Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.12.2022, Qupperneq 41
Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30. Fös. 9:00-14:00 Spennandi sérfræðistörf á sviði skatteftirlits og skattrannsókna Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og til að slást í hóp skemmtilegra starfsmanna á eftirlits- og rannsóknasviði. Við störf eftirlits- og rannsóknasviðs er lögð áhersla á fagmennsku í öllum verkum. Allar aðgerðir sviðsins miða að því að styrkja tekjuöflun hins opinbera, fyrirbyggja og upplýsa skattundanskot og önnur brot á skattframkvæmd auk þess að stuðla að upprætingu peningaþvættis og fjár- mögnunar hryðjuverka. Við öflugt skatteftirlit og -rannsóknir er áhersla lögð á að nýta nýjustu tækni á hverjum tíma, þ. á m. gagnagrunna, gervigreind og stafrænar lausnir. Helstu verkefni sviðsins felast í úrvinnslu eftirlits- og rannsóknaverkefna þar sem til skoðunar eru möguleg skattundanskot eða önnur skattalagabrot, einstaklinga og lögaðila. Enn fremur endurákvörðun opinberra gjalda þegar við á og beiting viðurlaga vegna upplýstra brota. Í boði eru stöður sérfræðings í áhættugreiningu og -mati, sérfræðings í milliverðlagningu og sérfræðings í skattrannsóknummeð áherslu á skattundanskot tengd peningaþvætti. Starfshlutfall er 100%. Sérfræðingur í áhættugreiningu og -mati Helstu verkefni Þróun áhættugreiningar, -mats og -stjórnunar við skatteftirlit og skattrannsóknir. Mótun stefnu, stýringa og verkferla byggða á áhættumati. Samskipti og samvinna við sérfræðinga þvert á svið Skattsins, þ. á m. við gagnavísindateymi þess. Samskipti við erlend skattyfirvöld vegna áhættu- greiningar og -mats. Kröfur til menntunar og reynslu Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði verkfræði, tölvunarfræði eða viðskiptafræði (lágmark er B.S./B.A. gráða en meistaragráða er æskileg). Þekking og reynsla af áhættugreiningu, -mati og -stjórnun er nauðsynleg. Þekking og reynsla á almennri skattframkvæmd og málsmeðferð er æskileg. Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Sérfræðingur í milliverðlagningu Helstu verkefni Eftirlit með viðskiptum tengdra lögaðila yfir landamæri. Greining og mat á óeðlilegri verðlagningu í viðskiptum skjölunarskyldra lögaðila. Annast málsmeðferð í ágreiningsmálum. Kröfur til menntunar og reynslu Viðeigandi háskólamenntun, t.d. á sviði reikningsskila, hagfræði eða lögfræði (lágmark er B.S./B.A. gráða en meistaragráða er æskileg). Þekking og reynsla á almennri skattframkvæmd og málsmeðferð er nauðsynleg. Þekking og reynsla á sviði reiknings- eða skattskila er nauðsynleg. Sérfræðingur í skattrannsóknum tengdum peningaþvætti Helstu verkefni Rannsókn ætlaðra skattundanskota og annarra skattalagabrota. Þátttaka í rannsóknaraðgerðum, þ. á m. húsleitum og skýrslutökum. Annast málsmeðferð, þ. á m. gagna- og upplýsingaöflun. Ritun skýrslna um framkvæmd og niðurstöður rannsókna. Kröfur til menntunar og reynslu Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskiptafræði, lögfræði eða hagfræði (lágmark er B.S./B.A. gráða en meistaragráða er æskileg). Þekking og reynsla á almennri skattframkvæmd og málsmeðferð er æskileg. Þekking og reynsla á sviði stjórnsýsluréttar og refsiréttar er kostur. Þekking og reynsla á svið laga og reglna er varða peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka er kostur. Almennar kröfur um hæfni til starfanna Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur. Góð greiningarhæfni. Lipurð og færni í mannlegum samskiptum. Öguð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. Frumkvæði, metnaður og geta til að vinna undir álagi. Jákvæðni og rík þjónustulund. Samstarfshæfni sem og reynsla og færni af teymisvinnu. Góð almenn tölvukunnátta. Hreint sakavottorð. Sótt er um störfin á skatturinn.is eða starfatorg.is. Ferilskrá þarf að fylgja, auk kynningarbréfs með upplýsingum um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila o.fl. sem máli skiptir svo að umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efna- hagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Nánari upplýsingar um störfin veitir Bryndís Kristjánsdóttir í síma 442-1000 eða í tölvupósti á bryndis.kristjansdottir@skatturinn.is Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar 2023 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um störfin. Gildi skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna og eru þau ávallt höfð til viðmiðunar við ráðningar í störf hjá Skattinum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.