Morgunblaðið - 17.12.2022, Side 14
FRÉTTIR
Innlent14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
HVÍTT SVART KRÓMGRÁTT BRASS KOPAR
LIÐ
IÐ
HEIMAVARNAR
Sundaborg 7 / Reykjavík / Sími 568 4800 / www.oger. is
Mikið úr val s lökkvi tækja fyr ir al lar
aðstæður og í mörgum li tum. Förum
var lega – og verum við öl lu búin.
SLÖKKVITÆKI FYRIR ÖLL
HEIMILI – OG FYRIRTÆKI.
Bleika slaufan í ár var hönnuð af
Helgu Guðrúnu Friðriksdóttur og
Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn
skartgripum. Sala á slaufunni
gekk mjög vel og seldust um
35.500 slaufur og 500 sparislauf-
ur, en það eru viðhafnarslaufur
sem seldar eru í takmörkuðu
upplagi.
Helga og Orri gáfu alla sína
vinnu við hönnun og framleiðslu
á slaufunni og afhentu Krabba-
meinsfélaginu 6,3 milljónir
króna sem söfnuðust með sölu á
Sparislaufunni. Halla Þorvalds-
dóttir og Árni Reynir Alfreðsson
frá Krabbameinsfélaginu veittu
framlaginu viðtöku en Bleika
slaufan er sem kunnugt er árlegt
átaksverkefni félagsins, tileinkað
baráttunni gegn krabbameinum
hjá konum.
Allur ágóði Bleiku slaufunnar
rennur til fjölbreyttar starfsemi
Krabbameinsfélagins, m.a. í ráð-
gjöf og fræðslu.
Orrifinn gaf 6,3
milljónir króna
Slaufan Orri Finnbogason og Helga Guðrún Friðriksdóttir frá Orrifinn
með Höllu Þorvaldsdóttur og Árna Reyni frá Krabbameinsfélaginu.
þróun í núverandi efnahagsumhverfi.
Erla Tryggvadóttir samskiptastjóri
VÍS getur þess að félagið hafi í upp-
hafi árs lækkað verð hjá þeim sem aka
vel og taka þátt í Ökuvísi.
Jóhann Þórsson markaðsstjóri
Sjóvár bendir á að í húftryggingum
skipti máli að bílaflotinn hafi breyst
og nýrri og dýrari bílar séu dýrari í
tryggingu en eldri bílarnir.
Hann segir að um það hafi verið
rætt að tryggingafélögin ættu að
standa með fólkinu í landinu og það
hafi Sjóvá gert. „Við vorum með sér-
staka endurgreiðslu í maí 2020, þegar
bílar voru aðmiklu leyti bara í stæðum
heima, og apríl 2022 vegna lækkunar
tjóna vegna minni umferðar í Covid.
Þessar endurgreiðslur tvær námu
600 milljónum króna hvor, í heildina
1,2 milljarðar sem við ýmist felldum
niður eða hreinlega endurgreiddum
viðskiptavinum,“ segir Jóhann.
Samkvæmt tölfræði á vef Sam-
göngustofu hefur fjöldi slasaðra í
umferðarslysum verið svipaður fyrstu
átta mánuði ársins og undanfarin
fjögur ár, rúmlega 700 manns. Eru
það færri slasaðir en á árunum 2015 til
2018 þegar 800-900manns slösuðust
á sama tímabili á hverju ári.
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, telur að ákveðin
viðleitni sé í þá átt að félögin hækki
bílatryggingar fólks umfram vísitölu.
Segir hann að ekkert í ytra umhverfi
greinarinnar skýri það. Þannig hafi
þróun slysa verið þeim hagfelld og
sömuleiðis ýmis kostnaður. Það fjölgi
bílum á götunum sem eru með besta
öryggisbúnað sem völ er á. Hann segir
að milliuppgjör tryggingafélaganna
Verð á lögboðnumökutækjatrygging-
um hjá Verði hækkar um nálægt 7,5%
um áramót og húftryggingar öku-
tækja um 6,3%. Er þetta sagt vera
í samræmi við vísitölur sem miðað
er við. Það er sama viðmið og önnur
tryggingafélög nefna en gefa ekki upp
nákvæmar tölur. Samkvæmt upplýs-
ingum frá VÍS fylgja taxtar vísitöl-
um, lögboðin ökutækjatrygging hafi
hækkað um 7% milli ára og vísitala
húftrygginga um 5,4%, fyrir utan
3,8% hækkun húftryggingar umfram
vísitölu vegna aukinnar tjónatíðni
og víðtækari verndar rafmagsbíla.
Einstakir viðskiptavinir trygginga-
félaga hafa sagt frá verulegum hækk-
unum bílatrygginga síðustu mánuði
og boðuðum hækkunum um áramót.
Því ber saman við þær upplýsingar
sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda
fær frá sínum félagsmönnum.
Tryggingafélögin kannast hins vegar
ekki við hækkanir umfram vísitölu,
fyrir utan hækkun húftryggingar
hjá VÍS. Sigurður Óli Kolbeinsson
framkvæmdastjóri Varðar segir að
við endurnýjun trygginga geti orðið
breytingar á kjörum einstakra við-
skiptavina, aðallega út frá tjóna-
reynslu.
Halda ekki í við kostnað
Segir Sigurður í skriflegu svari að
við hverja endurnýjun breytist ið-
gjöld í samræmi við tilteknar undir-
vísitölur í vísitölu neysluverðs, auk
launavísitölu. Þar sé verið að reyna
að fanga breytingar sem verða á
tjónakostnaði en hann breytist með
þróun varahlutaverðs og viðgerðar-
þjónustu auk þess sem kostnaður
vegna líkamstjóns breytist að mestu
í samræmi við breytingar á launum.
Hjálmar Sigurþórsson, fram-
kvæmdastjóri hjá TM, segir
nauðsynlegt að draga það fram að
verðbreytingar, að mestu leyti vísi-
töluhækkanir, nái ekki þeirri hækkun
á tjónakostnaði sem sjáist í bókum fé-
lagsins eftir að verðbólga jókst. Því sé
mikil áskorun að halda í við verðlags-
sýni bætta stöðu vátryggingarstarf-
semi. Hins vegar séu félögin líklega
í erfiðari stöðu vegna fjárfestingar-
starfsemi.
Runólfur gagnrýnir að opinbert
eftirlit með iðgjaldagrunni hafi fallið
niður. Það sé miður í þeirri fákeppni
sem ríki á vátryggingamarkaði. Eftir
standi að hafa eigi eftirlit með við-
skiptasiðferði tryggingafélaga. Segist
hann telja að iðgjöld sem neytendum
sé gert að greiða flokkist undir við-
skiptasiðferði en Seðlabankinn deili
þeirri skoðun ekki með FÍB.
lTryggingafélögin segjast breyta iðgjöldum bílatrygginga í samræmi við vísitölurlAlltaf einhverjar
breytingar vegna tjónareynslulFramkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir að ekki sé lengur tryggingaeftirlit
Kannast ekki við umframhækkanir
Morgunblaðið/Hari
Umferðin Fjöldi slasaðra í umferðinni var svipaður fyrstu átta mánuði ársins og á sama tíma undanfarin ár. Færri hafa slasast en árin þar á undan.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is