Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Samstaða Samninganefnd Eflingar fjölmennti í Karphúsið í gær til fundar við SA og nokkrir félagsmenn lyftu upp borðum til að minna á málstaðinn og mikilvægi Eflingarfólks.
Eggert
Þessa dagana höf-
um við heyrt af dæm-
um um svívirðilegar
og óforsvaranlegar
hækkanir leiguverðs.
Þó að þau segi ekki
alla söguna um mark-
aðinn í heild koma
svona dæmi illa við
allt heiðvirt fólk.
Í stjórnmálasögu
heimsins er þekkt að
vilja bregðast við
miklum hækkunum leiguverðs með
að grípa til aðgerða sem eru vel
meintar og hljóma vel, eins og til
dæmis leiguþak hvers konar. Það
er skiljanlegt að það sama eigi við
um forystufólk samfélags okkar nú
en slík inngrip hafa þó iðulega gert
stöðuna enn verri fyrir þá sem síst
skyldi og er ástæða til
að varast.
Leiguþak
hefur aukið á
grunnvandann
Það er ekki mann-
vonska eða skeyting-
arleysi að gjalda var-
hug við slíkum
inngripslausnum,
heldur hefur reynslan
af þeim einfaldlega
verið slæm. Leiga
undir markaðsverði
hefur aukið á grunn-
vandann með sóun á húsnæði,
verra viðhaldi og stöðvun nýbygg-
inga. Leiguþak hefur búið til óeðli-
lega eftirspurn og dregið úr nauð-
synlegu framboði. Verktakar hafa
ekki byggt og eigendur ekki leigt
húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði
fyrir til að nefna nokkrar algengar
afleiðingar slíkra inngripa. Hag-
fræðingurinn Henry Hazlitt orðar
það beinskeytt að hámarksleiga sé
ekki einungis árangurslaus heldur
valdi hún æ meiri skaða fyrir alla,
og ekki síst fyrir hópinn sem átti
upphaflega að hjálpa. Annar hag-
fræðingur, Assar Lindbeck, orðaði
það enn snaggaralegar; að leiguþak
sé skilvirkasta leiðin til að eyði-
leggja borgir, fyrir utan sprengju-
árás.
Framboðsvandi sveitarfélaga
þrýstir upp leiguverði
Innlendar aðgerðir og aðgerða-
leysi síðustu ára hafa haft sín áhrif.
Vinstristjórn eftirhrunsáranna tvö-
faldaði skatt á leigutekjur sem
þrýsti upp leiguverði sem mark-
aðurinn þurfti að jafna sig á þó að
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks sneri þeirri þró-
un við með mikilli skattalækkun á
leigutekjur. Heimagistingarbóla og
framboðsvandi hefur svo þrengt
stöðuna og þrýst upp leiguverði
eins og gerist jafnan þegar eft-
irspurn er meiri en framboð.
Í þeirri stöðu er heillavænlegra
að ríkisstjórn hugi að heildstæðum
og raunverulegum lausnum með
það fyrir augum að ýta undir upp-
byggingu á fjölbreyttu íbúðar-
húsnæði, styðja við kaupendur sem
og leigjendur, þá sérstaklega þá
sem veikast standa. Ríkisstjórnin
hefur nú sýnt á spilin um sín plön
um að stórefla húsnæðis- og vaxta-
bótakerfin sem er vel. Ríkis-
stjórnin er einnig að stuðla að
auknu framboði af nýjum íbúðum á
viðráðanlegu verði í samráði við
sveitarfélög um allt land ásamt
áframhaldandi uppbyggingu al-
mennra íbúða. Þetta eru að aðgerð-
ir sem munu skipta sköpum.
Það er ábyrgðarhluti allra sem
starfa í stjórnmálum að tryggja
húsnæðisöryggi í formi skilvirks og
þar af leiðandi sanngjarns húsnæð-
ismarkaðar. Það er líka ábyrgð-
arhluti að horfa þar til heildar-
lausna sem skila raunverulegum
árangri en grípa ekki til hljóm-
fagurra skyndilausna sem geta
komið verst niður á þeim sem á
mestri aðstoð þurfa að halda.
Hildur
Sverrisdóttir » Það er ábyrgðarhluti
að tryggja húsnæð-
isöryggi í formi skilvirks
húsnæðismarkaðar og
þar af leiðandi sann-
gjarns leigumarkaðar.
Hildur
Sverrisdóttir
Vörumst að gera leiguvandann verri
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
hildur.sverrisdottir@althingi.is
Fjárlög fyrir 2023
hafa meiri þýðingu en
oft áður í ljósi verð-
bólgu, hárra vaxta og
kjarasamninga. Við-
reisn telur mikilvægt
að fjárlög endurspegli
þau verkefni sem mik-
ilvægast er að bregðast
við strax. Verðbólgan
er þar í aðalhlutverki.
Ríkisfjármálin verða
að styðja við markmið
Seðlabankans um að hemja verð-
bólgu. Ef Seðlabankinn stendur einn
með það verkefni munu vextir bara
halda áfram að hækka. Fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarflokkanna
gerir samt alltof lítið til að sporna
við verðbólgu eða draga úr þenslu
eins og sjá má af hörðum orðum
seðlabankastjóra, sem hefur sagt
ríkisstjórnina gera verk Seðlabank-
ans erfiðara.
Tækifæri í hagræðingu
Viðreisn leggur til markvissar
hagræðingaraðgerðir til að greiða
niður skuldir á komandi ári. Mikil
tækifæri felast í hagræðingu í rík-
isrekstri. Stefnt yrði að því hagræða
í ríkisrekstri fyrir þrjá milljarða,
m.a. með því að draga til baka fjölg-
un ráðuneyta og ráðherrastóla frá
upphafi kjörtímabils. Sá kostnaður
var í milljörðum talinn
og sú ákvörðun sætti
nokkrum ólíkindum á
sama tíma og biðlað
var til almennings um
að sýna ábyrgð í fjár-
málum. Strax á næsta
ári verði skuldir rík-
isins lækkaðar um 20
milljarða. Það er ein-
faldlega óverjandi að
reka eigi ríkissjóð með
halla samfleytt í næst-
um áratug. Halla-
rekstur ríkisstjórn-
arinnar hófst árið
2019, áður en heimsfaraldur skall á.
Fyrir liggur að nú er stefnt að því
að ríkissjóður verði rekinn með
halla út árið 2027. Engu skiptir
hvort aðstæður eru góðar eða erf-
iðar. Þetta er ríkisstjórn hallans.
Vaxtagjöld eru nú þriðji stærsti
fjárlagaliður ríkisins. Þessi ævin-
týralegi vaxtakostnaður veikir getu
til að fjárfesta í grunnþjónustu.
Þess vegna skiptir svo miklu að
koma í veg fyrir að stór hluti út-
gjalda ríkisins fari í greiðslu vaxta-
gjalda. Við eigum að hafa metnað til
að fjárfesta kröftugt í heilbrigð-
isþjónustu og annarri grunnþjón-
ustu. Það er erfitt þegar kostnaður
af vaxtagjöldum er einn af stærri
útgjaldaliðum ríkisins. Þess vegna
gengur ekki upp í fjárlagaumræðu
að ræða aldrei um skuldir og kostn-
að af skuldum.
Sanngjarnt auðlindagjald
og grænir skattar
Viðreisn hefur jafnframt lagt
fram tillögur um tekjuöflun. Við
leggjum fram breytingartillögu um
að veiðigjöld verði hækkuð um sex
milljarða. Viðreisn hefur ítrekað lagt
fram tillögur um að veiðigjöld end-
urspegli markaðsvirði veiðiréttinda.
Methagnaður hefur verið í sjávar-
útvegi en í fyrra nam hann um 65
milljörðum eftir skatta og gjöld.
Markaðsvirði veiðiréttinda nú er um
sex milljörðum hærri en núverandi
veiðigjöld og hækkun samsvarandi.
Önnur tillaga til tekjuöflunar lýt-
ur að því að við viljum nýta græna
skatta og hvata til að takast á við
loftslagsvandann. Öflugasta og skil-
virkasta verkfæri stjórnvalda til að
ná árangri þar eru hagrænir hvatar
á borð við kolefnisgjald sem leggist
á alla losun. Viðreisn leggur til að
lögð verði kolefnisgjöld á stóriðju,
sem hingað til hefur verið undan-
þegin slíkum gjöldum þrátt fyrir að
vera ein stærsta uppspretta gróður-
húsalofttegunda á Íslandi. Það
myndi auka tekjur ríkissjóðs um
13,5 milljarða. Þá leggur Viðreisn til
að Íslandsbanki verði seldur að fullu
á komandi ári og aðferðin við sölu
verði opin og gagnsæ. Söluandvirði
verði varið til að greiða niður skuld-
ir. Svo virðist sem fyrirætlanir ríkis-
stjórnarinnar um frekari sölu hafi
siglt í strand.
Kröftug fjárfesting
í heilbrigðiskerfi
Einn stærsti vandi heilbrigðis-
kerfisins er mönnunarvandi. Við-
reisn vill bæta kjör kvennastétta í
heilbrigðiskerfinu og að sex millj-
örðum verði aukalega varið til heil-
brigðiskerfisins. Með því getum við
betur unnið á löngum biðlistum og
minnkað álag á starfsfólk. Tillögur
okkar lúta að markvissri fjárfest-
ingu í heilbrigðiskerfinu, sérstak-
lega með því að bæta þar hag
kvennastétta. Fyrst og síðast finnur
íslenskt heilbrigðiskerfi alvarlega
fyrir því að framtíðarsýn stjórnvalda
skortir. Plástrar hér og þar duga
ekki til.
Stuðningur við
barnafjölskyldur
Staða fjölskyldna og fyrstu kaup-
enda er víða erfið, fólks sem keypti
þegar vextir voru sögulega lágir.
Þungt högg vegna áhrifa af verð-
bólgu og gríðarlega hárra vaxta hér-
lendis gerir að verkum að hér þarf
að bregðast við. Vextir á Íslandi hafa
hækkað margfalt á við nágranna-
löndin, sem þó glíma við svipaða
verðbólgu. Ástæðan er íslenska
krónan. Ekki er hægt að ætlast til að
almenningar axli einn þær byrðar
sem hljótast af gjaldmiðlinum. Til-
lögur Viðreisnar eru að stuðningur
við barnafjölskyldur í formi vaxta-
bóta, húsnæðisbóta og barnabóta
verði 7,5 milljarðar.
Fjárlög í þágu
almannahagsmuna
Með þessum markvissu hagræð-
ingartillögum og -aðgerðum er hægt
að draga strax úr halla ríkissjóðs og
lækka svimandi há vaxtagjöld. Með
sanngjarnari gjaldtöku í sjávar-
útvegi og grænum sköttum verða til
tekjur sem hafa þýðingu fyrir rík-
issjóð. Þannig er hægt að fara í
kröftugan stuðning við heilbrigð-
iskerfið sem og stuðning við þær
fjölskyldur og einstaklinga sem hafa
tekið á sig þyngstar byrðar vaxta-
hækkana og verðbólgu undanfarið.
Markmið fjárlaga á að vera að skila
niðurstöðu í þágu almannahags-
muna – og skilja ekki eftir fyrir
næstu kynslóð.
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir » Það er einfaldlega
óverjandi að reka
eigi ríkissjóð með halla
samfleytt í næstum ára-
tug. Vaxtagjöld eru nú
þriðji stærsti fjárlaga-
liður ríkisins.
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
Höfundur er þingmaður Viðreisnar
og fulltrúi í fjárlaganefnd.
thorbjorg.s.gunnlaugsdott-
ir@althingiis
Fjárlögin í ár hafa meiri þýðingu en oft áður