Fréttablaðið - 10.01.2023, Side 19

Fréttablaðið - 10.01.2023, Side 19
Ég get ekki betur séð en að 12-15 kjördæmi komi einna helst stórum flokkum á borð við flokk sjálfs forseta Alþingis best til að ná árangri í kosning- um. Hjálmar Waag Árnason skrifar í Fréttablaðið 3. janúar og fullyrðir í fyrirsögn: „Hættur stafa af skóg- rækt“. Kúnstin í allri náttúruvernd sé að viðhalda fjölbreytileika lífríkis með því að halda raski á náttúrunni sem minnstu. Þetta myndi gilda um Ísland ef landið væri á annað borð óraskað. Það er Ísland ekki. Landið er örum rist af landnýtingu allt frá landnámi, skóglendi að mestu á bak og burt, stór hluti jarðvegs og gróðurhulu sömuleiðis. Hjálmar nefnir lúpínu og meinta ógn af henni. Ástæðan fyrir því að lúpína er svo dreifð sem raun ber vitni er ekki máttur hennar sjálfrar heldur vinnuvélanna og áhugafólks um allt land sem dreifði henni til að græða land og bæta lífríkið. Í kjölfar lúpínu vaxa nú víða þær plöntuteg- undir sem hurfu þegar við spilltum landinu. Gróður eykur líf í ám Vissulega er lúpína víða með bökk- um Laxár í Leirársveit en langt í frá einráð í gróðurfarinu. Hjálmar full- yrðir að mófuglar séu horfnir en vísar ekki í talningar. Ég leyfi mér að efast. Við Laxá í Leirársveit hefur það sama gerst og víða um land í lágsveitum, að gróðurfar hafi eflst við minnkandi beit. Mikil gróska er meðfram ánni. Það skilar sér í auknu smádýralífi sem þýðir aukið æti fyrir fiskinn í ánni og fyrir fugla. Fallegt myndband er á vefnum laxa- leir.is sem sýnir gróskumikið og fjölbreytt gróðurfarið við ána. Gróður við ár fóðrar nefnilega lífið í ánum. Líffræðingar hafa fundið ertuyglulirfur í innyf lum fiska í íslenskum ám sem fallið hafa af lúpínu á árbökkum. Víða um land má finna ár vaxnar lúpínu á bökk- unum og fátt sem bendir til nei- kvæðra áhrifa, þvert á móti. Ekkert stefnuleysi í skógrækt Alvarleg er sú fullyrðing Hjálmars að algjört stefnuleysi virðist ríkja í skógrækt enda aðeins fáeinir mán- uðir síðan ný opinber stefna um skógrækt, landgræðslu og endur- heimt votlendis var gefin út af mat- vælaráðherra undir heitinu Land og líf. Nýleg löggjöf er einnig um skóg- rækt og greinin er bundin ýmsum lagaákvæðum um náttúruvernd, minjavernd og f leira og f leira. Umgjörðin er skýr og góð, mark- miðin hófleg. Nú er hálft prósent Íslands klætt ræktuðum skógi og markmiðið er að sú tala hækki upp í tvö prósent til aldamóta. Vonast er til að þekja birkis verði orðin 12 prósent um aldamótin. Samt verður landið að enn mestu skóglaust. Skógar stækka í Noregi Norðmenn hafa ekki vaknað upp við vondan draum eins og Hjálmar fullyrðir þó. Þeir eru ekki að eyða skógum í stórum stíl. Þriðjungur Noregs er vaxinn skógi og það hlut- fall fer vaxandi. Eftir seinni heims- styrjöldina vantaði Norðmenn timbur og menn komust að því að sitkagreni frá Norður-Ameríku þreifst mun betur við sjávarsíðuna en innlent rauðgreni. Mikið var því gróðursett þar af sitkagreni og það óx mjög vel. Enn gróðursetja Norðmenn sitkagreni í nokkrum mæli þótt á vissum stöðum hafi fólk valið að endurheimta útsýni og saltnæðing með því að fjarlægja það, svo sem á eynni Fjørtofta. Um þetta er deilt í Noregi og ekki allir á sama máli. Vöktun, rannsóknir og samstarf Hjálmar staðhæfir að hjá okkur ríki „villta vestrið“ í skógrækt. Svo er ekki. Skógræktarverkefni eru bundin í það lagaumhverfi sem áður var nefnt hér og sömuleiðis í skipu- lag sveitarfélaga þar sem sækja þarf um framkvæmdaleyfi. Stefnan sem hann biður um að verði mörkuð er áðurnefnd stefna, Land og líf. Vel er fylgst með vexti og útbreiðslu íslenskra skóga og sérstaklega fylgst með sjálfsáningu á jöðrum skóg- ræktarsvæða. Engin trjátegund í ræktun á Íslandi hefur verið sk ilgreind ágeng hérlendis og fullyrðingar um að til dæmis  stafafura sýri jarðveg og drepi allan gróður í kringum sig eru einfaldlega rangar eins og rannsóknir hafa sýnt. Sta- fafura þrífst vel í rýrum jarðvegi og byggir upp í honum næringarforða með samlífi sínu við jarðvegslíf- verur. Það hjálpar öðrum gróðri. Loks biður Hjálmar um að Íslend- ingar nýti langa reynslu frændþjóða okkar á sviði skógræktar. Það er einmitt það sem við gerum. Þangað sækjum við menntun, þekkingu, aðferðir og samstarf. Á Íslandi er ekki rasað um ráð fram í skógrækt. Hér er skógrækt hófleg, fagleg, vel skipulögð. Hún er unnin á litlu broti landsins sam- kvæmt vel mótaðri stefnu. Vel er fylgst með þróun náttúrufars með vönduðum rannsóknum og vöktun. Þess vegna stafa engar hættur af skógrækt. n Lengri útgáfu greingarinnar er að finna á frettabladid.is Rangfærslur um skógrækt  Pétur Halldórsson kynningarstjóri hjá Skógræktinni Á Íslandi er ekki rasað um ráð fram í skóg- rækt. Hér er skóg- rækt hófleg, fagleg, vel skipulögð. Hún er unnin á litlu broti landsins samkvæmt vel mótaðri stefnu. Forseti Alþingis, Birgir Ármanns- son, hefur lagt til að fjölga kjör- dæmum landsins úr 6 í 12-15 kjör- dæmi. Markmiðið er skýrt að jafna atkvæðavægi. Hvers vegna í ósköpunum er þá ekki Ísland eitt kjördæmi? Við erum fámenn þjóð með um tæplega 300.000 manns á kjörskrá. Það er lítið kjördæmi á hinum Norðurlöndunum eða ein- menningskjördæmi í Bretlandi. Þegar landið allt er sett í eitt og sama kjördæmið hallar ekkert á flokkana líkt og í síðustu alþingiskosningum þegar Viðreisn tapaði einum manni á kostnað annars flokks. Kosturinn við þetta fyrirkomulag er að tryggja öllum litlum f lokkum kost á að koma að manni á Alþingi því þá þyrftu litlu flokkarnir ekki að berj- ast við 5% lágmarksatkvæðafjölda, sem myndi tryggja lýðræðið enn frekar í sessi. Að mínu mati er það galið að eitt og sama atvinnu og búsetusvæðið, suðvesturhornið með um 70% íbúa landsins, sé með þrjú kjördæmi í dag. Hvar eiga mörkin að liggja? Núverandi kjördæmaskipan sem hleypt var af stokkunum fyrir kosn- ingarnar 1999 var NV-kjördæmi með 9 þingmenn en hefur í dag aðeins 8 á kostnað SV-kjördæmis til þess að reyna að jafna atkvæða- vægið á milli kjósenda í þessum kjördæmum. Fólksfjölgun hefur orðið gríðarleg í Suðurkjördæmi, þ.e. á Suðurnesjum sem og á Suður- landi, hlutfallslega miklu meiri en í NA-kjördæmi þar sem þingmanna- fjöldinn er í dag sá sami í þessum báðum kjördæmum en ætti að vera 11 í suður á móti 9 í norðaustur. Íbúaþróun tekur sífellt breyt- ingum og í stað þess að hlutast til um tilfæringar um fjölda þing- manna í hverju kjördæmi hverju sinni, væri hægt að koma í veg fyrir slíka nefndafundi með því að hafa Ísland eitt kjördæmi Bergvin Oddsson stjórnmálafræð- ingur Ísland eitt kjördæmi. Annar galli við mörg fámenn kjördæmi verður þegar sveitarfélög sameinast. Ætla menn að búa þannig um hnútana að íbúar í t.d. Fjarðabyggð verði í tveimur kjördæmum? Eða þegar Strandabyggð í Vestfjarðakjördæmi sameinast Dalabyggð í nýju litlu NV-kjördæmi. Hvað hyggst forseti Alþingis hafa mörg kjördæmi á sama atvinnu- og búsetusvæðinu á höfuð- borgarsvæðinu? 5 eða 6 talsins, ég spyr? Hvaða þýðingu hefur að hafa 12-15 kjördæmi? Kosturinn við að hafa mörg en fámenn kjördæmi er að bæði þing- menn og kjósendur eru nær hver öðrum. Jaðrar við kjörbúðalýðræði á sumum stöðum. Ásamt því að umboðskeðjan frá kjósanda til kjör- inna fulltrúa styttist. Gallinn verður sá að erfitt verður að velja ráðherra úr öllum þessum kjördæmum og kæmi manni ekki á óvart að það þyrfti að fjölga ráðherrum til þess að koma sem flestum að og, já, jafna ágreining og atkvæðamagnið. Að mínu mati verður aðalgallinn sá að litlir flokkar eiga nánast enga möguleika á að koma inn manni þar sem eru 3-5 þingmenn. Í mjög fámennum kjördæmum þar sem 3 þingmenn eru hverju sinni þýðir það að stóru flokkarnir ná inn manni. Einnig hef ég áhyggjur af því hvar jöfnunarsætin eiga að liggja. Ég er alls ekki að segja að þá sé ómögu- legt að reikna það út en það verður alveg hrikaleg keðjuverkun þegar það koma nýjar tölur úr einu kjör- dæmi og allir hinir jöfnunarþing- mennirnir færast til. Ég er handviss um að með breyttri kjördæmaskipan, þar sem 12-15 kjördæmi verða, náum við aldrei markmiðinu um að tryggja jafnt atkvæðavægi. Ég get ekki betur séð en að 12-15 kjördæmi komi einna helst stórum flokkum á borð við flokk sjálfs forseta Alþingis best til að ná árangri í kosningum. Það ættu að vera hagsmunir stóru flokkanna að hafa sem fæsta þingmenn í hverju kjördæmi til þess að koma sínum fulltrúum að á kostnað minni flokk- anna. Því tel ég skynsamlegasta kostinn að breyta Íslandi í eitt og sama kjördæmið til þess að tryggja jafnt atkvæðavægi á milli kjósenda og til þess að litlir f lokkar komi frekar manni eða jafnvel mönnum á þing með þeim afleiðingum að raddir flestra ólíkra skoðana heyrist á hinu háa Alþingi. n ÞRIÐJUDAGUR 10. janúar 2023 Skoðun 15FRéttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.