Morgunblaðið - 26.11.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 26.11.2022, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 24 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Var1,5°Cmarkmiðinu fórnaðviðRauðahafið? H raður og öruggur samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að hætta notkun jarðefnaeldsneytis er mikilvægasta verkefni 21. aldar- innar. Allt annað bliknar í samanburði. Fyrir liggur að án tafarlausra aðgerða er útilokað að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C ef miðað er við fyrstu iðnbyltinguna. Í ljósi þessara staðreynda var Antonio Guterres, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ómyrkur í máli við upphaf COP27 í Egyptalandi. En niðurstaða 27. fundar aðildarríkja lofts- lagssamningsins í Sharm El Sheikh í Egypta- landi gefur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni um að markmiðið um 1,5°C náist. Með jákvæð- um huga má segja að náðst hafi „varnarsig- ur“ sem felst í því að ekki tókst að útvatna árangurinn sem náðist á COP26 í Glasgow í fyrra. Hamfarahlýnun er „stærsta vandamálið sem stigmagn- ar öll önnur vandamál,“ var haft eftir Tinnu Hallgríms- dóttur sem fór fyrir öflugri sendinefnd Ungra umhverfis- sinna í Sharm el Sheikh. Það er kjarni málsins. Ef ríki heims ná ekki tökum á hlýnuninni í síðasta lagi árið 2030 er voðinn vís og önnur úrlausnarefni, svo sem afnám fátæktar og jafnrétti kynjanna, munu verða mun erfiðari viðfangs. Hætt er við að þeir fólksflutningar sem eiga sér stað í heiminum í dag verði aðeins upptaktur að langvar- andi og vaxandi fólksstraumi frá suðri til norðurs. Hænufet var stigið fram á við með samkomulagi um loftslagsbótasjóð sem kenndur er við tap og tjón. Sjóðnum er ætlað að bæta löndum tjón sem verður vegna afleiðinga hamfarahlýnunar sem nú þegar eiga sér stað. Höfum samt í huga að sjóðurinn er enn aðeins texti á blaði og samn- ingar um útfærslu hans, upphæðir og hverjir eigi að greiða til hans eru eftir. Pakistan var í forystu G77-hópsins á ráðstefnunni í Egyptalandi en það er sam- starfshópur fátækra ríkja. Eins og flestir muna lá þriðjungur Pakistans undir vatni í sumar í kjölfar hamfaraflóða sem rekja má til loftslagsbreytinga. Það hafði merkjanleg áhrif á umræðuna og samkomulagið um loftslags- bótasjóðinn. Evrópuríkin horfast einnig í augu við að 20 þúsund manns létust í hitabylgjum sumarsins. Alls staðar má sjá merki hlýnunar- innar í náttúrunni. Aurskriðurnar á Seyðis- firði eru nærtækt íslenskt dæmi. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Land- verndar, benti á í viðtali við Morgunblaðið að fyrir utan þá augljósu staðreynd að hætta þurfi bruna jarðefna- eldsneytis þá þurfi líka að stemma stigu við óhóflegri neyslu og framleiðslu og ósjálfbærri landnotkun. Það á ekki síður við hér á landi en annars staðar. Ísland hefur alla burði til að vera forysturíki í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Við höfum það sem til þarf og erum í öfundsverðri stöðu meðal þjóða en við verðum að axla ábyrgð á 1,5°C í samræmi við það. Þórunn Svein- bjarnardóttir Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. thorunn.sveinbjarnardottir@althingi.is Grútur á götum Götuhreinsun er ekki í háum metum hjá borgaryfirvöldum. Stefnan virðist vera sú að hreinsa götur einu sinni á ári, vorhreingerning að nafninu til, en getur þó dregist langt fram á sumar. Þessi tímasetning er ágæt því á vorin eru göturnar að koma undan snjó og klaka og nauðsynlegt að þrífa sand og möl, sem borin hefur verið á götur yfir vetrarmánuðina. En einu sinni á ári er alls ekki nóg. Nú er veturinn hafinn og göturnar bera þess merki að langt er frá síðustu hreinsun. Þegar þurrt er í veðri er ryk- ský yfir helstu umferðargötum og í rigningu ausa ökumenn yfir næstu bíla. Utan á bílum er þykkt lag af drullu og nýþvegnir bílar eru ekki hrein- ir lengi. Ekki boðar gott að ástandið sé þegar orðið svona í lok nóvember og hálft ár eða meira í að næst verði skolað af götunum. Vissulega er borgin á barmi gjaldþrots, en þessi óþrifnaður hefur verið viðvar- andi árum saman. Meirihlutinn í borginni virðist hafa gert orðtækið á misjöfnu þrífast börnin best að sínu með örlitlu tilbrigði: Á misjöfnu þrífast borgarbúar best. Ámisjöfnu þrífast borgarbúar best} Óánægja brýst út K ínversk stjórnvöld hafa málað sig rækilega út í horn í baráttu sinni gegn kórónu- veirunni. Nú síðast var ákveðið að loka borginni Zhenzhou vegna nokkurra smita. Í borginni búa sex millj- ónir manna og þar virðist nú vera mikil ólga út af ástandinu. Komið hefur til uppþota í verk- smiðjunni Foxconn í borginni þar sem framleiddir eru snjall- símar fyrir Apple. Óánægja starfsmanna í verksmiðjunni er vegna þess að ekki hafa verið greiddir bónusar auk mistaka við að einangra smitaða starfs- menn frá starfsfélögum sínum. Mikill fjöldi starfsmanna flúði verksmiðjuna í liðnum mánuði vegna smita og átti að ráða nýja í staðinn. Mikill fjöldi fólks mun hafa streymt til borgarinnar í atvinnuleit, en vegna veirusmita hefur því verið neitað um vinnu, eða ekki getað hafið störf. Fólkið hefur verið sett í einangrun og getur hvorki unnið né farið. Því hafði verið lofað greiðslum, en ekki verið staðið við þau loforð. Hermt var að mörg hund- ruð verkamenn hefðu boðið óeirðalögreglu og heilbrigðis- starfsmönnum byrginn á þriðju- dagskvöld og hefðu átök staðið fram á aðfaranótt miðvikudags. Vitni sögðust hafa séð hvernig gengið var í skrokk á verka- mönnum og þeir hefðu legið sárir eftir. Í gær bárust myndir af mót- mælum sem fram fóru í gær- morgun í Zhenzhou. Sást nokk- ur mannfjöldi ganga eftir götu í borginni með kröfuspjöld á lofti. Fréttaveitan AFP staðfesti að myndefnið væri frá borginni, en gat ekki slegið tímasetningunni fastri. Fyrir viku mátti sjá myndir frá borginni Guangzhou þar sem farandverkamenn í fatafram- leiðslu mótmæltu matarskorti eftir að hafa verið í ein- angrun á heimilum sínum í þrjár vikur. Þar fór allt í háaloft og voru rifnar nið- ur girðingar og götuvígi. Apple hefur sagt fyrirtækið muni ekki geta annað eftirspurn eftir snjallsímum af gerðinni iPhone út af uppnáminu á kín- verskum vinnumarkaði vegna aðgerða út af kórónuveirunni. Ýmis fyrirtæki, sem gert hafa viðskipti í Kína, eru orðin ugg- andi vegna ástandsins í landinu. Xi Jinping hefur nýhafið sitt þriðja tímabil við völd í kín- verska kommúnistaflokknum og Kína. Í valdatíð hans hefur margt breyst. Landið lokast æ meir. Xi vill ekki gefa viðskipta- lífinu frelsi og völd. Allt þarf að vera undir járnhæl flokks- ins. Gallar þessa viðhorfs hafa komið berlega í ljós í kórónu- veirufaraldrinum. Í þrjú ár hafa Kínverjar mátt búa við að í hvert skipti sem veiran skýtur upp kollinum er sett á útgöngu- bann í milljónaborgum og öllu skellt í lás. Fólk hefur verið læst inni, jafnvel með hengilásum, matar- og allslaust til að stoppa pestina. Bólusetningar hafa verið í skötulíki og sennilega er aðeins um fimmtungur þjóðar- innar bólusettur. Kínverjar hafa greinilega fengið nóg af þessum aðförum, en stjórnvöld reyna að fela öll merki um óánægjuna með því að nefna hana ekki í fjölmiðlum og kæfa hana á félagsmiðlum. Ekki er hægt að verjast þeim grun að stjórnvöld bregðist enn við smitum með sama offorsinu og í upphafi vegna þess að þau óttist að það sé viðurkenning á að þau séu ekki óskeikul. Xi kann að hafa styrkt sig í sessi þannig að hann hafi öll völd í hendi sér, en óá- nægjan magnast heima fyrir og hann grefur undan stöðu Kína. Kínverjar hafa greinilega fengið nóg af hörkunni í smitvörnum} tímagistimöguleikum eins og Airbnb og við vorum að sjá það núna í sumar að yfir háannatímann þá var nýtingin mjög há bæði hér á höfuðborgarsvæð- inu og út um allt land. Ég held að það sé alveg klárt að markaðurinn ber alveg þessa aukningu á gistirýmum hótela til lengri tíma.“ Jóhannes segir að það sé í raun þörf á auknu gistirými víða á landinu. „Ekki síst á svæðum sem eru fjarri höfuðborgarsvæðinu eins og Austur- land, og þá sérstaklega á Héraði, Ak- ureyri og þar í kring nálægt þessum tveimur millilandaflugvöllum okkar. Svo vil ég líka nefna að það er mikil þörf á auknu gistirými á Vestfjörðum þótt það svæði sé að því leyti ólíkt að þar er ekki millilandaflugvöllur.“ Jóhannes bendir á að það þurfi að skoða bæði háönnina yfir sumarið þegar nýting hótelrýma er í hámarki, en ekki síður vetrartímann. „Áskorun- in sem við stöndum frammi fyrir er að minnka árstíðasveifluna enn meira en okkur hefur tekist hingað til til að nýta þá innviði betur sem eru til staðar,“ segir hann og bætir við að spurningin sé ekki síður hvernig Íslendingar ætli að stýra ferðaþjónustu til framtíðar svo hægt sé að nýta þá innviði betur sem til eru og mögulega verði fjárfest í á komandi árum. Mikil sóknarfæri framundan Jóhannes segir mikilvægt að stíla betur inn á vetrarmarkaðinn en þar búi mikil sóknarfæri. „En það tekur tíma að þróa vöruna og koma henni í markaðssetningu og sölu. Við höfum í raun náð mjög góðum árangri hér á landi í því að dreifa álaginu yfir árið þegar við lítum á landið í heild sinni, og ýmsir aðilar einbeita sér að vetrar- ferðum í dag.“ Jóhannes segir að sér lítist bara mjög vel á erlenda fjárfestingu í ferða- þjónustu á Íslandi. „Það þarf að vera metnaður og ásýnd áfangastaðarins, sérkenni hans og gildi verða að halda sér vel. Það er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir, hvort sem fjár- festar eru innlendir eða erlendir. Ég get ekki betur séð en að þeir erlendu fjárfestar sem hafa komið hingað séu vel meðvitaðir um þetta svo ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að við eigum að fagna því að erlendir fjárfestar vilji koma inn í íslenska ferðaþjónustu að einhverju leyti.“ G istináttum hefur fjölgað talsvert á síðustu mánuðum miðað við stöðuna 2019 fyrir heimsfaraldurinn. Við sjáum engin merki um neitt annað en að sú þróun haldi áfram, þótt vissulega sé erfitt að spá í framtíðina með fullri vissu,“ segir Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri í Reykjavík en á fimmtudaginn var kynnt í borgarráði fyrirhuguð þróun í hótelbyggingum og fjölda gistinátta næstu ár. „Núna er búið að ljúka við fjögur stór hótel og sex önnur eru í pípunum, þau töfðust vegna Covid-19-faraldursins en eru nú aftur komin af stað.“ Mikið gistirými hefur þegar bæst við með komu Granda hótels, Reykja- vík Edition, Icelandair Parliament og Hótel Reykjavík Saga eða tæplega 800 herbergi og Dagur segir svipaðan fjölda bætast við í þeim hótelverkefn- um sem eru í þróun. Tengja Ísland við öryggi Ferðaþjónustan hefur heldur betur tekið við sér á árinu og eins og greint var frá gær hafa gistinætur í septem- ber aldrei verið fleiri. Árið byrjaði þó ekki jafn vel, en strax í apríl fór mark- aðurinn að taka við sér og eru júlí og ágúst líklega stærstu mánuðir í sögu Reykjavíkur hvað varðar fjölda næt- urgesta. „Umheimurinn virðist tengja ferðalög til Íslands við öryggi. Það hefur verið styrkur okkar og ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram,“ segir Dagur og segir fullt tilefni til að leyfa áfram hótelbyggingar í Reykja- vík og þá fjárfestingu sem þeim fylgja til þess að draga úr þrýstingnum á húsnæðismarkaðnum sem annars yrði í gegnum Airbnb. Markaðurinn ber aukningu „Þegar verið er að horfa á svona fjárfestingar er alltaf verið að horfa til langs tíma. Fjárfesting í gistirými þarf alltaf að taka mið af því hvernig þróunin er líkleg til að verða kannski næstu fimm til tíu árin,“ segir Jóhann- es Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ef við berum saman framboð á gistirými núna og fyrir faraldur þá erum við búin að tapa miklu af þessum skamm- Áskorunin að draga úr árstíðasveiflunni Hótel í byggingu eða þróun í Reykjavík Heimild: Reykjavíkur- borg Radisson Red Miðborg, 191 herbergi Hyatt Reykjavík Laugavegi, 160 herbergi Grand Hotel Laugardal,150 herbergi* Fosshotel Baron Hverfisgötu, 100 herbergi* Skálafell, 250 herbergi, þróunarverkefni Kjalarnes, 100 herbergi, þróunarverkefni *Stækkun *Stækkun SVIÐSLJÓS Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.