Morgunblaðið - 26.11.2022, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Jóladagatölin eru komin!
VIÐ erumRÆKTENDUR BREYTINGA
Mig langar til að
deila með ykkur bíltúr
á Suðurlandi, á virkum
degi, í rigningarhragl-
anda. Fyrst nöldur, svo
hrós og góðar ábend-
ingar. Þá styttir upp og
fer að sjá til sólar.
Ekið er rakleiðis
austur að Þjórsá,
reyndar með töfum við
Ölfusárbrú og umferð-
arteppu á Selfossi. Við
erum komin í Rangárþing, þar bíða
okkar hraðamælingar á Mark-
arfljótsaurum og rukkun á bíla-
stæðagjaldi við Seljalandsfoss. Þá er
haldið austur undir Eyjafjöll og allt
austur í Mýrdal. Þar er hægt að
komast á salerni við Reynisfjöru,
gegn vægu gjaldi sem afgreitt er
með kreditkorti, eins gott að muna
pin-númerið þar á sprengnum. Um-
ferðaröngþveiti einkennir staðinn og
lítill friður á salerninu vegna fjölda
þeirra sem þangað vilja komast.
Nú er snúið við og ekið upp í
Fljótshlíð, þaðan aftur niður á hring-
veginn og upp í Hreppa. Við Gullfoss
og Geysi er örtröð. Þá er bara að
skella sér niður Grímsnes og við
Kerið tekur stór rúta fram úr langri
bílaröð og skapar lífshættu. Við Ker-
ið bíður ný rukkun. Þá liggur leið á
Þingvöll. Ný rukkun þar, vei þeim
sem ekki borga, örygg-
ismyndavélar út um
allt. Erlendir ferða-
menn spyrjast fyrir um
hvar megi kafa. Rign-
ingin ágerist og Öxará
er í vexti. Þar var kon-
um drekkt til forna, en
sauðaþjófar dæmdir til
gálgans. Best að hypja
sig yfir Mosfellsheiðina
og láta þetta duga.
Nánast hvergi hitti
maður fyrir íslensku-
mælandi fólk, enda
ekki við því að búast að Íslendingar
leggi á sig svona lagað hringsól, hvað
þá að landinn vinni í bransanum.
Skálholti er hlíft við heimsókn, enda
lítið að sjá þar nú orðið nema Dus-
tera. Þar er víst rukkað líka og meira
að segja biskupsfrú rukkuð þar fyrir
örfáum árum, er hún vildi vitja leiðis
í kirkjugarði staðarins.
Heimkominn í bæinn hugsar mað-
ur sitt, – en til að bæta úr skák vil ég
deila með ykkur örlitum molum af
jákvæðni.
Guðni Ágústsson og Bjarni Harð-
arson hafa haldið orðspori Suður-
lands á loft um langa hríð, enda báðir
sprottnir úr framsæknum jarðvegi
landshlutans. Þá má og nefna Þórð
heitinn Tómasson, Ragnar Böðv-
arsson, Guðmund Daníelsson og
fleiri góða penna.
Þeir hafa í bókum sínum bent á
marga áhugaverða staði, sem ekki
beinlínis eru á gullna hringnum (les:
alfaraleið.). Hafandi þjónað Sunn-
lendingum um árabil sem héraðs- og
afleysingaprestur vil ég nefna
nokkra staði líka, og leggja þar með í
púkkið.
Þykkvibær er gersemi. Hábæj-
arkirkja er yndisleg, – og umhverfið
allt úti í Háfshverfi heimsóknar
virði. Árbæjarhellisafleggjarinn
vestan Hellu er ægifagur, að maður
minnist ekki á vegarslóðann yfir hjá
Steinkrossi og að Selsundi.
Hagahringurinn svokallaði er líka
vel falin gersemi, Holtin leyna á sér
og hvergi betra að sötra nestiskaffi
en þar. Vegurinn að Gamla Akbraut-
arholti illfær, en þar á holtinu er ein
fegursta útsýn sunnanlands.
Árnessýslumegin er náttúrlega
Hrunakrókurinn gamli alger útivist-
arparadís, beygt til hægri við prests-
setrið og ekið inn milli ásanna. Einn-
ig er Laugakrókurinn fallegur, svo
ekki sé minnst á eyðibýlið Jötu, en
þangað er vandratað nú vegna þess
að sú jörð er í eyði. Jata var talið fal-
legasta bæjarstæði sunnanlands.
Bæirnir á láglendi Guðna í Flóan-
um, til dæmis Oddgeirshólar og
Birnustaðir á Skeiðum, eru þó vel
samkeppnishæfir, einnig bæirnir
Fjall og Skollagróf í Hreppum, ægi-
fögur bæjarstæði.
Gaman er að skoða þetta allt sam-
an, sums staðar er ljóst að landslagið
hefur valið landnámsfólkið, en ekki
fólkið staðina, svo öflug eru bæj-
arstæðin.
Bíltúr um Suðurland er gefandi,
en varið ykkur í umferðinni.
Séra Þórður gamli í Reykjadal var
meðvitaður um hættur sem að veg-
farendum kunna að steðja. Sagt er
að hann hafi beðið Guð almáttugan
að fara fyrir sig í afleysingu að hús-
vitja sveitabæ einn á Suðurlandi, en
sjálfur komst hann ekki vegna las-
leika. Lagði klerkur hart að himna-
föðurnum „að vara sig á henni Kot-
laugakeldu“, en hún var farartálmi í
vorleysingum í Hreppunum.
Slysalaus umferð er allra hagur.
Góða ferð.
Fróðleiksmolar um
perlur Suðurlands
Skírnir Garðarsson
» Bíltúrinn um Suður-
land einkenndist af
þungri umferð og við
Kerið tók stór rúta fram
úr … en Suðurland
heillar samt.
Skírnir Garðarsson
Höfundur er prestur.
Sem betur fer
komst Gunnar Smári
ekki á þing Íslendinga.
Það gleymist alveg að
fyrir hrun flaug hann
með einkaflugvél milli
landa í flottum jakka-
fötum. Hann ætlaði að
verða ríkur á Frétta-
blaði sem hann ætlaði
að gefa út á Norð-
urlöndum en aldrei
kom út. Þetta er bara eins og annað
sem Gunnar Smári kemur nálægt.
Nú reynir þessi maður að komast í
hóp alþingismanna og honum meira
að segja dettur í hug að hann geti
gert Ísland að sósíalísku ríki! Því-
líkur rugludallur.
Helga Vala, sem hefur ekki þagað
heldur blaðrað út í eitt um flóttafólk
og hvernig farið sé með það, verður
að gera þetta til að halda lög-
fræðiskrifstofu sinni gangandi á
kostnað skattborgara og eins er
með Pírata, þar er einn sem er í
sama bisniss og Helga Vala.
Hagfræðingurinn Kristrún
Frostadóttir, nýkjörin formaður
Samfylkingarinnar, er svo sann-
arlega með munninn fyrir neðan
nefið og virðist vita allt, auðvitað
þar sem hún er hagfræðingur. Allir
þessir blessuðu fræðingar sem dælt
er út úr háskólum landsins halda að
þeir viti allt, en það er svo með hag-
fræðingana að engir tveir reikna
eins, samanber hag-
fræðinga bankanna.
Kristrún ætti að byrja
á sínum eigin flokki og
hreinsa til þar og þá
spillingu sem þar er
áður en hún ræðst á
aðra. Getur það verið
að innan raða Samfylk-
ingarinnar og Pírata
sé fólk sem á lög-
mannsstofur og vinni
eingöngu fyrir flótta-
fólk á kostnað okkar
skattgreiðenda?
Sigmar Guðmundsson bullar og
bullar, svarar ekki rétt er hann er
spurður og virðist fastur í Íslands-
bankamálinu. Hvar fékk Sigmar
upplýsingar um að 80% þjóðarinnar
væru á móti sölunni á Íslands-
banka? Það er bara einhverju hent
fram. Þvílíkt bull. Hafa alþing-
ismenn ekkert annað að gera en ríf-
ast og gagnrýna það sem gott er?
Er ekkert jákvætt til í okkar landi
og það hjá alþingismönnum?
Þá er það Kastljós. Ég skil ekki
útvarpsstjóra að leyfa því pólitíska
vinstrafólki að vera í framlínu í
Kastljósi. Sigríður Dögg er hreint
og beint dóni og virðist ekki kunna
sig og fór ekki dult með það með
hverjum hún stæði í pólitík í viðtali
við Bjarna Benediktsson. Þvílíkur
dóni. Ég væri löngu búinn að reka
hana frá RÚV ef ég væri útvarps-
stjóri.
Svo bættist ein í hópinn, kona frá
Flokki fólksins, Ásta Lóa. Hún virt-
ist vera mjög lögfróð og vitnaði í
ríkisendurskoðanda um Íslands-
bankamálið og sagði að lög hefðu
verið brotin. Ég undirritaður hlust-
aði á ríkisendurskoðanda sem taldi
að lög hefðu ekki verið brotin.
Hvers konar lið er þetta á okkar
fyrrverandi hávirðulega Alþingi?
Ríkisútvarpið er ekkert annað en
vinstrisinnuð útvarpsstöð rekin með
sköttum borgaranna. Varðandi
flóttamannavandamálið þá eru lög
sem útlendingastofnun fer eftir og
það þýðir ekkert fyrir stjórnarand-
stöðuna að vera alltaf með þetta tuð
sem enginn hlustar á.
Íslendingar ákváðu að taka vel á
móti Úkraínufólki og við höfum
gert það, öðrum á að snúa við á
Keflavíkurflugvelli, svo ég tali nú
ekki um þá sem koma vegabréfs-
lausir og/eða með falskt vegabréf.
Við íslenskir skattgreiðendur höfum
bara ekki efni á að halda þessu fólki
uppi og öllum þeim lögfræðikostn-
aði sem þessu fylgir – og fer jafnvel
til þingmanna Samfylkingar og Pí-
rata eftir því sem á Facebook er
skrifað.
Friðrik Ingi
Óskarsson » Samfylkingarfólk og
Píratar ættu að
byrja á að hreinsa spill-
ingu í eigin flokkum.
Friðrik Ingi Óskarsson
Höfundur er eldri borgari.
fio@fio.is
Pólitíkin á Íslandi