Morgunblaðið - 03.11.2022, Page 26

Morgunblaðið - 03.11.2022, Page 26
Óratorinn 04.–05./11 HÖGNI x KARLSSONWILKER Stafrænt listrými í Hafnartorg Gallery verður vígt um helgina með framsækinni sýningu. Listamaðurinn Högni Egilsson og hönnuðurinn Hjalti Karlsson, frá hinu margverðlaunaða stúdíói karlssonwilker í New York, sameina hugvit sitt og krafta í margmiðlunarverkinu Óratorinn. Verkið verður sýnt næstkomandi föstudag og laugardag kl 17. Frekari upplýsingar á hafnartorggallery.is Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Birgir Þórarinsson, alþingismaður sem á sæti í utanríkismálanefnd Al- þingis, átti nýlega fund með Beth Van Schaack, sendiherra í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna. Hún stýrir deild sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðar- morð í heiminum. Sendiherrann er sérstakur ráðgjafi Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar kemur að því að beita ríki refsi- aðgerðum vegna stríðsglæpa. Með Birgi í för var Majed El Shaf- ie, stofnandi kanadísku hjálparsam- takanna One Free World Interna- tional. Erindi þeirra var að afhenda sendiherranum skýrslu um stríðs- glæpi Asera gagnvart óbreyttum borgurum í Nagorno-Karabakh. Heimsóttu átakasvæðið „Ég fór fyrir tveimur árum á átakasvæðið í Nagorno-Karabakh en þá geisaði enn eitt stríðið milli Armeníu og Aserbaídsjans. Ég fór þessa ferð ásamt ágætum vini mínum, Majed El Shafie, stofnanda kan- adísku hjálparsamtakanna One Free World International,“ segir Birgir. „Við sáum með eigin augum þá miklu eyðileggingu sem Aserar ollu í hér- aðinu og ræddum við íbúana sem sögðu okkur frá hörmungum stríðs- ins.“ Birgir segir að Aserar hafi stundað skipulagðar pyntingar og limlestingar á almennum borgurum. „Konum var skipulega nauðgað, fólk skotið á göt- um úti með drónum og lík látinna sví- virt. Þeir tóku síðan voðaverkin upp á myndband og sendu fjölskyldum þeirra sem í hlut áttu. Aserum var mikið í mun að eyðileggja sem flestar kirkjur og útmá allt sem minnti á sögu og menningu íbúa Karabakh, en Armenía er fyrsta landið í heiminum til að gera kristni að ríkistrú. Al- mennt er talið að eyðileggingin sé ein hin versta á sögulegum minjum á 21. öldinni. Þúsundir steinkrossa frá 16. öld voru til að mynda eyðilagðir.“ Skrifuðu ítarlega skýrslu Birgir og Majed El Shafie ákváðu að skrifa skýrslu, í samstarfi við stjórnvöld í Karabakh, um voðaverk Asera gagnvart óbreyttum borgurum í Karabakh. Skýrslan er um 250 blað- síður. Þeir söfnuðu margvíslegum gögnum, eins og vitnisburðum þeirra sem sættu pyntingum, ljósmyndum af voðaverkum og fleiru. Þeir fóru þess á leit við sendiherr- ann að Bandaríkin beittu stjórnmála- leiðtoga í Aserbaídsjan refsiaðgerð- um vegna málsins. „Staðan í Nagorno-Karabakh í dag er viðkvæm. Aserar bíða færis þegar athygli heimsbyggðarinnar er á stríð- inu í Úkraínu og eru að undirbúa úr- slitatilraun til að ná öllu svæðinu und- ir sig. Þeir hafa ekki farið dult með þessi áform sín,“ segir Birgir. „Rúss- ar eru með um 2.000 manna friðar- gæslulið í Karabakh, sem íbúar í Kar- abahk eru jákvæðir gagnvart, en vaxandi ónægju gætir hins vegar meðal almennings í Armeníu með við- veru þeirra, vegna stríðsins í Úkra- ínu. Það gæti því miður farið svo að annað stríð brytist út í Evrópu á næstu mánuðum með tilheyrandi hörmungum.“ Ræddi öryggismál í norðri Birgir kvaðst hafa notað tækifærið þegar hann var í Washington D.C. og átti fund í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna með Brian R. Roraff, skrif- stofustjóra öryggismála norðurslóða. „Við ræddum m.a. sérstaklega örygg- ismál sæstrengja við Ísland og áhættugreiningu í þeim efnum, ekki síst í ljósi skemmdarverkanna á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti,“ segir Birgir. Stríðsglæpir Asera í Nagorno-Karabakh - Heimsóttu átakasvæðið og skrifuðu viðamikla skýrslu Ljósmynd/BÞ Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. F.v.: Birgir Þórarinsson, Beth Van Schaack sendiherra, sem tók við skýrslunni, og Majed El Shafie. 19.996 kr. / 24.995 kr. St. 36-41 / Vnr.MAR26823 13.596 kr. / 16.995 kr. St. 36-41 / Vnr.MAR25334 *Gildir frá 3.-7. nóvember 13.596 kr. / 16.995 kr. St. 37-41 / Vnr.MAR25212 11.996 kr. / 14.995 kr. St. 36-41 / Vnr.MAR25822 SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE KAUPHLAUP Í SMÁRALIND 20% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SKÓM Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.