Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 56
Í lausasölu 1.410 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Dúó Stemma í Vinaminni Lokatónleikar Kalmans, listfélags á Akranesi, á þessu ári verða haldnir á morgun, sunnudag, í Vinaminni og hefjast þeir kl. 14. Eru það fjölskyldutónleikar og mun tvíeykið í Dúó Stemmu, Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, bjóða upp á vetrarskammdegisdagskrá með jólalegu ívafi fyrir alla fjölskylduna og leika sér með íslensk þjóðlög, fara með þulur og sögð verður hljóðsaga um vináttuna með hjálp allskyns hljóðfæra og hljóðgjafa. ÍÞRÓTTIR Hlín spennt að spila fyrir Elísabetu „Þau eru búin að fylgjast með mér í Svíþjóð, þar sem ég er búin að vera að spila í sömu deild. Þau höfðu svo samband við mig fyrir nokkrum vikum og sýndu mér áhuga. Eftir það átti ég fund með þjálfaranum og var sannfærð eftir einn fund,“ sagði Hlín Eiríksdóttir, 22 ára landsliðskona í fótbolta, í samtali við Morgunblað- ið. Hlín skipti á dögunum frá Piteå til Kristianstad, en bæði lið spila í sænsku úrvalsdeildinni. Gerði hún tveggja ára samning við Kristianstad. » 49 Dr. Dagný Kristjánsdóttir flytur erindið „Jóhann Magnús Bjarnason og þjóðernið“ og dr. Eyrún Eyþórs- dóttir erindið „Brasilíufararnir og afkomendur þeirra“ á fræðslufundi Þjóðræknisfélags Íslendinga í húsnæði utanríkisráðuneytisins á Rauðarárstíg kl. 16.30 nk. miðviku- dag. Jóhann Magnús flutti með foreldrum sínum og systur til Nýja- Skotlands, Nova Scotia, 1875 og síð- ar til Manitoba. Hann samdi leikrit, ljóð og skáldsögur, en þar á meðal eru sögurnar Eiríkur Hansson, Brasilíufararnir og Í Rauðárdalnum. Dagný hefur kynnt sér vel manninn og líf hans. „Ég kafa svolítið í feril hans og líf sem skálds og innflytj- anda,“ segir hún um erindi sitt. Fyrir um sjö árum sendi Dagný frá sér bókina Bókabörn, þar sem hún fjallar um fjóra frumkvöðla íslenskra barnabóka; Jónas Hallgrímsson, Nonna, Sigurbjörn Sveinsson og Jóhann Magnús Bjarnason, sem hefur verið nefndur eitt helsta sagnaskáldið af íslensk- um ættum í Vesturheimi. Spurningar og svör „Næstum allt sem ég fann um hann kom mér á óvart,“ segir Dag- ný. Hún veltir fyrir sér hvort hann hafi verið jafn mikill þjóðernissinni og sagt hafi verið og hvað hafi falist í því hugtaki á hans dögum, en svör sé að finna í bréfum hans og höf- undarferli. Í kjölfarið vakni önnur spurning. „Hvers vegna ákveður metnaðarfullur höfundur, sem hefur búið alla sína ævi erlendis, að skrifa skáldverk sín á tungumáli sem fáir skilja í landinu sem hann býr í? Var hann lesinn í báðum löndum eða gleymdist hann í þeim báðum? Hafi það gerst hefur þeirri þróun verið snúið við síðustu ár og nýr áhugi vaknað á ritstörfum Jóhanns Magn- úsar, dagbækur hans verið gefnar út og skáldsögur hans lesnar í ljósi nýrra kenninga um síðlendustefnu og fleira.“ Eyrún varði doktorsritgerð sína í mannfræði, Afkomendur Brasilíufar- anna: Íslensk sjálfsmyndasköpun í Brasilíu, við félagsfræði-, mann- fræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands í janúar sl. og byggir erindið á rannsóknum sínum. „Ég segi frá rannsókninni, Brasilíuförunum sjálfum, hvernig það kom til að þeir fóru út, hvernig þeim vegnaði og hvernig umgjörðin var, en síðan fjalla ég um afkomendur þeirra í samtímanum.“ Fimm Íslendingar fluttu til Bras- ilíu 1863 og 34 voru í seinni hópnum áratug síðar, en tveir þeirra létust á leiðinni. Íslendingarnir töpuðu tungumálinu, héldu ekki í hefðirnar og misstu tengslin við ræturnar. Skömmu fyrir nýliðin aldamót var stofnaður félagsskapur íslenskra afkomenda í Brasilíu. „Þeir hafa lagt áherslu á íslenskan uppruna sinn,“ segir Eyrún, sem bjó um tíma í Brasilíu og fór auk þess í tvær rannsóknarferðir til Curitiba, þar sem Íslendingarnir settust að, vegna doktorsverkefnisins. lDagnýKristjánsdóttir ogEyrúnEyþórsdóttirmeð erindi Brasilíufararnir og JóhannMagnús Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus FræðimennDagný Kristjánsdóttir til vinstri fjallar um JóhannMagnús og Eyrún Eyþórsdóttir um Brasilíufarana. BLACK FRIDAY 25.-28. NÓV 20% AFSLÁTTUR Í VEFVERSLUN HR R R .9 SL 92 A K V 00 M L I - R HRINGAR - . KR M/AFSLÆ 9 R ARMBÖND - VERÐ 25.900 KR M/AFSLÆTTI - 20.720 KR AR E .90 FSL 320 HÁLSMEN - VERÐ 12.900 KR M/AFSLÆTTI - 10.320 KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.