Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
AKUREYRARKIRKJA | Helgistund í
kapellu kl. 11. Prestur er Svavar Al-
freð Jónsson. Ungar söngkonur
syngja aðventu- og jólasálma. Organ-
isti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Jólahelgistund
á léttum og ljúfum nótum kl. 11. Kór
Árbæjarkirkju syngur jólasöngva úr
ýmsum áttum undir stjórn Krisztinu
Kalló Szklenár. Jólasaga og jóla-
íhuganir lesnar á milli söngva og sr.
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir flytur
hugvekju. Kaffi og spjall eftir stund-
ina.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
og jólabarnaball kl. 13 í umsjá Emmu,
Þorsteins og sr. Sigurðar. Jólasöngvar
sungnir og jólasagan flutt, og jafnvel
von á jólasveini líka.
ÁSTJARNARKIRKJA | Jólastund
fjölskyldunnar kl. 14. Við hvetjum
barnafjölskyldur sérstaklega til að
mæta.
BESSASTAÐASÓKN | Litlu jól
sunnudagaskólans í Brekkuskógum 1
kl. 11. Dansað í kringum jólatréð,
jólasveinar koma í heimsókn og heitt
súkkulaði og piparkökur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir
þjónar fyrir altari og prédikar. Örn
Magnússon organisti leiðir tónlistina
ásamt félögum úr kór Breiðholts-
kirkju.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Við fáum til okkar
góða gesti, yngstu meðlimi Skóla-
hljómsveitar Austurbæjar ásamt
Snorra Heimissyni stjórnanda. Sól-
veig Franklínsdóttir, Jónas Þórir, Katr-
ín Eir Óðinsdóttir, Hanna Jónsdóttir
og sr. María Guðrúnardóttir Ágústs-
dóttir leiða stundina.
DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11, sr. Alfreð Örn Finnsson sókn-
arpestur pédikar og þjónar fyrir altari.
Sólveig Sigríður Einarsdóttir leikur á
orgel og Steinunn Björg Ólafsdóttir
leiðir almennan safnaðarsöng. Súpa
að guðsþjónustu lokinni.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, prest-
ur er Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn
og Guðmundur Sigurðsson er organ-
isti.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Guðs-
þjónusta kl. 17. Sr. Helga Kolbeins-
dóttir þjónar fyrir altari og prédikar.
Kór Fella- og Hólakirkju syngur og
leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar
Valgarðsdóttur organista. Eftir stund-
ina verður boðið upp á kaffisopa og
smákökur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Jólaball
kl. 11. Jólasveinar koma í heim-
sókn. Umsjón hafa sr. Guðrún Karls
Helgudóttir og Ásta Jóhanna Harð-
ardóttir. Undirleikari er Stefán Birki-
sson. Selmessa verður kl. 13 í
Kirkjuselinu. Sr. Sigurður Grétar
Helgason þjónar. Vox Populi leiðir
söng. Organisti er Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Guðsþjónustuform sem sækir fyrir-
mynd til Kings College í Cambridge á
Englandi. Lesnir eru ritningarlestar
úr 1. Mósebók, spámannaritunum
og guðspjöllunum. Sr. Eva Björk
Valdimarsdóttir þjónar ásamt
messuþjónum, Ásta Haraldsdóttir
spilar og Kirkjukór Grensáskirkju
syngur.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Jazzmessa sunnudag kl. 20. Prestur
erSigurjón Árni Eyjólfsson. Kirkju-
vörður er Lovisa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Jóla-
vaka sunnudag kl. 20. Sr. Jónína
Ólafsdóttir þjónar og Bergrún Íris
Sævarsdóttir rithöfundur, flytur
ræðu. Bergmál, ungmennakór Hafn-
arfjarðarkirkju syngur jólasöngva
ásamt Unglingakór Hafnarfjarðar-
kirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur.
Kári Þormar leikur á orgel og píanó
og stjórnar söng Barbörukórsins.
Kertaljós og hátíðleiki.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Barnastarf.
Prestur er Sigurður Árni Þórðarson.
Kristný Rós Gústafsdóttir er djákni.
Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Hrönn
Árnadóttir, Sólveig Franklínsdóttir og
María Elísabet Halldórsdóttir. Organ-
isti er Björn Steinar Sólbergsson.
Kórinn Graduale Futuri syngur og flyt-
ur helgileik. Kórstjóri: Sunna Karen
Einarsdóttir. Jólaball í safnaðarsaln-
um eftir guðsþjónustuna. Sunnudag-
ur kl. 17. Syngjum jólin inn. Sam-
söngur. Ókeypis aðgangur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Kirkjudagur Háteigskirkju. Prestur er
Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Arn-
hildur Valgarðsdóttir. Félagar úr Kor-
díu kór Háteigskirkju leiða messu-
söng. Aðventusöngvar við kertaljós
kl. 20. Aðventukvöld Háteigskirkju.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur hug-
vekju. Tónlistarhópurinn Umbra flytur
tónlistaratriði. Kordía kór Háteigs-
kirkju syngur undir stjórn Guðnýjar
Einarsdóttur organista kirkjunnar.
Prestar: Eiríkur Jóhannsson og Helga
Soffía Konráðdóttir. Léttar veitingar
að athöfn lokinni.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
sunnudag kl. 17 í umsjón sr. Karenar
L. Ólafsdóttur. Matthías V. Baldurs-
son sér um tónlistarflutninginn
ásamt sönghópnum Raddadadda.
HVERAGERÐISKIRKJA | Jólastund
fjölskyldunnar kl. 11. Barnakór
Hveragerðiskirkju syngur. Jólasaga
lesin. Dansað í kringum jólatré og
jólasveinar koma í heimsókn.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía
| Samkoma kl. 11. Service. Transla-
tion into English. Samkoma á ensku
kl. 14. English speaking service.
Samkoma á spænsku kl. 16. Reu-
niónes en español.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Fjöl-
skyldusamvera kl. 13. Hugvekju flyt-
ur Halldóra Ólafsdóttir. Gengið verð-
ur í kringum jólatréð í lok
stundarinnar og hver veit nema við
fáum óvænta heimsókn. Að sam-
verustund lokinni verður boðið upp á
vöfflur og heitt súkkulaði með rjóma
gegn vægu gjaldi, sem rennur til
kaupa á nýjum gítar fyrir unglinga-
starfið.
KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Sel-
messa í Kirkjuselinu kl. 13. Sungnir
verða óskasálmar jólanna. Sr. Sig-
urður Grétar Helgason þjónar. Vox
Populi leiðir söng. Organisti er Lára
Bryndís Eggertsdóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Hátíðarmessa
kl. 11 í tilefni af 60 ára vígsluafmæli
kirkjunnar. Biskup Íslands vísiterar
söfnuðinn, prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt prestum og djákna safn-
aðarins. Kór Kópavogskirkju syngur
undir stjórn Lenku Mátéová, kantors
kirkjunnar. Hanna ÓConnor leikur á
tropet. Eftir messu verður kaffi í
safnaðarheimili og sögusýning opn-
uð.
LANGHOLTSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli og messa kl. 11. Sara Gríms-
dóttir söngkona leiðir sunnudaga-
skólann, Guðbjörg Jóhannesdóttir
sóknarprestur þjónar. Félagar úr Fíl-
harmóníunni syngja undir stjórn og
undirleik Magnúsar Ragnarssonar
organista. Léttur hádegisverður að
messu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur er Jón Ragn-
arsson. Organisti er Elísabet Þórð-
ardóttir. Kór Laugarneskirkju.
Messuþjónn er Jóhanna Sigmunds-
dóttir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Aðventu-
stund kl. 11. Sr. Arndís Linn leiðir
stundina. Barnakórinn syngur undir
stjórn Valgerðar Jónsdóttur, kór-
stjóra. Organisti er Þórður Sigurðar-
son. Piparkökuskreytingar, mandar-
ínur, djús og kaffi í skrúðhúsi eftir
stundina.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór
Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org-
anisti er Steingrímur Þórhallsson.
Prestur er Skúli S. Ólafsson. Söngur,
sögur, gleði og gaman í sunnudaga-
skólanum. Umsjón Kristrún og Ari.
Kaffisopi eftir messu á Torginu.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni |
Aðventuguðsjónusta kl. 14. Nokkrir
félagar úr Valskórnum syngja. Jón
Guðmundsson leikur á flautu. Sigrún
Steingrímsdóttir organisti stjórnar al-
mennum safnaðarsöng. Sr. Kristinn
Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari
og predikar.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Jólaball, Siggi Már og Óli leiða
stundina. Helgi Hannesson spilar á
píanóið. Jólaball á eftir þar sem
dansað verður kringum jólatréð.
Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður
Már Hannesson prédikar og þjónar
fyrir altari. Félagar úr kór Seljakirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti er
Sveinn Arnar Sæmundsson.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Bókin um
Nesstofu við Seltjörn. Þorsteinn
Gunnarsson, höfundur hennar, talar.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Sóknarprestur þjónar og organistinn
leikur á orgelið. Selkórinn syngur.
Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðar-
heimili. Enskir jólasöngvar og lestrar
kl. 13. Eliza Reid, forsetafrú og Carr-
in F. Patman, sendirherra Bandaríkj-
anna lesa ásamt 6 öðrum. Kamm-
erkór kirkjunnar syngur undir stjórn
Friðriks organista. Kaffiveitingar í
boði sendiherra Bandaríkjanna.
VÍDALÍNSKIRKJA | Jólasöngvar
fjölskyldunnar kl. 11. Garðakórinn
syngur undir stjórn Jóhanns Bald-
vinssonar og strengjakvintett út Tón-
listarskóla Garðabæjar leikur. Sr.
Guðrún Eggerts Þórudóttir og Jóna
Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi
leiða stundina. Jólatónleikar Gosp-
elkórs Jóns Vídalíns kl. 20 (sjá nánar
á gardasokn.is og á Facebook-síðu
kórsins). Sala aðgöngumiða á klik.is.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Jólaball
nk. sunnudag kl. 11 í Ytri Njarðvík-
urkirkju. Við dönsum í kringum
jólatré og syngjum jólalög, jólasvein-
ar koma í heimsókn.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sauðárkrókskirkja
✝
Edda Íris
Eggertsdóttir,
alltaf kölluð Íris,
fæddist 17. júlí
1942. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð
21. nóvember
2022.
Íris lauk gagn-
fræðaprófi frá
gamla Austurbæj-
arskólanum og
síðan hárgreiðslu- og meist-
aranámi frá Iðnskólanum.
Amma hennar og afi, Ísfold
Helgadóttir og Eggert Bjarni
Kristjánsson, tóku Írisi í fóst-
ur. Móðir Írisar var Margrét
Eggertsdóttir. Vitað var að
faðir Írisar var hermaður og
þeir fáu einstaklingar sem
vissu um faðerni hennar fóru
með þá vitneskju í gröfina.
Uppeldissystkini og móð-
sínum varð mikil og þótti
henni alla tíð undurvænt um
þau.
Íris giftist Stefáni Eiríks-
syni, f. 4. feb. 1938, árið 1962,
en þau slitu samvistum 20 ár-
um síðar. Börn þeirra eru:
Bryndís Valberg, f. 24. nóv-
ember 1961, og Stefán E., f.
10. janúar 1963. Barnabörn
eru þrjú, Stefán Mekkinósson,
Atli Rafn Stefánsson og Andr-
ea Stefánsdóttir. Barna-
barnabörnin eru líka þrjú.
Fyrir tvítugt var Íris orðin
tveggja barna móðir og
þurftu þau hjónin að sjá fyrir
fjölskyldunni. Íris kom upp
hárgreiðslustofu heima í eld-
húsinu og í áratugi rak hún
sitt eigið hárgreiðslufyrir-
tæki, fyrst heima og síðar
setti hún upp stofu úti í bæ.
Íris hafði mjög mikinn
áhuga á og ánægju af tónlist.
Hún spilaði smávegis á gítar,
harmoniku og píanó og hafði
fallega söngrödd. Það var
lífsstíll Írisar að stunda lík-
amsrækt og dansa. Hún var
stórkostlegur dansari og sótti
dansstaði reglulega.
Í kringum 1990 fer Íris að
draga sig hægt og rólega frá
hárgreiðslunni og hugur
hennar beindist að sjúkraliða-
námi og ferðaþjónustu. Hún
fór í sjúkraliðanám og vann í
nokkur ár á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli.
Íris lét draum sinn rætast
og keypti hús í Svíþjóð. Húsið
var sumarbústaður hennar í
tæp 20 ár. Þetta var gömul
járnbrautarstöð, sem Íris
breytti og rak sem gistiheim-
ili.
Á sama tíma og hún bauð
upp á gistingu fyrir erlenda
ferðamenn í Svíþjóð á sumrin
réð hún sig í vinnu hjá Fata-
verslun Andrésar á Skóla-
vörðustíg og vann þar við
verslunarrekstur.
Fyrir þremur árum greind-
ist Íris með Lewy body-
heilabilunarsjúkdóminn og
lést síðan eftir baráttu við
sjúkdóminn á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 21. nóvember
2022.
Útförin fór fram í kyrrþey
frá Fossvogskapellu 9. desem-
ber 2022.
ursystkini Írisar
voru átta talsins.
Á milli Írisar og
móðursystkina
þróaðist óslitin og
einlæg vinátta. Í
dag eru sjö þeirra
látin. Eina móð-
ursystirin sem eft-
ir lifir er Ásta
María Eggerts-
dóttir, enda að-
eins tveimur árum
eldri en Íris. Urðu þær alla tíð
ómissandi hvor annarri. Íris
varð jafnframt þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast sex
hálfsystkini og eru tvö enn á
lífi; Hjördís Bára Sigurðar-
dóttir og Grétar Sigurðsson.
Þar var Íris elst í hópi og var
oft kölluð til þegar líta þurfti
eftir hópnum. Ábyrgðar-
tilfinning Írisar gagnvart
þessum litlu hálfsystkinum
Elsku mamma mín, hvernig
á ég að kveðja þig? Það er svo
erfitt að sætta sig við að þú
sért farin.
Þú varst besta vinkona mín.
Þú hvattir mig áfram í mínu lífi
á öllum sviðum. Þú kenndir
mér um gildi menntunar, þú
kenndir mér öll heimilisstörf,
bakstur og matseld. Þú kenndir
mér að skíða, þú kenndir mér á
hljóðfæri og þú kenndir mér að
syngja öll gömlu lögin. Þú
kenndir mér að meta leikhús,
listsýningar og svo margt ann-
að.
Ég var fimm ára þegar ég
stalst í kjólana þína og snyrti-
vörurnar, því ég vildi vera eins
og þú, alltaf smart til fara, hár-
ið óaðfinnanlegt, andlitið snyrt
og neglurnar málaðar. Þú varst
alltaf svo mikil dama. Þú um-
barst það að hárgreiðslustofan
þín væri leikvöllur minn og vin-
kvenna minna. Þá fór ég í þitt
hlutverk.
Við gátum endalaust leikið
okkur saman og alveg frá því
að ég man eftir mér varstu
hlæjandi, lífsglöð og skemmti-
leg. Þær eru óteljandi samveru-
stundirnar okkar yndislegu,
sem við áttu saman bæði hér á
Íslandi og í Svíþjóð. Á hverju
sumri í næstum 20 ár dvaldi ég
og stundum sonur minn hjá þér
við leik og störf í Svíþjóð.
Það var unaður að fylgjast
með því hve mikið þú elskaðir
son minn, barnabarnið þitt
Stefán Mekkinósson, og að
sjálfsögðu hin barnabörnin. Ég
er afskaplega þakklát fyrir það
að börnin fengu að kynnast
ömmu sinni eins og ég kynntist
henni.
Svo kom höggið. Lewy body,
næstalgengasti heilabilunar-
sjúkdómurinn á eftir alzheimer,
stal nánast áratug af ævi þinni.
Hún var þungbær sorgin sem
fylgdi því að takast á við per-
sónuleikabreytingar sem versn-
uðu jafnt og þétt síðustu ár ævi
þinnar. Ákvörðun að vista þig á
hjúkrunarheimili var mjög erfið
og samviskubitið yfir því að
hafa brugðist þér beit fast. Það
nísti hjarta mitt að fara frá þér,
þegar þú vildir fá aðstoð við að
strjúka frá hjúkrunarheimilinu,
þegar þú horfðir á eftir mér
ganga út um læstar dyr, á
þessari lokuðu deild sem þú
varst vistuð á, með biðjandi
augu.
Gerði Covid-faraldurinn dvöl
þína á sjúkrahúsinu og hjúkr-
unarheimilinu jafnframt mun
erfiðari fyrir vikið þar sem að-
gangur að þér var mjög tak-
markaður og oft alveg lokaður.
Þú varst hrædd, einangruð,
kvíðafull og öryggislaus á þess-
um tíma, sem jók enn meira á
vanlíðan okkar systkina.
Sænska þjóðlagið „Hvem
kan segla forutan vind?“ kemur
í hugann þegar ég hugsa til þín.
Þú kenndir mér að vera sterk
og fyrir vikið ég get siglt án
vinds og róið án ára, en ég get
ekki misst bestu vinkonu mína,
án þess að fella tár.
Ég elska þig, elsku mamma
mín.
Þín
Bryndís Valberg.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum Írisi, erum
þakklát fyrir að hafa verið
heppin að eignast hana sem
stóru systur og minnumst
hennar sem lífsglaðrar, elsku-
legrar konu sem vildi öllum vel
með sinni jákvæðu kátínu og
krafti til lífsins. Íris var vel
greind, kvik, jákvæð og dug-
lega kona og afar sorglegt að
horfa á eftir henni hverfa frá
okkur smátt og smátt af þeim
sjúkdómi sem hrjáði hana síð-
ustu æviárin sem var Lewy
body dementia.
Það eru margar minningarn-
ar sem við áttum saman sem og
sækja á hugann Það var alltaf
gaman hjá okkur, allar vitleys-
urnar sem okkur datt í hug og
komu okkur sjálfum á óvart
þegar við litum til baka, þá var
hlegið þar til tárin runnu.
Hún var systir okkar og þó
að hún væri alin upp hjá móð-
urömmu og -afa þá skipti það
hreint engu máli.
Við áttum alltaf vin og syst-
ur í henni hvað sem á gekk
enda mikill samgangur milli
heimilanna. Í bernsku okkar
systkina passaði hún okkur á
meðan mamma og pabbi fóru til
útlanda, gerðist þá ráðskona
heima og fataðist hvergi sú
ábyrgð þótt ung væri sjálf.
Íris var stórhuga kona sem
þorði að láta drauma sína ræt-
ast, réðst í að kaupa sér stórt
hús í Svíþjóð seint í lífinu sem
hún átti í yfir tuttugu ár og
notaði sem sumardvalarstað.
Seinni árin eftir að hún hætti
að vinna dvaldist hún frá vori
að hausti, það var endalaus
gestagangur, allir voru vel-
komnir og á sinn glæsilega og
höfðinglega hátt tók hún á móti
gestum enda með afbrigðum
gestrisin.
Hún var sú gjafmildasta
manneskja sem ég þekkti enda
stórhuga í öllu sem hún gerði
og datt í hug. Hún gat aldrei
komið nema að færa manni
eitthvað sem gladdi hvort sem
það voru litlu börnin eða full-
orðnir. Íris var svo mikil barna-
gæla, fylgdist vel með öllum
börnum sem fæddust í fjöl-
skyldunni og var endalaust
hreykin af börnunum sínum og
afkomendum.
Hún lét sig ekkert muna um
að bjóða mér í siglingu á
skemmtiferðaskipi um Karíba-
hafið eitt árið með skemmti-
legum fjölskylduvinum. Hún
hætti ekki fyrr en hún gat
laumað fallegum gullhring í
öskju eitt kvöldið á koddann
minn sem hún hafði séð mig
handleika í verslun, þegar ég
brást við sneri hún upp á sig og
sagði: „Nú ég varð að gera eitt-
hvað, þú vildir ekki leyfa mér
að borga farið.“ Ég mun alltaf
varðveita þennan fallega grip
og minninguna um þessa
skemmtilegu og ógleymanlegu
ferð.
Íris var mikill menningarviti
og sótti leikhús og tónleika,
safnaði málverkum, lék á nokk-
ur hljóðfæri og dansaði eins og
engill ásamt því að stunda
reglulega íþróttir. Það var með
ólíkindum hvað hún var fjölhæf
manneskja.
Það var venja að þegar fjöl-
skyldan kom saman þá var sest
niður, sungið, spilað á hljóðfæri
ef um afmæli eða önnur tíma-
mót í lífi fjölskyldunnar var að
ræða, alltaf var glatt á hjalla.
Íris var oftast í forsvari við
þessar uppákomur enda með
afbrigðum söngelsk og músík-
ölsk, hafði hún mjög góða söng-
rödd.
Þökkum henni umhyggjuna í
garð okkar langveika bróður
Helga sem hún gleymdi ekki
eftir andlát foreldra okkar,
lagði mikið af mörkum til hans
en Helgi lést árið 2019.
Við erum svo rík af fallegum
minningu um elskulega stór-
huga og lífsglaða systur sem
auðgaði líf okkar systkinanna
sex.
Elsku Bryndís Íris, Stefán
Eiríkur og fjölskyldur, við
sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur.
Með söknuði kveðjum við
þig, elsku systir, hvíl í friði.
Hjördís Bára (Bíbí) og
Grétar Sigurðarbörn.
Edda Íris
Eggertsdóttir
Hildur
Gísladóttir
✝
Hildur
Gísladóttir
fæddist 26. apr-
íl 1938. Hún lést
7. október
2022.
Útförin var
gerð 31. októ-
ber 2022.
Meira: www.mbl.is/andlat
Minningar á mbl.is