Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022 SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS SPORTÍS 2 0% AFSLÁTTUR AF RE IMA ! BARNADAGAR HILLCREST St. 42-47,5 14.995 kr. SEM ANDA VEL OG MEÐ GÓÐUM GRIPMIKLUM SÓLA withMemory Foam KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS HERRA GÖNGUSKÓR SKECHERS Nú hafa 200 þúsund Rússar flúið heimalandið eftir herkvaðningu Pút- íns. Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa lýst því yfir að málamyndakosningar á hernumdum svæðum Úkraínu verði ekki viðurkenndar af alþjóðasam- félaginu. Volodímír Selenskí kallar eftir fleiri vopnum til að berjast gegn Rússum. Þá kalla leppstjórnir Rússa eftir innlimun svæðanna í Rússland og þá gæti herkvaðningin náð til Donbas. Á sama tíma er gaslekinn í Nord Stream-leiðslunum mál málanna og leitað er logandi ljósi að sökudólgi. Flestir leiðtogar Evrópuríkja hafa lýst yfir grun um að um skemmdar- verk sé að ræða. Selenskí segir lekann hryðjuverk Rússa til að tryggja erf- iðan vetur í Evrópu. Rússar hafa sagt að ekki sé hægt að útiloka skemmd- arverk. Þeir benda á hugsanlegan sökudólg í vestri og minnast orða Joes Bidens Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsti því yfir rétt fyrir innrás að ef Rússar réðust á Úkraínu þá myndu gasleiðslurnar „tilheyra lið- inni tíð.“ Í þýska blaðinu Der Spiegel kom fram að strax í júní hefði CIA varað við hugsanlegum skemmdar- verkum á gasleiðslunum. Rannsóknir á gaslekanum eru hafnar í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Tvö herskip frá Dan- mörku hafa verið send á svæðið og í Noregi er búið að hækka viðvörunar- stig á olíuframleiðslusvæðum þeirra. Í New York Times var bent á í gær að varhugavert væri að ákveða að Rússar stæðu á bak við skemmdar- verkið. Pútín þyrfti að sýna að hann stjórnaði eldsneytisstreyminu til álf- unnar og að skemmdir á leiðslunum gætu haft áhrif á það útspil. „Það er stórmál að komast að gas- leiðslunum á hafsbotni til að valda skemmdum,“ segir Lion Hirth, pró- fessor í orkufræðum í Berlín, og telur ólíklegt að um hryðjuverk utanað- komandi sé að ræða. Einn yfirmaður franska hersins sagði við AFP-frétta- veituna að líklegast hefði lítill kafbát- ur verið notaður og kafarar eða drón- ar síðan verið sendir að leiðslunum með sprengiefni. Bandaríkjamenn hafa lengi hvatt Evrópubúa til að minnka þörf sína fyrir eldsneyti frá Rússlandi. Daginn eftir sprenginguna á Nord Stream var ný gasleiðsla opnuð sem liggur frá Noregi til Póllands í gegnum Danmörku. Við það tilefni sagði pólski forsætisráðherrann, Mateusz Morawiecki, að „þörf Evrópu fyrir rússneskt eldsneyti væri að hjaðna.“ Víst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli. AFP/John MacDougall Gaslekinn Í umræðunni um gaslekann sýnist sitt hverjum, en málið þykir þó varpa ljósi á veikleika í grundvallarstoðum eldsneytismála í Evrópu. Ekki öll kurl komin til grafar - 200 þúsund Rússar flúið - Selenskí kallar eftir fleiri vopnum - Grunur um skemmdarverk - Rann- sóknir hafnar á olíulekanum - Rússar benda á Biden - Viðvörun frá CIA í júní - Ný gasleiðsla opnuð Í gær kl. 15:05 að staðartíma náði fellibylurinn Ian landi nálægt Fort Myers á vesturströnd Flórída, og er það nokkuð sunnar en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Fellibylurinn hef- ur náð fjórða stigs styrkleika. Ef fram fer sem horfir má búast við hræðilegum afleiðingum í kjölfar stormsinsmeð úrhelli, flóðum, raf- magnsleysi og eyðileggingu. Rík- isstjórinn, Ron DeSantis, hefur gef- ið út tilskipun um rýmingu tuga svæða á strandlengjunni við Mexíkóflóa, þar sem milljónir manna búa. Tilkynnt hefur verið að björgunarsveitir verði ekki sendar á rýmingarsvæðin ef fólk fer ekki eftir tilmælum. FELLIBYLURINN IAN Náði landi við Cayo Costa í Flórída í gær Óveður Íbúar byrgja glugga. Írönsk yfirvöld voru sökuð um að myrða níu manns og slasa 32 í loft- árásum á svæðum Kúrda í Írak í gær. Árásirnar koma í kjölfar til- rauna yfirvalda í Teheran til að þagga niður mótmælaöldu í landinu vegna dauða hinnar 22ja ára Mahsa Amini, sem lést í vörslu siðferðislög- reglu landsins. Andlát hennar hefur vakið mikla reiði umheimsins. Fjöl- skylda Amini hefur lagt fram kæru á hendur lögreglunni og fer fram á ít- arlega rannsókn. Stjórnvöld í Írak hafa boðað sendiherra Írans á fund vegna árásanna. Sendinefnd Sam- einuðu þjóðanna í Írak hefur for- dæmt árásirnar og krefst þess að þeim verði hætt strax. Á myndinni eru mótmælendur fyrir framan skrifstofur NY Times. Yfirvöld í Íran hóta hörðum aðgerðum gegn mótmælendum vegna andláts Mahsa Amini Níu látnir og 32 særðir í loftárásum AFP/Angela Weiss Breska pundið hækkaði um rúmt 1,05 prósent og stóð gengið í 1,0846 gagnvart bandaríkjadollar eftir að Englandsbanki keypti mikið magn ríkisskuldabréfa til að reyna að koma ró á peningamark- aði. „Dollarinn veiktist vegna að- gerða Englandsbanka og menn velta nú fyrir sér hvort aðrir seðlabankar fylgi í kjölfarið,“ sagði Fawad Razaqzada, markaðs- fræðingur á City Index. Eftir að Liz Truss forsætisráðherra til- kynnti á mánudag um miklar skattalækkanir og aðgerðarpakka stjórnvalda féll pundið hratt og fór lægst niður í 1,035 á móti bandaríkjadal. ENGLANDSBANKI KAUPIR BRESK RÍKISSKULDABRÉF Pundið styrktist gegn bandaríkjadal í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.