Morgunblaðið - 17.12.2022, Síða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
FALLEGAR GJAFIR
FYRIR KOKKINN Í ELDHÚSINU ÞÍNU
Fastus ehf Síðumúla 16 108 Reykjavík Sími: 580 3900 fastus@fastus.is fastus.is
Dansað við
sveiflutónlist
í miðbænum
Sveiflustöðin, dansskóli og
menningarmiðstöð sem heldur
uppi merkjum sveiflutónlist-
ar á Íslandi, stóð í gærkvöldi
fyrir dansballi í Iðnó, í miðbæ
Reykjavíkur.
Ballið var öllum opið; „kon-
um, kvárum og körlum“, líkt og
segir í auglýsingu viðburðarins.
Tvær hljómsveitir spiluðu
lifandi tónlist fyrir dansi;
Sveifluband Braga Árnasonar
og Arctic Swing Quintet Hauks
Gröndals.
Líkt og sjá má á myndinni var
glatt á hjalla og bros á hverju
andliti.
Sveiflumiðstöðin hefur
staðið fyrir fjölda námskeiða
og ýmissa dansviðburða. Hún
var stofnuð árið 2018 af Sigurði
Helga Oddssyni píanóleikara
og er inntakið bandarísk djass-,
sving- og rokktónlist frá árun-
um 1920 til 1960, sem þróaðist í
mismunandi stíla eftir tímabil-
um. Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þessi umræða sýnir að við þurfum
virkilega að taka okkur á í rannsókn-
um og gagnaöflun sem ég trúi því að
slái á þessa umræðu. Stjórnvöld þurfa
að finna fjármagn til að sinna rann-
sóknum sem sýna fram á styrk og þol
íslenska hestsins og hæfni hans til
að bera fullorðinn einstakling. Ég tel
að þessu verði ekki svarað öðruvísi,“
segir Guðni Halldórsson, formaður
Landssambands hestamannafélaga,
spurður um viðbrögð við umræðu í
Evrópu um að takmarka þurfi þyngd
knapa á hestum eða jafnvel banna
notkun hesta til útreiða eða annarrar
hagnýtingar í þágu mannsins.
Hestur en ekki smáhestur
Guðni segir að sú umræða hafi
komið upp með reglulegu millibili,
frá því farið var að flytja íslenska
hestinn út, að það beri að skilgreina
hann sem smáhest, pony. Íslendingar
hafi ávallt haldið því fram að styrkur
hans og þol væri meira en hæð hans
gæfi til kynna og því hafi hann verið
skilgreindur sem hestur. Sigurbjörn
Bárðarson, landsliðsþjálfari Íslands
í hestaíþróttum, segir að Gunnar
Bjarnason, hrossaræktarráðunautur
Búnaðarfélags Íslands, sem var for-
ystumaður við útflutning hestsins á
sínum tíma, hafi alla tíð lagt megin-
áherslu á að íslenski hesturinn væri
hestur en ekki smáhestur.
Rifjar Sigurbjörn upp sögu íslenska
hestsins. Hann hafi verið notaður til
burðar og reiðar, meðal annars ámilli
landshluta, yfir fjöll og vötn, og verið
réttnefndur þarfasti þjónninn. Hlut-
verkið hafi breyst, þessum verkefnum
hafi verið létt af og hann sé notaður til
reiðar til ánægju og yndisauka fyrir
marga Íslendinga og áhugafólk í öðr-
um löndum.
Hringir viðvörunarbjöllum
Sigurbjörn situr í nefndum á vegum
FEIF, alþjóðasamtaka um íslenska
hestinn, og hefur fylgst með um-
ræðunni um þyngd knapa. Hann segir
mikilvægt að gefa þessari umræðu
gaum, eins og FEIF hafi gert í eitt
og hálft ár og verið að byggja upp
góðan og traustanmálstað til að svara
gagnrýninni.
Spurður hvort hann sjái fram á að
útreiðar á íslenskum hestum verði
bannaðar segir Sigurbjörn að það
muni aldrei gerast. „En þessi um-
ræða hringir viðvörunarbjöllum og
á að gera það. Við þurfum að færa
rök fyrir okkar málstað. Þess vegna
þurfum við að gera rannsóknir á
burðargetu, styrk og þoli íslenska
hestsins,“ segir hann.
Mikilvæg starfsemi
Guðni og Sigurbjörn vekja athygli
á því hvað íslenski hesturinn er mik-
ilvægur fyrir íslenskt efnahagslíf.
Segja að áætlað hafi verið út frá töl-
um Ferðamálastofu og Landsbank-
ans að 166 þúsund ferðamenn hafi
komið hingað til lands á síðasta ári
út af íslenska hestinum og þeir hafi
skilið eftir 70 milljarða. Það sé fyrir
utan aðrar tekjur af hestinum. Guðni
segir að í því ljósi sé ekki óeðlilegt
að kalla eftir því að stjórnvöld leggi
fjármuni í rannsóknir til að að verja
þessa starfsemi og þær tekjur sem
hún skilar til þjóðarbúsins.
Landssamband hestamannafélaga
hefur staðið fyrir þolreið um hálendið,
undir eftirliti dýralækna og annarra
sérfræðinga, meðal annars í þeim til-
gangi að sýna fram á styrk hestsins
og þol. Sigurbjörn rifjar upp mikla
þolreið þvert yfir Bandaríkin árið
1976 þar sem hestum af fjölda hesta-
kynja var att saman. Múlasnarnir
sigruðu en íslenski hesturinn varð
fremstur hesta og blés varla úr nös.
Sigurbjörn segir að sú niðurstaða ætti
að geta styrkt málstað Íslendinga í
umræðunni.
lSannanir á styrk og þoli íslenska
hestsins eru rétta svarið við umræðunni
Þarf að efla
rannsóknir
á hestinum
Guðni
Halldórsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sigurbjörn
Bárðarson
Afla meiri upplýsinga
um veltu erlendra veitna
lHagstofan segir að þau gögn gæfu þó ekki heildarmynd
Hagstofan vinnur að því að afla
frekari upplýsinga um veltu þeirra
erlendra aðila, sem selja rafræna
þjónustu, á íslenskummarkaði. Hugs-
anlega verður hægt að vinna úr gögn-
um og birta samantekt fljótlega eftir
áramót. Þetta segir Ragnar Karlsson,
sérfræðingur hjá Hagstofunni, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hann segir þó að þær tölur myndu
ekki gefa heildarmynd af stöðunni þar
sem þær myndu þá byggjast á þeim
erlendu aðilum eingöngu sem telja
fram til skatts hér á landi því fátt sé
vitað um þau fyrirtæki sem ekki telji
fram til skatts hér.
Í svari frá fjármálaráðuneytinu við
fyrirspurn Morgunblaðsins sem birt
var í blaðinu 15. nóvember kom fram
að ekki lægju fyrir „upplýsingar um
sundurliðun á veltu erlendra aðila
sem selja rafræna þjónustu til lands-
ins þar sem um þá veltu gildir hið
sama og um aðra VSK-skylda veltu,
að ekki er krafist upplýsinga á skila-
grein um hvaða tegund þjónustu er
að baki veltunni“.
Ragnar segir rétt að ekki sé hægt að
útvega þessa sundurliðun. Tölurnar
um þessa aðila liggi ekki fyrir þar sem
gögnin sem aðgengileg eru séu afar
ófullkomin.
Hagstofan birti tölur í byrjun
mánaðarins þar sem fram kom að
heildargreiðslur vegna auglýsinga-
kaupa á árinu námu fast að 22 millj-
örðum króna, þar af féllu 9,5 millj-
arðar króna í hlut útlendra miðla,
eða 44%.
Að sögn Ragnars eru þær tölur
fengnar annars vegar með upplýs-
ingum frá íslenskum fyrirtækjum
sem hafa í svörum til Hagstofunnar
greint frá þjónustuviðskiptum sínum,
þar undir auglýsingar, markaðsrann-
sóknir og skoðanakannanir, við erlend
fyrirtæki. Þær eru hins vegar fengnar
með því að skoða greiðslukortavið-
skipti íslenskra aðila sem farið hafa í
auglýsingakaup.
ragnheidurb@mbl.is