Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 ✝ Hallbera Sigríð- ur Ísleifsdóttir fæddist 13. maí 1934 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, Vestur- Skaftafellssýslu. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hömrum í Mos- fellsbæ 13. sept- ember 2022. Foreldrar hennar voru Ísleifur Erl- ingsson, f. 6. ágúst 1893, d. 19. nóvember 1966, og Lilja Tóm- asdóttir, f. 3. ágúst 1906, d. 5. ágúst 1973. Systkini Hallberu voru Erlingur, f. 1931, d. 2015, Margrét, f. 1942, d. 2017, og Tómas, f. 1948. Hinn 22. desember 1957 giftist Hallbera Erni Friðgeirssyni, f. 24. apríl 1931, d. 30. ágúst 2006. Börn Hallberu og Arnar eru: 1) Lilja, f. 26. maí 1958, gift Hró- bjarti Ægi Óskarssyni. Þeirra synir: a) Örn, f. 1978, kvæntur Ragnheiði Ingu Davíðsdóttur. Þeirra börn: Axel Örn, Lilja Björg, Inga María og Styrmir Þór. b) Ari, f. 1983, kvæntur Þór- eyju Hannesdóttur. Þeirra börn: þau um nótt máttu flýja heimili sitt á Oddstöðum sem var með fyrstu húsum sem varð eldinum að bráð. Fjölskyldan flutti til Þorláks- hafnar haustið 1973 og var þar heimili hennar þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið Hamra í júní sl. Hallbera var kappsöm til allra verka á langri ævi. Á Stöðvar- firði saltaði hún síld, vann síðar í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Samhent voru þau hjón við að skera af netateinum og hnýta á króka í uppmælingu, þá slitin eftir erfiðisvinnu. Hallbera hafði alla tíð mikinn áhuga á félagsmálum og starfaði í ýmsum félögum. Hún var í Sunnlendingafélaginu í Vest- mannaeyjum, Kvenfélaginu í Þorlákshöfn auk þess sem hún var virk í Verkalýðsfélaginu í Þorlákshöfn. Hún hafði mikinn áhuga á söng og kórstarfi og söng með kirkjukórum bæði í Vestmannaeyjum og Þorláks- höfn. Þegar Tónar og trix byrj- uðu var hún ein af þeim sem voru með frá byrjun. Hún söng með Söngfélagi Skaftfellinga í Reykjavík í nokkur ár og lét sig ekki muna um að keyra yfir heið- ina til að mæta á æfingar þar. Útför Hallberu verður gerð frá Þorlákskirkju í dag, 29. sept- ember 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Brynja Björt og Arn- ór Már. 2) Ísleifur, f. 14. febrúar 1960, kvæntur Patriciu Marie Bono. Fyrri kona hans var Sig- ríður Stefánsdóttir. 3) Elsa, f. 30. desem- ber 1961, sonur hennar Þorgeir Jónsson, f. 1993, í sambúð með Gíslínu Guðmundsdóttur. 4) Erlingur Örn, f. 23. júlí 1969, dóttir hans er Urður Falsdóttir, f. 2003. Hallbera var á æskuheimili sínu þar til hún fór til Vest- mannaeyja 1956 á vertíð. Þar kynntist hún Erni sem var þar á sjó. Hún fór í Húsmæðraskólann á Varmalandi haustið 1956. Sum- arið 1957 byrjuðu þau Örn bú- skap á Óseyri í Stöðvarfirði og bjuggu þar til vorsins 1960. Á vetrarvertíð 1961 bjuggu þau í Vestmannaeyjum, um vorið fluttu þau aftur austur. Árið 1965 flytja þau aftur til Vestmannaeyja. Búsetu þeirra þar lauk 23. janúar 1973 þegar Við dauða systur minnar, Hall- beru, hvarflar hugur minn til lið- inna daga. Ég man ljóslega ung- linginn Höllu. Munntamt er Íslendingum að stytta nafn henn- ar þannig. Hún var svarthærð, grannvax- in, glaðvær, kvik á fæti og hetja til allra starfa. Ég man atvik um hve stoltur ég var af stóru systur, þeg- ar hún var 16 ára. Ég var henni nákominn jafnt og mömmu – ég man þegar veröld mín var þær tvær og hinir. Síðar, í veik- indum mömmu árin 1953-1954, tók Halla á sínar herðar heimilishaldið og þar með að annast okkur börnin á heimilinu. Halli var sumardreng- ur, tveimur árum eldri en ég. Hon- um þremur árum eldri voru Gréta og Óli, nær jafnaldra. Ég átti öruggt athvarf hjá Höllu, hún knúsaði mig samt lítið. Hún átti það til að veita mér traust með því að segja: „Tommi komdu til mín!“ Svo studdi hún hendi á öxl mér og ég róaðist. Á unglingsárum Höllu var margt fólk á hennar reki á næstu bæjum. Ungmennafélag með íþróttum starfaði á sumrin og þau spiluðu af hjartans gleði í skamm- deginu. Ég fylgdist stíft með systur og mér fannst hún oft eiga sviðið. Á útisamkomu 17. júní 1953 í Vík í Mýrdal vorum við Gréta í umsjá Höllu. Mér er í minni að til kátínu var stofnað með því að kveðja til hlaupapör og binda sam- an á öðrum legg. Halla og Sigur- geir Kjartansson frændi okkar hlupu samtaka og í gáska sinn sprett. Æskuheimili okkar skorti ekki efnisleg gæði, þótt foreldrar okk- ar væru heilsulaus. Pabbi var yfir- vegaður maður og dagfarsprúður. Gegningar hvíldu á Erlingi, nema mjaltir. Á jólum 1953 var mamma á Landspítalanum. Ég óttaðist um hana, en samt urðu þau jól mér minnisstæð og gleðileg. Mest þakka ég það Höllu. Hún hafði dugnað til að baka og elda öll mat- föng, ásamt því að setja upp nýtt jólaskraut – að búa til jól fyrir börnin. Við biðum spennt eftir því að stofan væri opnuð á Þorláks- messukvöld og undrandi horfði ég á herlegheitin. Eftir að Halla og Örn stofnuðu eigin fjölskyldu létu þau mig og aðra í fjölskyldunni njóta með sér margra sameiginlegra jóla. Ég er þakklátur systur minni fyrir samferðina. Tómas Ísleifsson. Hinn 13. september sl., þá stödd í hjólaferð í Króatíu, barst okkur hjónum fregn um fráfall Hallberu tengdamóður minnar. Hún fékk hægt andlát í stólnum sínum í herberginu sínu á Hömr- um í Mosfellsbæ þar sem hún hafði dvalið í tæpa þrjá mánuði. Þótt líkamleg heilsa hennar hafi liðið af ýmsum kvillum var hug- urinn enn skarpur og vitsmunir í besta lagi. Þar lauk áratuga kynn- um okkar Hallberu. Mér er enn minnisstætt þegar ég sá hana fyrst, þá var ég í sveitadvöl hjá foreldrum hennar, Ísleifi og Lilju, á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. Þau hjón voru tekin að eldast og voru bæði til lækninga í Reykjavík, en ég undi mér vel í sveitinni með bræðrunum á bænum, Erlingi og Tómasi, og naut þess, þrátt fyrir að vera kominn meira en að hálfu til vits og manns, orðinn 12 ára, að vera barnið á heimilinu. Erlingur hafði skroppið suður einhverra er- inda og einn daginn þegar ég kom frá því að reka kýrnar sá ég heim- ilisbílinn á hlaðinu en brá við þeg- ar ég kom inn í bæ, að sjá tvær ferðatöskur og unga konu með þrjá krakka sem störðu undrandi á mig með stórum dökkbrúnum augum. Þar var komin Halla og börn. Nú varð ekkert sem áður, við karlpeningur heimilisins vor- um reknir í bað og skipt á rúmum okkar og daginn eftir blöktu á snúrum rúmföt og vinnufatnaður í norðanþerrinum. Bærinn skúrað- ur út og enginn fór framar þar inn í fjósagallanum. Matar- og kaffi- tímar urðu reglubundnari og við- hafnarmeiri. Okkur „körlunum“ þótti þetta óþarfa tilstand og hug- leiddi ég hvort Halla færi nú ekki að fara til síns heima með krakka- stóð sitt og kvenlega forsjár- hyggju, en af hvoru tveggja þótt- ist ég hafa nóg í foreldrahúsum. Þegar svo að því kom á miðju sumri var ekki laust við að ég fyndi fyrir tómleika, jafnvel sökn- uði. Næstu 10 árin hafði ég fátt af Höllu og hennar fólki að segja, en þá hófst samband okkar Lilju, elsta barns hennar. Þar samtvinn- uðust örlagaþræðir okkar Höllu; hún varð tengdamamma, ég varð tengdasonur, ég varð pabbi, hún amma, og þegar ég varð afi varð hún langamma. Minningarnar eru margar frá þeim árum þegar við hjónin fórum með þeim Höllu og Erni ásamt sonum okkar í útileg- ur og sumarbústaði. Afmæli, fermingar og svo jólaboðin í Eyja- hrauninu þar sem þau Örn bjuggu í hartnær þrjá áratugi eftir að þau þurftu að flýja heimili sitt í Vest- mannaeyjum undan eldinum í jan- úar 1973. Síðast en ekki síst vil ég minn- ast á listfengi Höllu sem kom vel fram í hannyrðum hennar, þar sem hvergi var slegið af kröfum sem og listsköpun hennar í gler og leir sem hún tók upp á efri árum, þar kom í ljós frjó hugsun og jafn- vel byltingarandi sem hún hafði ekki fengið útrás fyrir í amstri daganna. Söngurinn fylgdi henni í gegnum árin í Kirkjukór Landa- kirkju, Þorlákskirkju og Söng- félagi Skaftfellinga í Reykjavík, að ógleymdri rokksveit eldri borg- ara, sem nefndist Tónar og trix. Margar fleiri minningar mætti tilfæra hér, en mál er að linni, og eins og fólk sagði víst í gamla daga; fyrirgefðu párið og farðu sæl. Hróbjartur Óskarsson. Hallbera Sigríður Ísleifsdóttir ✝ Ólafur Jón Ólafsson fædd- ist 31. mars 1981 á Akranesi. Hann lést 15. september 2022. Foreldrar Óla Jóns, eins og hann var ætíð kallaður, eru Ólína Sigþóra Björnsdóttir, f. 19.11. 1959, og Ólafur Ingimar Jónsson, f. 9.8. 1957, d. 3.5. 2021. Unnusta Óla Jóns er Gyða Björg Þórsdóttir, f. 31.1. 1987. Systkini hans eru Elín, f. 7.11. 1978, Jakob, f. 21.1. 1986, Ólöf Kristín, f. 29.5. 1993, Björn Sigþór, f. 7.6. 1995, Óm- velferðarþjónustu. Hann var meðal annars frístundaleið- beinandi fyrir fötluð börn, ráð- gjafi á bráðageðdeild Landspít- alans og teymisstjóri á sambýli fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda. Óli Jón var fróðleiksfús og víðsýnn maður sem hafði áhuga á körfubolta, tölvum, tækjum og tónlist. Áhugi hans á fólki var þó einna einlæg- astur. Hann hafði einstaka hæfileika til að nálgast fólk og sýna því virðingu og kærleik. Honum gafst vel að veita fólki sem til hans leitaði áheyrn og stuðning og gaf gjarnan ráð úr sínum viskubrunni. Óli Jón tókst sjálfur á við ýmsar áskor- anir á lífsleiðinni, en mætti þeim af æðruleysi og auðmýkt. Útför Óla Jóns fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 29. sept- ember 2022, kl. 13. ar Ari, f. 31.7. 2005, og Justin Leifur, f. 12.4. 2007. Dætur El- ínar eru Guðrún Eydís, Hekla Rakel og Heiður Kristín. Óli Jón ólst upp á Akranesi og í Bandaríkjunum. Hann varð stúdent frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands og stundaði síðar nám í sál- fræði. Óli Jón vann fjölbreytt störf í ólíkum geirum. Meðal starfa má nefna iðnaðarvinnu hjá Norðuráli á Grundartanga, hótelstörf á Englandi og þjón- ustustörf hjá Arion banka. Lengst af starfaði hann þó í Elsku fallegi sjarmörinn minn hann Óli Jón litli bróðir minn. Ég var sú eina sem gat kallað þig litla bróður og mér fannst það svo gaman þegar þú varst hæsti maðurinn í mínu lífi, tveir metrar tæpir. Ég man ekki öðruvísi eftir mér en að eiga þig að, enda tæp- lega tvö og hálft ár á milli okkar. Ég skil ekki hvernig ég er komin hingað, að skrifa minningargrein um þig, eldklára góðmennið mitt, aðeins rúmu ári eftir að við kvöddum pabba okkar. Þegar þú varst lítill sást þú mestmegnis um að tala, mér fannst það bara fínt enda varstu alltaf svo skemmtilegur. Þú sást líka um að klára nammið mitt á laugardögum og ég sé þig ennþá fyrir mér að suða í mér að fá nammið mitt því þú varst löngu búinn með þitt. Ég gat sjaldnast neitað þér, enda varstu sætastur. Ævintýrin okkar voru mörg og voru árin okkar í Bandaríkjunum einstök. Við höfðum einstakt lag á að blóta á ensku því það var ekkert alvörunni blót því það var á ensku. Svo vorum við stundum að hlæja að mömmu og pabba fyrir enskuna sína. Við urðum eiginlega fyrst foreldrar þegar litlu systkini okkar, þau Ólöf Kristín og Björn Sigþór, fæddust ’93 og ’95. Við kepptumst um að fá að vera með þau, svæfa þau og dúllast með þau. Enda sagði mamma alltaf að þau ættu tvær mömmur og tvo pabba. Þú varst einn helsti stuðnings- maður minn í lífinu, alltaf að segja við mig hvað ég væri klár, dugleg og hvað þú litir mikið upp til mín. Ég fæ mig ekki til að opna skilaboðin frá þér ennþá, það er of sárt. Við áttum svo mörg djúp og löng samtöl á fullorðinsárum og mig vantar svo að fá að tala við þig núna. Þú varst svo klár, góður og tilfinningaríkur maður. Kær- leikurinn og góðmennskan skein af þér. Við fórum saman til að vera hjá pabba í Tékklandi í fyrra hans síðustu daga, sem er tími sem ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa átt með þér. Við ræddum allt, staðfestum einu sinni enn að við borðuðum sama matinn, talan 7 auðvitað besta talan, hugsuðum eins, með sama lífsviðhorf og gildi, þrátt fyrir að vera orðin fullorðin. Þú þakkaðir mér fyrir þennan tíma okkar saman aftur og aftur og eftir hann snerust samtölin okkar svo mikið um þá djúpu sorg sem við vorum að reyna að læra að lifa með eftir að hafa misst pabba. Eins og þú sagðir: „Ella, hann var ekki bara pabbi okkar, hann var besti vinur okkar.“ Þú kunnir svo vel að færa allt í orð. Einn mesti pælari sem ég hef kynnst. Dætur mínar elskuðu Óla Jón frænda mikið og er sorg þeirra þung. Þegar þær voru litlar skriðu þær alltaf beinustu leið í fangið þitt, enda stórt og mikið fang. Hrifning þín á þeim var ekkert minni. „Ella, þær eru svo fullkomnar allar,“ sagðir þú iðu- lega. Ég mun aldrei gleyma því þeg- ar þú hélst svo fast utan um mig á svölunum á hótelinu í Tékklandi þar sem ég hélt að ég væri búin að fela mig grátandi og enginn myndi sjá mig, en þú auðvitað fannst mig og hélst utan um mig. Eina huggunin við þetta allt sam- an er að núna ertu kominn til pabba. Við erum öll viss um að þið séuð mikið að spjalla með ís við höndina. Elska þig ætíð. Þín stóra systir, Elín. Mágur minn, Óli Jón, lést hinn 15. september langt fyrir aldur fram. Hann var litríkur karakter sem hristi á vissan hátt upp í fjöl- skyldunni okkar. Hann kom sér alltaf beint að efninu og við áttum mörg djúp og falleg samtöl sem ég er þakklát fyrir í dag. Óli Jón barðist við nokkra innri drauga og lífið var ekki alltaf auðvelt en hann hélt í gleðina og góð- mennskuna. Ég kveð hjartans vin og á eftir að sakna hans. Ingileif Bryndís Þórsdóttir. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum) Við hittum Óla Jón fyrst fyrir um sjö árum þegar Gyða Björg dóttir okkar kynnti hann fyrir okkur sem kærasta sinn. Það var snemma ljóst að þarna var um einstaka tengingu að ræða. Á þessum árum kynntumst við góð- um mannkostum hans alltaf bet- ur og betur og hans fersku sýn á tilveruna. Hann var viðræðugóður og vel að sér um alls konar málefni og oft um hluti sem voru ekki á vit- orði margra. Tæknikunnátta hans var mjög góð, sem okkar heimili naut góðs af. Þá hafði Óli Jón brennandi áhuga á íþróttum, sérstaklega körfubolta og fót- bolta. Við höfðum gaman af því að hlusta á fáheyrðar sögur og fróðleik hans um einstaka leik- menn og þjálfara. Óli Jón var þó sérstaklega áhugasamur um fólk og átti auð- velt með að kynnast samferða- mönnum sínum, þar sem hann setti sig inn í líf þeirra og gat hlustað á sögur þeirra. Þegar við ferðuðumst saman hér innanlands og erlendis, þá sagði hann okkur oft frá því hvað bílstjórinn, þjón- ustustúlkan eða dyravörðurinn á hótelinu voru að fara að gera eða hvað þau voru að glíma við. 12 dagar liðu frá því að fjöl- skyldan okkar fagnaði brúðkaupi Ingu og Florians í síðustu utan- landsferð okkar til Bayern nú í september, þar til Óli Jón varð bráðkvaddur. Öldur lífsins báru okkur upp í gleði og svo snögg- lega í öldudal. Efst er okkur í huga þakklæti fyrir samveruna á liðnum árum, örlæti hans á hrós og uppörvun og hlýtt faðmlag. Eftir stendur minningin um góðan dreng sem yfirgaf þennan heim allt of fljótt. Við á Lynghaganum kveðjum hann með söknuði og kærleik í hjarta. Hvíl í friði Óli Jón. Áslaug og Þór. Ólafur Jón Ólafsson Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, fyrrverandi gæðastjóri Norðurorku á Akureyri, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 26. september síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 4. október klukkan 13. Gunnar Pálsson Giti Chandra Arshia Eyrún Gunnarsdóttir Ashali Ásrún Gunnarsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, HAFDÍSAR HÖLLU ÁSGEIRSDÓTTUR, Bjargi, Arnarstapa, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 6. september. Þórkell Geir Högnason Margrét Bára Þórkelsdóttir Sigurður Natan Jóhannesson Anna Katrín Þórkelsdóttir Guðmundur Snorri Sigurðars. Daði Þórkelsson Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir og barnabörn Sólför HRAFNS JÖKULSSONAR ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, afa, frænda og bróður fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 30. september klukkan 15. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast Hrafns er bent á góðgerðarfélög í þágu barna. Fólk er hvatt til að koma bjartklætt til kirkju á sólfarardegi. Oddný Halldórsdóttir Þorsteinn Máni Hrafnsson Örnólfur Hrafn Hrafnsson Þórhildur Helga Hrafnsdóttir Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir Ronald Mánason Zoey Elísabet Mánadóttir Styrmir Starri Örnólfsson frændfólk og systkini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.