Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 41
Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Staðgóð þekking á kvikmynda- og sjónvarpsmálum. Þekking á starfsumhverfi Kvikmyndamiðstöðvar og lögum er miðstöðina varða er kostur • Staðgóð þekking á íslenskri menningu, málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni • Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni • Árangursrík reynsla af stjórnun og rekstri • Árangursrík reynsla af mannauðsmálum, mannþekking og drifkraftur • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði • Þjónustulund ásamt lipurð og færni í mannlegum samskiptum • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur • Þekking og reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur • Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til að koma fram opinberlega og tjá sig í ræðu og riti Frekari upplýsingar um starfið Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Fólk óháð kyni er hvatt til að sækja um embættið. Um laun og launakjör forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fer skv. 39. gr. a. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 18. febrúar 2023 að fenginni umsögn Kvikmyndaráðs. Ráðherra mun að auki skipa ráðgefandi þriggja manna hæfnis- nefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra. Umsóknum skal skilað inn á netfangið mvf@mvf.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2022. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóri í síma 545-9825. Embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er laust til umsóknar. Leitað er að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, er framsýnn í hugsun, metnaðarfullur og hefur sýnt frumkvæði og hæfni í samskiptum og samvinnu. Kvikmyndamiðstöð Íslands gegnir lykilhlutverki í íslenskum kvik- myndaiðnaði með því að hafa umsjón með Kvikmyndasjóði sem veitir fjármagn til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi. Kvikmyndamiðstöð starfar skv. kvikmyndalögum nr. 137/2001 og vinnur jafnframt eftir kvikmyndastefnu sem mótuð hefur verið til ársins 2030. Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.