Morgunblaðið - 17.12.2022, Side 20
FRÉTTIR
Innlent20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
krokur.is
522 4600
Taktu Krók á leiðarenda
Krókur er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í flutningum og björgun
ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki
þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og
annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina.
á þinni leið
Vesturhraun 5, 210 Garðabær
Það sem af er ári eru um 40
íbúðir í byggingu á misjöfnu
byggingarstigi í Sandgerði.
Flestar íbúðir eru í Skerjahverfi
sem er nýtt hverfi við Stafnesveg
sunnan við knattspyrnuvellina
sem fótboltafélagið Reynir notar. Í
fyrsta áfanga eru eingöngu byggð
parhús og fjölbýlishús. Þetta
hverfi stendur hærra en önnur
hverfi og er gott útsýni til sjávar.
Það virðist vera landlægt að
mygla finnist í leikskólum. Það
fannst mygla í tveimur húsum við
leikskólann Sólborg. Allt starf var
flutt á aðra staði í bæjarfélaginu,
ein deild fór í Samkomuhúsið, ein
í Ráðhúsið og ein í grunnskólann.
Svo voru keyptar gámaeiningar
sem eru við veginn að Skerja-
hverfi. Nú er búið að lagfæra hluta
leikskólans Skýjaborgar og ein
deild komin þangað, það er ljóst
að viðgerðir og endunýjun á öllum
búnaði mun kosta milljónir.
Á þessu ári hefur verið unnið
við að leggja ljósleiðara um allan
bæ, meðal annars er búið að
leggja ljósleiðara að Stafnesi. Þeir
sem sáu um að tengja ljósleiðar-
ann klipptu á símastreng sem
lá út í Hvalsneskirkju, þar með
fór öryggiskerfi í kirkjunni úr
sambandi sem endaði með því að
tæknimenn komu og tengdu inn
á ljósleiðarann. Það hefði verið
betra að þeir sem tengdu hefðu
látið vita að breytingin yrði gerð.
Fyrir nokkrum áratugum var
Miðnes hf. í Sandgerði eitt af
öflugustu útgerðarfyrirtækjum
á landinu, félagið átti margar
byggingar í Sandgerði sem í voru
frystihús, stórt fiskverkunarhús
og margt fleira. Í Keflavík áttu
þeir beinamjölsverksmiðju, frysti-
húsið Keflavík og Duus-húsin.
Eftir að Miðnes sameinaðst HB
á Akranesi voru miklar hugmynd-
ir um allskonar framkvæmdir í
Sandgerði og að endurnýja báta
fyrirtækisins. Það fór allt á annan
veg, allir bátar og togarar fóru frá
Sandgerði og allt var selt þar. Um
300 manns misstu vinnuna þegar
allt fór í burtu og allur kvótinn,
sem Brim ehf. á nú. Nesfiskur hf. í
Garði keypti stærstu byggingarn-
ar fyrir um 20 árum og stofnaði
fiskverkunina Ásberg ehf. Í
nóvember síðastliðnum var skipt
um nafn á fiskverkuninni og heitir
hún í dag Miðnes ehf.
Árið 2021 var byrjað á lagfær-
ingum á 135 ára turni Hvalsnes-
kirkju en veðrið var afskaplega
leiðinlegt, sem tafði framkvæmdir
mjög mikið. Á þessu ári var loks
hægt að hefja viðgerðir aftur og
það kom fljótlega í ljós að timbrið
í turninum var víða ansi fúið.
Allar skreytingar utan á turninum
voru fúnar. Það sama var með
gluggana. Allar skreytingar og
gluggar voru smíðaðir hjá Staftré
sem sá um endursmíði á turninum
og þykir hafa tekist mjög vel til
með endurnýjun turns Hvalsnes-
kirkju.
Einnig voru sett ný led-pollaljós
frá Hvalsnesbænum að kirkjunni
og taka þau sig vel út. Næsta
verkefnið er að helluleggja frá
sáluhliði að þjónustuhúsi og setja
led-pollaljós við stíginn.
Lionsklúbbur Sandgerðis hefur
til margra ára boðið eldri borgur-
um í kvöldverð og leikhúsferð. Tvö
síðustu ár sá Covid-19 fyrir því að
ekkert varð af jólahlaðborðinu. En
10. desember var boðið til veislu í
Samkomuhúsinu í Sandgerði, 170
eldri borgarar mættu og gæddu
sér á frábærum mat sem kom frá
veitingastaðnum Sjávarsetrinu
sem er við Sandgerðishöfn. Það
hefur fjölgað í þessum hópi eftir
að Sandgerði og Garður samein-
uðust í sveitarfélagið Suðurnesja-
bæ.
Nýtt hverfi í Sandgerði
ÚRBÆJARLÍFINU
Reynir Sveinsson
Sandgerði
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
EndurgerðVel hefur til tekist við endurgerð á turninum á Hvalsneskirkju.
Fertugustu og fjórðu Jólasöngvar
Kórs Langholtskirkju verða haldn-
ir í Langholtskirkju á morgun,
laugardag, kl. 20 og á sunnudag kl.
17. „Jólasöngvarnir eru ómissandi
liður í hátíðahaldi margra og nú
gleðst kórinn yfir því að geta aftur
haldið þá án nokkurra takmarkana
og boðið upp á heitt súkkulaði og
piparkökur í hléi, venju sam-
kvæmt,“ segir í tilkynningu frá
kórnum.
Á tónleikunum koma fram Kór
Langholtskirkju, Gradualekór
Langholtskirkju og Graduale Nobili
undir stjórn Magnúsar Ragnars-
sonar og Sunnu Karenar Einars-
dóttur. Einsöngvarar að þessu
sinni verða Hildigunnur Einars-
dóttir mezzósópran og Andri Björn
Róbertsson bassi, en auk þeirra
koma fram einsöngvarar úr kórun-
um. Hljómsveitina á tónleikunum
skipa þau Melkorka Ólafsdóttir á
flautu, Matthías Birgir Nardeau á
óbó, Frank Aarnink á slagverk og
Richard Korn á kontrabassa. Mið-
ar fást á tix.is og við innganginn.
Jólasöngvar Kórs Langholts-
kirkju í 44. sinn um helgina
Jólastund Magnús Ragnarsson stjórnandi ásamt Kór Langholtskirkju.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra
hefur hafið undirbúning að sam-
einingu átta héraðsdómstóla í einn
héraðsdómstól. Forsenda samein-
ingarinnar að mati ráðherra er sú að
héraðsdómstóllinn hafi áfram starfs-
stöðvar á landsbyggðinni þar sem nú-
verandi dómstólar eru staðsettir. Efla
þurfi og styrkja starfsstöðvarnar með
nýjum verkefnum.
Fram kemur í tilkynningu frá
dómsmálaráðherra að starfshópur
um sameiningu héraðsdómstólanna,
sem skipaður var í mars, hafi nú skil-
að ráðherra skýrslu og megintillögur
hópsins séu þær að héraðsdómstól-
arnir verði sameinaðir í einn Hér-
aðsdóm með yfirstjórn í Reykjavík
og átta starfsstöðvar á þeim stöð-
um sem héraðsdómstólarnir eru nú
starfræktir. Störfum verði fjölgað á
starfsstöðvum á landsbyggðinni og
munu að lágmarki þrír starfa á hverri
starfsstöð, þar af að minnsta kosti
tveir héraðsdómarar eða einn hér-
aðsdómari og einn dómarafulltrúi.
Lagt er til að dómstjóri og varadóm-
stjóri Héraðsdóms verði skipaðir til
fimm ára úr hópi héraðsdómara af
stjórn dómstólasýslunnar. Það verði
gert að undangengnu hæfnismati í
stað kosningar á meðal dómara.
Starfshópurinn telur að þegar ráð-
ist er í jafn miklar breytingar á upp-
byggingu stofnana réttarkerfisins og
hér er lagt til sé mikilvægt að gefinn
verði rúmur aðlögunartími frá lög-
festingu til gildistöku laganna eða allt
að tvö ár. Er því lagt til að sameining
héraðsdómstólanna taki gildi 1. ágúst
2024 en dómstjóri verði skipaður frá
1. mars 2024 til þess meðal annars að
undirbúa sameininguna og starfsemi
Héraðsdóms.
lStarfsstöðvar áfram á landsbyggðinni
Undirbýr sam-
einingudómstóla