Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 „Þegar við bjuggum í Seattle kom vinur okkar eitt sinn með Snickers- köku í partí. Ég fór að reyna að finna uppskriftina frá honum en ekkert gekk svo ég gúglaði þetta aðeins og sá köku sem leit út alveg eins og hans á vef Mannlífs síðan einhvern tímann fyrir löngu. Ég notaðist því við þá uppskrift með smá tilfæringum, eins og gengur og gerist þegar ég prófa uppskriftir frá öðrum. Útkoman var alveg hreint stórkostleg og þetta er klárlega með marengstertum allra tíma! Snickersterta Marengsbotnar 5 eggjahvítur 280 g púðursykur Aðferð: Hitið ofninn í 130°C og teiknið tvo hringi hvorn á sinn bök- unarpappírinn sem eru 20-22 cm í þvermál, leggið á bökunarplötu. Þeytið næst saman hvítur og sykur þar til stífþeytt (nokkrar mínútur). Skiptið blöndunni jafnt niður inn í hringina sem þið teiknuðuð, sléttið úr og jafnið eftir hringnum. Bakið í 60 mínútur og slökkvið á ofninum og leyfið marengsinum að kólna með honum. Fylling 500 ml þeyttur rjómi 100 g Snickers (2 stykki) skorin smátt 30 g suðusúkkulaði saxað Aðferð: Blandið öllu varlega saman með sleikju og setjið á milli botnanna. Súkkulaðikrem á toppinn 50 g smjör 100 g Snickers (2 stykki) skorin smátt 100 g suðusúkkulaði saxað 5 eggjarauður 50 g flórsykur salthnetur Aðferð: Bræðið saman smjör, Snic- kersbita og suðusúkkulaði. Skiljið smá af Snickersinu eftir til að strá yf- ir í lokin. Hrærið vel við meðalháan hita þar til bráðið og takið þá af hellunni og leyfið hitanum að rjúka úr. Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til létt og þétt blanda myndast (nokkrar mínútur). Blandið þá súkkulaðiblöndunni varlega saman við með sleikju og setj- ið yfir marengskökuna, toppið með Snickersbitum og salthnetum. Kremið mun leka niður hliðarnar svo ekki er verra að hafa stóran köku- disk undir eða kökudisk með köntum til að grípa allt gúmelaðið. Því er gott að koma kökunni í kæli um leið og kreminu hefur verið smurt á hana og leyfa henni síðan að standa í nokkrar klukkustundir áður en hennar er notið. Ein allra besta marengsterta sem bökuð hefur verið Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Við erum alltaf að leita að nýjum og spennandi kökuuppskriftum og þreyt- umst ekki á að prófa eitthvað nýtt. Hér erum við með uppskrift úr smiðju mat- arbloggarans Berglindar Hreiðars á Gotteri.is sem hún segir að sé klárlega með bestu marengstertum allra tíma. „Það er gaman að leika sér með mismunandi líkjöra fyrir Espresso Martini- drykk. Hér er ég búin að blanda súkkulaðilíkjör og smá sírópi saman við kaffi og vodka og útkoman er æðisleg! segir Berglind um þennan drykk en Espresso Martini-kokteillinn hefur verið einn sá vinsælasti á börum landsins undan- farin misseri. Uppskrift – dugar í tvö glös 100 ml Tobago Gold-súkkulaði/rommlíkjör 60 ml vodka 120 ml espressokaffi kalt 1 tsk. hlynsíróp 1 lúka af klökum Setjið allt í hristara og hristið vel þar til froða myndast í hristaranum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Espresso martini með súkkulaðikeim Einn sá vinsælasti Espresso Martini hefur notið mikilla vinsælda enda bragðgóður og skemmtilegur drykkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.