Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 1

Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 1
TÁKNRÆN BYGGING JÖFNUÐ VIÐ JÖRÐU JARÐSETNING 50 HREIN BORG OG FÖGUR TORG ÞURÍÐUR PLOKKAR 12 • Stofnað 1913 • 278. tölublað • 110. árgangur • LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Vefverslun Heklu www.hekla.is Svartir dagar í vefverslun Heklu *N em a a fh le ðs lu la us nu m Siglufjarðar- vegur er í mikilli hættu lSímælingar sýna stöðugt framskrið Siglufjarðarvegur í svonefndum Al- menningum, sem eru í fjallskriðun- um vestan við kaupstaðinn og Strákagöng, hefur frá í ágúst síðastliðnum skriðið fram um alls 75 cm. Mest er hreyfingin á milli Hrauns og Almenningsnafar. „Vegstæðið er sums staðar á mikilli hreyfingu,” segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands, sem hef- ur umsjón með þessu verkefni. Óttast er að veginn á þessum slóðum geti tekið af, haldi fram sem horfir. Því er staðan vöktuð mjög nákvæmlega. Líklegt er talið að mikil úrkoma og loftslagsbreytingar eigi sinn þátt í þessari þróun. „Vegna loftslags- breytinga eru öfgar í veðurfari miklar og úrkomuþungi að aukast. Hve hratt berghlaup og skriður þarna falla fram mun því halda áfram að óbreyttu og því þarf að bregðast við,” segir Halldór. Ítarlega er fjallað ummálið í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar þar sem fram kem- ur vandamálið hafi verið til staðar í mörg ár.» 4 Norðurland Leiðin liggur til Sigló. „Forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði segir fanga oft ótrúlega hugmyndaríka þegar ná þarf sambandi við umheiminn í gegnum netið, en athygli vekur að karlmaður sem nú situr í gæsluvarðhaldi hefur verið all- virkur á samfélagsmiðlum á sama tíma. Hafa fangar verið staðnir að því að fela 4G-netbúnað inni í hinum og þessum hlutum, s.s. tölvuflökkurum, sjónvörpum og fjöltengjum. Eins hafa þeir breytt kaffivél á þann veg að í hvert skipti sem kveikt var á henni virkjaðist netbúnaður. Í raun má segja að allt sé undir í þessum efnum, fangar finni ólíkar leiðir og fangaverðir elta. Fyrir um tíu árum uppgötvaðist að búið var að breyta Litla-Hrauni í svo gott sem einn stóran heitan reit.» 4 Heitur reitur á Hrauninu Lögreglan var með stóraukið eftirlit í miðbænum í nótt. Skjáskot um yfir- vofandi hefndarárás breiddust út eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum í vikunni vegna stunguárásarinnar á Bankastræti Club á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem hópur manna réðst að þremur mönnum með egg- vopnum. Einnig má búast við mikl- um viðbúnaði í kvöld og aðfaranótt sunnudags. Mikil ólga hefur verið í undirheimun- um vegna bankastrætismálsins og var reyksprengju kastað inn á skemmti- staðinn Paloma á fimmtudag sem er talinn tengjast hefndum fyrir árásina áBankastræti. Einnig var eldsprengju, eða svokölluðum molotov-kokteil, kastað í fjölbýlishús í kjölfar stungu- árásarinnar í vikunni. Þrír hafa verið handteknir grunaðir um verknaðinn. Alls hefur tíu einstaklingumsemsættu gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina á Bankastræti Club verið sleppt. Sex sæta enn gæsluvarðhaldi vegnamáls- ins. Þetta staðfestir Margeir Sveins- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Margeir segir lögreglu ekki telja að það stefni í hefndarárásir í miðborg Reykjavíkur um helgina líkt og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Lögreglan hefur ekki hvatt fólk til þess að forðast næturlífið. „Ég ætla að vona að þessi vitleysa sé búin,“ segir Margeir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lög- reglunnar, segir í samtali viðMorgun- blaðið að ekki sé talin hætta af þeim sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi. Spurður hvort frekari upplýsingar um mögulegar hefndarárásir í miðborg Reykjavíkur hafi borist lögreglunni svarar Grímur því neitandi. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn vildi ekki gefa upp um- fang viðbúnaðar lögreglu um helgina í samtali við Morgunblaðið en segir hann nægan, að málið taki mikinn mannskap og sé í forgangi hjá lög- reglunni. Eins og hefur komið fram er rúm vika síðan stunguárásin átti sér stað og ólgan í undirheimunumhófst. Spurður hvort þreyta sé komin ímannskapinn svarar Ásgeir því neitandi. Hann segist ekki geta gefið upp hvort lögregla verðimeð vopn umhelgina en allir lögreglumenn verða í stunguvest- um eins og hefur tíðkast. Spurður hvort sérsveitin verði sýnileg um helgina segir Ásgeir hana ávallt vera til taks. „Þeirmunu hjálpa okkur ef þess gerist þörf.“ lTíu einstaklingum sleppt úr gæsluvarðhaldilLögregla á ekki von á hefndaraðgerðum Stóraukið eftirlit lögreglu í miðbænum um helgina Logi Sigurðarson logis@mbl.is Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.