Morgunblaðið - 26.11.2022, Síða 33
andi jákvætt og glaðlegt viðmót,
sem ætíð kemur mér í gott skap.
Sem sam-músíkant var hann afar
skemmtilegur og lipur að vinna
með, fljótur að tileinka sér nýj-
ungar, bæði lög og stefnur, og tók
ábendingum og stríðni félaganna
ljúfmannlega og hló sjálfur hæst
– „Ómar minn, þetta eru nú bara
fjórir strengir!“
Hann veiktist af krabbameini
sem leyfir fáum að lifa af. Þegar
ég heimsótti hann í sumar var
hann sami Ómar og áður – já-
kvæður, með breiða brosið á sín-
um stað og húmorinn enn í lagi,
þótt undirtónninn væri e.t.v. ör-
lítið kvíðakenndur. Og vináttan
var óbreytt og innileg.
Við félagarnir sjáum á bak vini
okkar með djúpum og einlægum
söknuði. Líf okkar verður ekki
það sama, nú þegar bassinn er
farinn.
Það er brostinn strengur en
hann hljómar enn í minningunni.
Afkomendum og ættingjum –
og bænum okkar – votta ég mína
dýpstu samúð.
Jósep Ó. Blöndal.
Ómar Hauksson, einn af mín-
um bestu vinum, var meðal mátt-
arstólpa samfélagsins á Siglu-
firði. Hann var með stórt hjarta
og meiri að innan en utan.
Ómar var einn helsti hvata-
maðurinn að framboði mínu 1987
í gamla Norðurlandskjördæmi
vestra og alla tíð mikill stuðn-
ingsmaður minn og samherji í
pólitíkinni. Ómar var sérlega
góður félagi og við áttum ótal eð-
alstundir saman þar sem rætt var
lengi um pólitík, samfélagið, fjöl-
skylduhagi og flest það sem hafði
á daga okkar drifið eða fram und-
an var. Bæði var farið yfir það
sem vel gekk og erfiðleika sem
komu upp.
Ómar var félagsmálamaður,
virkur í félagsstarfi, ekki bara í
Sjálfstæðisflokknum heldur líka í
Kiwanis, kórstarfi, hljómsveitum,
leiklist og ýmsu öðru félagsstarfi
á Siglufirði. Félagsstarf í litlu
samfélagi hvílir yfirleitt á fáum
einstaklingum en Ómar var einn
þeirra. Ómar byrjaði að spila í
Stormum þegar hann of ungur til
að vera á böllum og þurfti í fyrstu
að vera í sérstöku herbergi í sam-
komuhúsinu á Siglufirði til þess
að hann sæist ekki á sviðinu þeg-
ar hljómsveitin var að spila. Óm-
ar varð ungur lausnamiðaður og
úrræðagóður og ekki minnkuðu
þeir hæfileikar með árunum.
Stormar voru flott hljómsveit á
sínum tíma sem ég minnist alltaf
fyrir að hafa gert mig að Rolling
Stones-aðdáanda.
Þegar ég fór að vera mikið
með Ómari um miðjan níunda
áratug síðustu aldar átti hann og
rak Ísafold, útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki á Siglufirði.
Reksturinn var aldrei auðveldur
en strandaði á fastgenginu 1988.
Í framhaldinu reyndi hann fyrir
sér með litla fiskvinnslu sem
gekk ekki en fór svo seinna að
stýra rækjuvinnslu sem hann
gerði um nokkurra ára skeið allt
þangað til rækjuveiðar lögðust
nánast af. Síðustu árin rak Ómar
bókhaldsþjónustu og gerði eitt og
annað svo sem að leiðsegja lax-
veiðimönnum í Fljótaá sem hann
naut vel.
Ómar var góður fjölskyldu-
maður og eiginkonan, Kristín,
var mikil stoð í lífi hans en hún
lést líka fyrir aldur fram. Ómar
talaði alltaf af sérstökum hlýleika
um hana og var afar stoltur af
henni og börnum þeirra fjórum.
Fjölskyldulífið einkenndist af
gagnkvæmri virðingu og vænt-
umþykju og öll mál virtust leys-
ast þótt stundum væri þungt fyr-
ir fæti. Þau hjón voru einstaklega
alúðleg og góð heim að sækja og
ég naut oft gestrisni þeirra á
ferðum mínum til Siglufjarðar.
Ómar var maður sem var alltaf
tilbúinn að gera öðrum greiða og
verða til hjálpar ef á þurfti að
halda. Hann var ekki einn af þeim
sem halda nákvæmt bókhald um
það hvort þeir hafa fengið þakk-
læti eða aðra umbun fyrir greiða-
semina. Fyrir honum var alltaf
sælla að gefa en þiggja.
Hjá mér er skarð fyrir skildi
þegar Ómar vinur minn er fallinn
frá og ekki lengur ánægjuleg
stopp á Hólaveginum þegar leiðin
liggur á Siglufjörð eða símtal
endrum og sinnum til að fara yfir
málin. Ómar hafði ekki heimilis-
fangið sitt í símaskránni og sagði
nóg að skrifa Siglufjörður þegar
ég sendi honum jólakort. „Allir
vita hvar ég á heima,“ sagði hann.
Og nú blessar Guð sálir hans og
Stínu á eilífðarheimilinu.
Með samúðarkveðju til fjöl-
skyldunnar.
Vilhjálmur
Egilsson.
Við andlát Ómars, skólabróður
okkar, hefur enn einu sinni verið
höggvið skarð í árgang 1950 frá
Siglufirði. Hugurinn hvarflar
heim til Siglufjarðar þar sem við
ólumst upp í „faðmi blárra fjalla“
og lékum okkur frjáls milli fjalls
og fjöru, á síldarplönunum og í
nótabátunum á vorin, söltuðum
síld í ys og þys síldaráranna, náð-
um í skottið á síldarævintýrinu.
Upplifðum innilokun vetrarins er
Skarðið lokaðist og götur voru
lítt mokaðar, ösluðum snjóinn á
leið í skólann. Renndum okkur á
sleðum, skíðum og hlupum á
skautum. Engin var mjólkin þeg-
ar óveður hamlaði för póstbáts-
ins. Þegar mörkin á íþróttavell-
inum, sem stóð gegnt
æskuheimili Ómars, og bílar bæj-
arbúa tóku að stingast upp úr
snjónum var vorið á næsta leiti.
Við andlát skólasystkina, rifj-
ast upp margar góðar minningar.
Þegar við í 12 ára bekk vorum
sett í að skrúbba krot af veggjum
skólans; skólaferðalagið er við
sigldum með Drang út fjörðinn
og ókum svo suður á land og
sungum „Þótt þú langförull legð-
ir“ með okkar lagi; skemmtilegu
stundirnar í Æskulýðsheimilinu;
skátastarfið; óvænt útvistarfrí
eftir jarðskjálfta því allt var á
öðrum endanum í skólanum; upp-
setningu skólaleikritsins þar sem
Ómar lét Þorlák þreytta í sam-
nefndu leikriti; skólaböllin í
Gagganum, þar sem okkar maður
var auðvitað í skólahljómsveitinni
sem varð hinn fræga hljómsveit
Stormar. Líka sárar minningar
þegar við bæði í barnaskóla og
gagnfræðaskóla misstum skóla-
félaga yfir móðuna miklu.
Þau okkar sem héldu til náms í
framhaldsskóla fóru úr bænum
um 16 ára aldur. Þannig tvístr-
aðist hópurinn snemma eins og
algengt var á landsbyggðinni.
Það mótaði samskiptin þegar
leiðir skildu svo fljótt, en við höf-
um gegnum árin hist á árgangs-
mótum þar sem við treystum
böndin og finnum vel hve ræturn-
ar eru sterkar.
Einn þeirra sem snéri aftur
heim var Ómar. Hann var mjög
virkur í samfélaginu á Siglufirði,
var athafnamaður, eigin atvinnu-
rekandi og lét til sín taka í bæj-
armálunum. Hann var mikill fé-
lagsmálamaður og vart var
haldin sú skemmtun í bænum að
Ómar kæmi ekki þar við sögu.
Hann söng með karlakórnum,
var í harmóníkusveitinni, tók þátt
í starfi leikfélagsins og var mjög
virkur í starfi Kiwanis. Hann
veitti gestum og gangandi áhuga-
verða leiðsögn um bæinn og
margir minnast hans sem „síld-
arkóngsins“ í Síldarævintýrinu.
Hann setti svip á bæinn.
Anna Þóra minnist þess fyrir
fáeinum árum er þau Ómar hitt-
ust í Staðarskála að vetrarlagi.
Veður var leiðinlegt og færðin
ekki eins og best verður á kosið.
Þegar þau kvöddust, sagðist Óm-
ar ætla að keyra á eftir henni og
að þau skyldu stoppa í Borgar-
nesi þar sem það versta ætti að
vera yfirstaðið. Þannig var Ómar.
Ómar var „primus motor“ í
hópnum okkar og traustur félagi,
en með honum var gott að vera.
Við skólasystkini Ómars í ár-
gangi 1950 á Siglufirði minnumst
hans með hlýju og þökkum sam-
fylgdina. Móður Ómars, börnum
hans og fjölskyldum þeirra vott-
um við innilegrar samúðar.
Anna Þóra Baldursdóttir,
Björg S.
Skarphéðinsdóttir.
Ómar Hauksson var einn
þeirra sem lagði Síldarminjasafn-
inu lið á upphafsárum þess og tók
þannig virkan þátt í „endurreisn“
Siglufjarðar og „ímyndar“ hans.
Orðsporið getur verið brothætt
eins og við Siglfirðingar þekkjum
vel eftir mikið ris og erfitt hnig í
sögu okkar. Aldrei var þó talað
um endurreisn ímyndar. Aðeins
að vinna með minningar og minj-
ar í þágu bæjarins. Til hliðar við
þá viðleitni og miklu vinnu birtist
óvænt leikurinn og gleðin – næst-
um því eins og himnasending. Og
þar var Ómar fremstur í flokki
sem hinn höfðinglegi síldarspe-
kúlant á planinu, með hatt sinn,
ríka sönghæfileika og persónu-
töfra. Þannig stýrði hann hinu
þróttmikla útileikhúsi síldar-
plansins sem tugþúsundir hvað-
anæva úr heiminum hafa séð,
annað hvort með eigin augum eða
í óteljandi fréttamyndum.
Við minnumst einnig Ómars
sem hins góða og skýrmælta
sagnamanns sem leiddi tíðum
gesti okkar af myndugleika um
safnið og bæinn.
Myndin af Ómari með síldar-
fólkinu á planinu er okkur hug-
stæð. Og fyrir landsmönnum
varð hún eflaust eins og tákn-
mynd um að Siglufjörður væri
meðal áhugaverðustu staða til að
heimsækja. Fyrir það viljum við
þakka kærlega.
Fyrir hönd Síldarminjasafns
Íslands,
Anita Elefsen safnstjóri,
Örlygur Kristfinnsson
fyrrv. safnstjóri.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022
✝
Thomas C.
Hollocher
fæddist í Norr-
istown, Pennsylv-
aníu, 6. júní 1931.
Hann lést á heimili
sínu í Sudbury,
Massachusetts, 3.
nóvember 2022.
Foreldrar hans
voru Thomas og
Catharine Hollo-
cher. Eftirlifandi
eiginkona hans er Pamela Ann
cester Polytechnic Institute og
doktorsprófi í lífefnafræði frá
University of Rochester og
vann svo sem nýdoktor í líf-
efnafræði við Washington Uni-
versity í St. Louis, Missouri.
Hann réðst síðan til Brandeis
University í Waltham, Massa-
chusetts, þar sem hann starfaði
síðan sem prófessor í líf-
efnafræði í 38 ár. Rannsóknir
hans voru á sviði ensím-
efnafræði og öndunarefna-
skipta. Tom var mikill Íslands-
vinur og kynntist fjölmörgum
Íslendingum, en þar á meðal
voru margir sem stunduðu nám
við Brandeis.
Útför Thomas fer fram frá
The First Parish Church í Sud-
bury í dag, 26. nóvember 2022.
Hollocher, fædd
17. febrúar 1931 í
West Springfield,
Massachusetts.
Börn þeirra eru
Kurt Thomas Hol-
locher, Susan Hol-
locher Kirby og
Bruce Coleman
Hollocher, sem öll
búa í Massachu-
setts, og barna-
börnin eru átta.
Tom lauk BS-prófi frá Wor-
Tom Hollocher var mikill Ís-
landsvinur og því mörgum Ís-
lendingum að góðu kunnur.
Hann kom margoft til Íslands
og hélt lengst af sambandi við
marga hér á landi. Tom hafði
mikinn áhuga á norðurslóðum
og tók ástfóstri við Ísland.
Hann kenndi m.a. lífefnafræði
við Háskóla Íslands eitt misseri
árið 1975 og var ég þá nemandi
hans og eftir það urðum við
aldavinir, en hann var leiðbein-
andi minn og lærifaðir í dokt-
orsnámi mínu við Brandeis.
Hann kom síðan margoft til Ís-
lands og heimsótti mig, bæði til
vinna saman að rannsóknum á
hveraörverum, en einnig ferð-
uðumst við um landið, m.a. í
Reykjarfjörð á Hornströndum.
Hin síðari ár komu hann og
Pam oft, en seinna bara hann
einn, og var þá með mér á Hóli
og naut hann þess mjög að
vinna með mér við endurnýjun
og uppbyggingu gömlu húsanna
þar.
Tom var vandvirkur vísinda-
maður og birti yfir 110 vísinda-
greinar í viðurkenndum ritum á
sínum ferli. Meginviðfangsefni
hans voru efnaferlar og ensím í
svokölluðu afnítrunarferli, sem
er algengt hjá mörgum jarð-
vegsbakteríum. Þetta eru efna-
ferlar sem sjá til þess að um-
breyta
köfnunaroxíðsamböndum eins
og nítrati aftur í niturgas, eða
köfnunarefni. Þessi efnaferill er
því álíka mikilvægur og ljós-
tillífun til að viðhalda jafnvægi í
lífhvolfi jarðarinnar og sér til
þess að hlutfall köfnunarefnis
og súrefnis í andrúmsloftinu
haldist stöðugt. Tom var frum-
kvöðull og alþjóðlega viður-
kenndur á þessu sviði. Rann-
sóknarhópur hans var fyrstur
til að einangra helstu lykilen-
sím í þessum ferli og sýna fram
á hvernig þau störfuðu. Þar á
meðal voru ensím sem um-
breyta hláturgasi (N2O) og nit-
uroxíði (NO) í köfnunarefni, en
nituroxíð er einnig mikilvægt
boðefni í mannslíkamanum.
Tom ferðaðist víða og dvaldi
til lengri eða skemmri tíma í
ýmsum löndum við rannsóknir
og kennslu, en eftir að hann
lauk störfum á Brandeis hóf
hann m.a. að stunda uppgröft á
risaeðlum og birti meira að
segja vísindagreinar á því sviði.
Tom kynntist því fjölmörgum
Íslendingum í gegnum tíðina og
lagði hann sérstaka áherslu á
að kynnast og aðstoða íslenska
stúdenta við Brandeis Univers-
ity, en þeir hafa verið þar fjöl-
margir í gegnum tíðina.
Tom hafði mörg áhugamál og
lagði sig fram um að bæta bæði
heiminn og sitt nærumhverfi.
Veröldin væri betri staður ef
fleiri væru eins og hann.
Jakob K.
Kristjánsson.
Thomas C.
Hollocher
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Þökkum auðsýnda samúð við andlát
og útför
STEINARRS HALLGRÍMSSONAR,
Álfhólsvegi 19, Kópavogi.
Guðbjörg Steinarrsdóttir og fjölskylda
Reynir Steinarrsson og fjölskylda
Valdís Steinarrsdóttir og fjölskylda
og aðrir aðstandendur
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
SVAVA BERG ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést 11. nóvember á hjúkrunarheimilinu Eir
í faðmi fjölskyldunnar.
Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju
í Reykjavík þriðjudaginn 29. nóvember klukkan 13.
Jónas Ágúst Ágústsson Halldóra Guðríður Árnadóttir
Sólveig Björk Ágústsdóttir Óskar Ísfeld Sigurðsson
Þorsteinn Valur Ágústsson Íris Dröfn Heiðudóttir
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir og amma,
ÞÓRDÍS ERLINGSDÓTTIR,
Svölutjörn 46,
Innri - Njarðvík,
varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn
18. nóvember.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 1. desember
klukkan 15.
Jón Valgeirsson
Ívar Örn Jónsson Margrét Klara Þórisdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Alexander Agnar Hersisson
París Möller Ívarsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR
röntgentæknir frá Flateyri,
lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi
mánudaginn 21. nóvember.
Jarðað verður frá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. desember
klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju.
Benedikt Erlingur Guðmundsson
Steingrímur Benediktsson Sigríður Skúladóttir
Guðmundur Benediktsson Kristín Guðmundsdóttir
Anna Guðrún Ahlbrecht
barnabörn og barnabarnabarn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGA LILJA SNORRADÓTTIR,
lést á heimili sínu sunnudaginn
20. nóvember. Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
2. desember klukkan 13.
Bryndís Sigurðardóttir Aðalgeir Gíslason
Snorri Sigurðsson Andromeda Elizabeth
barnabörn og barnabarnabörn