Morgunblaðið - 29.09.2022, Síða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS
SPORTÍS
2 0% AFSLÁTTUR AF RE IMA !
BARNADAGAR
HILLCREST
St. 42-47,5
14.995 kr.
SEM ANDA VEL OG MEÐ GÓÐUM GRIPMIKLUM SÓLA
withMemory
Foam
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
HERRA GÖNGUSKÓR
SKECHERS
Nú hafa 200 þúsund Rússar flúið
heimalandið eftir herkvaðningu Pút-
íns. Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa
lýst því yfir að málamyndakosningar á
hernumdum svæðum Úkraínu verði
ekki viðurkenndar af alþjóðasam-
félaginu. Volodímír Selenskí kallar
eftir fleiri vopnum til að berjast gegn
Rússum. Þá kalla leppstjórnir Rússa
eftir innlimun svæðanna í Rússland og
þá gæti herkvaðningin náð til Donbas.
Á sama tíma er gaslekinn í Nord
Stream-leiðslunum mál málanna og
leitað er logandi ljósi að sökudólgi.
Flestir leiðtogar Evrópuríkja hafa
lýst yfir grun um að um skemmdar-
verk sé að ræða. Selenskí segir lekann
hryðjuverk Rússa til að tryggja erf-
iðan vetur í Evrópu. Rússar hafa sagt
að ekki sé hægt að útiloka skemmd-
arverk. Þeir benda á hugsanlegan
sökudólg í vestri og minnast orða Joes
Bidens Bandaríkjaforseta þar sem
hann lýsti því yfir rétt fyrir innrás að
ef Rússar réðust á Úkraínu þá
myndu gasleiðslurnar „tilheyra lið-
inni tíð.“ Í þýska blaðinu Der Spiegel
kom fram að strax í júní hefði CIA
varað við hugsanlegum skemmdar-
verkum á gasleiðslunum.
Rannsóknir á gaslekanum eru
hafnar í Danmörku, Svíþjóð og
Þýskalandi. Tvö herskip frá Dan-
mörku hafa verið send á svæðið og í
Noregi er búið að hækka viðvörunar-
stig á olíuframleiðslusvæðum þeirra.
Í New York Times var bent á í gær
að varhugavert væri að ákveða að
Rússar stæðu á bak við skemmdar-
verkið. Pútín þyrfti að sýna að hann
stjórnaði eldsneytisstreyminu til álf-
unnar og að skemmdir á leiðslunum
gætu haft áhrif á það útspil.
„Það er stórmál að komast að gas-
leiðslunum á hafsbotni til að valda
skemmdum,“ segir Lion Hirth, pró-
fessor í orkufræðum í Berlín, og telur
ólíklegt að um hryðjuverk utanað-
komandi sé að ræða. Einn yfirmaður
franska hersins sagði við AFP-frétta-
veituna að líklegast hefði lítill kafbát-
ur verið notaður og kafarar eða drón-
ar síðan verið sendir að leiðslunum
með sprengiefni.
Bandaríkjamenn hafa lengi hvatt
Evrópubúa til að minnka þörf sína
fyrir eldsneyti frá Rússlandi. Daginn
eftir sprenginguna á Nord Stream
var ný gasleiðsla opnuð sem liggur
frá Noregi til Póllands í gegnum
Danmörku. Við það tilefni sagði
pólski forsætisráðherrann, Mateusz
Morawiecki, að „þörf Evrópu fyrir
rússneskt eldsneyti væri að hjaðna.“
Víst er að ekki eru öll kurl komin til
grafar í þessu máli.
AFP/John MacDougall
Gaslekinn Í umræðunni um gaslekann sýnist sitt hverjum, en málið þykir
þó varpa ljósi á veikleika í grundvallarstoðum eldsneytismála í Evrópu.
Ekki öll kurl komin til grafar
- 200 þúsund Rússar flúið - Selenskí kallar eftir fleiri vopnum - Grunur um skemmdarverk - Rann-
sóknir hafnar á olíulekanum - Rússar benda á Biden - Viðvörun frá CIA í júní - Ný gasleiðsla opnuð
Í gær kl. 15:05 að
staðartíma náði
fellibylurinn Ian
landi nálægt
Fort Myers á
vesturströnd
Flórída, og er
það nokkuð
sunnar en gert
hafði verið ráð
fyrir í spám.
Fellibylurinn hef-
ur náð fjórða stigs styrkleika. Ef
fram fer sem horfir má búast við
hræðilegum afleiðingum í kjölfar
stormsinsmeð úrhelli, flóðum, raf-
magnsleysi og eyðileggingu. Rík-
isstjórinn, Ron DeSantis, hefur gef-
ið út tilskipun um rýmingu tuga
svæða á strandlengjunni við
Mexíkóflóa, þar sem milljónir
manna búa. Tilkynnt hefur verið að
björgunarsveitir verði ekki sendar
á rýmingarsvæðin ef fólk fer ekki
eftir tilmælum.
FELLIBYLURINN IAN
Náði landi við Cayo
Costa í Flórída í gær
Óveður Íbúar
byrgja glugga.
Írönsk yfirvöld voru sökuð um að
myrða níu manns og slasa 32 í loft-
árásum á svæðum Kúrda í Írak í
gær. Árásirnar koma í kjölfar til-
rauna yfirvalda í Teheran til að
þagga niður mótmælaöldu í landinu
vegna dauða hinnar 22ja ára Mahsa
Amini, sem lést í vörslu siðferðislög-
reglu landsins. Andlát hennar hefur
vakið mikla reiði umheimsins. Fjöl-
skylda Amini hefur lagt fram kæru á
hendur lögreglunni og fer fram á ít-
arlega rannsókn. Stjórnvöld í Írak
hafa boðað sendiherra Írans á fund
vegna árásanna. Sendinefnd Sam-
einuðu þjóðanna í Írak hefur for-
dæmt árásirnar og krefst þess að
þeim verði hætt strax.
Á myndinni eru mótmælendur
fyrir framan skrifstofur NY Times.
Yfirvöld í Íran hóta hörðum aðgerðum gegn mótmælendum vegna andláts Mahsa Amini
Níu látnir
og 32 særðir
í loftárásum
AFP/Angela Weiss
Breska pundið hækkaði um rúmt
1,05 prósent og stóð gengið í
1,0846 gagnvart bandaríkjadollar
eftir að Englandsbanki keypti
mikið magn ríkisskuldabréfa til að
reyna að koma ró á peningamark-
aði. „Dollarinn veiktist vegna að-
gerða Englandsbanka og menn
velta nú fyrir sér hvort aðrir
seðlabankar fylgi í kjölfarið,“
sagði Fawad Razaqzada, markaðs-
fræðingur á City Index. Eftir að
Liz Truss forsætisráðherra til-
kynnti á mánudag um miklar
skattalækkanir og aðgerðarpakka
stjórnvalda féll pundið hratt og
fór lægst niður í 1,035 á móti
bandaríkjadal.
ENGLANDSBANKI KAUPIR BRESK RÍKISSKULDABRÉF
Pundið styrktist gegn bandaríkjadal í gær