Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 8
8
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Þar er fyrst frá að segja, að ákveðið var að þann 21. september haust -
ið 1943 skyldu þeir Benjamín og Guðmundur ríða til leitaskála þeirra
Hvítsíðinga til fulltingis þeim gangnamönnum er þangað voru áður
komnir og höfðu leitað það af afréttinum sem auðveldast var og minnst-
ar líkur þóttu að reyna mundi á hyggindi og manndóm. Enda var svo
háttað um þá er til skála voru komnir, að þeir voru menn ekki all miklir
fyrir sér, og var mest treyst á hundana uns tilkoma þeirra yrði, Benja-
míns og Guðmundar.
Bær Guðmundar, Kirkjuból, stendur neðar í sveit en bær Benjamíns,
Hall kelsstaðir, og skyldi Guðmundur hitta Benjamín að hans heima og
þeir síðan ríða báðir ásamt.
Svo er lýst heimanbúnaði Guðmundar, að hann var í þrennum sokk-
um vel þæfðum og prjónuðum skóm, þar utan yfir í stígvélum klofhá um
og þó heldur meira, hann hafði vaðmálsbuxur góðar og treyju erlenda,
síða kafíu þá er bæði hélt vatni og vindi. Kuldahúfu þykka hafði hann á
höfði og sjóhatt utan yfir, vettlinga tvenna. Sýndist maðurinn í þessum
búnaði hinn vörpulegasti og þó ekki allhár.
Guðmundur reið hesti gráum og var sá hesta mestur vexti um Borgar-
fjörð. En með því að Guðmundur var – sem áður segir – maður ekki
skreflangur, varð hann oft, þar sem hann fyrirleit bakþúfur, að taka
tilhlaup eitt eða fleiri áður honum tækist að ná ístaðinu þá er hann vildi
komast á bak hesti sínum. En fyrir kapp hans og seiglu tókst þetta þó
að jafnaði.
Mal harðtroðinn reiddi hann undir sér, voru þar í slátur stór, brauð-
meti og viðbit, fatnaður og eldfæri, en inni á sér í brjóstvasa hafði hann
tólgarkerti tvö. Hund svartan hafði Guðmundur. Var sá hunda vitrastur
og gó jafnan fagnandi er Guðmundi hafði farsællega tekist að komast í
hnakk sinn.
Guðmundur lagði á stað frá heimili sínu að hallandi degi áleiðis til
Hall kelsstaða. Reið hann sem leið lá. En það bar til er hann kom fram
um Kolsstaði að hann mætti hrossaþvögu er runnið hafði af fjalli. Vissi
hann þá ekki fyrr til en hestur hans tók undir sig stökk mikið og þegar
inn í þvöguna miðja þrátt fyrir harðfenglegar tilraunir Guðmundar til
að aftra þessu. Undraðist hann stórlega hvernig hesturinn lét í stóðinu,
vanaður fyrir mörgum árum, og ekki síður vegna þess að hér var um að
ræða merar úr Reykholtsdal, forljótar. Var á tímabili hin mesta tvísýna
á því hvort Guðmundur fengi haldið sér í söðlinum er hesturinn fór í