Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 26
Óratorinn 04.–05./11 HÖGNI x KARLSSONWILKER Stafrænt listrými í Hafnartorg Gallery verður vígt um helgina með framsækinni sýningu. Listamaðurinn Högni Egilsson og hönnuðurinn Hjalti Karlsson, frá hinu margverðlaunaða stúdíói karlssonwilker í New York, sameina hugvit sitt og krafta í margmiðlunarverkinu Óratorinn. Verkið verður sýnt næstkomandi föstudag og laugardag kl 17. Frekari upplýsingar á hafnartorggallery.is Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Birgir Þórarinsson, alþingismaður sem á sæti í utanríkismálanefnd Al- þingis, átti nýlega fund með Beth Van Schaack, sendiherra í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna. Hún stýrir deild sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðar- morð í heiminum. Sendiherrann er sérstakur ráðgjafi Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar kemur að því að beita ríki refsi- aðgerðum vegna stríðsglæpa. Með Birgi í för var Majed El Shaf- ie, stofnandi kanadísku hjálparsam- takanna One Free World Interna- tional. Erindi þeirra var að afhenda sendiherranum skýrslu um stríðs- glæpi Asera gagnvart óbreyttum borgurum í Nagorno-Karabakh. Heimsóttu átakasvæðið „Ég fór fyrir tveimur árum á átakasvæðið í Nagorno-Karabakh en þá geisaði enn eitt stríðið milli Armeníu og Aserbaídsjans. Ég fór þessa ferð ásamt ágætum vini mínum, Majed El Shafie, stofnanda kan- adísku hjálparsamtakanna One Free World International,“ segir Birgir. „Við sáum með eigin augum þá miklu eyðileggingu sem Aserar ollu í hér- aðinu og ræddum við íbúana sem sögðu okkur frá hörmungum stríðs- ins.“ Birgir segir að Aserar hafi stundað skipulagðar pyntingar og limlestingar á almennum borgurum. „Konum var skipulega nauðgað, fólk skotið á göt- um úti með drónum og lík látinna sví- virt. Þeir tóku síðan voðaverkin upp á myndband og sendu fjölskyldum þeirra sem í hlut áttu. Aserum var mikið í mun að eyðileggja sem flestar kirkjur og útmá allt sem minnti á sögu og menningu íbúa Karabakh, en Armenía er fyrsta landið í heiminum til að gera kristni að ríkistrú. Al- mennt er talið að eyðileggingin sé ein hin versta á sögulegum minjum á 21. öldinni. Þúsundir steinkrossa frá 16. öld voru til að mynda eyðilagðir.“ Skrifuðu ítarlega skýrslu Birgir og Majed El Shafie ákváðu að skrifa skýrslu, í samstarfi við stjórnvöld í Karabakh, um voðaverk Asera gagnvart óbreyttum borgurum í Karabakh. Skýrslan er um 250 blað- síður. Þeir söfnuðu margvíslegum gögnum, eins og vitnisburðum þeirra sem sættu pyntingum, ljósmyndum af voðaverkum og fleiru. Þeir fóru þess á leit við sendiherr- ann að Bandaríkin beittu stjórnmála- leiðtoga í Aserbaídsjan refsiaðgerð- um vegna málsins. „Staðan í Nagorno-Karabakh í dag er viðkvæm. Aserar bíða færis þegar athygli heimsbyggðarinnar er á stríð- inu í Úkraínu og eru að undirbúa úr- slitatilraun til að ná öllu svæðinu und- ir sig. Þeir hafa ekki farið dult með þessi áform sín,“ segir Birgir. „Rúss- ar eru með um 2.000 manna friðar- gæslulið í Karabakh, sem íbúar í Kar- abahk eru jákvæðir gagnvart, en vaxandi ónægju gætir hins vegar meðal almennings í Armeníu með við- veru þeirra, vegna stríðsins í Úkra- ínu. Það gæti því miður farið svo að annað stríð brytist út í Evrópu á næstu mánuðum með tilheyrandi hörmungum.“ Ræddi öryggismál í norðri Birgir kvaðst hafa notað tækifærið þegar hann var í Washington D.C. og átti fund í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna með Brian R. Roraff, skrif- stofustjóra öryggismála norðurslóða. „Við ræddum m.a. sérstaklega örygg- ismál sæstrengja við Ísland og áhættugreiningu í þeim efnum, ekki síst í ljósi skemmdarverkanna á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti,“ segir Birgir. Stríðsglæpir Asera í Nagorno-Karabakh - Heimsóttu átakasvæðið og skrifuðu viðamikla skýrslu Ljósmynd/BÞ Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. F.v.: Birgir Þórarinsson, Beth Van Schaack sendiherra, sem tók við skýrslunni, og Majed El Shafie. 19.996 kr. / 24.995 kr. St. 36-41 / Vnr.MAR26823 13.596 kr. / 16.995 kr. St. 36-41 / Vnr.MAR25334 *Gildir frá 3.-7. nóvember 13.596 kr. / 16.995 kr. St. 37-41 / Vnr.MAR25212 11.996 kr. / 14.995 kr. St. 36-41 / Vnr.MAR25822 SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE KAUPHLAUP Í SMÁRALIND 20% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SKÓM Vantar þig pípara? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.