Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 9
9
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
loft köstum í stóðinu, og hlífði því góður búnaður Guðmundar, að hann
beist ekki til stórskaða. Þar kom þó að honum tókst með einbeitingu
allra krafta sinna og sérlegri reiðfimi að ná valdi á hestinum og snúa
honum á rétta leið. Var Guðmundur þá orðinn sveittur þar sem veður
var gott og maðurinn hlýtt búinn. Taldi Guðmundur þetta fyrirboða
stærri tíðinda og verri og varð þar sannspár.
Þegar Guðmundur kom til Hallkelsstaða var Benjamín búinn til
fararinnar. Hafði hann þá nýlokið sex mörkum af nýrri ketsúpu og lét
gapa buxnastrenginn sér til hæginda. Var hann að stanga úr tönnum sér
er Guðmundur reið í hlað. Bauð hann Guðmundi til stofu og kvað þá
mundu drekka kaffi.
Þann veg var búnaður Benjamíns, að hann var innst fata í lamb-
skinns skyrtu hvítri og sneri inn loðnan. Náði sú allt niður í knésbætur
og var mikil fyrirferðar og sýndist maðurinn þreklegur um þjó. Hann
var í leistabrókum gráum og stígvélum járnslegnum. Peysu var hann
í mórenndri, prjónaðri úr sjöföldum lopa og mundi standa fjórðung.
Yst fata var hann í víðri mussu, girtur svarðreipi. Er það mál manna að
Benjamín mundi hafa vegið nær fjórum vættum er hann hafði búið sig
sem honum líkaði og etið súpuna. Var maðurinn traustvekjandi upp á
að sjá og að öllu hinn knálegasti.
Ekki kunni Guðmundur með öllu að dylja Benjamín félaga sinn
þeirra tilvika er hann hafði lent í á framleið og mátti sjá á honum nokkra
áhyggju. Má vera að það hafi verið fyrir þær sakir – ef satt er – að Jóhann-
es bóndi, faðir Benjamíns, hafi veitt þeim nokkurt vín áður þeir færu,
og hafi það verið hauskúpuvín frá Spáni, þrælsterkt og rammáfengt. Þó
ætl um vér að sú drykkja hafi verið við hóf.
En það sá Guðmundur, að Benjamín stakk í bakvasann legli einum
brúnum og var sá fullur upp í stút. Ekki er þess getið að Guðmundi
líkaði það illa.
Benjamín reið hesti þeim er Lásahlunkur er nefndur. Eigi var hann
mik ill vexti en því harðfengari. Fékk og engi maður haft af honum gagn
utan Benjamín, sökum vilja hans og ofurkapps. En Benjamín hafði það
ráð þá er færleikurinn vildi hlaupa með hann í gönur, að hann brá fótum
úr ístöðum og sparn í jörðu. Með Benjamín rann gulstrútótt hundtík,
vambsíð og hið vænsta kíkvendi. Sást það á, að seppa Guðmundar leist
vel á tíkina Benjamíns, hvað hann fékk þó í engu endurgoldið, enda
tíkin komin fast að gotum.
Skjóðu mikla reiddi Benjamín í fanginu og mundi í henni margt verið