Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Qupperneq 24
arinnar, en byggingarár hússins er 1955. Létu þau sérsmíða gerefti á nýja herbergið svo það myndi passa við restina af íbúðinni. Einnig fundu þau notaða hurð á netinu sem var sambærileg í útliti og hinar hurð- irnar. Auður leggur mikið upp úr því að andrúmsloftið á heimilinu sé hlýlegt og notalegt. „Þetta á að vera griða- staðurinn okkar sem knúsar mann þegar maður kemur heim,“ segir Auður. „Ég er voða mikill safnari, svo það hefur sett minn svip á íbúðina. Bæk- ur, plöntur, steinar og hlutir með sögu kalla mikið á mig. Ég reyni að kaupa sem minnst af nýju, og ein- hvern veginn hafa hlutir ratað til mín óvænt og oft alveg frítt svo þetta hipsumhaps af hlutum gerði íbúðina aðallega að minni,“ segir Auður. Hennar uppáhaldsstaður á heim- ilinu er ofan í baðkarinu, sem er extra djúpt. „Það gerir mig mjög hamingjusama. Eina skilyrðið sem ég setti þegar við vorum að leita okkur að íbúð var að það væri bað- kar,“ segir Auður. Skipti úr kokteilsósu yfir í hamborgarasósu Húsgögn úr tekki hafa verið vinsæl undanfarin ár, líkt og á tímabili á síðustu öld. Á heimili Auðar og Marínós er að finna nokkur tekkhúsgögn, hansahill- urnar fallegu og svo skrifborð. Skrifborðið er uppáhaldshúsgagn Auðar. „Það var lokaverkefni mannsins míns í húsgagnasmíði. Það er gull- fallegt og var gert með fullkomnum skúffum fyrir teiknidótið mitt,“ segir Auður. Hansahillurnar koma úr ýmsum áttum en að mestu frá afa Marinós með smá viðbótum frá ömmu og afa Auðar og svo einhverju sem þau fundu á Facebook. Íbúðin er litrík og falleg, en Auð- ur valdi flesta litina handahófs- kennt. „Svo sagði maðurinn minn nei við sumu svo ég aðlagaði þá liti. Mesti brandarinn var að ég valdi kokteilsósubleikan á vegginn sem mér var neitað um svo ég skipti yfir í hamborgarasósu,“ segir Auður og passar liturinn svona ljómandi fal- lega. Framkvæmdum er ekki lokið hjá þeim, en þau eru nú að safna sér fyrir nýrri borðplötu í eldhúsinu og hyggjast samhliða því stækka eldhúsinnréttinguna út undir gluggann. Svo vilja þau einnig setja gólflista. Myndavélin er úr dánarbúi afa Marínós. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smáhlutirnir eru úr ýmsum áttum en Auður er mikill safnari. Auður og Marínó höfðu mikið fyrir því að halda stíl íbúðarinnar þegar þau bættu við herbergi. Baðkarið er uppáhalds- staður Auðar á heimilinu. ’ Það gerir mig mjög hamingju- sama. Eina skilyrðið sem ég setti þegar við vorum að leita okkur að íbúð var að það væri baðkar.“ HÖNNUN 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.