Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes • www.gaeludyr.is Jólagjafir gæludýranna færðu hjá okkur STAKSTEINAR Leynimakk meirihlutans Sá fáheyrði atburður átti sér stað í forsætisnefnd borg- arinnar í gær að fulltrúar meirihlutans neituðu tillögu fulltrúa minni- hlutans, Mörtu Guðjónsdóttur, um að taka á dagskrá borg- arstjórnar umræðu um málefni Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. Mikil leynd hefur hvílt yfir starfsemi þessa fyrirtækis og áformuð útví- kkun starfseminnar og gríðarleg fyrirhuguð skuldsetning fæst ekki rædd og upplýsingar þar um eru ekki veittar fjölmiðlum og þar með ekki almenningi, sem á fyrirtækið. Það voru fulltrúar Samfylk- ingar, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Pírata sem stóðu gegn því að málið fengist rætt. Má furðu sæta að nýir borgarfull- trúar Framsóknar láti véla sig til þátttöku í þessu svo skömmu eftir að flokkurinn kom að meirihlut- anum. Hvers vegna í ósköpunum vill flokkurinn taka á sig allar syndir meirihlutans sem undir- búnar hafa verið fyrir hans tíð og hann ekki verið hafður með í ráðum um? Sú skjaldborg þagnar sem slegið hefur verið um þetta mál sýnir mikilvægi þess að ljósi verði varp- að á hvernig að því hefur verið staðið, hverjar forsendurnar eru, hvaða fjárhagsskuldbindingar eru í spilinu og hver áhættan er fyrir Ljósleiðarann, Orkuveituna, borgina í heild og þar með út- svarsgreiðendur. Og þetta er fjarri því eina málið í borginni sem þolir ekki dags- ljósið. Þau eru fleiri sem verður að draga þangað fram. Marta Guðjónsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Leigubílafrumvarp samþykkt lLeigubílstjórar boða tveggja sólar- hringa verkfall í byrjun næstu viku Alþingi samþykkti í gær ný lög um leigubifreiðaakstur með 38 atkvæðum gegn 10 en níu greiddu ekki atkvæði. Bandalag íslenskra leigubílstjóra lýsti því í kjölfarið yfir að það harmaði að ekki hefði verið hlustað á þá er eiga mest undir breytingunum og boðaði að félagsmenn bandalagsins yrðu með lágmarksþjónustu nú um helgina og myndu leggja niður störf í tvo sólar- hringa frá og með mánudagsmorgni. Þingmenn stjórnarflokkanna utan tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks, Birgis Þórarinssonar og Arnars Þórs Jónssonar, og þingmenn Viðreisnar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmenn Samfylkingar og Pírata sátu hjá en þingmenn Flokks fólks- ins og Miðflokksins greiddu atkvæði gegn því. Lögin taka gildi 1. apríl á næsta ári en samþykkt var breytingartillaga frá þingmönnum Samfylkingar, Fram- sóknarflokks og Pírata um að lögin verði endurskoðuð eftir tvö ár með tilliti til reynslu af þeim breytingum á regluumhverfi leigubifreiða sem þau feli í sér. Heildarendurskoðun laga um leigu- bifreiðar hófst árið 2017 en í nóvem- ber 2021 birti ESA, eftirlitsstofnun EFTA, rökstutt álit þess efnis að íslenska ríkið brjóti á skyldum sín- um gagnvart EES-samningnum, sem einkum varðar rétt borgara til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnu- starfsemi. Morgunblaðið/Eggert Alþingi Þingmenn samþykktu frumvarp um leigubifreiðaakstur. Aftur flogið til Eyja Farþegar voru í flestum sætum, báðar leiðir, þegar Ernir flaug til Vestmannaeyja í gær. Með sérstök- um stuðningi innviðaráðuneytisins er Eyjaflug nú hafið að nýju eftir að hafa legið niðri frá í maí síðastliðn- um. Ernir mun fram á vor fljúga þrisvar í viku til og frá Eyjum. Á þriðjudögum eru ferðirnar tvær, að morgni og undir kvöld, og geta menn þá sinnt sínum erindum ann- aðhvort í Eyjum eða Reykjavík og komist heim að kvöldi. Á föstudög- um er svo ein ferð fram og til baka. „Við þurfum að hafa meira en eina tengingu við fastalandið og fyrir því finnum við vel þegar áætlun Herj- ólfs raskast. Krafa okkar gagnvart ríkinu um að tryggja reglulegar flugsamgöngur milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur hefur því verið afar þung,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem mætti á flugvöllinn í Eyjum í gær og heilsaði upp á flugmenn Ernis. „Með þeim ferðum sem nú hefjast er ákveðnu lágmarki náð. Stóri slagurinn er hins vegar eftir og sá er að koma á ríkisstyrktu Eyjaflugi til lengri tíma. Við höfum góðar væntingar og góð orð um að svo verði. Þá er ósk okkar sú að ferðir verði daglegar; svo miklu máli skipta góðar samgöngur íbúa og atvinnulíf hér,“ segir bæjarstjórinn um samgöngumálin. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jólaflug Flugmennirnir Bergur Már Bergsson, til vinstri, og Pétur Jökull Jacobs í Eyjum í gær með Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra á milli sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.