Morgunblaðið - 29.09.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2022
Hafnartorg Gallery | Sími 588 0620 | casa.is
Haustfögnuður
á Hafnartorgi
Opið til kl. 20:00 í kvöld 29.09.
10-20% afsláttur af öllu í
Casa BOUTIQUE
Koma þarf böndum á verðbólgudrauginn, auka framboð á íbúðarhúsnæði, koma með raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum og breyta
áherslum í skólastarfi þannig að börnum líði sem best og skólarnir séu góður vinnustaður allra. Þetta eru í stuttu máli sagt svör fólks sem
Morgunblaðið ræddi við í vikunni og spurði hver væru brýnustu verkefni stjórnvalda á Íslandi nú á haustdögum á því herrans ári 2022.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mannlíf Kátir strákar á leiðinni á fótboltamót. Velferð barna er eitt af mikilvægustu málum
samfélagsins og að tryggja öllum tækifæri til þátttöku og geta skapað sér og sínum gott líf.
„Mikilvægt er að þau sem
völdin hafa vinni að upp-
byggingu húsnæðis með
það að leiðarljósi að ungt
fólk geti eignast þak yfir
höfuðið. Uppbygging hef-
ur verið mikil hér Ölfusi
þar sem ég bý og stefnt að
enn meiru slíku í nánustu
framtíð,“ segir Magnþóra
Kristjánsdóttir, grunnskólakennari í Þor-
lákshöfn og nýr útgefandi bæjarmiðilsins þar
í sveit, sem er hafnarfrettir.is.
„Brýnt er að huga að náttúrunni og hvern-
ig við getum breytt venjum okkar þar.
Styrkja þarf skóla og styðja við kennara og
annað starfsfólk því álagið er stundum
ómanneskjulegt. Of stórir bekkir með of fáu
starfsfólki er ekki vænleg leið til árangurs.
Þá hefur sýnt sig síðustu ár að kulnun er stórt
vandamál. Því tel ég mikilvægt að skoða vel
hvernig hægt er að styðja betur við skólana
svo nemendur fái sem mest út úr náminu, sem
og að starfsfólk njóti starfs síns til fulls.“
Styðja vel við
skólastarfið
„Byggjum fleiri íbúðir. Í
mínum huga eru þetta lyk-
ilorð og stóra verkefnið
sem stjórnmálamenn verða
að leysa,“ segir Kristján
Baldursson, löggiltur
fasteignasali hjá Trausta.
„Brjóta þarf lönd undir ný
hverfi með sterkum inn-
viðum. Í þeim orðum felst
að strax frá byrjun sé hugsað fyrir þörfum
væntanlegra íbúa með skólum, íþrótta-
aðstöðu og slíku. Séu þessir þættir í lagi má
gera ráð fyrir að gott samfélag skapist að
nokkru leyti af sjálfu sér. Öryggi í húsnæðis-
málum er eitt mikilvægasta mál hvers tíma.
Síðustu árin hefur verið hörgull á húsnæði á
höfuðborgarsvæðinu, þar sem tugir kaup-
enda hafa bitist um sömu íbúðina. Mikilvægt
er að ná verðbólgunni betur niður og lækka
vexti. Til að svo megi verða þarf rétt skilyrði
á fasteignamarkaði og stóra málið þar er eins
og ég sagði í upphafi; byggjum fleiri íbúðir.“
Byggja meira
og brjóta lönd
„Verðbólgan æðir áfram
og ég borga 100 þúsund
krónur af íbúðaláni. Upp-
hæðin hefur hækkað um
helming á fáum mán-
uðum,“ segir Eiður Smári
Björnsson sem rekur
fyrirtækið EB-flutninga.
„Vinur minn keypti íbúð á
dögunum, en ætlar að selja
aftur nú og flytja í hjólhýsi. Segir eignamynd-
un ómögulega nú. Þetta allt er slæmt.“
Velferðarkerfið er völundarhús, eins og
Eiður Smári kynnist nú. Þau Kankana
Wannakam kona hans eignuðust dóttur í síð-
asta mánuði og segir faðirinn að best hefði
komið út í sinni fjölskyldu að móðirin tæki
sem mest af fæðingarorlofi. Slíkt fáist þó
ekki. „Heilbrigðisþjónusta, skólar og fleira.
Þetta er heilmikið að læra fyrir þau sem eru
að eignast fyrsta barn. En ég kvarta ekki því í
vinnunni er nóg að gera og ég er með sjö bíla
í útgerð. Efnahagslífið er á fullum snúningi
og sérstaklega er innflutningur mikill nú.“
Verðbólga og
völundarhús
„Efnahagsmálin snerta
okkur öll og ástandið und-
anfarin misseri hefur bitið
verulega. Há verðbólga til
langs tíma er graf-
alvarleg,“ segir Unnur Val-
borg Hilmarsdóttir, sveit-
arstjóri í Húnaþingi vestra.
Átak í samgöngumálum,
svo sem í viðhaldi á mann-
virkjum, er mikilvægt, ekki síst fyrir byggðir
úti á landi, segir sveitarstjórinn. Slíkum verk-
efnum hafi ekki verið sinnt sem vera skyldi
síðustu ár. Slæmar afleiðingar þess séu nú að
koma í ljós. Skv. fyrirliggjandi samgöngu-
áætlun taki áratugi að koma málum í lag.
„Þá þarf að gefa landbúnaðarmálum gaum,
vegna þeirrar þýðingar sem greinin hefur
fyrir hinar dreifðari byggðir. Búa þarf bænd-
um mannsæmandi starfsskilyrði til að
tryggja búsetu til sveita. Halda þarf uppi eðli-
legri framleiðslugetu og þar með tryggja
fæðuöryggi.“
Landbúnaður
og fæðuöryggi
„Jöfn tækifæri til náms eru afar mikilvæg
og þau verða stjórnmálamenn að tryggja,“
segir Andrea Edda Guðlaugsdóttir, for-
maður nemendafélagsins, Inspector Scholae,
við Menntaskólann í Reykjavík.
„Námslán geta verið nauðsynleg. Hins
vegar kemur alltaf að skuldadögum og
margir vilja því ekki taka slík lán. Fara
frekar að vinna og slá frekari skólagöngu á
frest, sem er varhugavert. Mörg dæmi eru
um að þau sem hverfa frá námi snúi ekki
aftur og festist í láglaunastörfum. Slíkt er
öllum dýrt. Betra væri því að taka upp
námsstyrki.“
Umhverfismál eru ungu fólki ofarlega í
huga, segir Andrea Edda, sem kallar eftir
raunverulegum aðgerðum
í málaflokknum. „Sumar
ráðstafanir í umhverfis-
málum eru sýndar-
mennska og breyta litlu í
stóra samhenginu. Að
banna notkun plaströra á
veitingahúsum og plast-
poka í verslunum og inn-
leiða pappír þess í stað
skiptir litlu fyrir umhverfi okkar á meðan
bensínbílar aka um göturnar og mengandi
álver og verksmiðjur eru starfræktar. Slíka
starfsemi og samgöngumál almennt þarf að
endurskoða með meiri samfélagsfræðslu í
framhaldsskólunum.“
Námsstyrkir bjóðist ungu fólki
„Farsældarlögin, sem lúta að velferð
barna, unglinga og fjölskyldna, sem
sett voru fyrir nokkrum misserum,
eru kærkomin. Því miður hafa þó
nægir fjármunir ekki fylgt þeim svo
öll markmiðin náist í gegn. Þarna
hafa stjórnvöld, bæði ríki og sveit-
arfélög, því mikið verk að vinna,“
segir Björn Már Sveinbjörnsson
Brink, félagsráðgjafi í Hafnarfirði.
Hann starfrækir Vopnabúrið, þjón-
ustu við börn og ungmenni sem
glíma við fjölþættan vanda. Úrræði
þetta er aðlagað hverju barni og tek-
ur jafnt á andlegum sem líkam-
legum þáttum í lífi þeirra sem
styrkja þarf. Hreyfing, næring og
svefn eru grunnatriðin í þessu starfi.
Þjónusta Vopnabúrsins felur í sér
ráðgjafar- og stuðningsviðtöl, með-
ferðarvinnu, líkamsrækt, tóm-
stundir og félagslega virkni, tals-
mannsþjónustu og fræðslu. Þá er
unnið meðal annars út frá ýmsum
meðferðaráætlunum sem fyrir
liggja.
„Reynslan er góð og hefur sannað
gildi sitt,“ segir Björn sem byggir
vinnu sína á rannsóknum og gagn-
reyndum aðferðum í félagsráðgjöf.
„Stuðningi við ungt fólk í vanda er
annars oft sinnt af sjálfstætt starf-
andi fagfólki og frjálsum félaga-
samtökum, sem jafnvel fjármagna
starfsemi sína með því að sækja
styrki út í bæ. Slíkt gengur auðvitað
ekki upp til lengdar. Mikilvægt sam-
félagslegt starf þarf fyrirsjáanleika
og föst framlög frá hinu opinbera.
Öðruvísi er varla hægt að þróa þessa
starfsemi áfram og koma með nýj-
ungar. Sjálfur hef ég til dæmis talað
fyrir því að koma þurfi með sértækt
úrræði þar sem betur er hugað að
sjálfstrausti ungmenna og að þeim
sé veitt aðstoð við tengslamyndun og
félagslega virkni. Horfa til styrk-
leika hvers og starfa út frá því. Þátt-
taka fagfólks sem þekkir til lífs og
líðanar ungmenna er mikilvæg í
slíkri vinnu.“
Margir krakkar sem standa á
krossgötum og finna sig ekki í dag-
legu lífi hafa mikla hæfileika á
ákveðnum sviðum sem mikilvægt er
að horfa til, segir Björn. „Að gefa
þeim til dæmis tækifæri með stuðn-
ingi úti í atvinnulífinu getur verið
snjall leikur. Því miður er sá rammi
sem skólakerfið starfar eftir mjög
ferkantaður, sem hamlar því að
hægt sé að styðja þessa krakka sem
vera skyldi, sem þó skiptir svo óend-
anlega miklu máli fyrir líðan þeirra
og í raun samfélagið allt. Hver
króna úr opinberum sjóðum, sem
varið er í starf með ungu fólki, skilar
sér margfalt á seinni stigum.“
Farsældarstarfið þarf fé