Borgfirðingabók - 01.12.2016, Síða 15
15
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Og gerði Guðmundur svo með því að honum þótti þetta skynsamlega
mælt og drengilega; vöfðust þó fyrir honum slitrin af kafíunni, enda
mað ur inn orðinn ósnarpari í þessari grein heldur en löngum áður
sökum undangenginna erfiðleika.
Riðu þeir nú sem ákafast fram um Skammá og niður með Lambá til
Kjarrár, staðráðnir í að sleppa ekki öruggum leiðarmerkjum en ljúka
sinni för með sæmd, þrátt fyrir galdur sem þeim hafði verið ger. Var
nú létt af þeim öllum áhyggjum og var ekki trútt að þeir söknuðu þess
að búið var það vín er áður hafði þeim dugað vel. Og tóku nú með
sér tal um bókmenntaleg efni og heimspekileg, enda hafði aldrei orðið
með þeim sundurþykkja en mætt öllum mannraunum með samstilltum
átökum svo vel má hafa til eftirdæma. Urðu þeir brátt niðursokknir í
flókin ígrundunarefni og uggðu ekki að sér. Töldu enda víst að skálabúar
mundu láta loga ljós í glugga svo sem siður er sannkristinna manna
þegar von er gesta um myrkan veg.
En það er til marks um þroskaleysi skálabúa, heimsku þeirra og vesal-
dóm, að þeir höfðu slökkt öll ljós strax er þeir höfðu étið, og lágu þeir nú
sem híðbirnir steinsofandi í andvaraleysi og syndsamlegum draum um.
Riðu þeir Benjamín og Guðmundur því í grandaleysi sem leið lá nið-
ur með Kjarrá og fram hjá skálanum. Komu þeir nú brátt á völlu slétta
og tók þá Lásahlunkur að æsast undir Benjamín, sem mátti hafa sig
all an við og sparn í hvern þúfuhnotta. Er ekki að orðlengja það að þeir
bár ust brátt á þeysireið með flughraða niður eftir völlunum í myrkrinu.
Varð Guðmundi óhægt um, því malurinn sá hinn mikli, níð þungur af
innihaldi sínu ásamt for og bleytu, hafði snarast og hékk nú allur öðum
megin á hestinum og gerði Guðmundur ekki betur en hafa á móti hinum
megin, enda hestur hans orðinn ólmur við fjörspretti Lásahlunks.
„Kært væri mér, Benjamín,“ mælti Guðmundur þá, „að þú fengir
stillt færleikinn, því ekki er ég þess viss hvort ég fæ nú hafið mig á bak
ef ég dett hér af.“
Þá sparn Benjamín fótum við af svo miklu afli að hesturinn settist
undir honum.
Sáu þeir félagar nú báðir að ekki mundi einleikið um vilja hestanna
og myndu þeir komnir á heimleið. Og þekktu þeir sig er þeir gáðu betur
að og voru þá komnir neðst á Eyrar. Sneru þeir nú við af skyndingu.
Lækur einn rennur fast við leitaskála og til Kjarrár. Hugðust þeir nú
mundu finna lækinn og svo skálann. En þegar til kom var hver lækurinn
öðrum líkur, því þarna renna margir lækir til árinnar. Tóku þeir það ráð