Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 49

Morgunblaðið - 26.11.2022, Side 49
Subway-deild karla Valur – Höttur.......................................... 82:79 Keflavík – KR............................................ 91:75 Staðan: Valur 7 6 1 627:571 12 Breiðablik 7 5 2 705:699 10 Keflavík 7 5 2 651:625 10 Njarðvík 7 4 3 590:551 8 Tindastóll 7 4 3 604:563 8 Haukar 7 4 3 621:600 8 Stjarnan 7 4 3 604:588 8 Höttur 7 3 4 593:593 6 Grindavík 7 3 4 559:594 6 ÍR 7 2 5 551:609 4 KR 7 1 6 644:734 2 Þór Þ. 7 1 6 677:699 2 1. deild karla Skallagrímur – Ármann........................ 80:87 Selfoss – Fjölnir ....................................... 75:81 Þór Ak. – Álftanes ................................. 67:107 Sindri – ÍA............................................... 109:88 Staðan: Álftanes 10 9 1 920:841 18 Sindri 10 8 2 939:821 16 Hamar 8 6 2 744:687 12 Selfoss 10 6 4 919:803 12 Hrunamenn 9 5 4 869:879 10 Ármann 9 5 4 808:789 10 ÍA 10 4 6 819:913 8 Skallagrímur 10 3 7 890:879 6 Fjölnir 10 2 8 844:900 4 Þór Ak. 10 0 10 736:976 0 Spánn B-deild: Alicante – Estudiantes ....................... 89:85  Ægir Þór Steinarsson skoraði 25 stig, tók 2 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal einum bolta á 26 mínútum hjá Alicante. ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2022 Sjö nýliðar í HM-hópnum Sjö nýliðar eru í 35 manna hópi sem Guðmundur Þ. Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, tilkynnti í gær sem fyrsta hóp vegna heimsmeist- aramótsins í Svíþjóð og Póllandi í janúar. Það eru Valsmennirnir Stiven Tobar Valencia, Arn- ór Snær Óskarsson og Tjörvi Týr Gíslason, Bjarni Ófeigur Valdimarsson úr Skövde, Óskar Ólafsson úr Drammen, Tryggvi Þórisson úr Sävehof og Einar Þorsteinn Ólafsson úr Fredericia. Morgunblaðið/Eggert Nýliði Arnór Snær Óskarsson hef- ur leikið mjög vel með Val í vetur. Ekki meira með í riðlakeppninni Neymar og Danilo, leikmenn brasilíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, munu báðir missa af næstu tveimur leikjum liðsins í riðlakeppni HM í Katar. Rodrigo Lasmar, læknir brasil- íska liðsins, greindi frá því í gær að Neymar hefði skaddað liðbönd á hægri ökkla og missi því af næstu tveimur leikjum Brassa. Sömu sögu er að segja af hægri bakverðinum Danilo, sem meiddist einnig á ökkla í 2:0-sigrinum á Serb- íu í G-riðlinum á fimmtudagskvöld. AFP/Nélson Almeida Meiddur Neymar meiddist á ökkla gegn Serbíu á fimmtudagskvöld. Sannfærð eftir einn fund Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Hlín Eiríksdóttir, til hægri, með Elísu Viðarsdóttur í landsliðs- verkefni. Hlín er búin að semja við Kristianstad, eftir góð tvö ár hjá Piteå. lDraumur að spila fyrir Elísabetu lFjórði Íslendingurinn í Kristianstad FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þau eru búin að fylgjast með mér í Svíþjóð, þar sem ég er búin að vera að spila í sömu deild. Þau höfðu svo samband við mig fyrir nokkrum vik- um og sýndu mér áhuga. Eftir það átti ég fund með þjálfaranum og var sannfærð eftir einn fund,“ sagði Hlín Eiríksdóttir, 22 ára landsliðskona í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið. Hlín skipti á dögunum frá Piteå til Kristianstad, en bæði lið spila í sænsku úrvalsdeildinni. Gerði hún tveggja ára samning við Kristian- stad. Alltaf litið upp til hennar Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad með mjög góðum árangri frá árinu 2009. Hlín er spennt að fá loksins að vinna með Elísabetu, sem hún hefur litið upp til allan ferilinn. Hlín er uppalin hjá Val og var í yngri flokkum félagsins þegar Elísabet þjálfaði meistara- flokkinn. „Ég var spennt fyrir þessu áður en ég átti fund með henni, en Elísabet er mjög sannfærandi. Ég þekki hana ekki sérstaklega vel, þar sem hún hefur aldrei þjálfað mig, en ég hef fylgst með henni frá því ég var barn og litið upp til hennar og þeirra leik- manna sem hún hefur þjálfað, frá því ég var lítil í Val. Það er draumur að hafa hana sem þjálfara. Hún er þekkt stærð í Svíþjóð og allir sem fylgjast með fótbolta í Svíþjóð bera virðingu fyrir henni,“ sagði Hlín um löndu sína. Bætt sig mikið í Svíþjóð Hlín lék með Piteå við góðan orðstír í tvö tímabil. Hún er ánægð með tímann sinn hjá félaginu. Hún var markahæsti leikmaður liðsins og sjötta markahæst í deildinni í heild með tíu mörk á nýliðnu keppn- istímabili. „Já ég er ánægð og sérstaklega ánægð með hvernig ég hef þróast sem leikmaður. Þetta var skemmti- legur tími hjá skemmtilegu og góðu liði. Liðið er betra en flestir á Íslandi halda,“ sagði hún. En hvernig hefur Hlín bætt sig sem leikmaður? „Ég er með fjölbreyttari kosti en áður en ég fór út. Ég get spilað sem stór framherji og hlaupið með bolt- ann, en ég var meira bara að hlaupa með boltann áður en ég fór út. Allt taktískt gengur betur núna og ég hef bætt varnarleikinn mikið. Þetta hefur verið frábært. Í Piteå er mikil fjölskyldustemning utan vallar. Það eru mikil samskipti á milli leikmanna og ég hef eignast marga vini. Í Svíþjóð er mikið lagt upp úr að leikmönnum líði vel.“ Spennandi að spila með þeim Elísabet er ekki eini Íslendingur- inn sem Hlín gengur til liðs við. Landsliðskonan Amanda Andra- dóttir leikur með liðinu, eins og hin bráðefnilega 16 ára Emelía Óskars- dóttir. Þær léku báðar mikilvægt hlutverk hjá Kristianstad á síðustu leiktíð. „Þær buðu mig velkomna, en annars hef ég lítið heyrt í þeim. Ég þekki Emelíu mjög lítið en hún er mjög spennandi leikmaður. Ég þekki svo Amöndu aðeins úr landsliðinu,“ sagði Hlín, áður en hún viðurkenndi að henni sé sama þótt það verði þrír aðrir Íslendingar hjá liðinu á næsta ári. „Satt best að segja er mér alveg sama. Það verður spennandi að spila með þeim, en það er óháð því hvað- an þær eru,“ sagði Hlín hreinskilin. Íslandsmeistararnir skoruðu 45 mörk Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals lentu ekki í nokkrum vandræðum með nýliða Harðar þegar liðin áttust við í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, á Ísafirði í gær. Valur vann að lokum feikilega ör- uggan 17 marka sigur, 45:28, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 25:15. Þorgils Jón Svölu Baldursson var markahæstur í leiknum með átta mörk fyrir Val og þar á eftir kom Benedikt Gunnar Óskarsson með sjö. Vignir Stefánsson og Bergur Elí Rúnarsson bættu við sex mörkum hvor. Í marki Vals varði Björgvin Páll Gústavsson níu skot og Motoki Sakai sjö. Suguru Hikawa var markahæstur hjá Herði með sex mörk. Stefán Freyr Jónsson varði 12 skot í marki liðsins. Valur er með sex stiga forskot á Aftureldingu og FH á toppi deildar- innar en Hörður situr sem fastast á botninum með aðeins eitt stig. Morgunblaðið/Eggert 8 Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði 8 mörk fyrir Val á Ísafirði í gær. Nýliðarnir stóðu vel í Íslandsmeisturunum Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals höfðu naumlega betur gegn nýliðum Hattar, 82:79, þegar liðin áttust við í 7. umferð úrvals- deildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gærkvöldi. Leikurinn var æsispennandi hartnær allan tímann og komust gestirnir frá Egilsstöðum nálægt því að fara með sigur af hólmi. Höttur komst í 79:75 þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en frábær endasprettur Vals sá til þess að stigin tvö enduðu hjá heimamönnum. Stigahæstur hjá Val var Pablo Bertone með 22 stig og níu stoðsendingar. Þar á eftir kom Callum Lawson með 17 stig. Obadiah Trotter var stiga- hæstur í liði Hattar með 20 stig og næststigahæstur var Timothy Guers með 15 stig, auk þess sem hann tók átta fráköst. Valur er á toppi deildarinnar með 12 stig, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik og Keflavík í sæt- unum fyrir neðan. Höttur er í 8. sæti með 6 stig. Í gærkvöldi fékk Keflavík einnig KR í heimsókn og vann öruggan 91:75-sigur. Keflvíkingar náðu mest 24 stiga forystu í fjórða leik- hluta áður en KR lagaði stöðuna örlítið undir blálokin. Stigahæstur hjá Keflavík var Ólafur Ingi Styrmisson með 15 stig. Langstigahæstur í leiknum var Elbert Matthews með 25 stig fyrir KR. Tók hann sjö fráköst að auki. Keflavík er í 3. sæti deildarinn- ar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals. KR er áfram í 11. og næstneðsta sæti með aðeins 2 stig. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hlíðarendi Gísli Þ. Hallsson og Frank A. Booker eigast við í gær. „Knattspyrnumaðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson er genginn aftur í raðir uppeldisfélags síns, Íslandsmeistara Breiðabliks, eftir sex ára dvöl hjá KR. Arnór Sveinn, sem leikur oftast í stöðu miðvarðar, lék með Breiðabliki frá 2004 til 2011 þegar hann hélt til Höne- foss í Noregi. Þar lék hann út árið 2013 og fór svo aftur til Breiðabliks árið 2014. Eftir þrjú tímabil í Kópavoginum gekk hann til liðs við KR fyrir tímabilið 2017.Arnór Sveinn er 36 ára gamall og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki árið 2010 og með KR árið 2019 auk þess að verða bikarmeistari með Blik- um árið 2009. Hann hefur leikið 240 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og KR og skorað í þeim sjö mörk. Þá hefur Arnór Sveinn leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Knattspyrnumaðurinn Gareth Bale lék í gær sinn 110. landsleik fyrir Wales þegar liðið tapaði 0:2 fyrir Íran. Sló hann þar með landsleikjamet þjóðar sinnar. Bale á einnig markamet Wales þar sem hann hefur skorað 41 mark. „Einar Karl Ingvarsson hefur samið við knattspyrnudeild Grindavíkur um að leika með karlaliðinu út tímabil- ið 2024. Einar Karl, sem er 29 ára miðjumaður, hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Stjörnunni eftir að hafa leikið með Val um langt skeið þar á undan. Hann er uppalinn hjá FH og hefur einnig leikið sem lánsmaður hjá Fjölni og Gr d ík þ sem hann lé og skoraði e næstefstu d sumarið 2014. Grindavík leikur einmitt í næstefstu deild á næsta tíma og hefur ge undanfarin tímabil. Eina hefur leikið efstu deild o í þeim 14 m in av , ar k níu leiki itt mark í eild bili rt þrjú r Karl 160 leiki í g skorað örk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.