Morgunblaðið - 17.12.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 17.12.2022, Síða 24
FRÉTTIR Erlent24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 JÓLAGJÖFIN Í ÁR ER PIZZAOFN WWW.PIZZAOFNAR.IS FRAKKLAND Tíu manns fórust og nítján slasaðir Fimm börn voru meðal þeirra tíu einstaklinga sem fórust í eldsvoða í fyrrinótt í sjö hæða blokk í niðurníddu út- hverfi í frönsku borginni Lyon. Nítján manns eru slasaðir og þar af fjórir alvarlega. Eldsins varð vart um þrjúleytið um nóttina og þrátt fyrir að slökkviliðið væri komið á vettvang tólf mínútum síðar fór sem fór. Talið er að snör viðbrögð slökkviliðs hafi bjargað miklu því aðkoman var skelfileg að sögn vitna. Einhverjir létust eftir að hafa stokkið út úr brennandi byggingunni. Þrátt fyrir viðgerð 2019 var blokkin í niðurníðslu og átti að gera meira við hana núna í janú- ar. Íbúar í nágrenninu söfnuðust saman í gær til að gefa föt og dýn- ur til þeirra 100 íbúa semmisstu húsnæðið við eldsvoðann. Skelfileg aðkoma var við bygginguna. áfram, en vegna árásanna er rafmagn skammtað naumlega um allt landið. Það er orðið daglegur viðburður að vakna upp í myrkri og kulda við drunur loftárásanna. „Ég vaknaði og sá eldflaug kljúfa loftið,“ sagði hin 25 ára Lada Korovai við blaða- mann AFP-fréttaveitunnar. „Ég sá eldflaugina og vissi að ég þyrfti að fara í neðanjarðarlestina. Þetta er raunveruleikinn í þessu stríði og það sem við búum við.“ Það er erfitt að gera sér í hugarlund að búa við myrkur og rafmagnsleysi í kulda sem getur verið langt undir frostmarki. Í miðju stríðsátakanna í Bakhmút fengu íbúar ofna til að brenna trjávið til að halda á sér hita. Hin 85 ára Oleksandra sagðist ekki myndu gefast upp. „Égmun lifa þenn- an vetur og gangamér til hita,“ sagði hún við blaðamann AFP. Jens Stoltenberg fram- kvæmdastjóri NATO sagði í gær að Rússar byggju sig undir langt stríð og það væri hættulegt að vanmeta getu þeirra til þess. „Við sjáum að þeir eru að virkja meiri herafla og þeir eru tilbúnir til þess að þola mikið mann- fall,“ sagði hann. Konstantín Vorontsov, embættis- maður í rússneska utanríkisráðu- neytinu, sagði í gær að allt tal um efnavopn Rússa væri ekki rétt og þeir myndu halda öll alþjóðleg lög sem banna slík vopn. Hann sagði slíkt tal vera til að leiða athyglina frá því sem Bandaríkin væru að gera í Úkraínu, en Rússar hafa sakað Bandaríkin um þróun efnavopna í Úkraínu. LoftárásumRússa linnir ekki og í gær- morgun vaknaði þjóðin við drunurn- ar úti um allt land. Í höfuðborginni Kænugarði var bæði rafmagnslaust og vatnslaust eins og í norður-, suður- og miðhluta landsins. Orkuyfirvöld landsins sögðu að lengri tíma gæti tekið að koma rafmagni á vegna um- fangs árásanna í gær. Mest áhersla er lögð á að koma rafmagni á sjúkrahús og tryggja vatn og hitamiðstöðvar var sagt í tilkynningu frá orkuyfirvöldum. Í Kænugarði voru neðanjarðarlestir stöðvaðar, en þær eru notaðar sem loftvarnarbyrgi í árásunum. Í myrkri og kulda heldur þjóðin áfram að reyna að halda lífi sínu Vakna í kulda við drunur loftárása lLoftárásir um alla ÚkraínulKuldi víða langt undir frostmarkilRafmagns- og vatnsleysi daglegt brauðlStoltenberg varar við löngu stríðilRússar neita framleiðslu efnavopna og benda á Bandaríkin Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is AFP/Yuriy Dyachyshyn VerslunVerslunareigandi í borginni Lvív bíður eftir viðskiptavini í myrkraðri verslun með rafalknúna ljóstíru í hendinni. Eldflaug var send á loft í gær frá Kaliforníu til að safna gögnum um vatnsbúskap jarðarinn- ar. Talið er að verkefnið sé tímamótarannsókn á áhrifum loftslagsbreytinga á höf og vötn plánetunnar og er samvinnuverk- efni NASA og frönsku geim- ferðastofnunarinnar CNES. Eld- flaugin semmun safna gögnum var sett á loft í gær kl. 11.46 frá Vandenberg-geimferðastöðinni í Kaliforníu. Talsmenn NASA segja verkefnið munu valda byltingu á skilningi okkar á vatnsbúskap jarðarinnar vegna nákvæmni og skýrleika gagnanna sem safnað verður. Hægt verður að segja fyr- ir um flóð og þurrka með mikilli nákvæmni. Úr 890 km hæðmun eldflaugin geta mælt hækkun vatnsborðs á 90% af yfirborði jarðar á 21 dags fresti. Verkefnið mun standa yfir í rúm þrjú ár. Bandaríkin: Space X Falcon 9-eldflaugin send af stað til að kanna vatnsbúskap jarðar Bylting í öflun upp- lýsinga AFP/NASA/Keegan Barber Kína aukin ógn við stöðugleikann lTvöfalda framlög til varnarmála Forsætisráðherra Japans, Fumio Kishida, kynnti á blaðamannafundi í gær mikla aukningu fjármagns til varnarmála landsins. Hann sagðist staðráðinn í því að vernda landið og japönsku þjóðina á þessum sögu- legu viðsjárverðu tímum. Kishida sagði að Japan myndi eyða 2% af vergri landsframleiðslu til varnar- mála til að tryggja öryggi landsins. Talið er að Kishida hafi mikinn stuðning landsmanna við þessar breytingar sem eru þær mestu í Japan í áratugi. Frumvarp Kishida var samþykkt í þinginu í gær og í því kemur fram að áætlað er að ná markmiðinu um 2% fyrir árið 2027. Þessi breyting er í reynd tvöföldun á því sem Japan eyðir núna í varnarmál og er í takt við það sem mælst er til í löndum Atlantshafs- bandalagsins. Viðsjárverðir tímar „Í löndunum í kringum okkur er verið að styrkja kjarnorkuvopna- eign, og mikil uppbygging í hermál- um og í augsýn eru tilraunir til að koma á breytingum,“ sagði hann á fundinum og vísaði einnig í stríð Rússa gegn Úkraínu sem dæmi um breytta heimsmynd. Í frumvarpinu segir að yfirvöld í Kína hafi aldrei verið meiri ógn við stöðugleika Japans og heimsins alls. Aukið fjármagn verður nýtt til að kaupa vopn sem auðvelda gagnsóknir á hættuleg eldflauga- svæði sem Japan stendur hætta af. Kishida sagði að eldflaugakerfi Japana væri ekki nægjanlegt og meiri loftvarnir gætu skipt sköpum í framtíðinni. Lagt er til að keyptar verði allt að fimm hundruð Tomahawk-eldflaugar frá Banda- ríkjunum. „Japan er enn á móti kjarnorkuvopnum og aukin fjárlög til varnarmála breyta því ekki að við erum friðsöm þjóð.“ AFP/David Mareuil Tókýó Forsætisráðherrann Fumio Kishida á blaðamannafundi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.