Morgunblaðið - 26.11.2022, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
UMRÆÐAN 27
Þór
Hauksson
Vígsluafmæli
Árbæjarkirkju
Hvers þarfnast kirkju-
söfnuður helst? Því er
fljótsvarað: Öflugra
leikmanna, kvenna og
karla. Löngum hafa
öflugar konur haldið
uppi starfi Árbæjar-
kirkju eða allt frá því
að kvenfélag og líknar-
sjóður kvenfélags
Árbæjarkirkju voru
stofnuð á aðalfundi
félagsins 1973, ekki
löngu eftir að Árbæjarsöfnuður
varð til.
Framan af veitti kvenfélagið ár-
lega styrki í sjóðinn, en aðalfjáröfl-
un fór fram með merkjasölu í mörg
ár. Síðan voru það sælgætispokar
sem gáfu vel af sér og upp úr 1985
var ákveðið að leita til fyrirtækja í
hverfinu eftir áheitum og gafst það
vel. Auk þess voru einstaklingar
duglegir að styrkja sjóðinn. Mörg
fyrirtæki gáfu í sælgætispokana,
plastpokana, merkimiðana og nam-
mið og/eða afslátt af því sem keypt
var. Í pokana voru settir miðar með
upplýsingum um markmið sjóðsins
og tilgang. Síðan voru seldir pokar
með kertum og seinna varð tertu-
salan geysivinsæl.
Sóknarprestur og prestur hvers
tíma hafa haft veg og vanda af því
að taka við fyrirspurnum fólks eftir
styrkjum úr sjóðnum og séð auk
þess um að úthluta þeim.
Fyrstu áratugina fór úthlutun úr
sjóðnum fram í peningum að öllu
leyti. Síðan upp úr 2003 var farið
að hafa þetta að mestum hluta
í formi gjafabréfa í
stórverslanir eins og
Europrice, Bónus,
Krónuna og Kringluna.
Stærri gjafir eru þó
oftast í formi peninga
og metið á hverjum
tíma í hverju tilfelli
upphæð og aðstæður
viðkomandi.
Árið 1991 var í
fyrsta sinn haldið
skyndihappdrætti á
kirkjudegi og tókst
það vel. Happdrætti
líknarsjóðsins er í dag langstærsti
vettvangur fjáröflunar sjóðsins og
hefur það gengið nokkuð vel. Kaffi-
sala hófst síðan á árunum þar á eft-
ir og fór hægt af stað en gaf af sér.
Seinna tók kvenfélagið að sér kaffi-
söluna. Dagurinn hefst með sunnu-
dagaskólanum kl. 11.00 þar sem
flutt verður leikritið „Langleggur
og Skjóða“. Hátíðarguðsþjónusta
er kl. 14.00, biskup Íslands, frú
Agnes Sigurðardóttir, prédikar. Í
upphafi guðsþjónustunnar mun
kvenfélag Árbæjarsóknar afhenda
söfnuðinum nýja hökla að gjöf. Há-
tíðarkaffi og líknarsjóðshappdrætti
kvenfélagsins.
Sr. Þór Hauksson
Höfundur er sóknarprestur
Árbæjarsafnaðar.
Sunnudaginn 27.
nóvember, fyrsta
sunnudag í aðventu,
fagnar söfnuðurinn 35
ára vígsluafmæli.
G
uðmundur Kjartansson
og Vignir Vatnar Stefáns-
son urðu jafnir og efstir á
Skákþingi Kópavogs sem
lauk um síðustu helgi. Þeir hlutu
báðir 5½ vinning af 7 möguleg-
um en Guðmundur var hærri á
mótsstigum og telst því sigurvegari
mótsins. Vignir Vatnar hafði þó
þann ás upp í erminni að eiga
lögheimili í Kópavogi og hreppti því
sæmdarheitið Skákmeistari Kópa-
vogs 2022. Dagur Ragnarsson átti
einnig möguleika á sigri; hann var
jafn Vigni fyrir lokaumferðina en
tapaði fyrir Halldóri Grétari Einars-
syni og varð þriðji á stigum en var
jafn Halldóri og Ingvari Wu Skarp-
héðinssyni að vinningum. Vignir
Vatnar gerði á sama tíma jafntefli
við Benedikt en Guðmundur vann
þá Gunnar Erik Guðmundsson og
náði þar með Vigni að vinningum.
Mótið, sem haldið var í samkomu-
sal Blika í Fífunni, fór fram með því
fyrirkomulagi að fyrst voru tefldar
þrjár atskákir og síðan fjórar
kappskákir. Það dró til sín marga af
bestu ungu skákmönnum okkar en
keppendur voru 29 talsins.
Þá lauk U-2000-móti Taflfélags
Reykjavíkur sl. miðvikudag. Það var
einnig vel skipað ungum skák-
mönnum. Efstir urðu Sigurjón Jón
Friðþjófsson og Davíð Kjartansson
sem hlutu báðir 6 vinninga af 7
mögulegum.
Jón Kristinsson hlaut borða-
verðlaun á EM öldungasveita
Íslendingar hafa alltaf annað
veifið verið með á alþjóðlegum
öldungamótum í seinni tíð þá helst í
sveitakeppnum, t.d. heimsmeistara-
eða Evrópumótum öldungasveita,
nú síðast í Dresden þar sem við
stilltum upp liði á flokki keppenda
65 ára og eldri. Sveitin endaði í 20.
sæti. Jón Kristinsson hlaut silfur-
verðlaun fyrir frammistöðu sína
sem 1. varamaður.
Á heimsmeistaramóti öldunga,
þ.e. einstaklingakeppni, teflir
Henrik Danielsen, nú búsettur í
Danmörku, undir fána Íslands í
flokki keppenda 50 ára og eldri. Í
flokki 65 ára og eldri áttu flestir
von á auðveldum sigri John Nunn
og hann var á góðri leið eftir sjö
umferðir efstur með 6½ vinning. En
þá mætti hann góðkunningja okkar
frá Danmörku, Jens Kristiansen:
HM-öldunga 2022; 8.umferð:
Jens Kristiansen – John Nunn
Kóngsindversk-vörn
1. Rf3 Rf6 2. d4 g6 3. Bg5
Sniðgengur alfaraleiðir. Skynsam-
legt, því að Nunn þekkir teóríur
Kóngsindverjans út og inn og hefur
ritað mikið um efnið.
3. ... Bg7 4. Rbd2 d5 5. e3 O-O 6.
Bd3 c5 7. c3 Db6 8. Db3 De6
Dálítið skrýtinn leikur en ekki
slæmur. Aðrir möguleikar voru 8. ...
c4 eða 8. ... Rc6.
9. c4 cxd4 10. Rxd4 Dg4 11.
Bxf6!?
Jens lék þessu glaður. Nú gat
svartur svarað með 11. ... Bxf6 og
hefur þá heldur betra tafl að mati
„vélanna“sem voru fyrst í stað á
þeirri „skoðun“ að 11. ... Dxg2 væri
einnig ágætis leikur. John Nunn,
sem 15 ára gamall, fékk inngöngu í
stærðfræðideild Oxford-háskóla, sá
yngsti frá lokum miðalda, lagði nú
höfuðið í bleyti og lék ...
11. ... Dxg2?! 12. Bxg7 Dxh1+ 13.
Ke2 Dxa1 14. Bxf8 Kxf8?
Hann gat haldið jafnvægi með 14.
... e5 sem leiðir til afar flókinnar
stöðu eftir 15. Rf5!?
15. Bb1!
Skyndilega er drottningin lokuð
af. Hvítur hótar 16. Rc2.
15. ... Bg4+ 16. f3 Bf5 17. Rxf5
Einfaldast. Gott var einnig 17.
Dc3!? Eða 17. Bxf5.
17. ... gxf5 18. Dxb7 dxc4 19.Bxf5
Kg7 20. Rxc4 Dg1 21. Dxa8 Dxh2+
22. Kd3 Ra6 23. Dxa7 Rb4+ 24.
Kc3
– og svartur gafst upp.
Guðmundur og
Vignir Vatnar efstir á
Skákþingi Kópavogs
Ljósmynd/Ingibjörg Edda Birgisdóttir
Skákmeistari Kópavogs Vignir Vatnar Stefánsson með bikarinn.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Merkir Íslendingar
Jónas Pálsson
Jónas Pálsson fæddist 26.
nóvember 1922 í Beingarði
í Hegranesi, Skag. Foreldr-
ar Jónasar voru hjónin
Páll Björnsson, f. 1881, d.
1965, bóndi þar, og Guðný
Jónasdóttir, f. 1897, d. 1997,
húsfreyja.
Jónas varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri,
lauk MA-námi við Edin-
borgarháskóla í sálarfræði og
mannkynssögu og MA-námi í
uppeldissálfræði við Colu-
mbia-háskólann í New York.
Eftir ýmis störf, m.a. sem
blaðamaður og skólaráðgjafi,
var Jónas forstöðumaður Sál-
fræðideildar skóla í Reykjavík
1960-71 og hafði þá yfirumsjón
með sálfræðiþjónustu grunn-
skólanna í Reykjavík. Hann
var skólastjóri Æfinga- og
tilraunaskóla Kennaraháskóla
Íslands 1971-82, lektor við KHÍ
1982-83 og rektor KHÍ 1983-91.
Jónas sat í fjölda nefnda og
ráða, einkum um uppeldis-
fræði og kennslumál sem og
um önnur málefni er tengdust
hans embættisstörfum. Eftir
hann liggur fjöldi greina um
skóla og uppeldismál.
Hann hlaut fálkaorðuna og
heiðursdoktorsnafnbót við
KHÍ.
Jónas eignaðist fimm börn
með konu sinni, Ingunni Önnu
Hermannsdóttur, en þau slitu
samvistum.
Jónas lést 23. ágúst 2014.
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is
Nýjar og
Spennandi
lausnir í
umbúðum
Sími 540 1800 | litlaprent@litlaprent.is | www.litlaprent.is
Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi
Sími 540 1818 | midaprent@midaprent.is | www.midaprent.is
Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi