Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 8
FRÉTTIR
Innlent8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
HVÍTT SVART KRÓMGRÁTT BRASS KOPAR
LIÐ
IÐ
HEIMAVARNAR
Sundaborg 7 / Reykjavík / Sími 568 4800 / www.oger. is
Mikið úr val s lökkvi tækja fyr ir al lar
aðstæður og í mörgum li tum. Förum
var lega – og verum við öl lu búin.
SLÖKKVITÆKI FYRIR ÖLL
HEIMILI – OG FYRIRTÆKI.
Vill flytja bæjarskrifstofurnar
lNýr bæjarstjóri á Seltjarnarnesi
viðrar hugmynd til að styrkjaEiðistorg
„Það hefur lengi verið stefna og vilji
flestra ef ekki allra hér á Nesinu
að auka veg og vanda Eiðistorgs,“
segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi, sem viðraði þá
hugmynd nýverið að flytja skrif-
stofur bæjarins af Austurströnd á
Eiðistorg.
Í grein í bæjarblaðinu Nesfréttum
rekur Þór að bæjarskrifstofurnar
hafi verið á Austurströnd 2 frá
árinu 1989. Hann segir að þar sé
flestallt upprunalegt og henti að
mörgu leyti illa undir starfsemi
bæjarins í dag. Hugmynd Þórs
gengur út á að selja hluta húsnæð-
isins á Austurströnd en nýta áfram
hluta þess fyrir ýmsa þjónustu. Á
Eiðistorgi myndi bæjarfélagið leigja
húsnæði. „Það rými getur staðið
bænum til boða með hagfelldum
leigusamningi til áratuga ef vilji er
fyrir hendi,“ segir bæjarstjórinn en
eigandi húsnæðisins er frumkvöð-
ullinn Jón von Tetzchner.
Þór segir að enn sem komið er sé
aðeins um vangaveltur af hans hálfu
að ræða en greinilegt er að honum
er full alvara með þeim. Kveðst
Þór telja að þessar breytingar færi
bæjarskrifstofuna nær bæjarbúum
og auki sýnileika stjórnsýslunnar.
Aðgengi og aðstaða verði betri
auk þess sem aukið líf færist í
Eiðistorg og búi til meiri tengingu
við bókasafn og menningarmiðstöð
bæjarins. hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Eiðistorg Bæjarstjórinn vill færa
aukið líf í starfsemi á torginu.
Öndunarfæra-
sýkingarherja á
lRSV-kvefveiran er fyrr á ferðinni
Mikið er um öndunarfærasýkingar
af völdum mismunandi veira um
þessar mundir og inflúensan og
RSV-kvefveiran eru fyrr á ferðinni
en venjulega, að því er segir í nýju
yfirliti landlæknisembættisins yfir
öndunarfærasýkingar og innlagnir
á sjúkrahús vegna þeirra á haust-
mánuðum. „Eins og spáð hefur verið
stefnir í að þennan fyrsta vetur án
sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19
leggist árstíðabundnar öndunar-
færasýkingar af fullum þunga á lands-
menn. Átta manns eru nú inniliggj-
andi með inflúensu á Landspítala,“
segir í greinargerðinni.
Bent er á að töluvert sé enn um
veikindi vegna Covid-19 og að aukning
virðist vera þar á ef litið er til fjölda
innlagna á Landspítala. Um þessar
mundir liggja inni 30 sjúklingar vegna
Covid-19 eða með veiruna og þar af
er einn einstaklingur á gjörgæslu í
öndunarvél. Þá er einn sjúklingur
inniliggjandi á Sjúkrahúsinu Akur-
eyri með Covid-19.
„Árleg inflúensa gengur venjulega
yfir á veturna, yfirleitt frá október eða
nóvember fram í mars eða apríl. Á
síðastliðnum vikum hafa 112 einstak-
lingar greinst með staðfesta inflúensu
hér á landi, sem eru töluvert fleiri
samanborið við sama tíma undanfarin
ár [...],“ segir þar ennfremur.
Er inflúensan algengust í aldurs-
hópnum 0-4 ára og hjá 65 ára og
eldri. Fram kemur að fjöldi þeirra
sem leituðu til læknis með einkenni
inflúensu hefur aukist jafnt og þétt á
undanförnum vikum.
Alls hafa 104 einstaklingar lagst inn
á Landspítalann vegna staðfestrar
inflúensu (15 manns), Covid-19 (58
manns) eða af völdumRSV-veirusýk-
ingar (31). Eru innlagnir vegna RSV
flestar í yngstu aldurshópunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flensusprauta Inflúensan hefur
verið staðfest í öllum landshlutum.
STAKSTEINAR
Innantóm orð,
enn og aftur
Jón Magnússon, fv. alþingis-
maður, skrifar um loftslags-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
í Sharm el-Sheik í Egyptalandi.
Þangað flugu 44 fulltrúar
Íslands í þágu
loftslagsins
og eins og Jón
bendir á datt SÞ
ekki í hug að nýta
tölvutæknina og
spara ferðalögin.
Jón rifjar upp að
fyrsta loftslags-
ráðstefnan „um
hnattræna hlýnun var haldin
árið 1992 í Rio de Janeiro. Í
Ríó ákváðu leiðtogarnir að
stofna sjóð þar sem lönd sem
yrðu verst úti mundu fá bætur.
Enginn hefur greitt í þann sjóð.
Í Ríó árið 1992 var haldið fram
að allt væri að fara til and-
skotans og fólk mundi stikna í
vítislogum innan áratugar.
Nú þrjátíu árum síðar er
gert samkomulag í Sharm
el-Sheik um sérstakan bóta-
sjóð, sbr. samkomulagið í Ríó
1992. En hvar eru vítislogarnir
og hvað hefur breyst á þessum
þrjátíu árum?“
Jón bendir líka á að Indland
og Kína, sem mengi mikið og
gefi frá sér mikinn koltvísýr-
ing, láti „sér ekki detta í hug
að taka þátt í þessu enda var
þetta alltaf hugsað til að færa
peninga frá Evrópu til Asíu og
Afríku. Indland og Kína hafa
ekki samþykkt að taka þátt í
einu eða neinu hvort heldur að
greiða í bótasjóð eða draga úr
útblæstri koltvísýrings í sam-
ræmi við samþykktir Parísar-
samkomulagsins.“
En Ísland, sem nýtir aðallega
vatnsafl og jarðhita, ætlar
að taka þátt.
Jón Magnússon
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
www.mbl.is/mogginn/leidarar