Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 17.12.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 17.12.2022, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 ✝ Guðmunda Pál- ína Her- mannsdóttir fædd- ist á Hamri í Fljótum 27. nóv- ember 1927. Hún lést á HSN Sauð- árkróki 26. nóv- ember 2022. Foreldrar henn- ar voru Hermann Steinn Jónsson, f. 25.8. 1892, d. 2.3. 1977, og Jóhanna Petrea Andr- ea Stefánsdóttir, f. 7.7. 1885, d. 1.6. 1966. Systkini voru: Jón, f. 20.12. 1915, d. 16.2. 1917, Jón, f. 19.2. 1920, d. 19.10. 1993, Guð- mundur Páll, f. 8.12. 1922, d. 30.1. 1927, Steindór Ágúst, f. 21.8. 1924, d. 2.6. 1985, og stúlka, f. andvana 17.12. 1937. Guðmunda giftist 29.12. 1946 Haraldi Hermannssyni, f. 22.4. 1923, d. 3.4. 2014. Foreldrar hans voru Hermann Jónsson og Elín Lárusdóttir, Ysta-Mói í Fljótum. Börn þeirra: 1) Her- mann Björn, f. 20.3. 1947, d. 18.12. 2006, maki Sigurhanna Ólafsdóttir. Börn: a) Haraldur, maki Bryndís Guðmundsdóttir, eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. b) Guðmundur, maki Kesorn Tangrod, eiga tvo syni. 2) Jóhanna Petra, f. 22.6. 1949, maki Jónas Svavarsson. Börn: a) Lydía Ósk, maki Gísli Sigurðs- son, eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. b) Aníta Hlíf, maki Ólafur Rafn Ólafsson, eiga tvö börn. c) Guðrún Vigdís, maki Þórhallur Rúnar Rúnarsson, eiga þrjár dætur. 3) Linda Nína, maður Tryggvi Pálsson, eiga tvo syni. c) Sandra Lind. d) Har- aldur Andri, sambýliskona Hera Hlín Svansdóttir, eiga tvo syni. 8) Róbert Steinn, f. 21.12. 1963, maki Erla Valgarðsdóttir. Börn: a) Jónína, sambýlismaður Eyþór Fannar Sveinsson, eiga tvö börn. b) Berglind. c) Ísak, sam- býliskona Kolbrún Erla Gísla- dóttir, eiga eina dóttur. 9) Har- aldur Smári, f. 9.9. 1966, maki Eydís Eysteinsdóttir. Börn: a) Arnbjörg, maki Sveinbjörn Magnússon, eiga þrjú börn. b) Adda Steina, maki Fannar Ingi Veturliðason, eiga þrjú börn. c) Sindri Rafn, maki Hanna Lára Hallgrímsdóttir, eiga tvo stráka. d) Steindóra Ólöf, sambýlis- maður Ómar Ólafsson. e) Guð- munda Góa. f) Flóra Rún. Guðmunda ólst upp að Hamri í Fljótum, stundaði nám við barna- og unglingaskóla í sveit- inni og síðar við Húsmæðraskól- ann á Löngumýri. Þau hófu bú- skap 1947, bjuggu á móti tengdaforeldrum hennar að Ysta-Mói þar til þau létu af bú- skap 1973 og fluttu þá í Samtún, í Haganesvík, þar sem Haraldur tók við sem kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna og starfaði Guðmunda þar einnig. 1979 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu síðan. Guð- munda stóð fyrir mannmörgu heimili á Ysta-Mói og í Samtúni, en stundaði jafnframt vinnu ut- an heimilis, svo sem í sláturhús- inu í Haganesvík á haustin og hjá Samvinnufélaginu og síðar hjá K.S. á Ketilási, meðan þau bjuggu í Fljótum en eftir að þau fluttu á Sauðárkrók starfaði hún á Sjúkrahúsi Skagfirðinga út sína starfstíð. Útför hennar er gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 17. desember 2022, klukkan 13. f. 7.6. 1954, maki Jón Eðvald Frið- riksson. Börn: a) Heba, maki Torrey John, eiga tvær dætur. b) Marteinn, maki Bertína Guð- rún Rodriguez, eiga fimm börn og eitt barnabarn. c) Harpa Sif, sam- býlismaður Chri- stoffer Bengtsson, eiga einn son. d) Þóra Rut, sam- býlismaður Jón Haukur Jóns- son. 4) Lára Gréta, f. 15.10. 1957, maki Magnús Sigfússon. Börn: a) Helena, maki Jón Hörð- ur Elíasson, eiga tvo syni. b) Arnar, sambýliskona Agnes Magnúsdóttir, eiga einn son. c) Guðmunda, sambýlismaður Eg- ill Ingvi Ragnarsson, eiga tvo syni. 5) Þröstur Georg, f. 11.5. 1959, maki Guðrún Haralds- dóttir. Börn Þrastar og Ingu Birnu Magnadóttur: a) Steinunn Hlín, sambýlismaður Peter Jo- seph Cassidy, eiga tvö börn. b) Elvar Árni. c) Jón Ingi, maki Jó- hanna Gunnarsdóttir, eiga tvö börn. Guðrún á tvo syni og tvö barnabörn. 6) Ellen Hrönn, f. 19.5. 1961, maki Gunnar Björn Ásgeirsson. Börn: a) Sigrún Andrea, sambýlismaður Baldur Haraldsson, eiga eina dóttur. b) Elín Lilja, maki Elmar Bald- ursson, eiga tvo syni. 7) Stefán Logi, f. 16.11. 1962, maki Inga Sesselja Baldursdóttir. Börn: a) Heiðar Örn, maki Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, eiga þrjá syni. b) Sonja Petra, sambýlis- Elsku mamma mín, nú er kallið komið og þá getur þú vitj- að þinna ástvina sem á undan eru farnir og taka munu vel á móti þér. Pabbi eflaust orðinn óþreyjufullur að bíða endur- fundanna. Móðir mín var alveg einstök kona, vinnusöm, gestrisin, um- hyggjusöm, ákveðin í sínum skoðunum, smekkvís með af- brigðum, mikill húmoristi og svo ótalmörgum öðrum kostum bú- in. Minningar mínar frá upp- vaxtarárunum í Fljótunum eru mjög sterkar og þar var mamma alltaf til staðar ef eitt- hvað bjátaði á eða þurfti að fá leiðbeiningar við. Eitt lítið dæmi sem leitar á mig nú er þegar mamma var seint um kvöld að ganga frá þvotti og baka í Sam- túni, flestir á heimilinu gengnir til náða og ég var á vappi og að vandræðast með að mig langaði til að ná tökum á dansi (vænt- anlega vals) til að geta staðist samanburð í skólanum. Mamma setti músík á fóninn og tók sér hlé frá störfum sínum til að fara yfir danssporin og hafði gaman af, geislandi af glettni og gleði. Ég er ekki frá því að það hafi skilað einhverjum árangri þó færnin yrði aldrei eins og hjá henni og pabba. Það er svo ótal margt sem mamma kenndi okk- ur systkinunum og okkar börn- um, fáum við aldrei fullþakkað fyrir það. Foreldrar mínir voru einstak- lega gestrisin og ávallt var margt um manninn á æskuheim- ilinu, bæði þar sem við systkinin vorum mörg og eins voru ætíð margir ættingjar, vinir og sveit- ungar sem nutu þessarar gest- risni. Aldrei skorti matarföngin eða heimabakaða brauðið, þau höfðu svo einlæga ástríðu fyrir því að alltaf væri nóg til. Vinnu- semi foreldra minna var einstök og þau góðar fyrirmyndir af- komenda sinna. Fljótin voru þeirra heimaslóð- ir og undu þau hag sínum þar best, þau dvöldu þar mikið á sumrin eftir að þau voru flutt á Krókinn, þar sem þau áttu sinn sælureit í sumarbústaðnum Hópsveri, í Austurlandinu á Mói. Þar sinntu þau æðarvarp- inu til fjölda ára og gerðu það af einstakri natni og umhyggju. Þegar leitað er í minninga- sjóðinn koma upp sterkar minn- ingar um heimsókn foreldra minna til okkar Ingu, þegar við bjuggum í Svíþjóð, það var ein- stakur gæðatími og margt brall- að og foreldrar mínir eins og heimsborgarar þó ekki hafi þau ferðast mikið erlendis um æv- ina. Þau skruppu síðar í sólar- landaferð með vinum sínum og allt var þetta tekið á jafnaðar- geðinu og áræðninni. Minningarnar með mömmu eru einnig sterkar nú á seinni árum, þar sem yndislegt hefur verið að kíkja til hennar á Deild 2, fá hana í heimsókn, skreppa með henni í bíltúra um Skaga- fjörðinn, Fljótin og nokkrar ferðir árlega til Reykjavíkur. Í Reykjavíkurferðunum var ekki slegið slöku við, skroppið í búðir og keypt föt og þar þurfti eng- inn að gefa mömmu einhver ráð um fataval, fatastíl og litasam- setningu – á því var hún alveg klár. Mamma átti einn gylltan frasa sem gott er að slá botninn með: „Þetta var alveg dásam- legt.“ Ég kveð þig nú, elsku hjart- ans móðir mín, með kærleik og óendanlegu þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur og varst okkur, ástarkveðja frá mér og fjölskyldu minni. Stefán Logi. Í dag fylgi ég ástkærri tengdamóður minni síðasta spöl- inn. Hún Munda var alveg ein- stök kona, hún var ein af þess- um hvunndagshetjum sem ekki fór mikið fyrir en var samt svo stór persóna. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og ræktaði hópinn sinn vel, það eru 35 ár síðan ég bættist í hópinn hennar. Eitt af því sem ég tók fljótt eftir var lundarfarið, ekki man ég eftir að hún hvessti sig né segði styggð- aryrði þó hamagangur væri oft mikill í kringum hana og oft væri ástæða til. Hún var með einstakt jafnaðargeð og alltaf stutt í grínið og brosið, ef það þykknaði í henni varð svipur hennar örlítið þyngri og orðin færri, og ef henni mislíkaði setti hún upp sérstakan svip, sem fólkið hennar kallaði „svipinn“, þá vissu allir að Munda var ekki sátt. En hún gat líka verið föst fyrir og ef hún ákvað eitthvað varð því ekki svo auðveldlega haggað. Þau voru mjög samheldin hjón Munda og Haraldur, í sum- arbústaðnum í Fljótunum leið þeim vel, það var þeirra sælu- reitur með hópinn allan í kring- um sig enda fékk bústaðurinn nafnið Hópsver. Í eldhúsinu hellti Munda á könnuna, alltaf var til kaffi. Ef maður lagði frá sér kaffibollann svona á milli verka var Munda búin að taka hann, þrífa og bollinn kominn upp í skáp. Jólakökurnar hennar voru líka bestar í heimi, hún var komin vel yfir nírætt og enn að bjóða upp á nýbakaða jólaköku. Þegar við Róbert fluttum í sveitina voru þau hjónin dugleg að koma til okkar og aðstoða, Haraldur í útiverkunum og Munda beið inni, og allt í einu var þvottur kominn á snúruna, búið að brjóta saman og eitt og annað dund sem Mundu þótti ekki vert að þakkað væri fyrir. Hún var bara alltaf til staðar sama hvað. Hún fékk líka sínar brekkur að klífa, hún þurfti að sjá á eftir sonum sínum Þresti og Róbert á sjúkrahús um langan tíma vegna mjaðmagalla sem verið var að stöðva framvindu á. Ró- bert fór 5 ára á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og var til 7 ára ald- urs. Þetta hefur ekki verið auð- veldur tími fyrir Mundu, og í þá daga var ekki talið æskilegt að heimsækja börnin, þau urðu bara erfiðari á eftir. Ekki veit ég hvað svona aðskilnaður yrði kallaður í dag en við vitum að það að hafa barn langt í burtu og geta ekki verið hjá því er erf- itt. Munda varð fyrir því áfalli um miðjan aldur að fá gúlp við heilann sem var fjarlægður í að- gerð en olli því að hún týndi nið- ur ýmsum eignleikum sem við teljum sjálfsagt að hafa, t.d. að lesa, skrifa, muna tölur og orð svo eitthvað sé nefnt, með sinni einstöku þrautseigju kom eitt- hvað til baka, þó ekki allt, en hún lærði að lifa með því og var svo þolinmóð gagnvart sjálfri sér að aðdáunarvert var. Mér er líka minnisstætt þeg- ar elsti sonur hennar, Hermann Björn, dó snögglega, þá breiddi hún út faðminn og huggaði, kon- an með stærsta hjartasárið. Ég ætla ekki að rekja lífs- hlaup Mundu frekar þó af nógu sé að taka, en eitt er víst að ég er mun ríkari eftir kynni mín af þessari góðu konu. Elsku Munda, far þú í friði og takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Erla Valgarðsdóttir. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Með söknuði í hjarta og þakk- læti í huga kveðjum við þig, elsku amma okkar. Amma Munda var mikil fjölskyldukona og mjög stolt af stóra hópnum sínum, fylgdist vel með öllum. Hún mætti í allar veislur og af- mæli sem hún mögulega komst í, hvar sem var á landinu. Amma var mjög dugleg kona, ósérhlífin og fór hún áfram á hörkunni eða eins og afi orðaði það svo oft: hún fer áfram á Reykjar- hólsþráanum. Ömmu leið best í Fljótunum sínum þar sem hún var fædd og uppalin. Þær eru ófáar minningarnar sem við eig- um með henni í Fljótunum, æð- arvarpsstússið, tófuvaktirnar, í berjamó, verslunarmannahelg- arnar og margt fleira. Amma var mikil húsmóðir, bakaði og prjónaði af mikilli list. Þegar maður kom í heimsókn var iðu- lega nýbökuð jólakaka og annað góðgæti dregið fram. Fallegir sokkar og vettlingar duttu af prjónunum í gríð og erg fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Amma var glæsileg og glysgjörn kona, hún elskaði að klæða sig upp á, kaupa sér falleg föt og skreyta sig með skarti. Amma var húm- oristi og hélt hún húmornum allt fram á síðasta dag. Jólin í ár verða mjög tómleg fyrir okkur fjölskylduna þar sem amma var alltaf með okkur í Víðihlíðinni á aðfangadagskvöld. Það eru for- réttindi að hafa haft ömmu svona lengi hjá okkur og verð- um við ævinlega þakklát fyrir allan þann tíma og góðu minn- ingarnar sem við eigum um hana ömmu með okkur og fjöl- skyldum okkar. Hvíldu í friði, elsku amma. Þínar ömmustelpur, Lydía, Aníta, Guðrún og fjölskyldur. Með þakklæti í huga kveð ég ömmu Guðmundu. Minninga- bankinn er stútfullur af minn- ingum með ömmu. Bæði litlar og stórar. Fjölskyldan er stór og hefur verið þekkt fyrir afmælis- og veisluhöld. Amma og afi voru fyrst á staðinn og oft síðust út. Eftir að afi féll frá hélt drottn- ingin áfram að mæta alltaf svo sæt og fín. Amma var alltaf fljót í förum nánast hljóp á milli staða og þurfti maður oft að vera frár á fæti til að halda í við hana. Fjölskyldan fer í ferðir á hverju sumri. Margt hefur verið skoðað í þessum ferðum en síð- ustu ár höfum við hist í Fljót- unum og átt góðar stundir sam- an. Alltaf er góð mæting og margt brallað. Amma hélt alltaf upp á afmælið sitt, haldin var veisla þar sem fjölskyldan kom saman og síðustu ár hefur hún verið í húsi frítímans því engin hús taka allan fjöldann. Amma var síðustu tvö ár á deild 2 á heilbrigðisstofnun, þar leið henni vel og eignaðist góða vini. Hún var samt ekki ánægð í heimsfaraldrinum þegar enginn mátti koma í heimsókn og hún mátti ekki fara út í bæ því henni fannst það alveg frábært að kíkja á rúntinn og í kaffi eða mat til þess sem sótti hana í það skiptið. Takk fyrir allt elsku amma, minning þín lifir. Helena Magnúsdóttir. Elsku amma, þín verður sárt saknað. Þú varst alltaf svo vel tilhöfð enda fannst þér einstaklega gaman að klæða þig upp á og bera fallegt skart. Svipbrigði þín og líkamstjáning var oft auðvelt að lesa, hvort sem það var stríðnislegur hlátur, höfuð hrist í hneyksli eða hendi slegið á læri, þó var alltaf stutt í brosið. Þú lést þig aldrei vanta hvort sem það var í réttum þar sem þú stóðst við hliðið og opnaðir fyrir okkur eða beiðst í fram- sætinu eftir afa, enda var hann alltaf með nóg fyrir stafni, sem lýsir þolinmæði þinni. Þið afi voruð alltaf dugleg að koma og aðstoða við ýmis störf í sveitinni okkar. Þá beiðst þú oft inni með okkur krökkunum eða sást til þess að okkur yrði ekki kalt úti, þá nuddaðir þú hita í lófa okkar og blést. Í minningunni var alltaf hægt að fá kandís og suðusúkkulaði eða önnur sætindi þegar farið var í heimsókn til ömmu og afa. Enginn fór svangur frá henni þar sem sort eftir sort var sett á borðið. Má þar nefna jólakökuna sem var í uppáhaldi hjá mörgum hvort sem rúsínurnar voru tínd- ar úr eða ekki, vöfflurnar voru einnig vinsælar enda sparaði hún ekki sykurinn ofan á þær. Hún var einstaklega barngóð og naut þess að vera í kringum börn, enda voru ömmu- og lang- ömmubörnin komin í fangið hennar til að leika sér eða fá eitthvað gómsætt í laumi hjá henni. Henni fannst einstaklega gaman að prjóna á sína nánustu, enda voru þetta fallegustu vett- lingarnir og hlýjustu sokkarnir. Hún var ávallt tilbúin til að rétta hjálparhönd, þegar einn ungur drengur ákvað að strjúka að heiman þá bauðst hún til að pakka handa honum nesti sem hann þáði, með því skilyrði að hann yrði framreiddur í klút og hægt að festa við prik. Hún Guðmunda Pálína Hermannsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Ástkær móðir mín, SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Borgum í Þistilfirði, sem lést 3. desember á hjúkrunarheimilinu Lundi, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í Holtum, Rangárvallasýslu, mánudaginn 19. desember klukkan 13. Annþór Kristján Karlsson og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS PÉTURSDÓTTIR, Sunnuhvoli, Blönduhlíð, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 10. desember. Hún verður jarðsungin frá Miklabæjarkirkju þriðjudaginn 20. desember klukkan 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási. Þökkum starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki fyrir yndislega umönnun. Pétur Bjarnason Sofía Jóhannsdóttir Sigrún Bjarnadóttir Kjartan Stefánsson Friðrik Bjarnason Una Bjarnadóttir Hafþór Elíasson Ragnheiður Bjarnadóttir Haukur Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.