Morgunblaðið - 26.11.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.11.2022, Qupperneq 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Matvælastofnun (MAST) hefur lagt stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. „Við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnarfirði í október síðastliðnum varð ljóst að fyrirtæk- ið gat ekki gert grein fyrir afdrifum 81.564 laxa hið minnsta,“ segir í frétt MAST. „Alls hafði 132.976 löxum verið komið fyrir í kvínni í október 2020 og júlí 2021. Skráð afföll voru 33.097 fiskar en í október 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reyndist fjöldinn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera að- eins 18.315 laxar.“ MAST segir að kví 11 hafi verið áður til umfjöllunar þegar Arnarlax tilkynnti í lok ágúst 2021 að gat hefði fundist á kvínni. Um leið og tölur úr slátruninni í október sl. sýndu að ekki var hægt að gera grein fyrir afdrifum rúmlega 80 þúsund laxa hóf MAST strax rannsókn. Arnarlax var m.a. krafinn um skýringar á misræmi í fóðurgjöf miðað við uppgefinn fjölda fiska í kvínni. Veruleg frávik reynd- ust hafa verið í fóðurgjöf í kví 11 frá því í júní 2021 eða tveimur mánuð- um áður en tilkynnt var um gat á kvínni í fyrrasumar. MAST segir að það hefði átt að vekja sterkar grunsemdir fyrirtækisins um að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Fram kom í tilkynningu frá Arnarlaxi í gær að fyrirtækið hygðist kæra niðurstöðuna. Þar segir einnig að í ákvörðun MAST sé sérstaklega tiltekið að Arnar- lax hafi greiðlega veitt MAST þær upplýsingar sem óskað var eftir og að fyrirtækið hafi ekki haft neinn ávinning af meintu broti. gudni@mbl.is lTilkynnti ekki umstrok á fiski Arnarlax fær 120 milljóna kr. sekt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lax Beðið pökkunar og flutnings á erlendan markað. Neteinelti er algengara meðal nemenda í 6. bekk en í 10. bekk. Alls hafa 17% nemenda í 6. bekk orðið fyrir neteinelti undanfarna tvo mánuði samanborið við rúm- lega 12% í 10. bekk. Þetta er meðal niðurstaðna í nýútkominni skýrslu Íslensku æskulýðsrannsóknarinn- ar (ÍÆ). Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum landskönnunar með- al grunnskólanema í 6., 8., og 10. bekk grunnskóla sem framkvæmd var síðasta vor. Þegar rýnt er í bakgrunn þolenda og gerenda eineltis má sjá að þá var frekar að finna meðal barna sem töldu fjárhag fjölskyldu sinnar slæman. Þetta á bæði við einelti á netinu og í raunheimum. Sá hópur var einnig líklegri til að hafa lent í slagsmálum en þau ungmenni sem töldu fjárhag fjölskyldu sinnar miðlungs eða góðan. Könnunin leiðir í ljós að það dreg- ur úr slagsmálum með hækkandi aldri en rúmlega fjórir af hverju tíu þátttakendum í 6. bekk höfðu lent í slagsmálum síðustu 12. mánuði en í 10. bekk höfðu 16% lent í slagsmál- um. Eitt af því sem nemendur voru spurðir um er stuðningur fjölskyldu. „Fjölskyldustuðningur reyndist vera mestur meðal barna í 6. bekk, 77% stráka og 76% stelpna töldust hafa mikinn stuðning fjölskyldu. Með hækkandi aldri dró úr fjölskyldu- stuðningi en í 10. bekk voru aðeins 63% stráka og 62% stelpna sem töld- ust með mikinn stuðning frá fjöl- skyldu. Í 6. og 10. bekk var munur kynjanna afar lítill en í 8. bekk voru strákar 8% fleiri en stelpur með mikinn stuðning,“ segir í skýrslunni. Líðan nemenda á þessum aldri virðist giska góð. Um átta af hverj- um tíu nemendum í 6., 8., og 10. bekk grunnskóla líkar vel eða þokkalega í skólanum sínum. Ekki virðist þó ganga nógu vel að koma sér í rúmið á kvöldin þegar komið er á gagnfræða- stigið því um helmingur nemenda í 8. og 10. bekk reyndist vera þreyttur flesta eða alla daga í skólanum. Kannað var hvernig nemendur ferðuðust til og frá skóla. Rúmlega helmingur, eða 52%, gekk til og frá skóla alla jafna. Næstalgengasti ferðamátinn var með bíl en aðeins 9% komu á hjóli í skólann. Um 80% þátttakenda hreyfa sig tvisvar eða oftar í viku þannig að þau mæðist verulega eða svitni. lEr nú algengara meðal 6. bekkinga enmeðal 10. bekkinga Neteinelti eykst meðal yngri barna Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is 8% 9% 13% 12% 15% 17% 12% 16% Neteinelti meðal grunnskólanemenda Hlutfall sem hafa upplifað einelti á netinu undanfarna tvo mánuði eftir kyni Eftir uppruna Hlutfall nemenda í 6.-.10. bekk sem hafa verið lagðir í einelti á netinu undanfarna tvo mánuði 2018 og 2022 18% 15% 12% 9% 6% 3% 0% 6. 8. 10. bekkur 2018 2022 Piltar Stúlkur Íslenskur uppruni Erlendur uppruni 13% 25% Í undirbúningi er setning heildar- laga um sanngirnisbætur til þeirra sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis hjá opinberum stofnunum eða hjá einkaaðilum sem starfað hafa á vegum opinberra aðila. Forsætisráðherra hefur birt áform um fyrirhugaða lagasetningu til kynningar og umsagnar í samráðs- gátt stjórnvalda. Fram kemur í mati á áhrifum lagasetningarinnar að gert er ráð fyrir að hámarksbætur til einstak- linga verði þrjár milljónir króna en í mörgum tilvikum verði um lægri bótafjárhæð að ræða. „Gert verður ráð fyrir að umsókn- ir séu sendar til dómsmálaráðu- neytisins sem yfirfari umsóknir m.t.t. þess hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Matsnefnd sann- girnisbóta fái síðan umsóknir til meðferðar og geri tillögur til sann- girnisbótanefndar um það hverjir eigi að fá bætur og hversu háar þær eigi að vera,“ segir í kynningu ráðuneytisins. Fram kemur í greinargerð að ýmsar leiðir við lagasetningu eða aðra útfærslu um sanngirnisbætur hafi verið skoðaðar. Ein leið feli í sér að Alþingi ákveði að koma á fót sanngirnisbótanefnd með þings- ályktun, sem hafi það verkefni að taka á móti og afgreiða beiðnir um slíkar bætur. Það mæli gegn slíkri leið að hún sé ekki föst í hendi og meiri líkur séu þá á því að pólitísk sjónarmið hverju sinni ráði ferð við útfærsluna. Að setja sérlög eins og nú stendur fyrir dyrum feli hins vegar í sér heildstæða nálgun á viðfangsefnið, þar sem mælt verði fyrir um í lögum hvernig staðið sé að greiðslu bóta, hverjir eigi rétt á þeim og vegna hvaða misgjörða og af völdum hverra. „Þrátt fyrir að einhver óvissa ríki um umfang bóta verður að telja að skýr útfærsla í lögum sé betur til þess fallin að tryggja að þeir einstaklingar sem falla hér undir fái bætur vegna þeirra misgjörða sem þeir hafa orðið fyrir af hálfu opinberra aðila,“ segir í greinargerð. Fram kemur að mannafli sinnir í dag sanngirnis- bótum í dómsmálaráðuneytinu og að skipaðir verði tíu nefndarmenn í þær tvær nefndir sem ætlað er að fjalla um umsóknir og ákveða bætur. Morgunblaðið/Ómar Breiðavík Rekja má lagasetningu um sanngirnisbætur aftur til Breiðavíkurmálsins 2007. Sanngirnisbætur geti numið allt að þremurmilljónum lÁformkynnt umað sett verði heildarlög umsanngirnisbætur Undirbúningur »Áform stjórnvalda um setn- ingu heildarlaga um sanngirn- isbætur verða til umsagnar í samráðsgátt til 1. desember. »Miðað er við að ákvarðanir sanngirnisbótanefndar um bætur verði endanlegar á stjórnsýslustigi. WWW.MINIPLAY.IS 20% afsláttur af öllum vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.