu húss á hornlóðinni
Snorrabraut/Laugavegur 114.
Í þessum húsum við Laugaveg eru
í dag starfandi verslanir, veitinga-
staðir og spilakassasalur.
Þannig höfðu þessi tvö bifreiða-
umboð um miðja öldina reist tvö af
stærstu húsum höfuðborgarinnar,
gatna á milli við Hlemmtorg.
Fyrirtækið Egill Vilhjálmsson sá
um árabil um smíði yfirbygginga á
strætisvögnum bæjarins auk smíði
svokallaðra Egilshúsa sem voru aðal-
lega smíðuð á Willys-jeppa, sem Egill
flutti inn. Bílasmiðju Egils Vilhjálms-
sonar við Hlemmtorg mátti um tíma
kalla bílaverksmiðju.
Fyrsta ferð hlutafélagsins Strætis-
vagna Reykjavíkur hf. var farin 31.
október árið 1931. Endastöð vagns á
leið númer eitt var við vatnsþróna á
Hlemmi. Árið 1944 keyptu bæjaryfir-
völd hlutafélagið. Hlemmur varð síð-
an aðaltengistöð strætisvagna um
langt árabil og á endanum var byggt
þar stórt þjónustuhús, teiknað af
Gunnari Hanssyni. Þetta hús nýttist
vel fyrir Strætó og farþega vagnanna.
Fyrir nokkrum árum var innréttuð
mathöll í húsinu og farþegarnir eiga
þar ekki lengur skjól.
Stætisvagnar aka enn um Hlemm
og munu gera framvegis, þ.e. eftir
Hverfisgötunni, og þá sem borgar-
línuvagnar.
Loks er þess að geta að leigubíla-
stöðin Hreyfill var með afgreiðslu á
Hlemmi um áratuga skeið og þar rak
Olíuverslun Íslands (BP) lengi bens-
ínstöð.
Mikil umsvif á Hlemmi
Meðfylgjandi mynd tók Jón Jóns-
son (1908-1990) frá Þjórsárholti og
sýnir hún vel umsvifin á Hlemmi fyrr
á árum. Þarna eru tvö bílaumboð,
leigubílstöð, bensínstöð og biðstöðvar
strætisvagna. Lögregluþjónn stjórn-
ar umferð, líklega í tengslum við um-
ferðarbreytingarnar 26. maí 1968,
þegar hægri umferð var tekin upp á
Íslandi. Jón Jónsson var flinkur ljós-
myndari. Hann starfaði sem leigubíl-
stjóri og var mikill áhugaljósmyndari.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur varð-
veitir margar mynda hans.
Fram kemur í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg að verktakinn við
framkvæmdirnar nú, Alma verk ehf.,
hafi lokað götukaflanum neðan
Hlemms. Gangstéttum beggja vegna
verður haldið opnum en unnið í göt-
unni til áramóta. Þá verður gert hlé á
verkinu. Í apríl 2023 hefst svo vinna
aftur og unnið á því svæði þar sem
gangstéttirnar liggja. Gangandi og
hjólandi geta farið um götuna meðan
á því stendur.
Tilboð í verkið voru opnuð í júní sl.
Sjö tilboð bárust og innkaupa- og
framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar
samþykkti á fundi sínum 7. júlí 2022
að ganga að tilboði Alma Verks ehf.
Það hljóðaði upp á tæpar 190 millj-
ónir, sem var nánast sama upphæð og
kostnaðaráætlun verksins.
Bílatorgið Hlemmur nú bíllaust
- Hlemmtorg var um áratuga skeið helsta bílatorg Reykjavíkur - Bílaumboð, strætó, leigubílar og
bensínstöð - Búið er að loka hluta Laugavegar til frambúðar og aðeins Strætó ekur nú um torgið
Ljósmynd/Jón Jónsson ©Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Bílatorgið Mynd tekin á Hlemmi fyrir liðlega hálfri öld. Torgið fullt af bílum og bílatengda starfsemi þar að finna.
Morgunblaðið/sisi
Gatan lokuð Framkvæmdir eru hafnar á Laugavegi neðan við Hlemm.
Gatan verður síðan lokuð til frambúðar öðrum en gangandi og hjólandi.
Jóhannes
Reykdal