Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
✝
Sigþór Sig-
urðsson frá
Litla-Hvammi,
Mýrdal fæddist 28.
september 1928 og
bjó alla sína ævi í
Litla-Hvammi.
Hann lést 9. desem-
ber 2022.
Foreldrar Sig-
þórs voru Sigurður
Bjarni Gunnarsson,
f. 10.6. 1896, d.
6.11. 1973, og Ástríður Stef-
ánsdóttir, f. 14.10. 1903, d. 30.3.
1989. Systkini: Gunnar, f. 22.9.
1924, d. 4.10. 1992, Helga, f. 3.3.
1926, d. 27.5. 2022, og Stefán
Jón, f. 16.6. 1927, d. 5.1. 2016.
Sigþór gekk í barnaskólann í
Litla-Hvammi, stundaði almenn
sveitastörf auk þess að vera í
vegavinnu. Hann fór nokkrar
vertíðir til Vestmannaeyja,
hvort tveggja til sjós og lands.
Einnig reri hann fjölda vertíða á
opnum bát, áttæringi, frá Dyr-
hólaey eða allt til ársins 1962.
Sissi, eins og hann var alltaf
kallaður, réð sig í símavinnu hjá
Pósti og síma sumarið 1953, í
fyrstu sem bílstjóri, seinna sem
fyrra hjónabandi, þau Silju og
Hrafn. Barnabörnin eru sex. 6)
Kristrún Kiddý, f. 26.1. 1971,
börn hennar eru Aron, Ástrós,
sem lést 2016, og Laufey. Sam-
ferðamaður Bjarni Guðmunds-
son. 7) Steingerður Stella, f.
11.1. 1972, gift Friðriki Hösk-
uldssyni. Þau eiga tvær dætur,
Emmu Ljósbrá og Lóu Kolbrá.
Þau eiga eitt barnabarn. 8) Guð-
rún Agnes, fósturbarn Sigþórs,
f. 27.12. 1952, gift Þórði Theo-
dórssyni, sonur þeirra er Vigfús
Magnús.
Sigþór sat í hreppsnefnd um
árabil, var stofnfélagi Lions-
klúbbsins Suðra, sat í stjórn
Byggðasafnsins í Skógum og
tók virkan þátt í uppbyggingu
þess ásamt Þórði Tómassyni,
stórvini sínum, en þeir áttu sam-
skipti nokkrum sinnum á dag til
fjölda ára. Sigþór var félagi í
kirkjukór Skeiðflatarsóknar í
68 ár og hringjari í sömu kirkju
í um 30 ár. Einnig fékkst hann
nokkuð við ritstörf, m.a. í rit-
röðinni Dynskógum en hann las
alla tíð mikið, einkum ævisögur
og ýmis þjóð- og sagnfræðileg
efni. Þá var Sigþór lengi frétta-
ritari Morgunblaðsins.
Útförin fer fram frá Skeið-
flatarkirkju í dag, 17. desember
2022, klukkan 13.
eftirlitsmaður en
stærstan hluta
starfsævinnar sem
símaverkstjóri eða
hátt í 30 ár. Hann
lét af störfum 1998,
þá sjötugur að
aldri.
Eftirlifandi maki
Sigþórs er Sólveig
Guðmundsdóttir, f.
22.6. 1936, frá
Eystri-Skógum,
Austur-Eyjafjöllum. Börn þeirra
eru: 1) Guðmundur, f. 20.4.
1957, giftur Önnu Josefin Jack.
Börn þeirra eru Berglind og Er-
lingur Þór en fyrir átti Guð-
mundur dótturina Nínu Ýri.
Barnabörn þeirra eru átta tals-
ins. 2) Ástríður, f. 15.3. 1959,
börn hennar eru Sólveig Harpa,
Skúli, Ástþór, sem lést 1989, og
Andri. Barnabörn eru tvö. Sam-
ferðamaður Þórólfur Al-
marsson. 3) Magnea, f. 9.8. 1962,
d. 13.1. 1966. 4) Aðalheiður, f.
1.7. 1966, samferðamaður Sirv-
an Mejeed. 5) Sigurður Bjarni, f.
12.1. 1968, giftur Selenu Denise.
Börn þeirra eru Willard og Rak-
el Rós. Sigurður á tvö börn af
Þá er hann stjúpfaðir minn,
blessaður, horfinn á braut og
búinn að kveðja okkur: frábæra
eiginkonu, frú Sólveigu, móður
okkar, en nafn hennar á ensku
þýðist sem sólargeisli, og er hún
það svo sannarlega í lífi okkar
allra; eiginmannsins og allra
barna sinna.
Sigþór var mikill sómamaður,
klæddist alltaf daglega með
hálsbindi eins og vestrænir að-
alsmenn. Pabbi var símaverk-
stjóri í fjöldamörg ár, bæði
norðan- og sunnanlands. Hann
var vinsæll af samferðamönnum
sínum, hrókur alls fagnaðar,
ræðinn, höfundur bóka og ým-
issa greina, sat í stjórnum
Lionsklúbbsins og Byggða-
safnsins í Skógum. Þar að auki
voru örfá óunnin verkefni sem
hann átti „eftir“ að koma í verk.
Nóttina sem pabbi dó
dreymdi mig hann og bað hann
mig að ljúka tveimur verkefnum
fyrir sig.
Verkefni númer eitt var að
biðja fjölskyldu sína og aðra
samferðamenn fyrirgefningar
þegar hlutirnir fóru eitthvað úr-
skeiðis í samskiptunum gegnum
árin.
Verkefni númer tvö bað hann
okkur hjónin að aðstoða sig við.
Það er að leita og grafa upp sér-
staka erlenda kirkjuglugga sem
týndust og komust aldrei í
Prestbakkakirkjuna á sínum
tíma.
Við hér með lýsum því öll yfir
að lofa pabba að reyna að upp-
fylla hans óskir í þessu efni og
munum sjá um að hann fái allan
heiðurinn af því.
Þórður þakkar tengdaföður
sínum góða viðkynningu og at-
hyglisverðar umræður gegnum
árin.
Vigfús sonur okkar þakkar
afa sínum fyrir stóra 5.000
króna seðilinn sem afi gaf hon-
um, litlum dreng.
Ég þakka pabba innilega fyr-
ir allt sem ég lærði af honum,
svo sem að fara vel með peninga
og að hann kenndi mér að skrifa
mínar eigin ávísanir þegar ég
var aðeins 12 eða 13 ára gömul.
Hvíl þú í friði og blessuð sé
minning þín!
Guðrún Agnes,
Þórður og Vigfús
Magnús Theodórsson.
Okkur er efst í huga þakklæti
nú þegar við kveðjum vin og vel-
gjörðamann, Sigþór Sigurðsson,
fv. símaverkstjóra frá Litla-
Hvammi í Mýrdal. Sissi bar sem
símaverkstjóri ábyrgð á viðhaldi
og viðgerðum á síma og símalín-
um á austanverðu Suðurlandi og
ferðaðist með símavinnuflokk-
inn um Rangárvalla- og Skafta-
fellssýslur. Við vorum svo gæfu-
samir að hann réð okkur í vinnu
í símavinnuflokkinn. Við vorum
á sextánda og sautjánda ári
þegar við hófum vinnu hjá hon-
um fyrsta sumarið af fjórum.
Sissa var annt um okkur og
reyndist okkur einstaklega vel.
Hann var góður leiðbeinandi
sem kenndi rétt og örugg hand-
tök og gott vinnusiðferði. Undir
hans stjórn var hver vinnudagur
skemmtun. Þótt Sissi gerði
kröfu um vinnusemi, dugnað og
afköst og vinnan væri alls ekki
hættulaus gætti hann vel að
þeim sem hann bar ábyrgð á, og
hjá honum á fjörutíu ára ferli
urðu aldrei vinnuslys.
Á hefðbundinn mælikvarða
var skólaganga Sissa ekki löng.
Nokkrir vetur í barnaskólanum
í Litla-Hvammi þar sem afi
hans var kennarinn. En Sissi
var skarpgreindur og vel lesinn
og áhugasvið hans var breitt.
Þekking hans á bókmenntum og
sögu var ótakmörkuð. Stjórn-
mál og heimsmálin voru hans
áhugasvið og þar hafði hann
með þátttöku sinni í stjórnmál-
um öðlast mikla reynslu. Hann
var rök- og stefnufastur auk
þess sem við töldum að það væri
varla hægt að bera brigður á
málflutning hans og skoðanir
sem höfðu vegna reynslu hans
tekið stakkaskiptum þar sem
hann færðist frá því að vera
Stalín-kommúnisti sem ungur
maður í það að verða dyggur
fylgismaður Ólafs Thors og
Bjarna Ben. og Sjálfstæðis-
flokksins til æviloka. Sissi var
sterkur fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í héraði og fyrsta verk
þeirra sem hugðu á framboð
fyrir flokkinn þar var að taka
hús á Sissa og kynna sig og fá
blessun hans.
Sissi hafði gott lag á því að
stofna til samræðna og rök-
ræðna við okkur. Umræðuefnin
voru ekki fáfengileg dægurmál.
Það var rætt um bókmenntir,
sögu og stjórnmál. Hann kallaði
eftir viðhorfum og skoðunum og
rökræddi síðan við okkur. Þá
gilti að færa rök fyrir máli sínu.
Þetta var hollur og góður skóli
fyrir okkur sem þá vorum í
besta falli táningar.
Sissi lét viðfangsefni sam-
félagsins til sín taka. Hann var
stefnufastur en traustur í þeim
málefnum sem hann skipti sér
af. Hann var mikill áhugamaður
um varðveislu sögu og menning-
ar og stóð að útgáfu greina, rita
og bóka um þau efni. Byggða-
safninu á Skógum lagði hann lið
með margvíslegum hætti. Hann
sat um áratuga skeið í stjórn
safnsins og kom þar upp ein-
stöku safni símtækja og alls
búnaðar sem notaður var hjá
símanum frá upphafi til síðari
tíma.
Við vorum svo lánsamir að
kynnast fjölskyldu Sissa, þeim
Sollu og börnum, þegar við
dvöldum á heimilinu við einstak-
an viðurgjörning þegar við unn-
um í Mýrdalnum. Vinátta við
fjölskylduna sem þá stofnaðist
er okkur dýrmæt.
Við vottum Sólveigu, börnum
og afkomendum innilega samúð
okkar.
Engilbert, Jón HB og
Hlynur Snorrasynir.
Ég kynntist Sigþóri þegar ég
hóf störf í Skógasafni. Sigþór
hafði þá setið í stjórn Skóga-
safns í áratugi, lengst allra. Það
var vel tekið á móti manni þegar
farið var í vinnuferðir í Litla-
Hvamm að skrásetja gripi en
safnið hefur um árabil leigt
geymslu hjá honum. Sigþór var
hafsjór af fróðleik og sagði frá
gripunum og sögunum í kring-
um þá með einstökum hætti. Að
ganga um verkstæðið hans í
Litla-Hvammi var ekkert síðra
en að skoða safnið í Skógum.
Þar hafði hann komið gripum
snyrtilega fyrir, símum og ýms-
um tækjum og tólum sem hann
hafði safnað frá því hann starf-
aði sem símaverkstjóri.
Fáir hafa unnið jafn ötullega
að því að varðveita skaftfellskar
minjar eins og Sigþór í Litla-
Hvammi. Hann hafði frumkvæði
að því að flytja rafstöðina frá
læknasetrinu á Breiðabólstað á
Síðu að Skógum og var hún flutt
á safnið í heilu lagi. Þá átti hann
einnig stóran þátt í því að bæj-
arhúsin frá Skál á Síðu voru
flutt og endurbyggð í Skógum.
Fyrir atbeina Sigþórs eignaðist
safnið barnaskólann í Litla-
Hvammi, sem var endurreistur í
Skógum árin 1999-2000. Hann
sá um alla upplýsingaleit um
fyrrverandi nemendur og kenn-
ara skólans frá því að kennsla
hófst árið 1901 og þar til
kennslu lauk árið 1963. Í heim-
sóknum sínum í safnið fór hann
oft yfir hvort ekki væru allar
upplýsingar á sínum stað og í
réttri röð. Þegar Samgöngu-
safnið í Skógum var opnað árið
2002 lánaði Sigþór safninu
marga gripi úr sínu einkasafni
til sýningar um sögu símans.
Sigþór var einnig sjómaður
og var með þeim síðustu sem
réru til sjávar út á Atlantshafið
á súðbyrðingum. Hann var
manna fróðastur um gamla ís-
lenska sjávarhætti og þekkti
hvern krók og kima á gömlu
skipunum með nafni. Hann gaf
safninu vorbátinn Farsæl sem
var smíðaður af föður hans, Sig-
urði Gunnarssyni. Farsæll sóm-
ir sér vel við hlið áraskipsins
Péturseyjar í sjóminjadeild
safnsins. Að lokum má nefna
veglega gjöf Sigþórs en það er
sexæringurinn Víkingur sem
var smíðaður af Erlendi Björns-
syni í Vík árið 1909.
Óeigingjarnt starf Sigþórs
Sigurðssonar fyrir Skógasafn
verður seint fullþakkað. Án
stuðnings og atbeina Sigþórs
væri Skógasafn ekki jafn ríkt af
skaftfellskum menningararfi
eins og raun ber vitni.
Ég votta fjölskyldu og að-
standendum samúð mína.
Hvíldu í friði vinur.
Andri
Guðmundsson.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Þessi vísa kom mér í hug er
skrifa skyldi örfá kveðjuorð til
Sissa, sem látinn er í hárri elli
en var svo lánsamur að þurfa
ekki að liggja lengi á sjúkrahúsi.
Hann Sissi skipaði stóran
sess í huga flestra sem þekktu
hann. Margfróður öldungur á
menn og málefni. Ef menn voru
ekki vissir um einhverjar stað-
reyndir í fjölskyldunni var oftar
en ekki stungið upp á að spyrja
hann. Oftast vissi hann svarið
en lét ekki mikið yfir vitneskj-
unni. Hann var hógvær maður
sem sinnti sínu án þess að
hreykja sér. Ættfróður var
hann með afbrigðum. Það var
alltaf gaman að koma í Litla-
Hvamm til þeirra hjóna, tíminn
leið hratt við spjall um menn og
málefni, Sissi kunni margar
skemmtilegar sögur og sagði vel
frá. Hann elskaði sveitina sína,
Mýrdalinn, þar sem hann hafði
búið alla sína ævi, 94 ár. Á fyrri
hluta ævinnar var hann oft með
flokk manna að leggja og gera
við símalínur út um land, fannst
mér merkilegt hve vel hann
þekkti þær slóðir er hann hafði
dvalið á. Hann naut þess að
ferðast meðan heilsan leyfði og
fór m.a. í nokkrar utanlands-
ferðir en Ísland var honum hug-
leiknast. Hann talaði stundum
um að það hamlaði sér á ferða-
lögum erlendis að geta ekki tal-
að við þá sem ekki skildu ís-
lensku. Var greinilegt að honum
þótti verra að hafa ekki gengið
þennan svokallaða menntaveg,
en í mínum huga var hann vel
menntaður á svo margan hátt.
Að sumu leyti djúpvitur. Það
verður undarlegt að koma í
Litla-Hvamm án þess að hitta
húsbóndann sem tók ásamt
Sollu konu sinni ætíð svo hlý-
lega á móti gestum. Hann
kvaddi ábyggilega sáttur,
ánægður með ævistarfið og af-
komendur sína. Að lokum vil ég
fyrir hönd Gunnars og dætra
okkar votta aðstandendum sam-
úð okkar.
Sigurjóna
Björgvinsdóttir.
„Segðu mér“ var viðkvæði
sem Sissi notaði þegar hann
hringdi og var að kanna með
ýmis mál. Finna upplýsingar af
húsum og sögur af fólki en hann
var hafsjór reynslu og þekking-
ar. Fróðleiksmoli og visku-
brunnur. Ég finn ekki nógu
sterk orð til að lýsa ágæti vinar
míns. Hann horfði stundum al-
varlega í augun á mér, hallaði
sér fram og rétti fram höndin.
Hann var með bindið, alla daga
frá fermingu í 80 ár. „Ási hvern-
ig líkaði þér við Gunnar á Tang-
anum?“ Sissi núna ert þú að tala
við hann pabba, Gunnar dó þeg-
ar ég var fimm ára. „Já, þú ert
svo ungur.“
„Segðu mér er hann Jarl“.
„Geir Jón, er ekki allt gott að
frétta af Arnari“, Sissi vildi
fylgjast með og bætti við „ég
var með Fidda í Valhöll á Tý og
þekkti Sigga Vídó“. Ég fékk all-
ar sögurnar af þeim ævintýrum
þegar stýriskeðjan fraus í rör-
inu og báturinn varð stjórnlaus
undan Dyrhólaey. Hann átti
verðmætar minningar frá Eyj-
um og við náðum að fara þangað
saman. Skoða Sigurð VE,
nokkrir metrar úr rekkverkinu
og sjúkraklefinn voru stærri en
vertíðarbátarnir í gamla dag.
Og tækin, klefarnir og matsal-
urinn eins og skurðstofa, drott-
inn minn hvað tíminn og tæknin
leið hratt og það var engin slag-
vatsfýla. Hvernig gat það verið
að hafa enga slagvatsfýlu í bát.
Hann hafði komið frá Eyjum af
vertíð tvítugur 1948 og sótti þá
sjóinn á árabát frá Svörtu fjöru
við Dyrhólaey með föður sínum.
Eftir síðasta róðurinn hengdi
hann sjófötin upp á snaga undir
súð á geymsluloftinu. Þau voru
klár þegar hann fór síðasta róð-
urinn. Þar voru líka gömlu sím-
arnir og ljósleiðarinn sem síma-
verkstjórinn hafði tengt
sveitirnar við alheiminn fyrir
síðustu ferðina.
Við ræddum veðrið. „Jú hann
er að bræla, farinn að skjóta sér
í fuglsbringu þegar hvítar bárur
sáust á sjónum. Svo sá ég gíl
þegar hann hlóð upp í suðaust-
an, sjaldan er gíll fyrir góðu
nema úlfur á eftir renni, Ási
minn. Við verðum að skilja
hvernig gömlu mennirnir tóku
veðurhæðina,“ bætti hann við.
Og húsráðin, hvernig keytan,
morgunmigan, lagaði sveppina í
tánum og ánamaðkar sprengdu
kýli innanvert á kinninni, lækn-
ingar sem hann trúði á.
Hann var í stjórn Skóga-
safnsins frá upphafi til dauða-
dags og átti umtalsverðan þátt í
uppbyggingu þess. Hann var
hlédrægur og dró ekki að sér at-
hygli sem aðrir nutu. Meðan
Þórðar í Skógum naut við töluð
þeir saman á hverjum degi í
áratugi. Sissi ætlaði að ná Þórði
í aldri og dreymdi um að verða
100 ára. Hann verður það í mín-
um huga enda þekkti hann alla
Mýrdælinga frá landnámi.
Sissi skutlaði mér nýlega
austur í Vík, ók upp Geitarfjall
og var kominn í 120 við Rauð-
háls. Samt var bindið og hatt-
urinn á sama stað, mér fannst
hann lifandi goðsögn. Hann
brann fyrir heimaslóð, sögur og
samgöngur. Hann ætlaði að lifa
göngin um Reynisfjall en gíllinn
sem við sáum yfir Reynisfjalli
var tákn um úlfakreppu gang-
anna.
Mýrdalurinn, við öll erum fá-
tækari við fráfall Sissa. Hann
fór í sjógallanum, setti á sig
hattinn og bindið um leið og
hann steig inn á nýjum stað og
sagði „segðu mér“.
Votta Sollu og fjölskyldunni
hjartans samúð.
Ásmundur
Friðriksson.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju kæran samstarfsmann
og vin til margra ára, Sigþór
Sigurðsson í Litla-Hvammi,
fyrrverandi símaverkstjóra.
Sigþór starfaði áratugi hjá Sím-
anum og var vinnusvæði hans
aðallega V-Skaftafellssýsla og
meðtalinn Skeiðarársandur
bæði fyrir og eftir að sandurinn
var brúaður.
Það eru forréttindi og mikið
lán að hafa kynnst og starfað
með Sigþóri í símavinnu til
margra ára.
Á þessum tímamótum koma
ljúfar minningar í huga okkar
bæði tengdar vinnu við loftlínur
fyrir sveitasíma, almenn vinna
fyrir Símann svo og aðrar sam-
verustundir og ferðalög.
Sigþór var áhugasamur um
varðveislu gamalla muna frá
Símanum og ber sá hluti minja-
safnsins á Skógum þess merki,
glæsilegt og vel varðveitt fram-
lag hans.
Sigþórs er minnst sem sam-
viskusams, trausts, fróðs og
skemmtilegs samstarfsmanns.
Blessuð sé minning Sigþórs.
F.h. fjölmargra fyrrverandi
samstarfsmanna,
Gunnar Þórólfsson og
Jóhann Örn Guðmundsson,
fyrrverandi Símamenn.
Sigþór Sigurðsson