Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 12
12
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Settist Guðmundur klofvega á hest sinn í díkinu og mælti: „Þess skal
nú njóta að ekki er hátt til hnakksins.“ Fann hann þá fyrir kertunum í
barmi sér og minntist um leið malsins sem nú var týndur. Dró hann upp
annað kertið og beit í, rétti síðan Benjamín.
Benjamín þefaði af því góða stund og fékk síðan Guðmundi og
mælti: „Ekki ætla ég það ráð að fara að éta hér þráa pestartólg neðan úr
Mið síðu.“
Fannst á, að Guðmundi þótti Benjamín matvandur.
En sem þeir sýsluðu þetta tók hestur Guðmundar viðbragð mikið
og var farið að leiðast í forinni. Var það viðbragð svo hart og óvænt að
Guðmundur hrökk úr hnakknum um leið og hesturinn þurrkaði sig
upp úr forinni og fór Guðmundur þar ofan í sem verið hafði hesturinn.
Fann hann brátt að hann mátti sig þaðan hvergi hræra utan hann
skildi þar eftir stígvél sín dýr og ný. Bað hann nú Benjamín duga sér
og brá Benjamín skjótt við. En þar sem Guðmundur hélt í stígvél sín
báð um höndum niðri í forinni og vildi ekki sleppa varð það fangaráð
Benja míns að taka snæri úr pússi sínu og bregða um hann og draga svo
á þurrt.
Hitt er hin mesta lygi, sem sagt hefur verið, að hann hafi brugðið því
um háls Guðmundi og hengt hann upp úr, svo sem gert var fyrrum við
trunt ur sem ekki nenntu að brjótast um.
Eftir þetta hófu þeir félagar enn á ný leitina að Hólmavatni. Var þá
myrkur slíkt að ekki getur meira. Komu þeir þá enn að ófæru. Skreið
Guðmundur þar út í á fjórum fótum og þreifaði fyrir sér. Varð þá fyrir
hrúgald og þuklaði hann þar um nokkra stund að vita hvað væri. Var
þar kominn malurinn og rak Guðmundur upp óp mikið af fögnuði,
en hundur hans hinn vitri skildi strax hvað um var að vera og gó hátt.
Benja mín hljóðaði líka upp yfir sig af taugaóstyrk, þó hann vissi ekki
gerla hvað um væri að vera, en hélt jafnvel að Guðmundur væri enn á
ný kominn ofan í.
Er það skemmst frá að segja að ekki gekk á öðru en ofaníhleyping um,
umbrotum, kaffæringum og hvers kyns uppákomum. Þóttust þeir fél-
agar aldrei í meiri þrekraunir komist hafa. Og varð það enn til tíð inda að
tíkin Benjamíns treystist ekki yfir skurðpælu, varð þar eftir á bakkanum
og ýldi hátt. Sneri Benjamín við sem hvatlegast til að duga kvikindinu,
hafði sig yfir, tók tíkina í fang sér og lagði enn í ótræðið. Féll hann þá
í pytt einn fúlan er leynst hafði nokkru neðar og fékk ekki borgið sér,
íþyngdur af tíkinni og skjóðunni sem hann aldrei skildi við sig. Kallaði