Morgunblaðið - 17.12.2022, Síða 46
ÍÞRÓTTIR46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2022
Þórir Jóhann Helgason, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, meiddist á
hné á æfingu með liði sínu, Lecce á
Ítalíu, í fyrradag. Félagið skýrði frá því
í gær að meiðslin væru ekki alvarleg
en hann myndi væntanlega missa
af tveimur fyrstu leikjum liðsins í
A-deildinni eftir áramótin.
Sænski knattspyrnumaðurinn Emil
Berger er farinn frá Leikni í Reykjavík
en hann hefur verið í stóru hlutverki
hjá liðinu undanfarin tvö ár. Emil
kveður Leikni sem næstmarkahæsti
leikmaður liðsins í efstu deild og sá
þriðji leikjahæsti.
Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji
Beerschot í Belgíu, og Aron Bjarna-
son, kantmaður Sirius í Svíþjóð,
eru nýliðar í landsliðshópnum í
knattspyrnu sem Arnar Þór Viðars-
son kynnti í gær vegna vináttuland-
sleikja við Svíþjóð og Eistland sem
fram fara á Algarve í Portúgal 8. og
12. janúar. Arnór Ingvi Traustason
er leikjahæstur með 44 landsleiki en
hann kemur aftur inn eftir nokkurt
hlé, sem og Guðlaugur Victor Pálsson
sem hefur leikið 31 landsleik en missti
af leikjum liðsins í nóvember. Auk
þeirra hafa aðeins Arnór Sigurðsson,
Sveinn Aron Guðjohnsen, Andri
Lucas Guðjohnsen og Davíð Kristján
Ólafsson leikið fleiri en 10 landsleiki
en hópinn í heild má sjá á mbl.is/
sport.
Atvinnukylfingurinn Guðmund-
ur Ágúst Kristjánsson lauk í gær
keppni á Opna
Máritíusmótinu
á afrísku eyjunni
Máritíus, en hann
náði ekki að
komast í gegnum
niðurskurðinn
eftir tvo hringi.
Guðmundur lék
vel í gær, var á
70 höggum, eða
tveimur undir pari vallarins, en náði
ekki að vinna upp slæman fyrsta
hring á fimmtudaginn þegar hann lék
á 78 höggum. Guðmundur var fjórum
höggum frá því að komast í hóp 70
efstu og leika tvo síðari hringina en
hann endaði í 104.-112. sæti af 156
keppendum á mótinu sem er liður í
Evrópumótaröðinni.
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit:
Eyjar: ÍBV – Valur ...................................... L14
KA-heimilið: Víðir – KA............................ L15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – SA .......................... L17.45
Subway-deild karla
Haukar – Grindavík ....................... (frl.) 78:81
Valur – Njarðvík ...................................... 88:75
Staðan:
Keflavík 10 8 2 930:850 16
Valur 10 8 2 873:823 16
Breiðablik 10 7 3 997:973 14
Njarðvík 10 6 4 891:805 12
Haukar 10 6 4 856:832 12
Tindastóll 10 6 4 871:806 12
Grindavík 10 5 5 824:881 10
Stjarnan 10 4 6 874:894 8
Höttur 10 4 6 833:824 8
ÍR 10 3 7 811:888 6
Þór Þ. 10 2 8 979:1010 4
KR 10 1 9 887:1040 2
1. deild karla
Þór Ak. – Skallagrímur ........................ 74:108
Hrunamenn – Fjölnir............................ 78:101
ÍA – Selfoss .............................................. 79:86
Sindri – Hamar ...................................... 96:101
Staðan:
Álftanes 13 12 1 1224:1095 24
Hamar 12 9 3 1155:1041 18
Sindri 13 8 5 1213:1118 16
Selfoss 13 8 5 1186:1070 16
Skallagrímur 13 6 7 1191:1114 12
Hrunamenn 13 6 7 1211:1272 12
Ármann 12 5 7 1064:1092 10
ÍA 13 5 8 1084:1185 10
Fjölnir 13 4 9 1126:1184 8
Þór Ak. 13 1 12 1004:1287 2
Spánn
B-deild:
Alicante – Almansa............................. 101:55
Ægir Már Steinarsson tók 1 frákast og gaf
3 stoðsendingar fyrir Alicante á 16mínútum.
Bikarkeppni karla
16-liða úrslit:
ÍR – Selfoss ............................................... 34:28
Kórdrengir – Hörður .............................. 25:38
Grill 66 deild karla
Fjölnir – Þór ............................................. 24:24
Staðan:
HK 9 8 1 0 307:230 17
Valur U 8 6 1 1 243:214 13
Víkingur 9 5 1 3 275:264 11
Fjölnir 10 3 4 3 296:296 10
Þór Ak. 11 4 2 5 317:312 10
Fram U 9 4 1 4 266:263 9
KA U 8 3 2 3 249:250 8
Selfoss U 9 3 1 5 284:322 7
Haukar U 8 2 1 5 231:239 5
Kórdrengir 9 0 0 9 226:304 0
Danmörk
Skjern – Tvis Holstebro...................... 33:28
Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
Skjern.
Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðar-
þjálfari Holstebro.
Frakkland
Ivry -- St. Raphaël ................................ 30:28
Darri Aronsson er meiddur og lék ekki
með Ivry.
Meistaradeild kvenna
A-RIÐILL:
París SG – RealMadrid ........................... 2:1
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í
leikmannahópi París SG.
Vllaznia – Chelsea ....................................... 0:4
Staðan:
Chelsea 13, París SG 10, Real Madrid 5, Vll-
aznia 0.
B-RIÐILL:
Wolfsburg – Slavia Prag ......................... 0:0
Sveindís Jane Jónsdóttir lék fyrstu 75mín-
úturnar með Wolfsburg.
Roma – St. Pölten........................................ 5:0
Staðan:
Wolfsburg 11, Roma 10, St. Pölten 4, Slavia
Prag 2.
England
B-deild:
Birmingham – Reading ............................ 3:2
Jökull Andrésson var ekki í leikmannahópi
Reading.
Staða efstu liða:
Burnley 22 12 8 2 43:23 44
Sheffield Utd 22 12 5 5 36:19 41
Blackburn 22 12 0 10 25:26 36
Norwich 22 10 5 7 30:23 35
Watford 22 9 7 6 28:22 34
Preston 22 9 7 6 22:21 34
Birmingham 23 8 8 7 26:22 32
Millwall 22 9 5 8 27:26 32
Reading 23 10 2 11 26:33 32
Holland
B-deild:
Eindhoven – Venlo.................................... 0:2
Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á hjá
Venlo á 88. mínútu.
Valur eltir Keflavík
eins og skugginn
Íslandsmeistarar Vals jöfnuðu
topplið Keflavíkur að stigum
á toppi Subway-deildar karla í
körfubolta með 88:75-heimasigri
á deildarmeisturumNjarðvíkur í
10. umferðinni í gærkvöldi.
Valur og Keflavík eru bæði
með 16 stig, en Keflavík vann leik
liðanna fyrr í vetur og er því í
toppsætinu. Njarðvík er áfram
í fjórða sæti með tólf stig, eins
og Haukar og Tindastóll, og í
baráttu um heimavallarrétt í
úrslitakeppninni.
Njarðvík vann fyrsta leik-
hlutann með tíu stigum og var
með 37:33-forystu í hálfleik. Vals-
menn voru hins vegar töluvert
sterkari í seinni hálfleik.
Callum Lawson skoraði 25 stig
fyrir Val og Kristófer Acox gerði
15 stig. Nicolas Richotti skoraði
16 fyrir Njarðvík og þeir José
Martin ogMario Matasovic 15
hvor.
Framlengd spenna í Ólafssal
Grindavík hafði betur gegn
Haukum eftir framlengingu og
mikla spennu í Ólafssal, 81:78.
Grindavík var með forystuna
nánast allan leikinn, en með
góðum endaspretti tókst Haukum
að jafna og knýja fram fram-
lengingu. Þar reyndust Grindvík-
ingar sterkari og unnu að lokum
þriggja stiga sigur.
Ólafur Ólafsson fyrirliði
Grindavíkur skoraði 32 stig og
tók níu fráköst fyrir sitt lið.
Darwin Davis var stigahæstur í
liði Hauka með 23 stig. Haukar
eru í fimmta sæti með 12 stig og
Grindavík í sjöunda sæti með tíu
stig. Virðast þau bæði ætla í úr-
slitakeppnina, en ekki að berjast
við efstu liðin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÓlafssalurDamier Pitts sækir að
körfu Hauka í Ólafssal í gær.
Sannfærandi ÍR-ingar
í úrvalsdeildarslag
ÍR vann sannfærandi 34:28-heima-
sigur á Selfossi í úrvalsdeildarslag í
16-liða úrslitum bikarkeppni karla í
handbolta í gærkvöldi.
Einu marki munaði í hálfleik,
14:13. ÍR skoraði fimm fyrstu mörk-
in í seinni hálfleik og hélt undirtök-
unum allt til loka. Dagur Sverrir
Kristjánsson skoraði tíu mörk fyrir
ÍR og Viktor Sigurðsson sex. Ólafur
Rafn Gíslason varði 17 skot í mark-
inu. Hannes Höskuldsson skoraði
ellefu fyrir Selfoss.
Þá vann Hörður, nýliði úr
úrvalsdeildinni, þægilegan sigur á
Kórdrengjum, botnliði 1. deildar-
innar, 38:25. Var úrvalsdeildarliðið
sterkara frá upphafi til enda. Jón
Ómar Gíslason skoraði sjö mörk
fyrir Hörð og þeir José Neto
og Endijs Kusners fimm hvor.
Eyþór Vestmann skoraði átta fyrir
Kórdrengi.
Átta liða úrslitunum lýkur í dag
með leikjum ÍBV og Vals og Víðis
og KA.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
NeglaDagur Sverrir Kristjánsson skoraði tíu mörk fyrir ÍR-inga gegn
Selfossi í sannfærandi sigri Breiðhyltinga í úrvalsdeildarslag.
Fetar Messi í
fótspor Diego?
lEða verða Frakkar afturmeistarar?
Þriðji heimsmeistaratitillinn fellur
sigurliðinu á morgun í skaut, hvort
sem það verður Argentína eða
Frakkland sem fær afhenta stytt-
una eftirsóttu sem heimsmeistarar
karla í knattspyrnu fá að hampa á
fjögurra ára fresti. Liðin mætast í
úrslitaleiknum í Katar klukkan 15
að íslenskum tíma.
Argentínumenn hafa beðið
eftir sínum þriðja titli í 36 ár, eða
síðan Diego heitinn Maradona fór
á kostum í Mexíkó sumarið 1986
og argentínska liðið vann Vest-
ur-Þýskaland 3:2 í úrslitaleiknum.
Áður vann Suður-Ameríkuþjóðin
titilinn á sínum heimavelli árið 1978
eftir sigur á Hollandi í úrslitaleikn-
um í Buenos Aires, 3:1.
Frakkar hafa aftur á móti ekki
þurft að bíða neitt. Þeir eru ríkj-
andi heimsmeistarar frá 2018 og
unnu þá Króata 4:2 í úrslitaleik í
Moskvu. Áður hrepptu þeir titilinn
á heimavelli árið 1998 með sigri á
Brasilíumönnum, 3:0, í úrslitaleikn-
um í París.
Um leið er næsta víst að marka-
kóngur HM kemur úr öðru hvoru
úrslitaliðanna. Lionel Messi hefur
skorað fimm mörk fyrir Argentínu á
mótinu og Julian Álvarez fjögur en
Kylian Mbappé hefur skorað fimm
mörk fyrir Frakka og Olivier Giroud
fjögur. Markahæstu menn Króatíu
og Marokkó eru með tvö mörk og
því þarf einhver að fara á kostum
í bronsleiknum í dag til þess að ná
markakóngstitlinum í sínar hendur.
Króatar hafa áður fengið silfur
(2018) og brons (1998) á HM og
reyna því að ná í sín þriðju verðlaun
á meðan Marokkómenn eru enn að
skrifa söguna fyrir sjálfa sig og alla
Afríku og freista þess að komast
á verðlaunapallinn í fyrsta skipti.
Bronsleikurinn í Katar hefst klukk-
an 15 í dag.
Verða allir með?
Stærsta spurningin fyrir
úrslitaleikinn á morgun er sú
hvort liðin nái að tefla fram öllum
sínum sterkustu mönnum. Veikindi
hafa herjað á Frakkana, Dayot
Upamecano og Adrien Rabiot
gátu ekki spilað gegn Marokkó í
undanúrslitunum og þeir Kingsley
Coman, Raphaël Varane og
Ibrahima Konaté hafa allir verið
veikir. Frakkar hafa kennt of öflugri
loftkællingu í Katar um slappleika
sinna manna.
Lionel Messi er sagður hafa spilað
meiddur gegn Króatíu á þriðju-
daginn og Argentínumenn standa
á öndinni eftir fregnir af því að
hann hafi ekki æft með liðinu í gær.
Þeirra sóknarleikur snýst að miklu
leyti um Messi, sem auk þess hefur
skýrt frá því að þetta verði örugg-
lega sinn síðasti leikur í lokakeppni
heimsmeistaramóts.
Margir líta á leikinn sem einvígi
Messi og Mbappé, liðsfélaganna frá
París SG, og viðbúið er að sá þeirra
sem lyftir styttunni í leikslok verði
jafnframt útnefndur besti leikmað-
ur keppninnar.
Þetta er 22. úrslitaleikur
heimsmeistaramótsins frá því
Úrúgvæ lagði Argentínu að velli
í þeim fyrsta á heimavelli sínum í
Montevideo árið 1930. Sigurliðið
kemst í fjórða sætið yfir sigur-
sælustu þjóðirnar frá upphafi en
Brasilía hefur orðið fimm sinnum
heimsmeistari, Þýskaland fjórum
sinnum og Ítalía fjórum sinnum.
HM Í KATAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
AFP/Franck Fife/Jewel Samad
Heimsmeistari Lionel Messi og KylianMbappé eru ekki líklegir til að mæt-
ast oft í návígjum en líklegir til að hafa afgerandi áhrif á úrslit leiksins.