Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 26 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ A uka á stuðning við leigj- endur frá og með næstu áramótum. Greint var frá því þegar stjórnvöld kynntu aðgerðapakka í tengslum við gerð kjarasamninganna í byrjun vik- unnar að grunnfjárhæðir húsnæð- isbóta til leigjenda yrðu hækkaðar um 13,8% í upphafi næsta árs og að tekjuskerðingarmörk bótanna yrðu hækkuð um 7,4%. Húsnæðisbætur voru síðast hækkaðar 1. júní sl. um tíu prósent. Felur hækkunin um áramót t.a.m. í sér að bætur þar sem tveir eru í heimili hækka um 6.529 kr. og fara í 53.753 kr. á næsta ári. Frá seinustu áramótum hafa bæturnar þá hækkað um 25,2%. Ef fjórir eða fleiri eru í heimili hækka núverandi bætur um 8.280 kr. og verða 68.174 kr. á næsta ári svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld áætla að á næsta ári verði greiddir samtals 9,6 milljarðar kr. í húsnæðisbætur til landsmanna. Hækkunin sem ákveðin var í sumar var talin kalla á 1,5 milljarða kr. útgjaldaauka og hækkunin sem verður um áramótin er talin kosta 1,1 milljarð. Heildarhækkunin milli ára verði því um 2,6 milljarðar kr. Talið er að um helmingur heimila á leigumarkaði fái húsnæðisbætur og að 16.800 heimili muni fá bætur á næsta ári. Margoft hefur verið sýnt fram á að margir leigjendur eru í erfiðri stöðu, þeir upplifa minna húsnæðisöryggi en aðrir og búa í mun meira mæli við íþyngjandi húsnæðiskostnað (27% heimila á leigumarkaði) en þeir sem búa í eigin húsnæði (8,9%). Hækkun húsnæðisbótanna er hluti af viðameiri aðgerðum og stuðningi í húsnæðismálum, sem eiga að auka húsnæðisöryggi leigjenda. Í áfanga- skýrslu starfshóps um endurskoðun húsaleigulaga sem birt var í vikunni kemur fram að áætlað er að um 34 þúsund heimili séu á leigumarkaði um þessar mundir og hefur þeim fjölgað um rúmlega 70% ef borið er saman við fjölda heimila á árunum fyrir hrunið 2008. „Er talið að um 22% heimila séu á leigumarkaði um þessar mundir og um 13% einstak- linga 18 ára og eldri. Talið er líklegt að heimilum á leigumarkaði muni fjölga á komandi árum, m.a. út frá lýðfræðilegum breytum en einnig vegna komu flóttafólks, viðspyrnu í ferðaþjónustu og aukinnar þarfar fyrir erlent vinnuafl,“ segir í skýr- slunni. Þak, bremsur eða aðrar tak- markanir í 24 OECD-ríkjum Hópurinn ræðir þar m.a. hvort koma eigi á fót leigustýringu í formi leiguþaks eða leigubremsu. Fram kemur að einhvers konar takmark- anir á ákvörðun leigufjárhæðar, við gerð leigusamnings eða á hækkanir síðar á samningstíma leigjanda og leigusala, gilda í 24 ríkjum innan OECD. Hópurinn ræddi við fjölmarga hagaðila á leigumarkaði við gerð skýrslunnar og komu fram sjónarmið bæði með og á móti því að samningsfrelsi um leigufjárhæð verði settar auknar skorður. Helsta áskorunin nú sé að tryggja nægj- anlegt framboðs húsnæðis til að koma í veg fyrir óeðlilega hækkun leiguverðs. Telja of langt gengið Lagasetning er í farvatninu á Alþingi sem kveður á um að leigusölum verði skylt eftir næstu áramót að skrá alla leigusamninga og breytingar á leigufjárhæð í hús- næðisgrunn Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar, sem fær heimild til að leggja stjórnvaldssektir á leigu- sala sem vanrækja þetta skv. frum- varpinu. Meirihluti velferðarnefndar hefur nú skilað áliti sínu og telur of langt gengið að skylda alla leigusala til að skrá leigusamninga í grunninn. Leggur meirihlutinn til að einungis leigusölum sem hafa atvinnu af útleigu á húsnæði verði skylt að skrá leigusamninga í gagnagrunninn en aðrir sem leigja út húsnæði sitt þurfi ekki að hlíta skráningarskyldu með sama hætti. Frumvarpið kveður líka á um að hækkun á leigu verði ekki bindandi fyrir leigjendur nema hún hafi verið skráð í grunninn. Gera verður úttektir á ástandi leiguhús- næðis, þ. á m. um ástand bruna- varna, strax við gerð leigusamninga. Önnur umræða um frumvarpið átti að fara fram á Alþingi í gær. Leigumarkaðir í Evrópulöndum eru um margt ólíkir. Eurostat, Hagstofa ESB, birti í vikunni yfirlit yfir húsnæðismarkaði í aðildar- löndunum þar sem kemur fram að um 30% íbúa þessara landa búa í leiguhúsnæði og 70% í eigin hús- næði að meðaltali. Í Þýskalandi er skiptingin næsta jöfn, rúm 50% eru í leiguhúsnæði og tæp 50% í eigin húsnæði. Í Danmörku eru 40,8% leigjendur og í Svíþjóð er hlutfallið 35,1%. Á hinn bóginn eru í Rúmeníu 8,3% í leiguhúsnæði og í Póllandi 15,1%. Tölurnar eru frá árinu 2021. Ísland er ekki með í samanburðinum en eins og áður segir er talið að um 22% íslenskra heimila hafi verið í leiguhúsnæði í fyrra, þar af voru 13,4% á almennum leigumarkaði. Ísland er í hópi þeirra ríkja í Evrópu sem hafa hvað lægst hlutfall íbúa í leiguhúsnæði. 1,1 milljarði bætt við húsnæðisbæturnar SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is 32 36 41 43 47 54 50 55 63 54 60 68Hækkun húsnæðisbóta 1 í heimili 2 í heimili 3 í heimili 4 eða fleiri í heimili Grunnfjárhæð húsnæðisbóta 1. jan. 2022 1. júní 2022 1. jan. 2023 Þús. kr. á mánuði Heimild: Stjórnarráð Íslands Pistill Mannúð íanda jólanna T il hamingju elsku öryrkjar sem fáið nú viðbótardesember- uppbót skatta- og skerðingalausa fyrir jólin. Ég þekki af eigin raun hversu það er sárt að vera algjör- lega vanmáttugur gagnvart fátæktinni sem þúsundir mega þola í boði ríkisstjórnarinnar án þess að fá rönd við reist. Því er það mér afar erfitt að tala um með- ferð þingmanna meirihlutans á sárafátæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviður- væri en berstrípaðar greiðslur Trygginga- stofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þau tæki- færi til að taka utan um þennan fámenna hóp og rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Þrívegis sögðu þau NEI! Í atkvæðaskýringum með síðustu breytingatillögu minni um málið, þar sem ég óskaði eft- ir 126 milljónum króna til 2.080 bláfátækra í sárri neyð, kom félags- og vinnumarkaðsmálaráðherra í atkvæða- skýringar. Hann sagði m.a.: „Ég skil auðvitað líkt og önnur hér viljann til þess að mæta hópi þess eldra fólks sem lökust hefur kjörin nú í desember en sú tillaga sem hv. þm. Inga Sæland hefur ítrekað lagt fram hefur verið óskýr og lagalega ótæk að mínu viti, þó svo að hún hafi vissulega skánað eftir því sem á líður.“ Ef þetta er skilningur hæstvirts ráðherra á einföld- ustu breytingatillögu þingvetrarins þá hvet ég hann til að hugsa sinn gang. Hugsanlega eitthvert annað starf sem hentar honum betur. Ráðherrann lét ekki þar við sitja og hélt ótrauður áfram að freista þess að réttlæta mannvonskuna sem augljóslega felst í því að segja NEI! „Burtséð frá þessu þá vara ég við því að setja plástra á ellilífeyriskerfið sem var ein- faldað og bætt fyrir nokkrum árum og sem leiddi til kjarabóta fyrir eldra fólk.“ Hvers vegna er Flokkur fólksins að kalla eftir plástri? Liggur það ekki í augum uppi að það er vegna þess að þessu fólki blæðir. Gamalt fólk sem á hvergi höfði að að halla þarf á fjárhagslegum stuðningi að halda. Ekki seinna, heldur núna. Enn fremur kemur fram hjá ráðherranum að nú sé nefnd að störfum undir forystu ráðu- neytis hans sem fjallar einmitt um stöðu þess hluta ellilífeyrisþega sem lökust hefur kjörin og telur hann farsælla að sú nefnd fjalli um það sem hér er til umfjöllunar. Mér er ofboðið. Hvernig í veröldinni á það að hjálpa fólki í neyð fyrir jólin að ráðherrann sé að vinna með málið í nefnd? Ég á einfalt svar við því. Eldra fólk í sárri neyð fyrir jólin græðir ekkert á því að verið sé að fjalla um málið í nefnd næstu árin. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir hlýju ykkar og stuðning við Flokk fólksins. Við munum alltaf setja fólkið í fyrsta sæti. Gleðileg jól! Inga Sæland Höfundur er formaður Flokks fólksins. Eldfimt ástand Spenna er við- varandi ástand í Kósovó, en þessa dagana er hún meiri en venju- lega. Ástandið er svo viðkvæmt að minnstu mál geta valdið heilmiklu uppnámi. Undanfar- ið hafa serbneskir Kósovóbúar sett upp vegatálma og lamað umferð á tveimur landamæra- stöðvum við Serbíu í kjölfarið á því að fyrrverandi lögreglu- maður var handtekinn. Í gær fóru serbnesk stjórn- völd fram á að fá að senda þús- und serbneska her- og lögreglu- menn inn í Kósovó. Það verður aldrei samþykkt. Serbar vita það og kom það meira að segja fram í yfirlýsingum þeirra. Þeir vita líka að þeir eru að stuðla að því að eldfimt ástand versni. Kósovó var hluti af Serbíu. 1998 braust út stríð vegna þess að stjórnvöld í Belgrað vildu ekki að Kósovó, þar sem Albanar eru í meirihluta, fengi sjálfstæði. Stríðinu lauk eftir að Atlantshafsbandalagið skarst í leikinn 1999 til að koma í veg fyrir þjóðernishreinsanir á borð við þær sem áttu sér stað í Bosníu. Kósovar lýstu yfir sjálfstæði 2008, en landið nýtur ekki viðurkenningar Serbíu, sem reynir af fremsta megni að leggja stein í götu yfirvalda í Kósovó. Serbar reyna líka að eggja Bosníu-Serba til sundur- lyndis og ýfinga í Bosníu. Einnig þar er grunnt á hinu góða. Takist ekki að vinda ofan af spennunni á Balkanskaga er voðinn vís. Takist ekki að vinda ofan af spennunni á Balkanskaga er voðinn vís} Jólastopp á spilakassa? Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu frá sér áskorun um miðja vikuna til þeirra sem reka spila- kassa um að loka þeim yfir jól og áramót. Áskorunin var send á Happdrætti Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsspil, Rauða krossinn á Íslandi og Landsbjörg. Um leið var ítrekuð áskorun samtakanna um að loka spilakössum til frambúðar. Rekstur spilakassa er hæpin starfsemi. Talið er að um 6.000 manns hér á landi eigi við spilafíkn að etja. Birst hafa nístandi frásagnir af þeim ógöngum sem spilafíknin get- ur leitt fólk út í; splundraðar fjölskyldur, gjaldþrot og sjálfsvíg. Allt bendir til að bein tengsl séu á milli spilakass- anna og spilafíknar. Rekstur spilakassa stöðvað- ist um tíma í takmörkunum vegna kórónuveirunnar. Sam- tök áhugafólks um spilafíkn sögðu þá að margir spilafíklar hefðu notið góðs af og verið farnir að koma lífi sínu á rétt- an kjöl á ný. Ögmundur Jónasson skar upp herör gegn spilakössum þegar hann var dómsmála- og síðar innaríkisráðherra á árunum 2010 til 2013. „Það land fyrirfinnst vart þar sem eftirlit með spilakössum er minna en hér á landi. Þetta er alvarlegt þjóðfélagsmein og til skammar hvernig við búum að spilafíklum. Það er verið að hafa fé af veiku fólki og við, sem samfélag, höfum rústað lífi fjölmargs fólks,“ sagði hann í viðtali við mbl.is fyrir þrem- ur árum. SÁÁ hætti þátttöku í rekstri spilakassa þar sem samtökum í baráttu gegn fíkn væri ekki stætt á að afla peninga með þessum hætti. Leita yrði annarra leiða. Rekstur spilakassa hefur bögglast fyrir Háskólanum, Rauða krossinum og öðrum sem reka spilakassa og virðast ekkert síður háðir rekstrinum en spilafíklarnir. Alls voru tekjur af spila- kössum rúmir 12,2 milljarðar króna árið 2018. Hagnaðurinn það ár var rúmlega 1,9 millj- arðar og fékk Háskólinn 1,1 milljarð af því. Það sem er sláandi við þær tölur er hvað lágt hlutfall veltunnar fer til starfseminn- ar sem spilakassarnir eiga að fjármagna. Hjá flestum góðgerðarfélögum er allt kapp lagt á að nýta söfnunarfé sem best; gæta þess að sem mest renni til málstaðarins og minnst til rekstrarins. Ef hlut- fall rekstrarkostnaðar fer mik- ið yfir 20 af hundraði getur það fælt fólk frá því að gefa. Í spilakössunum snýst hlutfallið á haus. Starfsemin, sem spila- kössunum er ætlað að styrkja, fær ekki einu sinni 20 prósent af veltunni. Bróðurparturinn fer í að reka kassana og borga leyfishöfum. Þeir sem reka kassana hljóta að spyrja sig hvort málstað- urinn sé þess virði. Þeir mega líka spyrja sig hvort ekki sé rétt að verða við jólaákalli Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Starfsemin, sem spilakössunum er ætlað að styrkja, fær ekki einu sinni 20 prósent af veltunni}

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.